Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
20 bestu bíólögin: 2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001
31.5.2007 | 23:34
Mulholland Drive er ein af þessum myndum sem fólk annað hvort hatar eða elskar. Ég er í síðarnefnda hópnum. Rétt eins og Lost Highway er hún svolítið furðuleg, en það er ekki alltaf á hreinu hver aðalpersónan er; hvort að hún sé hún sjálf, einhver sem er að leika hana, eða einhver sem hún er að leika. Síðan birtast atriði í þessari mynd eins og þruma úr heiðskýru lofti, dæmi um eitt slíkt er eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar, sem gerirst um hábjartan dag á ósköp venjulegu kaffihúsi, en rétt eins og Llorando lagið, skiptir þversögnin í atriðun meira máli en atriðið sjálft, svo maður leyfi sér að vera svolítið þversagnakenndur sjálfur.
Atriðið á Winkie's (ekki lag):
Llorando er bein þýðing á upprunalegu útgáfu lagsins, Crying, með Roy Orbison. (Glámur leiðréttir mig fari ég með rangt mál). Það er margt merkilegt við þetta lag; í fyrsta lagi er það stórfurðulegt, en rödd söngkonunnar öðlist sjálfstætt líf þegar hún fellur í yfirlið; lagið smellpassar inn í kvikmyndina þar sem að það er jafn þversagnakennt og furðulegt og myndin sjálf, svo er það á spænsku, sem er stór plús fyrir mig.
Llorando (lagið):
2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001
3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Sancho númer tvö, Jailhouse Rock!
Góða skemmtun!
Kvikmyndir | Breytt 1.6.2007 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20. vinsælustu lögin - upphitun fyrir silfrið (21. sæti) - My Heart Will Go On - Titanic, 1997 og If I Can Dream með Elvis Presley og Celine Dion
31.5.2007 | 14:41
My Heart Will Go On með Celine Dion sló heldur betur í gegn þegar Titanic sökk ekki í bíó um árið. Ég á alltaf eftir að horfa á Titanic aftur, en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar ég sá hana í Háskólabíó um árið. Lagið klikkar samt ekki.
If I Can Dream er að slá í gegn þessa dagana, þar sem tæknin var skemmtilega notuð til að vekja sjálfan kónginn, Elvis Presley, aftur til lífsins - og syngja þau Celine Dion þetta lag af mikilli innlifun. Þetta er farið að hljóma mikið í útvarpinu þessa dagana, og því var ég forvitinn að kíkja á myndbandið úr American Idol þættinum þar sem þetta var flutt í fyrsta sinn. Stórskemmtilegt að notast svona við tæknina. Nú bíður maður bara eftir því að Freddy Mercury fari að syngja með hinum og þessum á sviðinu.
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
30.5.2007 | 23:30
Bronsið!
Christian (Ewan McGregor) er bandarískur rithöfundur í París á því herrans eða frúar ári 1899, og á hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Hópur furðulegra listamanna hvetur hann til að semja söngleik fyrir aðal skemmtistað Parísar á þessu tímabili: Moulin Rouge! Hann slær til.
Þegar Christian hittir Satine (Nicole Kidman) í fyrsta sinn fljúga á milli þeirra neistar. Það er ást við fyrstu sýn, og Christian skrifar söngleik innblásinn af Satine, en lögin eru öll úr poppheimi 20. aldarinnar. Tónlistin í Moulin Rogue! er sérlega skemmtileg og gaman hvernig popplög frá 8. áratugnum eru uppfærð (eða niðurfærð) í stíl Parísar 19. aldar.
Come What May er snilldarlag úr þessari stórgóðu mynd. Það er reyndar af mörgu að taka, en þetta lag situr fast í huga mínum.
3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
Hér er myndbandið hans Sancho:
Þar sem að Spike er minn uppáhalds karakter úr sjónvarpsþáttum eða myndum, verð ég að setja inn myndband sem gerir honum aðeins betri skil. Ég játa að vampýrugervið er hryllilegt, en það er hins vegar 'örkin' sem hann gengur í gegnum og hvernig hann tjáir sig sem gerir hann að Blondie sjónvarpsins - en Blondie er náttúrulega mesti töffari kvikmyndasögunnar.
Skondið lag úr Buffy:
Annað skondið lag úr Buffy, sem er greinilega stolið úr Moulin Rouge laginu sem birtist hér fyrir ofan:
Kvikmyndir | Breytt 31.5.2007 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20 bestu bíólögin: 4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
29.5.2007 | 23:26
Woody hefur verið stolið af illum leikfangasafnara sem ætlar að selja hann í einkasafn til Tokyo, en það kemur í ljós að Woody er verðmætur gripur fyrir slíka safnara. Woody leitar eftir flóttaleiðum, enda vill hann fara aftur til eiganda síns, Andy, og vina sinna; þeirra Buzz Lightyear, kartöflukallsins, risaeðlu úr plasti, gormahunds og fleiri. Hins vegar er kúrekadúkka sem hann hittir í prísundinni á annari skoðun, hún hefur upplifað höfnun sem hún tjáir í þessu lagi, og hefur engan áhuga á að vera með börnum sem gera ekkert annað en að vaxa úr grasi og hverfa. Spurningin er hvort að ódauðleikinn á safninu sé meira virði en augnablik af ást.
When She Loved Me er óður til barnæskunnar og þess harða veruleika að öll hættum við að vera börn. Þetta er stórgott atriði sem stendur uppúr í minningunni um fjöldann allan af góðum lögum.
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
28.5.2007 | 23:37
Jæja, nú er listinn kominn í topp 5 og farið að sjá fyrir endann á þessu. Bara þungavigtarlög eftir.
Ghost er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég man enn hvað fólk var hneykslað árið 1990 þegar hún var tilnefndi til Óskarsverðlauna sem besta myndin, heiður sem mér fannst hún eiga fyllilega skilið.
Sam og Molly eru nýflutt í íbúð saman og ástfangin upp yfir haus. Hann er verðbréfasali en hún listamaður. Sam er myrtur, en í stað þess að fara til himna eða helvítis verður hann draugur sem er staðfastur í að vernda Molly gegn morðingjanum sem myrti hann sjálfan. Þegar hann kemst að því að morðinginn var ekki einn að verki og dýpri ástæða en einfalt rán býr að baki, leitar Sam sér aðstoðar hjá miðli og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að fá nægilega krafta til að vernda sína ástkæru.
Atriðið með Unchained Melody hefur oft verið kallað erótískt og stundum jafnvel klámfengið, en mér finnst þetta einfaldlega með betri ástarjátningum kvikmyndasögunnar.
Frábær mynd!
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20 bestu bíólögin: 6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
27.5.2007 | 17:18
Pulp Fiction er mögnuð bíómynd. Hún er troðfull af skrýtnum persónum sem allar smellpassa inn í sögur sem fléttað er saman af stakri snilld. John Travolta kom sterkur inn eftir mörg mögur ár, en hann hefur þó ekki verið að gera neitt sérlega glæsilega hluti eftir Pulp Fiction. Eins og í Grease og Saturday Night Fever, er besta atriðið sem John Travolta birtist í dansatriði.
Eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar er í Pulp Fiction þegar Butch, sem Bruce Willis leikur frábærlega, er á flótta undan mafíunni en áttar sig á að hann hefur gleymt heima hjá sér úri sem hann erfði eftir föður sinn.
Innblásið atriði í frábærri mynd!
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983Góða skemmtun!
Fjöldamorð og nauðganir í tölvuleikjum
27.5.2007 | 10:34
Efni tölvuleikja
Enn einu sinni vakna hugmyndir þegar ég les yfir síðasta pistil bloggvinu minnar Hafrúnar, Ofbeldisleikir. Þar spyr hún: "Afhverju er verra að nauðga einhverjum í tölvuleik heldur en að drepa heilan her af góðborgurum og það oft á viðbjóðslegan hátt?"
Ég held að Hafrún hitti með þessari spurningu naglann á höfuðið. Það er nefnilega hvorki verra né betra að nauðga eða drepa í tölvuleik. Þetta er ekki raunveruleiki, þar sem einhver hlýtur skaða af. Verið er að framkvæma ákveðnar skipanir með stjórntæki, en ekki verið að framkvæma slíkan verknað í raun og veru. Hvort að siðferðisvitund þeirrar manneskju sem spilar slíka leiki sljóvgast eða ekki, það er ágætis spurning; en hún sljóvgast ekkert meira af slíkum leikjum en af kvikmyndum, ritum eða efni á netinu, sem er af samskonar rótum.
Vandamálið við tölvuleiki er alls ekki innihald þeirra, heldur sú áráttuhegðun sem fólk þjálfar upp með því að síendurtaka sífellt sömu aðgerðirnar. Það er reyndar hægt að nýta tölvuleiki til að læra hitt og þetta; en ég stórefast um að þeir geti kennt siðblindu. Fleira þarf til.
Mikið hefur verið rætt um nauðgunarleik sem hægt var að nálgast á netinu, og aðgangur að honum bannaður. Nú hef ég ekki séð þennan leik, en get ekki trúað því að hann sé eitthvað verri en annar hver leikur sem hægt er að finna í hillum verslana sem selja slíkar vörur, sem ganga flestir út á dráp á tölvupersónum. Ef mér yrði sýndur þessi leikur má búast við að viðbrögðin væru hneykslun, - en ég einfaldlega held í hæfilegri fjarlægð frá mér hlutum sem mér finnst ógeðslegir. Og mér finnst gott að hafa það val, en slíkt val einkennir þá einstaklinga sem fara með siðferðilegt vald á eigin gerðum.
Spurning hvort að þarna sé verið að gefa fordæmi fyrir dóm á þeirri túlkun að orsakasamband sé á milli tölvuleikja og hegðunar einstaklinga. Kannski þetta útskýri Íraksstríðið og vilja Íslendinga til þátttöku í því; en ef við skoðum vinsælustu leikina fyrir allar helstu leikjatölvurnar, þá fáum við þá athyglisverðu niðurstöðu að fjórir af fimm innihalda 'Stríð' (War) í heiti sínu. Ja, ofbeldi og stríð selja, og fyrst ráðamenn gera þetta í raun og veru, af hverju ættu börnin ekki að stunda þetta. Þau gera jú það sem fyrir þeim er haft.
- PC: World of Warcraft
- Playstation 2: God of War 2
- Playstation 3: Oblivion IV: Elder Scrolls
- X-Box 360: Gears of War
- Wii: WarioWare
Form tölvuleikja:
Ofspilun á tölvuleikjum held ég að sé meira vandamál heldur en hvaða efni er í þeim. Efnislega eru þeir eins og bækur, bíómyndir og netið; en formlega geta þeir haldið viðkomandi við efnið tímunum saman, jafnvel dögum saman; þar sem að viðkomandi hefur fullkomna stjórn á öllu sínu nánasta umhverfi - ef hann gerir mistök, er alltaf hægt að byrja aftur. En eftir alltof langa og síendurtekna spilun gæti ég trúað því að viðkomandi haldi þörfinni fyrir að hafa stjórn á nánasta umhverfi sínu, og á því erfiðara með að vera kyrr, hlusta, læra og meðtaka. Ég trúi því að viðkomandi verði pirraður á því sem virkar ekki strax eins og hann vill að það virki. Ég held að þetta sé jafnvel einn af þeim hlutum sem aukið hefur á lærða 'ofvirkni' hjá börnum.
Það mætti gera könnun á hvort að mælanlegt samband sé á milli ofvirkni og tölvuleikjaspilunar barna.
Efnið er aukaatriði - aðalatriðið er hvernig viðfangið hefur áhrif á fólk. Það eru góðu leikirnir sem eru hættulegastir, en þeir kalla á meiri spilun og endurspilun; og gera þannig börn, unglinga og jafnvel fullorðna að þrælum tölvuleikja. Hvað þeir gera í huganum með sínum puttum fyrir framan sjónvarpstækið er aukaatriði - það að fólk sitji tímunum saman og síendurtekur sömu aðgerðirnar, - það er sjúkt. Ljóst er að spilun á tölvuleikjum má ekki vera stjórnlaus, frekar en nokkur önnur neysla.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20 bestu bíólögin: 7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
26.5.2007 | 22:37
Karlmenn eiga erfitt með að viðurkenna að þeir hafi gaman af Dirty Dancing. Á yfirborðinu er hún svolítið kjánaleg. Unglingsstúlka sem kölluð er Baby fer í sumarfrí með foreldrum sínum. Á sumarleyfisstaðnum kemst hún að því að starfsfólkið er frekar villt og þegar það dansar er nálægð paranna mikil. Baby verður hrifin af einum úr hópnum, en hann kennir henni að dansa villt. Plottið þykknar. Inn í söguna blandast fordómar efri stétta gegn lágstéttum (og öfugt), tekið er á fóstureyðingum og mikilvægi þess að fá einfaldlega að vera maður sjálfur.
Eftir langa og stranga danskennslu, og eftir að hafa komist yfir töluvert af vandamálum; sýna Baby og Johnny árangur sinn á sviðinu við mikla kátínu allra gesta. Það er sérstaklega mikilvægt að þeim takist að ná fullkomnu jafnvægi þegar hún stekkur oná hann, hann grípur hana og heldur henni yfir hausnum. Flott móment! Með dansinum komast allir í gott skap og öll illindi fyrirgefin.
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
25.5.2007 | 21:30
Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Breakfast at Tiffany's. Þegar ég sá hana fannst mér hún frekar langdregin og leiðinleg, auk þess að alltof margar persónur voru alltof flatar. Samt tókst Audrey Hepburn að vera heillandi sem Holly Golightly, og sérstaklega í söngatriðinu við Moon River.
Þetta lag og atriði er margfalt betri en myndin í heild.
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 9. sæti, Do Re Mi - The Sound Of Music, 1965
25.5.2007 | 00:34
The Sound of Music er ein af þessum myndum sem ég fæ aldrei leið á. Tónlistin finnst mér hreint frábær og sagan góð. Maríu langar til að ganga í klaustur og gerast nunna. Eina vandamálið er að hún er svo gífurlega lífsglöð að hinar nunnurnar hálf skammast sín fyrir það. Hún fær það verkefni að hjálpa við umönnun barna George von Trapp, sem er foringi í Austurríska sjóhernum, en nasistar reyna að fá hann til liðs með sér. Hann fyrirlítur nasisma og allt sem hann stendur fyrir og skipuleggur því flótta með fjölskyldu sinni, undan herskyldunni með nasistum. María sem orðin er ástfangin af George og þykir mjög vænt um börnin, ákveður að fara með.
Það skiptist semsagt á skini og skúrum í The Sound of Music. Annars vegar er hún heiðskýr og létt kvikmynd um söngglaða fjölskyldu, en hins vegar er hún um kúgun nasismans og fórnirnar sem fólk þurfta að færa í upphafi seinni heimstyrjaldar, þegar það þurfti að velja um hvort að lifað yrði með eða á móti nasisma.
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)