20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 8. sćti: The Matrix

Í áttunda sćtinu yfir bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum er mynd sem gengur upp í alla stađa: sagan er frjó og skemmtileg, tćknibrellurnar voru byltingarkenndar, slagsmálaatriđin međ ţví flottasta sem mađur hefur séđ og pćlingar ţannig útfćrđar ađ mađur fćr tćkifćri til ađ pćla í eđli eigin ţekkingar á heiminum og manni sjálfum.

The Matrix gerist eftir um ţađ bil 100 ár, hugsanlega fleiri eđa fćrri. Vélar međ gervigreind ráđa yfir jörđinni og ađeins ein mennsk borg stendur eftir: Zion. Allt mannkyn fyrir utan ţá sem hafa veriđ frelsađir og búa í Zion, sem er stađsett djúpt í iđrum jarđar, ţjóna ađeins einum tilgangi fyrir vélarnar: ađ vera rafhlöđur til ađ knýja heim vélanna.

Manneskjum er haldiđ sofandi allt sitt líf og ţćr eru tengdar inn í sýndarveruleika sem er ţađ trúverđugur ađ flestir trúa ađ ţeir lifi í honum. Ef ekki vćri fyrir hóp uppreisnarmanna sem leita ađ frjálsum sálum í sýndarveruleikanum vćri mannkyniđ glatađ. 

Morpheus (Laurence Fishburne) leiđir rannsóknarhóp á könnunarskipinu Nebuchadnezzar í leit ađ hinum eina sem spáđ er ađ muni geta brotiđ lögmál sýndarveruleikann. Morpheus hefur augastađ á unga tölvuhakkaranum Neo (Keanu Reeves), sem telur sig vera forritara í hugbúnađarfyrirtćki, en er í raun og veru sofandi djúpum svefni sem batterí á víđum velli sem vélarnar stjórna.

Tölvuforrit ađ nafni Agent Smith (Hugo Weaving) er helsti óvinur ţessara síđustu frelsistilburđa mannkyns, og reynir hann ađ einangra alla ţá sem tengjast sýndarveruleikanum ađ utan og drepa ţá, ţví ef sál ţín deyr í sýndarveruleikanum, deyrđu í veruleikanum. Smith hefur ás í erminni ţar sem svikari felst í áhöfninni.

thematrix01

The Matrix er spennandi mynd međ krefjandi hugmyndir. Sem heimspekikennari kannast ég viđ ansi margar hugmyndir úr heimspekisögunni, eins og til dćmis hellislíkingu Platóns, hugleiđingar Descartes, eindarhyggju Spinoza, efahyggju, tilvistarhyggju og fleira. 

Ég hef greint The Matrix enn dýpra á Seen This Movie! Smelltu hérna til ađ kíkja á greinina.

 

8. sćti: The Matrix

9. sćti: Gattaca

10. sćti: Abre los Ojos

11. sćti: The Thing

12. sćti: Brazil

13. sćti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sćti: Back to the Future

15. sćti: Serenity

16. sćti: Predator

17. sćti: Terminator 2: Judment Day

18. sćti: Blade Runner

19. sćti: Total Recall

20. sćti: Pitch Black


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćlir Hrannar,

Hef ekkert heyrt af ţér síđan fariđ var í stúdentsferđ til Tćlands 1989.  :o) 

Snorri H. Gudmundsson (IP-tala skráđ) 6.7.2008 kl. 05:27

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ţú ert alveg á villigötum í ţessum lista ţínum

Ómar Ingi, 6.7.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Hef alveg sérstakt dálćti á blogginu ţínu. Haltu áfram!

Sigurđur Ţorsteinsson, 6.7.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Snorri: blessađur. Stúdentaferđ fyrir 19 árum síđan? Ţá var ég 19 ára. Viđ ćttum kannski ađ halda 20 ára veislu á nćsta ári, ef viđ getum fundiđ okkur aftur?

Ómar: Hehe... Finnst ţér Blade Runner virkilega betri en The Matrix? Ég viđurkenni ađ Matrix Reloaded og Matrix Revolutions eru frekar slakar, en ţađ mengar ekki skođun mína á upphaflegu myndinni, sem er frábćr. 

Sigurđur: Kćrar ţakkir. 

Hrannar Baldursson, 6.7.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Ómar Ingi

Nei ţađ sagđi ég ekki en Báđar myndirnar eiga ađ vera miklu miklu ofar.

Ómar Ingi, 6.7.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Margar góđar rćmur ţarna, en sakna sárlega snilldarmyndarinnar Dark City.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.7.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Georg: Bíddu bara.

Ómar: Ég gat ekki međ góđri samvisku sett ţćr fyrir ofan snilldirnar sem eru eftir á listanum.

Hrannar Baldursson, 11.7.2008 kl. 20:42

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

sorrý, sé ţađ núna ađ 7 efstu sćtin eru eftir

Georg P Sveinbjörnsson, 11.7.2008 kl. 20:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband