20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 6. sæti: Aliens

Aliens er ein af þessum fáu framhaldsmyndum sem deila má um hvort að séu jafnvel betri en upprunalega myndin. James Cameron leikstýrir af hreinni snilld. Klippingin og tæknibrellurnar eru hreint óaðfinnanlegar. Rétt eins og í The Terminator (1984) tekst Cameron að finna dúndurspennandi takt þar sem maður er límdur við atburðarrásina.

Ellen Ripley (Sigourney Weaver) hefur legið í djúpsvefni í 57 ár þegar rannsóknarskip rekst á geimskip hennar stefnulaust á reiki. Henni er komið til Jarðar og hjúkrað. Hún uppgötvar að dóttir hennar lést, sextug að aldri, og hefur misst starfsréttindin sín sem flugmaður þar sem að hún grandaði Nostromo, skipinu sem geimveran hertók 57 árum áður. Ripley fær vinnu á lager og hefur algjörlega tapað tilganginum í eigin lífi.

Aliens02

Hún segir frá hvernig geimskrímslið drap alla í skipinu. Enginn virðist trúa henni þegar hún segir að þau hafi fundið verurnar á plánetunni LV-426, því að nú er hún byggð og enginn orðið var við nein skrímsli. Samt sendir Carter Burke (Paul Reiser) út könnunarleiðangur að hnitunum sem Ripley gefur upp. Nokkrum dögum síðar slitnar allt samband við plánetuna.

Burke leitar til Ripley og biður hana að fara með herflokki í björgunarleiðangur á plánetuna, til að bjarga þeim sem hugsanlega eru enn á lífi, og til að drepa skrímslin sem eftir eru. Hún samþykkir að fara með, en fær ekki að vita raunverulega ástæðu ferðarinnar.

Sérsveit úrvals hermanna, með kaftein Dwayne Hicks (Michael Biehn) og óbreyttan Hudson (Bill Paxton), ásamt vélmenninu Bishop (Lance Henrikson) og þeim Ripley og Burke, lenda á plánetunni og fljótt kemur í ljós að landnemabyggðin hefur verið lögð í rúst og að geimskrímslin hafa tekið yfir búðirnar.

 

Í stað þess að gera eins og Ripley vill, flýja eins fljótt og mögulegt er og sprengja plánetuna í tætlur, hefur Burke ákveðið að setja upp rannsóknarstofu þar sem skal rannsaka geimverurnar og flytja heim til Jarðar, þar sem að uppgötvanir tengdar þessum verur geta verið dýrmætar og söluvænlegar, sérstaklega þegar hernaður er hafður í huga.

Ripley finnur Newt (Carrie Henn), stúlku sem virðist vera eina eftirlifandi mannvera plánetunnar, en henni hafði tekist að fela sig í loftræstikerfinu. Þegar mörg hundruð geimskrímsli gera árás á herflokkinn tekur Ripley til sinna ráða. Hún byrjar á að bjarga þeim hermönnum sem hægt er að bjarga og ákveður að sprengja plánetuna í loft upp og öll skrímslin með.

Hefst nú kapphlaup við geimverurnar sem verður óþægilega flókið þegar geimverurnar klófesta Newt. En Ripley heldur í humátt á eftir, djúpt í iður jarðar, til að heimta stúlkuna úr helju. Hún hafði þegar tapað eigin dóttur, hún ætlar ekki að tapa þessari líka.

Aliens var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna, meðal annars var Sigourney Weaver tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Aliens var tilnefnd fyrir sviðsetningu, klippingu, frumsamda tónlist og hljóðsetningu, en fékk Óskarinn fyrir bestu tæknibrellur og hljóðbrellur.

Hún hefði líka mátt fá tilnefningu sem besta myndin. 

 

Gagnrýni á ensku um Aliens.

 


 

6. sæti: Aliens

7. sæti: Star Wars

8. sæti: The Matrix

9. sæti: Gattaca

10. sæti: Abre los Ojos

11. sæti: The Thing

12. sæti: Brazil

13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sæti: Back to the Future

15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góð mynd , með þeim bestu í Sci Fi geiranum

Ómar Ingi, 21.7.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Betri en Blade Runner og Star Wars

Hrannar Baldursson, 21.7.2008 kl. 19:19

3 Smámynd: Ómar Ingi

Allt öðruvísi kvikmynd , en þar sem mér hlotnaðist sá heiður að hitta James Cameron á kvikmyndahátíð í LA þegar hann var að kynna 3D tæknina sýna sem hann var að þróa fyrir Chost´s of The Abyss og er ennþá að þróa fyrir kvikmyndina sem hann er að vinna´að í dag AVATAR. Þá verð ég að segja já hún er betri , enda hér á ferðinni mjög viðkunnalegur maður sem ég tel vera einn af allra bestu leikstjórum og handrithöfundum í heiminum í dag.

Sáttur við mig

Ómar Ingi, 21.7.2008 kl. 19:34

4 identicon

Hlakka til að sjá bæði Avatar og hina myndinna sem Cameron er að vinna að þessa dagana, Battle Angel. Það er orðinn meira en áratugur síðan hann gerði síðast kvikmynd og maður er orðinn nokkuð spenntur.

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:40

5 Smámynd: arnar valgeirsson

ætlaði að sjá allar fjórar sl aðfangadagskvöld en var of þreyttur.... er að bíða eftir sénsinum að taka góða helgi....'

en fyrsta var að mínu viti flottust. hinar allar fínar og vel heppnaðar, ekki síst sú fjórða. en eittan er orgínal sko og hún hefur þá bara fimm möguleika á að verða ofar. fimm....

arnar valgeirsson, 21.7.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Viktor Einarsson

Það er bara eins gott að þú setjir inna bestu Sci-Fi mynd allra tíma að mínu mati ;) Myndin Donnie Darko, ég hef horft á hana langoftast af þeim myndum sem þú hefur sett hérna inná og mér finnst hún bara eiga það skilið!

Viktor Einarsson, 23.7.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband