Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 16. sćti: Predator

Af fimm fyrstu myndunum sem ég hef tekiđ fyrir á ţessum lista hafa ţrjár ţeirra veriđ međ Arnold Schwarzenegger í ađalhlutverki. Ég vissi ekki til ţess ađ ég vćri sérstakur ađdáandi ríkisstjóra Kaliforníu, en ljóst er ađ sumar myndir hans hafa heldur betur hitt í mark hjá mér.

Predator er einhvers konar blanda af Alien og Rambo, en tekst samt ađ skapa sinn eigin spennandi heim, sem kemur ímyndunaraflinu í gang, enda hafa veriđ gerđar tvćr framhaldsmyndir og sú ţriđja á leiđinni. Engin ţeirra hefur ţó náđ hćđum Predator. Hún er dúndurspennandi og stundum óhugnanleg, en Schwarzenegger stendur sig býsna vel í hlutverki sínu. Ţađ er ekki hverjum sem er sem tekst ađ vekja samúđ međ vöđvatrölli í sérsveit Bandaríkjahers sem drepur fólk á ţeirra eigin landssvćđi. Geimveran sem Arnold tekst á viđ er eitt vel heppnađasta skrýmsli kvikmyndasögunnar.  

 

Predator (1987) ***1/2

Sveit hćfustu sérsveitarmanna bandaríkjahers eru sendir inn í Suđur-Amerískan frumskóg án ţess ađ vita nákvćmlega hvert verkefni ţeirra er. Leyniţjónustumađurinn Dillon (Carl Weathers) hefur nokkuđ skýrar hugmyndir um tilgang ferđarinnar. Skćruliđar hafa komiđ sér upp herbúđum og safnađ ađ sér gífurlegu magni vopna. Bandaríkjamenn reikna međ ađ ţeir ćtli sér stóra hluti. Ţeir vita ekki nákvćmlega hvađ, en bara ţađ ađ áćtlanir séu í gangi ţýđir ađ ţađ verđur ađ stoppa ţćr.

Dutch (Arnold Schwarzenegger) fer fyrir sérsveitarhópnum en međlimir hans eru međal ţeirra skrautlegri sem sést hafa í bíómynd. Fremstur ţeirra fer Blain (Jesse Ventura), skrotyggjandi hörkutól sem svarar eftir ađ félagi hans bendir á ađ hann hafi orđiđ fyrir skoti: "I ain't got time to bleed." Annar eftirminnilegur sérsveitarmađur er leiđsögumađurinn Billy (Sonny Landham) en hann er sá fyrsti sem áttar sig á hversu hćttulegur hinn raunverulegi óvinur er.

Ţegar sérsveitin mćtir í regnskóginn finna ţeir leyfar af fyrri sveit, sem hefur öll veriđ slátruđ á ómanneskjulegan hátt. Ţegar Schwarzenegger njósnar um búđir skćruliđanna sér hann ţá taka Bandaríkjamann af lífi. Ţađ er nóg til ađ sveitin stormar inn í búđirnar og slátrar ţar öllum nema Önnu (Elpidia Carrillo). Leyniţjónustumađurinn Dillon er ánćgđur međ árangur ferđarinnar og haldiđ er af stađ til ţyrlunnar sem sćkja mun hópinn.

Á leiđinni ađ ţyrlunni verđur hópurinn óţćgilega var viđ einhverja dularfulla veru í skóginum, sem getur hulist sjáandi augum, slóđ hennar er órekjanleg og vopnin öflugri en nokkuđ sem sérsveitarmennirnir hafa áđur kynnst. Ţegar veran byrjar ađ drepa hermennina einn af öđrum verđur Dutch ljóst ađ ţađ voru ekki skćruliđarnir sem drápu fyrri sérsveitina, heldur ţessi undarlega vera sem virđist vera ađ veiđa hina hćttulegu mannskepnu sér til skemmtunar. Anna segir ađ ţessar verur komi í skóginn á tíu ára fresti og drepi bestu hermennina, ađ hún sé einfaldlega ađ safna verđlaunagripum.

Einn af öđrum týna sérsveitarmennirnir tölunni ţar til Schwarzenegger stendur einn eftir gegn ţessari veru, sem kemur utan út geimnum betur vopnuđ en nokkur jarđarbúi. Tekst honum ađ ráđa niđurlögum hennar og hvernig ţá? Hvađa vera er ţetta? Hvađan kemur hún? Til hvers er hún ađ ţessu?

Ţađ er skemmtilegt hvernig sérsveitarmönnunum er komiđ í stöđu dýra sem sífellt verđa veiđiţjófum ađ bráđ. Yfirleitt eru veiđiţjófar vel undirbúnir og eru aldrei í hćttu, og drepa dýrin sér til gamans. Hvađ gerist hins vegar ef eitt af dýrunum fćr nóg af ţessari vitleysu og leggur gildrur fyrir veiđiţjófinn?

Predator er leikstýrđ undir sterkri leiđsögn John McTiernan, en hann átti tvö mjög góđ ár, 1987 og 1988, en síđara áriđ leikstýrđi hann Die Hard međ Bruce Willis. Ţví miđur tókst honum ekki ađ halda dampi, gerđi hina ágćtu The Hunt for Red October (1990) og síđan urđu verkefnin innihaldslausari og lélegri međ hverju árinu. Síđasta mynd sem hann leikstýrđi var Basic, áriđ 2003, sem var ansi léleg.

 

Tilnefning til Óskarsverđlauna

Bestu tćknibrellur

 

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum:

 
16. sćti: Predator

17. sćti: Terminator 2: Judment Day

18. sćti: Blade Runner

19. sćti: Total Recall

20. sćti: Pitch Black


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ var lagiđ! Ein af mínum allrauppáhaldsmyndum! Vantar nú bara RoboCop og Aliens og ţá mun hiđ stórkostlega sćfćtímabil sem er 86-87 vera fullkomnađ.

Ţórđur Ingvarsson (IP-tala skráđ) 12.11.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér fannst reyndar Basic (2003) koma á óvart. Fléttan var í ţađ minnsta áhugaverđ.

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 06:12

3 identicon

do it now i'm here!

ég hef ekki meira ađ segja...

Oddur Ingi (IP-tala skráđ) 13.11.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Oddur Ingi, ţú vísar í eitt af betri atriđum myndarinnar, ţar sem Arnold, helsćrđur reynir ađ plata geimveruna í gildru...

Páll, ok... virđi ţađ. Sjálfum fannst mér ţví miđur ekkert variđ í fléttuna.

Ţórđur. RoboCop og Aliens eru flottar myndir. Spurning hvort ađ ţćr nái báđar á topp 20 listann hjá mér, en alveg á hreinu ađ ţćr eru báđar á topp 30.

Hrannar Baldursson, 14.11.2007 kl. 01:28

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ađ setja Blade Runner undir Predator er ekkert nema kvikmyndasögulegt stórslys. Vona ađ ţađ hafi veriđ óvart

Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 04:39

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...og nú sé ég ađ Aliens fer ekki einu sinni á listann. Mér er stórlega misbođinn smekkur ţinn kćri vinur. En svona er ţađ nú, viđ getum ekki öll haft sama smekk.

Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 04:40

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Páll, nei ţetta er alls ekkert óvart. Ţćr útgáfur sem ég hef séđ af Blade Runner finnst mér einfaldlega ekki betri en Predator. Aftur á móti kemur fljótlega í ljós hvort ađ Blade Runner Final Cut verđi enn betri en fyrri útgáfur.

Eins og ég sagđi, spurning  hvort ađ Aliens og Robocop komist á topp 20 listann. Ég er ekkert búinn ađ fullyrđa um ţađ.

Hrannar Baldursson, 14.11.2007 kl. 11:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband