Af hverju mega þeir vaða yfir okkur?

 

megaphone

Það þarf að ræsa fólk út.

Einhverjum hefur tekist að spilla stjórnvöldum, þannig að þau geta sig hvergi hreyft til að lyfta hendi og hjálpa fólkinu í landinu, eins og óspillt stjórnvöld ættu að vilja. Ég er fullviss um að Jóhanna Sigurðardóttir vill vel, en ég held að hún átti sig ekki á að forgangsvandamálið er að uppræta þá spillingu sem gerjast í kringum hana. Hún þarf að heyra þau skilaboð að það hefur verið gerð uppreisn í skipi hennar, hún situr í káetu sinni og telur sig stefna til Kýpur, en skipverjar stefna fleyinu hins vegar í einhverja allt aðra átt, og sýna henni falsaða kompása og kort til að halda henni rólegri. 

Stjórnvöldum og auðmönnum hefur þegar tekist að vinna stríðið gegn almenningi sem sagan segir okkur að lætur kúga sig endalaust. Veruleikinn er sá að brauðmolarnir virðast duga til að halda múgnum rólegum. Þeim hefur tekist á láta líta út fyrir að almenningur sé auðmönnum samsekur með því að hafa keypt sér flatskjái, tekið sér húsnæðislán eða bílalán. Einnig telur að sparifé þeirra sem áttu pening á bönkum eftir hrun var bjargað af ríkisstjórninni, þannig að þessu fólki finnst að þeim hafi verið hjálpað, en skuldurum finnst þeir skyldir eftir úti í kuldanum. 

Samstaðan milli þeirra sem eiga og eiga ekki er nánast engin. Þetta er bil sem þarf að brúa. 

Almenningur virðist hafa álíka mikla sjálfsvirðingu og svín í svínastíu. Étur bara það sem að kjafti kemur. Er sama um náungann. Hugsar fyrst og fremst um eigin heim, sem hefur smækkað niður í eigin heimili. Alið er á heimsku með sjónvarpsfréttum sem flytja valinn áróður þeirra sömu og hafa komið landanum í þessa klípu. Fólk er ringlað á meðan fjölmiðlar segja eitt og veruleikinn er annar.

Hvað þarf að gera til að ná samstöðu gegn þessari spillingu og óréttlæti? 

Ég mæli með að fyrir fundinn á Austurvelli á morgun, fari hópur um valin hverfi borga og bæja, kalli saman samsveitunga sína, með gjallarhorni og smali þeim saman sem sætta sig ekki við ástandið. Þó ekki væri nema einn karl eða ein kona með gjallarhorn, þá væri það þó byrjun. Því fleiri því betra. Gangi þetta ekki upp fyrir morgundaginn, eru átta dagar til að skipuleggja fyrir næsta fund á eftir, og 15 dagar fyrir þann þarnæsta, nema að fólk taki sig saman og ræsi sjálft sig út strax í dag og hætti einfaldlega ekki fyrr en kominn er á friður.

Það er reyndar vandamál fyrir sig ef mótmæli eru orðin að kerfisbundnu fyrirbæri.

 

 

Marinó G. Njálsson skrifar eina bestu grein sem skrifuð hefur verið í nokkrum miðli, hérlendis sem erlendis, eftir Hrun. Hann skrifar um óréttlætið sem felst í að gefa auðmönnum sem aldrei lögðu sig í hættu, drjúgan sjóð úr vösum almennings með því að fella niður skuldir þeirra, á meðan þeir sem eiga varla fyrir mat fá enga miskunn frá bönkum eða kröfuhöfum, og án raunverulegrar nærveru og stuðnings stjórnvalda.

Þessi færsla byrjaði sem athugasemd við hörkugóða grein Marinós G. Njálssonar, sem þú getur lesið hér: Tikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa.

Mynd: Law Offices of William Ulrich


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marinó hefur tjáð mér að ekið sé um götur borgarinnar á laugardagsmorgun til að ræsa fólk. Er þá ekki málið að finna fleiri gjallarhorn og fleiri til að tala í þau?

Hrannar Baldursson, 12.2.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og fleiri til að hvetja fólk til að mæta.  Það er bara tímaspursmál hvenær bomban springur.  Ég finn það á sjálfri mér að ég er alveg kominn með æluna upp í háls og viðbjóðurinn er að kæfa mig.  Mig langaði mest til að brjóta hverja rúðu í bönkunum sem ég sá í fréttunum í gær, og gera eitthvað ennþá verra við glottandi þjófana.  Þegar svo er komið fyrir mér, þá er ansi langt gengið.  Ég vona að ekkert slíkt gerist.  En því fyrr sem sprengjan springur því minna slæmt hýst af henni.  Nú þarf að heimta réttlæti og virðingu fyrir almenningi landsins.   Þetta bara gengur ekki lengur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Erum við ekki allt of miklir kóarar við íslendingar til að standa með okkur sjálfum?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.2.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að Arinbjörn hafi því miður mikið til síns máls.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Billi bilaði

Verður það slæma við Lýsingardóminn það að hann verður dúsa upp í almenning sem róast þá um stund, þar til Hæstaréttur dæmir?

Billi bilaði, 13.2.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband