Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 6. sæti: Aliens
21.7.2008 | 13:49
Aliens er ein af þessum fáu framhaldsmyndum sem deila má um hvort að séu jafnvel betri en upprunalega myndin. James Cameron leikstýrir af hreinni snilld. Klippingin og tæknibrellurnar eru hreint óaðfinnanlegar. Rétt eins og í The Terminator (1984) tekst Cameron að finna dúndurspennandi takt þar sem maður er límdur við atburðarrásina.
Ellen Ripley (Sigourney Weaver) hefur legið í djúpsvefni í 57 ár þegar rannsóknarskip rekst á geimskip hennar stefnulaust á reiki. Henni er komið til Jarðar og hjúkrað. Hún uppgötvar að dóttir hennar lést, sextug að aldri, og hefur misst starfsréttindin sín sem flugmaður þar sem að hún grandaði Nostromo, skipinu sem geimveran hertók 57 árum áður. Ripley fær vinnu á lager og hefur algjörlega tapað tilganginum í eigin lífi.
Hún segir frá hvernig geimskrímslið drap alla í skipinu. Enginn virðist trúa henni þegar hún segir að þau hafi fundið verurnar á plánetunni LV-426, því að nú er hún byggð og enginn orðið var við nein skrímsli. Samt sendir Carter Burke (Paul Reiser) út könnunarleiðangur að hnitunum sem Ripley gefur upp. Nokkrum dögum síðar slitnar allt samband við plánetuna.
Burke leitar til Ripley og biður hana að fara með herflokki í björgunarleiðangur á plánetuna, til að bjarga þeim sem hugsanlega eru enn á lífi, og til að drepa skrímslin sem eftir eru. Hún samþykkir að fara með, en fær ekki að vita raunverulega ástæðu ferðarinnar.
Sérsveit úrvals hermanna, með kaftein Dwayne Hicks (Michael Biehn) og óbreyttan Hudson (Bill Paxton), ásamt vélmenninu Bishop (Lance Henrikson) og þeim Ripley og Burke, lenda á plánetunni og fljótt kemur í ljós að landnemabyggðin hefur verið lögð í rúst og að geimskrímslin hafa tekið yfir búðirnar.
Í stað þess að gera eins og Ripley vill, flýja eins fljótt og mögulegt er og sprengja plánetuna í tætlur, hefur Burke ákveðið að setja upp rannsóknarstofu þar sem skal rannsaka geimverurnar og flytja heim til Jarðar, þar sem að uppgötvanir tengdar þessum verur geta verið dýrmætar og söluvænlegar, sérstaklega þegar hernaður er hafður í huga.
Ripley finnur Newt (Carrie Henn), stúlku sem virðist vera eina eftirlifandi mannvera plánetunnar, en henni hafði tekist að fela sig í loftræstikerfinu. Þegar mörg hundruð geimskrímsli gera árás á herflokkinn tekur Ripley til sinna ráða. Hún byrjar á að bjarga þeim hermönnum sem hægt er að bjarga og ákveður að sprengja plánetuna í loft upp og öll skrímslin með.
Hefst nú kapphlaup við geimverurnar sem verður óþægilega flókið þegar geimverurnar klófesta Newt. En Ripley heldur í humátt á eftir, djúpt í iður jarðar, til að heimta stúlkuna úr helju. Hún hafði þegar tapað eigin dóttur, hún ætlar ekki að tapa þessari líka.
Aliens var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna, meðal annars var Sigourney Weaver tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Aliens var tilnefnd fyrir sviðsetningu, klippingu, frumsamda tónlist og hljóðsetningu, en fékk Óskarinn fyrir bestu tæknibrellur og hljóðbrellur.
Hún hefði líka mátt fá tilnefningu sem besta myndin.
6. sæti: Aliens
7. sæti: Star Wars
8. sæti: The Matrix
9. sæti: Gattaca
10. sæti: Abre los Ojos
11. sæti: The Thing
12. sæti: Brazil
13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial
14. sæti: Back to the Future
15. sæti: Serenity
16. sæti: Predator
17. sæti: Terminator 2: Judment Day
18. sæti: Blade Runner
19. sæti: Total Recall
20. sæti: Pitch Black
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru ofurhetjusögur, eins og sagan um The Dark Knight, goð- og hetjusögur nútímans?
21.7.2008 | 10:55
Sögur um forna guði, hetjur og skrímsli hafa síðan mannkynið man eftir sér skemmt okkur. Fyrr á öldum sat kannski sögumaðurinn við eld og sagði sögur sem hann hafði erft frá öðrum sögumönnum, og breytti aðeins til að höfða til nýrrar kynslóðar. Þessar sögur vekja áhuga fólks, sérstaklega þegar vel er sagt frá, við þurfum af einhverjum ástæðum að hlusta á sögur, við nærumst á þeim.
Sögurnar eru eitthvað órjúfanlegt frá hinu mannlega. Þó að formið breytist, þá finna sögumennirnir alltaf nýjar leiðir til að birta þær, sama þó að þær séu nánast alltaf um sama hlutinn - átök manneskju gegn umhverfi sínu eða öðrum manneskjum.
Þannig urðu goðasögurnar til, þar sem að eina leið manneskja var að vinna sér inn punkta hjá guðunum til að hafa einhverja stjórn á náttúruöflunum, eða að minnsta kosti einhverja von.
Hómerskviðurnar voru einmitt um ofurmenni eins og Akkíles, sem er fyrirmynd Superman, og Ódysseif, sem er fyrirmynd Batman.
Við höfum færst frá því að segja sögur á köldum kvöldum við heitan varðeld, yfir í að horfa á tjald þar sem sögunni er varpað myndrænt og lifandi á skjá, þar sem sögumaðurinn er það myndrænn að hann hverfur nánast algjörlega, fyrir utan kannski einstaka manneskju sem svarar í gemsann og fólk sem kann sig ekki á aðra vegu. Auk auglýsingahlés og texta, sem taka þátt í að færa upplifunina aftur til fortíðar. Einmitt þess vegna er svo gaman að fara í bíó í Bandaríkjunum: enginn texti, ekkert hlé - og kvikmyndasalirnir hreinir og með þægileg sæti.
Af hverju höfum við svona gífurlegan áhuga á ofurhetjum?
Allir, og nú alhæfi ég, virðast hafa einlægan áhuga á að heyra góða sögu vel sagða.
Af hverju ætli það sé?
Myndir:
Batman: DC Comics
Ódysseifur: The Odyssey Hotlist
Leðurblökumaðurinn geysivinsæll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er The Dark Knight besta kvikmynd allra tíma?
20.7.2008 | 13:13
Internet Movie Database (IMDB) sem er langmest notaða kvikmyndasíðan á netinu er með lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma. The Godfather hefur setið á toppnum í mörg ár, en var tímabundið vikið þaðan á meðan The Lord of the Rings kvikmyndirnar slóu öll met. Þær myndir komust upp í 9.2 í einkunn, en komust aldrei jafn hátt og The Dark Knight stendur núna, með 9.5 í einkunn og af netheimum í dag talin vera besta kvikmynd allra tíma miðað við 23.611 atkvæði.
Einkunnin á sjálfsagt eftir að breytast eitthvað með tíð og tíma og spurning hversu lengi hún telst best þeirra alla. Það er nokkuð ljóst að þetta er ein af þessum myndum sem maður verður einfaldlega að sjá í bíó til þess að teljast maður með mönnum.
Heimildir: Internet Movie Database
Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvort er verðmætara: ferskur líkami eða ferskur hugur?
20.7.2008 | 11:08
Ef þú gætir lifað að eilífu með annaðhvort líkama eða huga 30 ára manneskju, hvort myndir þú velja?
Þú færð því miður ekki að velja bæði.
Og ágætt að taka það fram: líkaminn í þessu dæmi hættir að hrörna eftir sextugt, þannig að þú verður ekki að polli eftir 300 ár.
Mynd: Unsung Hero Revolution
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eru til aðstæður þar sem þú vildir geta drepið einhvern með því einu að hugsa það?
19.7.2008 | 14:21
Þú hefur fengið vald til að drepa fólk með því einu að hugsa til dauða þeirra, og með því að endurtaka þrisvar: "Bless -fullt nafn-."
Viðkomandi myndi deyja eðlilegum dauða sem vonlaust væri að rekja til þín. Myndir þú við einhverjar aðstæður nota þetta vald?
Mynd: Stereogum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Af hverju syngur Bubbi ekki sjálfur gegn fátækt?
19.7.2008 | 10:19
Af hverju heldur Bubbi ekki sjálfur stórtónleika gegn fátækt og fær einhverja góða tónlistarmenn til liðs við sig, og gefur vinnu sína á tónleikunum og gefur svo út geisladisk í kjölfarið? Í staðinn fengi hann fullt af goodwill, sem má ekki vanmeta. Hagnaðinn væri hægt að nota til að bjóða heimilislausum eða fátækum í mat, eða styrkja sjóði fyrir fátækt fólk. Ég veit ekki betur en að Bubbi sé enn stærra nafn á Íslandi en Björk og Sigurrós, þó að hin síðarnefndu séu kannski þekktari víða um heim.
Reyndar spilaði ég nokkur lög eftir Íslendinga fyrir unglinga í Bandaríkjunum, til dæmis Bubba, Sigurrós og Björk. Þeim fannst Björk og Sigurrós svona la-la, en dýrkuðu Bubba Morthens. Þau skildu ekki textana, en fannst röddin hans og lögin með þeim flottari.
Mynd: Af bloggsíðu Kára Harðarsonar: Kveðið úr Kútnum
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hefur þú einhvern tíma óskað þess að vera af hinu kyninu?
(Og þá ekki af ástæðum sem hægt er að rekja til kynhvata).
Það er hægt að svara með því að smella á könnunina hérna til vinstri, eða með því að ræða málin í athugasemdum.
Mynd: National Museum of Health & Medicine
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Góð leið til að eignast smá aukapening með Netinu
18.7.2008 | 10:15
Það muna kannski margir eftir netbólunni sem sprakk um aldamótin, þegar allir voru að finna leiðir til að hagnast fljótt og auðveldlega á netinu. Það þarf mikla vinnu til, til að slíkt gangi upp. Hins vegar eru til einstaka góð tækifæri á netinu sem áhugavert er að skoða. Gróðinn er ekkert svakalegur, en þú getur eignast vefsvæði og fengið smá aukapening í leiðinni.
Þú getur fengið greitt fyrir það eitt að mæla með góðu netfyrirtæki og setja tengla til þeirra á vefsíður þínar. Fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem kaupir áskriftarpakka hjá þeim, færðu greidda 65 dollara. (Þeir senda ávísun þegar upphæðin er komin yfir 500 dollara). Þetta hljómar kannski of gott til að geta verið satt. En þetta er satt. Ég hef fengið minni fyrstu ávísun skipt, og kemur hún sér ágætlega á þessum síðustu og verstu tímum þegar öll lán hafa hækkað margfalt meira en bankarnir lofuðu þegar lánin voru tekin.
Það sem þú þarft að gera til að komast í þennan félagsskap er að smella á Lunarpages eða fara á lunarpages.com og kaupa þér lén með endingu eins og til dæmis .com, .net eða .org. Með fylgir vefsvæði upp á 1500 GB og með hraðri nettengingu. Mánaðargjaldið er um kr. 400,-
Það þarf að kaupa pakka til eins eða tveggja ára til að fá þessi kjör. Með í pakkanum fylgir fullt af forritum sem gera manni auðvelt að búa til vefsíður, bloggsíður, wikisíður, vefverslanir, spjallborð, og ýmislegt annað frá grunni, og auk þess fær maður boð um að gerast félagi (affiliate) þar sem maður fær greidda 65 dollara fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem smellir á tengilinn.
Ég er búinn að smíða nokkrar vefsíður sjálfur:
Hérna fyrir neðan er dæmi um auglýsingaborða frá Lunarpages, sem hægt er að setja upp á vefsíðurnar.
Mynd af netleiðslu: goEmerchant
Mynd af veraldarvef: Do You Hear The Sound - There is a wind coming!
Ef þér væri boðinn einn milljarður með aðeins einu skilyrði, myndirðu þiggja peninginn?
17.7.2008 | 00:26
Skilyrðið: þú verður að flytja úr landi og mátt aldrei stíga aftur fæti á ættjörð þína.
Mynd: Newsday
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Góð leið til að fá smá aukapening á netinu.
16.7.2008 | 19:01
Það muna kannski margir eftir netbólunni sem sprakk um aldamótin, þegar allir voru að finna leiðir til að hagnast fljótt og auðveldlega á netinu. Það þarf mikla vinnu til, til að slíkt gangi upp. Hins vegar eru til einstaka góð tækifæri á netinu sem áhugavert er að skoða. Gróðinn er ekkert svakalegur, en þú getur eignast vefsvæði og fengið smá aukapening í leiðinni.
Þú getur fengið greitt fyrir það eitt að mæla með góðu netfyrirtæki og setja tengla til þeirra á vefsíður þínar. Fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem kaupir áskriftarpakka hjá þeim, færðu greidda 65 dollara. (Þeir senda ávísun þegar upphæðin er komin yfir 500 dollara). Þetta hljómar kannski of gott til að geta verið satt. En þetta er satt. Ég hef fengið minni fyrstu ávísun skipt, og kemur hún sér ágætlega á þessum síðustu og verstu tímum þegar öll lán hafa hækkað margfalt meira en bankarnir lofuðu þegar lánin voru tekin.
Það sem þú þarft að gera til að komast í þennan félagsskap er að smella á Lunarpages eða fara á lunarpages.com og kaupa þér lén með endingu eins og til dæmis .com, .net eða .org. Með fylgir vefsvæði upp á 1500 GB og með hraðri nettengingu. Mánaðargjaldið er um kr. 400,-
Það þarf að kaupa pakka til eins eða tveggja ára til að fá þessi kjör. Með í pakkanum fylgir fullt af forritum sem gera manni auðvelt að búa til vefsíður, bloggsíður, wikisíður, vefverslanir, spjallborð, og ýmislegt annað frá grunni, og auk þess fær maður boð um að gerast félagi (affiliate) þar sem maður fær greidda 65 dollara fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem smellir á tengilinn.
Ég er búinn að smíða nokkrar vefsíður sjálfur:
Hérna fyrir neðan er dæmi um auglýsingaborða frá Lunarpages, sem hægt er að setja upp á vefsíðurnar.
Mynd af netleiðslu: goEmerchant
Mynd af veraldarvef: Do You Hear The Sound - There is a wind coming!
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)