Die Falscher (2007) ***1/2

 


 

"Die Falscher" er vel heppnað helfarardrama um rússneska falsarann Salomon 'Sally' Sorowitsch (Karl Markovics) sem handtekinn er og stungið í þýskar fangabúðir nasista á upphafsárum seinni heimstyrjaldarinnar. Við fylgjumst með hvernig honum tekst að bjarga sér úr erfiðri nauðungarvinnu í störf sem henta honum betur, að teikna og falsa peningaseðla fyrir þriðja ríkið.

Meginþungi myndarinnar gerist í prentverksmiðju þar sem gyðingar eru látnir falsa milljónir breska punda og síðan bandarískra dollara fyrir nasistaforingjann Friedrich Herzog (Devid Striesow) sem reynist reyndar aðeins mannlegri en aðrir nasistar. Sally áttar sig á að hann getur hugsanlega lifað helförina af, og hefur áhuga á að taka félaga sína með sér, en skilur líka að afleiðingar fölsunarinnar geti hjálpað nasistum að vinna stríðið.

Togstreitan er vel sviðsett. Meðal félaga hans eru Kolya (Sebastian Urzendowsky) ungur rússi með berkla, en Sally hefur sett sér að koma honum lifandi gegnum stríðið, hvað sem það kostar. Meðal félaga hans er einnig hinn uppreisnargjarni Adolf Burger (August Diehl) sem áttar sig á hversu mikilvægt er að tefja áætlanir nasista, þó að það geti kostað hann og félaga sína lífið. Hinn afar skotglaði nasisti Holst (Martin Brambach) gefur svo áhorfendum góða ástæðu til að hata nasista innilega. 

Það sem gerir söguna enn áhugaverðari en ella er aðalpersónan, sem er afar vel leikin af Karl Markovics og trúverðug. En sem falsari og glæpamaður er hann bæði útskúfaður af nasistum og gyðingum. Persónan reynist dýpri og betri en maður ætlar í upphafi, og ljóst er að átökin hafa gert hann að allt öðrum manni í lok myndar, en hann var í upphafi.

Það er hollt að horfa á góðar helfararmyndir. Þær minna okkur á hversu afvegaleidd heil þjóð getur verið þegar kemur að illa hugsaðri hugmyndafræði, sem er gjösneidd umhyggju gagnvart náunganum. Þannig var nasisminn illa hugsuð hugmynd, rétt eins og nýfrjálshyggjan og ýmsar fleiri kerfishyggjur, þar sem verðmætamat valdhafa snýst meira um kerfið en fólkið sjálft. Nasistar voru venjulegt fólk sem upplifði óvenjulegar aðstæður, og fylgdi leiðtogunum og kerfinu frekar en samviskunni. Sumir þeirra voru verri en aðrir, en allir tóku þeir þátt í hamförum sem valdið hafa óbætanlegu tjóni.

Samviskulausir kaupsýslumenn sem meta pening og fyrirtækjavöxt, arðgreiðslur og árangur, meira en velferð samfélagsins og hamingju fólks, eru einhvers konar nasistar. Eyðileggingin sem þeir valda eru þó ekki jafn augljós. Þeir skjóta ekki fólk í höfuðið fyrir að vera þeim ekki að skapi. Þeir loka fólk ekki inni í fangabúðum við ömurlegar aðstæður. Þeir taka hins vegar lifibrauð af fólki, húsnæði þeirra og möguleika til að komast af. Það að nasistar litu á það sem hermdarverk að rústa hagkerfi heimsins, vekur upp spurningar um hvort þeir sem rústuðu hagkerfi Íslendinga hafi verið einhvers konar nasistar.

 

Mynd: Rotten Tomatoes


Nagandi samviska eða einelti? (og LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 331)

Jóhannes í Bónus hefur kvartað yfir að vera lagður í einelti. Lára Hanna skrifar magnaða og skarpa grein um þetta mál hérna: Vesalingarnir . Mig grunar að menn sem lagt hafa land sitt í rúst hafi einfaldlega ekki geð til að líta í eigin barm, og skil ég...

Þegar ég lærði að fljúga ekki

Ég var á leið heim úr vinnunni. Það var hundslappadrífa. Snjórinn leit út eins og púðluhvolpaenglar sem komu svífandi hægt til jarðar og slepptu því að sígelta. Eða það held ég. Ég er ekki nógu vitur til að hlusta á náttúruna og er alltaf beintengdur í...

A Serious Man (2009) ****

"A Serious Man" er ein af þessum myndum sem maður annað hvort hatar eða elskar. Hún er miklu meira um ferðalagið en endirinn, miklu meira um örlögin en hversdagslífið, en gerist samt á fáeinum örlagaríkum dögum í lífi háskólaprófessors í eðlisfræði, sem...

Hefur nýkommúnismi tekið völdin á Íslandi?

Þegar nýfrjálshyggjan féll, kom tími nýrrar pólitískrar stefnu á Íslandi. Þessa stefnu má kalla nýkommúnisma, því rétt eins og hefðbundinn kommúnismi snýst hún hvað harðast gegn sínum eigin hugsjónum, gildum og baráttuslögurum og verður að einhvers konar...

Chugyeogja (2008) ****

Hörkuspennandi tryllir eins og þeir gerast bestir, persónusköpunin trúverðug og illmennið verulega fúlt, og hetjan ekkert sérstaklega góð manneskja í upphafi sögunnar. Það að myndin er frá Kóreu og betri en flestar spennumyndir sem koma frá Hollywood...

LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 330 - Verður vondur maður aldrei sáttur við sjálfan sig þrátt fyrir að vera auðugur?

Þessi blaðsíða úr Lýðveldi Platóns passar eins og flís við rass við Kastljósþátt gærkvöldsins þar sem fjallað var um svikafléttur Milestone og Sjóvár. Maður hlýtur að spyrja hvort að þessir einstaklinga trúi því að hægt verði að komast hjá ellinni og...

LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 329 - Manngerð, elli og ríkidæmi

329a "Auðvitað mun ég deila með þér minni skoðun, Sókrates," sagði hann. "Sjáðu til, samkomur meðal okkur gömlu mannanna sem eru á svipuðu reki eru ekki óalgengar (og sanna þannig gamla máltækið!). Þessar samkomur eru án undantekninga notaðar fyrir...

Af hverju í ósköpunum er ég farinn að þýða heimspeki á blogginu?

Öll vitum við mikið um sumt og höfum tilhneigingu til að telja okkur vita sitthvað um allt. Það getur verið betra að líta á það sem viðhorf til að dýpka þekkinguna. Oft skrifa ég um mál sem ég tel mig vita lítið um, en skrifa um þau til að læra af þeim....

The Princess and the Frog (2009) *1/2

10 ára sonur minn gaf myndinni líka eina og hálfa stjörnu, en dóttir mín 12 ára var rausnarleg og gaf henni tvær af fjórum. Þótti syni mínum myndin ógeðsleg vegna alltof mikillar áherslu á kossa og dóttur minni leiddist einfaldlega. "The Princess and the...

LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 328 - Meiri ánægja af kynlífi eða samræðum í ellinni?

BÓK I 1. kafli - Árás á hefðir 328a "Hva," bætti Adeimantus við, "veistu ekki að í kvöld verða kyndla-kappreiðar fyrir gyðjuna?" "Kappreiðar?" sagði ég. "Það er óvenjulegt. Meinarðu að það verði kappreiðar þar sem keppendur skila af sér kyndlum til...

LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 327 - Hvernig get ég fengið þig til að hlusta á mig ef þú hefur engan áhuga á því?

BÓK I 1. kafli - Árás á hefðir 327a Í gær fór ég til Piraeus með Glákoni, syni Aristons, til að tilbiðja gyðjuna og líka vegna áhuga mínum á að sjá hvernig þeir stjórna hátíðarhöldunum, fyrstu sýningunni. Ég var vissulega hrifinn af glæsileika skrúðgöngu...

Hverjir eiga banka og skilanefndir?

Ég velti þessu fyrir mér vegna afskrifta auðmanna og það að þeir hafa sumir fengið tapaðar eignir sínar til baka á silfurfati. Getur verið að þessir auðmenn eigi bankana í dag? Hefur það verið rannsakað? Ég get ekki ímyndað mér að nokkrir aðrir hefðu...

Haiku um ICESAVE

Æ say f... og Æ say f... Æ say f... og Æ say f..., Æ say f... og Æ say f... ICESAVE

Kjarni málsins: ICESAVE

Umræddir peningar eru sú upphæð sem breska ríkisstjórnin borgaði breskum innistæðueigendum ICESAVE og hollenska ríkisstjórnin borgaði hollenskum innistæðueigendum ICESAVE. Í stað þess að taka skellinn sjálfar, ákveða þessar ríkisstjórnar að kalla þessa...

Enginn vafi?

Ég leyfi mér að efast um að enginn vafi sé til staðar um þetta mál. Hefur staðhæfingunni um vafaleysi þá verið hafnað? Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði í dag í svari til stjórnarandstæðinga á norska þinginu að enginn vafi væri á ábyrgð...

The Lovely Bones (2009) **

Peter Jackson, leikstjóri "The Lord of the Rings" og "King Kong" snýr aftur og bregst loks bogalistin. "The Lovely Bones" er ein af þessum myndum sem hefði getað verið frábær. Auðvitað reiknar maður með að þetta sé saga með þéttri atburðarrás þar sem...

Invictus (2009) ***1/2

"Invictus" er vel heppnað drama frá Clint Eastwood um fyrstu ár Nelson Mandela sem forseti Suður Afríku og hvernig hann notar íþróttir til að sameina þjóðarsálina. Sem íþróttamynd er "Invictus" ekki jafn vel heppnuð, þar sem afar erfitt er að fylgjast...

Lögmenn hjá Pacta eiga heiður skilinn fyrir að kveikja vonarneista í baráttunni gegn óréttlæti á Íslandi

Loksins, loksins, loksins. Fyrsti sigurinn frá upphafi Hruns, en stríðið er ekki búið. Lögmenn Pacta sýna í verki að þeir eru meira en lagatæknar. Þetta mál þarf að enda á sama hátt fyrir hæstarétti áður en Lýsing fellst á eigin ábyrgð. Fjöldi þeirra sem...

Af hverju mega þeir vaða yfir okkur?

Það þarf að ræsa fólk út. Einhverjum hefur tekist að spilla stjórnvöldum, þannig að þau geta sig hvergi hreyft til að lyfta hendi og hjálpa fólkinu í landinu, eins og óspillt stjórnvöld ættu að vilja. Ég er fullviss um að Jóhanna Sigurðardóttir vill vel,...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband