Kjarni málsins: ICESAVE

Umræddir peningar eru sú upphæð sem breska ríkisstjórnin borgaði breskum innistæðueigendum ICESAVE og hollenska ríkisstjórnin borgaði hollenskum innistæðueigendum ICESAVE. Í stað þess að taka skellinn sjálfar, ákveða þessar ríkisstjórnar að kalla þessa björgun 'lán til Íslendinga'.

Hljómar vel fyrir þá.

Vandinn er að íslenskur almenningur er ekki ábyrgur fyrir þessu. Einkafyrirtækið Landsbankinn ehf. er ábyrgt. Og þá stjórnendur og eigendur Landsbankans.

Þeir sem hrópa hæst að Íslendingar ætli að borga og eigi að borga eru að misskilja málið.

Landsbankinn er ekki þjóðin.

Fjármálaeftirlit þjóðanna þriggja hafði ekki getu til að annast eftirlit. Gerir það íslensku þjóðina ábyrga fyrir að borga þann pening sem bankinn glataði? 

Engan veginn.

Sé banki rændur, er öryggisvörður sem var yfirbugaður, rukkaður um peninginn? Eða aðrir viðskiptavinir?

Glætan!

Ef ICESAVE 2 verður samþykkt, þá mun gríðarlega hátt lán verða samþykkt til Íslands sem nota skal til að koma atvinnulífinu í gang, og þá sjálfsagt með því að dæla peningum í valda einstaklinga og valin fyrirtæki, og sjálfsagt munu einhverjir stjórnmálamenn óvart hagnast í leiðinni.

En síðan kemur að skuldadögum.

 

Markmið ríkisstjórnarinnar með því að samþykkja ICESAVE 2 eða fá aðeins hagstæðari samning er efnahagslegt. Ríkisstjórninni virðist vera nákvæmlega sama um markmið tengd siðferði, lýðræði og réttlæti. Það á að þvinga málinu í gegn með öllum hugsanlegum bolabrögðum, sama þó það þýði svik við forseta lýðveldisins og eigin þjóð. Slíkar vangaveltur virðast ekki komast að í hugum þeirra sem vilja bara sjá peninga, sama hvað það mun kosta þá og þjóð sína til frambúðar.

Það var aldrei neitt lán tekið til að bjarga innistæðum Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnir þeirra ákváðu að kalla vafasamar björgunaraðgerðir sínar "lán til Íslendinga" á meðan sama aðgerð á Íslandi var kölluð "neyðarlög". Íslendingar bera ekki ábyrgð á þessari ákvörðun ríkisstjórna Breta og Hollendinga. Þetta var ekki lán. Þetta var sjálftaka.

Íslendingar eru þekktir fyrir að láta sjálftöku viðgangast. 

Lausn ríkisstjórnarinnar er að fá kúlulán utan úr heimi til að borga skuldir, nákvæmlega í anda nýfrjálshyggjunnar sem gerði íslenskt efnahagskerfi að rjúkandi rúst.

Ríkisstjórnin virðist lítið hafa lært af afleiðingum þess að taka lán. Íslensk heimili þekkja það í dag. Áætlun um endurgreiðslu á bíl reynist allt í einu 150% meiri vegna þess að lánið var tekið í erlendri mynt, og húsnæðislán hækka vegna verðtryggingar á meðan verðmat húsnæðis hrynur.

Hvað ef krónan hrynur aftur eftir til dæmis fimm ár, ári áður en borga skal þessa þjóðarskuld til baka? Hvað ef Íslendingar geta ekki borgað þá?

Sýnum fyrirhyggju.

 

Þessi grein varð annars til eftir að ég las þetta leynibréf frá Bandaríkjamönnum:

LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM

Ég fylltist reiði þegar kemur að umsögninni um "óstöðugleika" forseta Íslands. Reiðilestur um þá tilfinningu mína að þarna sé verið að fremja landráð að yfirveguðu ráði má bíða þar til ég hef róað mig almennilega niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg skýr ástæða fyrir því í hvaða óreiðu þetta ógæfumál er. Nefninlega að það er ekki í réttum farvegi og viðsemjendur, sem eru stjórnmálamenn hér og erlendis - eru ekki réttu aðilarnir til að fjalla um þetta.

Þetta er vanskilamál einkafyrirtækis og það á að fjalla um það og ganga frá undir hlutlausum alþjóðlegum dómsstóli. 

Því lengur sem þetta "leikrit" heldur áfram - því ljósari verður þessi einfalda staðreynd.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 10:54

2 identicon

Sæll Hrannar og afsakaðu að ég hafi ekki haft samband við þig síðan um daginn. Geturðu sent mér e-mail hjá þér, langar senda þér smá hugvekju...

Kristbjörn (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 12:53

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hákon: Nákvæmlega

Kristbjörn: hugvekjur eru alltaf góðar. HBaldursson hjá gmail.com

Hrannar Baldursson, 19.2.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ríkisstjórn sem  þykist yfir það hafin að hlusta á almenning, verður ekki langlíf.  Þannig fór um síðustu ríkisstjórn, ég undrast langlundargeð fólks vegna þessarrar stjórnar.  Ég vona að stjórnin þori ekki að samþykkja neinn IceSlave samning án umboðs þjóðarinnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband