Enginn vafi?

Ég leyfi mér að efast um að enginn vafi sé til staðar um þetta mál. Hefur staðhæfingunni um vafaleysi þá verið hafnað?

Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði í dag í svari til stjórnarandstæðinga á norska þinginu að enginn vafi væri á ábyrgð Íslendinga á innlánstryggingum vegna Icesave-reikninganna.

Þarna gætir misskilnings.

Þó að einhverjir eigendur Landsbanka ehf. hafi verið íslenskir og hann hafi áður verið íslenskur ríkisbanki og síðan einkavæddur, þá gerir það íslenskan almenning ekki ábyrgan fyrir honum né starfsemi hans, enda bera eigendur og stjórnendur fyrst og fremst ábyrgð á rekstri og velferð fyrirtækis, en ekki þeir sem hafa lögbundið eftirlit með viðkomandi fyrirtæki, ekki frekar en að Securitas ber fulla ábyrgð ef þjófar stela frá fyrirtæki sem Securitas á að gæta.

Ber íslenska ríkið ábyrgð á því ef Íslendingur fremur glæpi erlendis, eða er það glæpamaðurinn sem ber ábyrgð á sjálfum sér? Á íslenska þjóðin kannski að sitja inni fyrir glæpamanninn og hleypa honum heim til að fremja glæpina heima hjá sér frekar en erlendis?

Þetta mál er ekki flókið. Og ljóst er að það er vafi á ábyrgð Íslendinga á innlánstryggingum vegna Icesave-reikninganna.

Ekki nóg með það. Það er enginn vafi í mínum huga. Hvorki börnin mín né ég sjálfur berum ábyrgð á ákvörðunum stjórnenda Landsbanka ehf. sem opnaði einhver útibú í Hollandi og Bretlandi. Það gerðu þeir á eigin ábyrgð. Fáránlegt að kenna Íslendingum, Bretum eða Hollendingum um. Þessir gaurar og gærur geta sjálfum sér um kennt.

Það mætti halda að áróðursstríð sé hafið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í samvinnu við systurflokka erlendis og að hún verði ekki háð með rökum og sannleika að leiðarljósi, heldur tilraunum til að þyrla upp ryki og flækja þetta sáraeinfalda mál, og láta það líta út eins og einhvern flækjuhnút, svo einhverjir geti kennt öðrum um hversu illa fór og notað sem afsökun fyrir því að ekkert sé gert af viti.

Með þessu tekst sjálfsagt að veikja málstað Íslendinga.

Eins og hann skipti máli þegar pólitísk völd og milljarðalán eru í spilinu?


mbl.is Íslendingar báru einir ábyrgð á eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað eru svona norskur sauður að jarma um okkar mál?   Ætli maðurinn njóti sérstakrar athygli hjá ESB elítunni?  Ótrúlegasta fólk hefur látið ljós sitt skína undanfarna 18 mánuði, fólk sem virðist ekki hafa hugmynd um hvað málið snýst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég læt í það minnsta ekki blekkjast þó einhver norskur pólítíkus hafi hátt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.2.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vinur er sá er til vamms segir. Ekki veitir af. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2010 kl. 01:01

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Maðurinn má hafa sína skoðun og segja hana, en þessi er svo augljóslega röng, þar sem margsýnt hefur verið fram á þennan vafa, hver svo sem skoðun fólks getur verið.

Hrannar Baldursson, 17.2.2010 kl. 05:46

5 identicon

Sigbjørn var að tala um innlánstryggingasjóðinn. Af hverju ferðu að tala um eignarhald og stjórnun á Landsbankanum? Það er tilfallandi að það hafi þurft að lána innlánstryggingasjóðnum til að endurgreiða þeim sem áttu peninga inni á bók hjá Landsbankanum.

En ég er sammála þér um að það leiki vafi á lagalegri ábyrgð ríkisins á tryggingasjóðnum. Siðferðileg ábyrgð þegnanna er hinsvegar kristaltær í mínum huga.

Grímur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 08:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að því er mér sýnist þá frömdu Icesave afglaparnir bara afglöp en eingin lögbrot.  Afglapi má vera afglapi og það er ekki hægt að dæma hann fyrir það, frekar en að vera heimskur. 

Hvorki Íslenska ríkið né við Íslendingar berum ábyrgð á afglöpum einkafyrirtækja eða eigenda þeirra.  Enda hagnaður eða tap af öllum þeirra verkum  handa þeim sjálfum en ekki okkur.

Vandinn í þessu máli, er bull stormurinn sem geisað hefur hér á Íslandi um þetta mál.  Vegna hans er ekkert skrítið þó fólk annarstaðar skilji málið vitlaust.

Þau afgöp á að skrifa á reikning Samfylkingarinnar og Steingríms.  Ekki okkur Íslendinga.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2010 kl. 11:13

7 Smámynd: Ómar Ingi

Innlitskvitt

Ómar Ingi, 18.2.2010 kl. 17:18

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fjármálaráðherra noregs hann Sigbjörn, var valinn í stöðunna af einni ástæðu.. og bara henni. Hann á að spara !   en hann hefur bara eitt atkvæði á stórþinginu , ef hann þá hefur atkvæði þar.. er ekki viss um hvort hann sé þingmaður líka.

Óskar Þorkelsson, 18.2.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband