Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Feminismi - hættuleg hugsjón eða ágætis hugmynd?

Hér á eftir koma pælingar sem sluppu milli fingra minna eftir að hafa lesið síðustu færslu bloggvinu minnar Hafrúnar, en þar spyr hún um markmið feminismans. Þá fór ég að velta fyrir mér hvað feminisminn væri, og áttaði mig á að ég hef yfirleitt skilið feminismann sem fína hugmynd; en sé síðan manneskjur nota feminismann sem hugsjón, og sé þá hættu á bakvið hugtakið. Þá fór ég að velta fyrir mér sambandinu á milli hugmynda og hugsjóna. 

Hugsjónir eru ekki ólíkar trúarbrögðum. Fólk lifir fyrir þær og deyr fyrir þær. Hugsjónir valda meira böli en hamingju. Hugmyhdir gefa fólki svigrúm til að anda að sér straumum og stefnum, og tíma til að íhuga málin. Hugsjónum er haldið á lofti í  vantrausti, en hugmyndum af trausti. Þú þarft að berjast fyrir hugsjón, en hugmyndir eru eða eru ekki til staðar í viðkomandi vitund.

Sumar hugsjónir eru fullar af lifandi gildum; en maður áttar sig á hverjar þessar hugsjónir eru þegar maður þarf að horfast í augu við hvað er verðmætast í lífinu. Oft eru fyllstu hugsjónirnar fjölskyldan og heimilið; eitthvað sem við getum höndlað og auðveldlega viðurkennt að við erum tilbúin að lifa og deyja fyrir - en það er nokkuð ljóst að þessi hugsjón hlýtur að vera göfug, nema þegar búið er að úrkynja fjölskylduhugtakið, eins og þegar um glæpafjölskyldur eða mafíur er að ræða. Aftur á móti er enginn tilbúinn til að deyja fyrir hugmyndina um fjölskyldu; enda eru hugmyndir til að auka skilning, og færa sjálfviljuga einstaklinga til verka, en ekki þræla sem fylgja hugsjónunum einum.

'Frelsið' getur verið hugsjón, en líka hugmynd. Sem hugsjón getur frelsishugtakið verið hættulegt, þar sem að það er notað til að koma hugmyndafræði eins hóps yfir á hugmyndafræði annars; þar sem að túlkun mín á frelsi getur verið gjörólík þinni túlkun. Einn túlkar frelsi sem tækifæri til athafna; en annar hugsar frelsi sem tækifæri til að takmarka athafnir annarra. Sé frelsishugtakið notað sem hugsjón er ljóst að árekstrar verða á hugmyndaheimum fólks og ein hugsjón frelsis nær yfirhöndinni yfir aðra hugsjón frelsis. Einn segir: ég vil að allir séu frjálsir til að kjósa. Annar segir: ég vil að allir séu frjálsir til að deyja fyrir Guð sinn. Enn annar segir: ég vil vera frjáls til að drepa alla sem eru mér ósammála. Hugmyndin um frelsi gerir þetta mál hins vegar bæði flókið og einfalt; hún segir okkur að við getum verið frjáls til að gera eitthvað eða frjáls frá einhverjum höftum. Það er aukaatriði hverjir þessir möguleikar og hindranir eru; aðalatriðið er að slíkt tengist öllu því sem skilgreint er sem frelsi.

'Réttlæti' getur líka snúist upp í sjúka hugsjón, en sem hugmynd er réttlæti mikilvægt. Að berjast fyrir réttlæti er ekki það sama og að ástunda réttlæti. Dæmi um réttlæti sem hugsjón er þegar fógeti hundeltir mann sem stelur sér brauði vegna hungurs, eða lögregluþjónar sem í leyni reyna að nappa ökkuþóra á götum borgarinnar, en ef viðkomandi hefðu hugmyndina um réttlæti að leiðarljósi gætu þeir auðveldlega gert sér grein fyrir að það er ranglátara að handsama mann fyrir að stela sér brauðbita heldur en fyrir manninn að stela brauðbitanum, og einnig er ranglátara fyrir lögregluna að setja gildrur fyrir fólk og liggja í leyni heldur en að gera sig eins sýnilega í umferðinni og mögulegt er.

Þannig að í raun ber að varast hugsjónir. Það er spurning hvort að hugsjónir séu í raun hugmyndir sem færðar hafa verið yfir í veruleikann, og við það verði þær sjálfkrafa skakkar og skældar; rétt eins og barn sem reynir að teikna fullkominn hring, eða maður sem reynir að sjá sitt eigið sjálf í spegli.

Hver er hugsjónin um feminisma? Er hann sá að konur fái að ráða öllu? Er hann sá að konur og karlar hafi jafnan rétt og jafna möguleika? Er hann sá að konur fái að kúga karla eins og karlar hafa kúgað konur? Getur verið að ef feminismahugsjónin (hver sem hún í raun og veru er) verði að veruleika, spretti fram gagnaflið karlismi, sem verður síðan beitt til að útrýma feministahugsjóninni og til að kúga konur á ný?

Hugmyndin um feminisma finnst mér góð, hugsjónin varasöm. Hugmyndin kallar á umhugsun og mat á aðstæðum, hún er ákall á samviskuna. Hugsjónin er krafa um að eitthvað sé gert, hvort sem að það er réttlátt eða ekki. Það þarf aðeins að vera réttlætanlegt í samræmi við hugsjónina. Það er ekki nóg.

Að lokum, nokkrar spurningar.

  1. Eru hugsjónir efni, en hugmyndir form?
  2. Eru allar hugsjónir afbökun af hugmyndum?
  3. Geta hugsjónir tekið á sig form? 
  4. Er til dæmi um hugsjón sem er göfug frá öllum hliðum?
  5. Er farsælt samspil hugsjóna og hugmynda mögulegt?
  6. Eru allar hugsjónir sem afneita öðrum hliðum málsins fordómar?
  7. Eru fordómar byggðir á hugsjónum?
  8. Hvernig tengjast hugsjónir þrjósku annars vegar og gagnrýnni hugsun hins vegar?
  9. Getur heilbrigð skynsemi verið hugsjón?

20 bestu bíólögin: 10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

Harrison Ford átti árin 1977-1994. Hann festi sig í sessi sem Han Solo í Star Wars árið 1977, gerði Indiana Jones að ódauðlegri kvikmyndahetju og fór inn á James Bond svæðið með hlutverki Jack Ryan. Eftir 1994 fór að halla undan fæti, smellirnir urðu færri, auk þess að hlutverk hans urðu flatari og leikur hans stöðugt verri. Spurning hvort að honum takist að taka Stallone á þetta og rífa sig upp með Indiana Jones 4 sem kemur út á næsta ári.

Eitt hans besta hlutverk, fyrir utan Han Solo (sem hann lék ekkert sérlega vel) og Indiana Jones (sem hann lék eins og hetja) var að mínu mati sem lögreglumaðurinn John Book í Witness, eftir ástralska snillinginn Peter Weir. Ford var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt, en vann ekki.

Myndin byrjar á því að ungur Amish drengur verður vitni að morði inni á almenningssalerni. Hann sér morðingjann, og ákveðið er að drengurinn muni bera vitni. John Book á að vernda drenginn, en það gengur ekki betur en svo að glæpamennirnir ná að særa hann illilega, en hann, drengurinn og móðir drengsins sleppa undan með naumindum. Þau fara heim til hennar, en hún býr í Amish þorpi, þar sem trúflokkurinn hefur hafnað nútímatækni og lifir sínu lífi á friðsælan máta.  John Book verður hrifinn af lífi Amish fólksins en áttar sig á að hann er alltof ólíkur þeim til að geta búið með þeim í sátt og samlyndi.

Hann verður ástfanginn af Rachel (Kelly McGillis), móður drengsins og ekkju - og ástarævintýrið hefst einmitt þegar útvarpstæki fer í gang og með laginu Wonderful World ryðst heimur Book inn í hlöðu Amish fólksins.

Witness er stórgóð mynd og Wonderful World spilar lykilatriði í henni.

 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne’s World, 1992

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Góða skemmtun! 


You Will Never Walk Alone: Liverpool - A.C. Milan (upphitun fyrir kvöldið)

Ljóst er að leikurinn sem Liverpool og A.C. Milan spiluðu fyrir tveimur árum hefur áunnið sér sess sem klassískur knattspyrnuleikur. Ég hef engan sérstakan áhuga á fótbolta, en ber samt ákveðnar tilfinningar til Liverpool - sérstaklega vegna frábærra stuðningsmanna og andrúmsloftsins í kringum liðið. Ég sá úrslitaleikinn fyrir tveimur árum þar sem ég var staddur í Mexíkó, og þá var oft öskrað: 

"Gooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooool!"

Þessi leikur var endursýndur oft á dag á flestum sjónvarpsstöðvum í Mexíkó alla vikuna. 

Þetta blogg er sérstaklega tileinkuð föður mínum og bróður, og Fabio vinnufélaga mínum - sem allir hafa verið harðir púlarar frá barnsaldri og verða mættir í stofuna með trefilinn í kvöld.

Þetta verður spennandi upplifun, sama hvernig fer. 10 mínútna inngangur sérstaklega gerður fyrir leikinn í Aþenu sem leikinn verður í kvöld.

 2005 Champions League Final - AC Milan vs Liverpool FC:

Vegurinn til Aþenu:



Og að sjálfsögðu:

You will never walk alone:


20 bestu bíólögin: 11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne’s World, 1992

Það er engin djúp ástæða fyrir af hverju mér fannst atriðið í kringum Bohemian Rhapsody í Wayne's World, bæði óborganlega fyndið og gott, nema þá helst vegna þess hversu óborganlega fyndið og gott mér finnst þetta atriði. Wizard Sjálfsagt er það lagið fyrst og fremst sem er frábært, eitt besta rokklag sögunnar, ef ekki það allrabesta.

Tvö myndbönd fylgja þessari færslu. Það fyrra er úr Wayne's World, en það seinna úr útgáfu af Metropolis eftir Fritz Lang frá 1927 sem endurklippt var í samræmi við lög eftir Queen. (Tilraun mín til að dýpka færsluna aðeins). Ég hef ekki séð þessa útgáfu af Metropolis, en myndbandið við Bohemian Rhapsody finnst mér sérstaklega vel heppnað og læt það því fylgja með. 

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne’s World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983


 

 Bohemian Rhapsody í Metropolis (1927):



Góða skemmtun!

20 bestu bíólögin: 12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

Summer Nights vekur stórskemmtilegar minningar.

Ég sá Grease 9 ára gamall í fyrsta sinn og varð strax skotinn í Olivia Newton John, en þorði samt aldrei að viðurkenna það, enda er á þessum aldri frekar ógeðslegt að vera hrifinn af stelpu og ljóst að endalaus stríðni myndi fylgja í kjölfar slíkrar játningar.

Grease er ein af fyrstu bíómyndunum sem hreif mig. Sjálfsagt númer tvö, en áður hafði ég heillast mest af Star Wars, sem ég sá einmitt í Nýja bíó, 8 ára gamall, ef ég man rétt.

Á unglingsárum (19 ára) hélt ég heima hjá foreldrum mínum eftirminnilegt partý, þar sem skilyrði fyrir mætingu var að strákar mættu í gallabuxum, stuttermabolum (helst með sígarettupakka vafða inn í ermina) og með brilljantín í hárinu. Stelpurnar áttu hins vegar allar að vera í litríkum pilsum, mikið málaðar og í svaka stuði. Mætingin var góð frá báðum kynjum, og Grease myndin var svo látin renna í gegn á vídeóspólu allt kvöldið.

Þetta partý heppnaðist dúndurvel, og held ég að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér stórvel. Að minnsta kosti gerði ég það. Whistling 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 Góða skemmtun!


20 bestu bíólögin: 13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969

Paul Newman og Robert Redford léku aðalhlutverkin í tveimur af bestu vinamyndum sem gerðar hafa verið. Önnur þeirra var The Sting, og hin var Butch Cassidy and the Sundance Kid. Kvikmyndaglöggt fólk áttar sig fljótt á hvern Robert Redford lék, enda stofnaði hann Sundance kvikmyndahátíðina fyrir sjálfstæða og litla kvikmyndagerðarmenn. Miðað við þróunina síðustu árin er Sundance kannski frekar fyrir sjálfstæða en fyrir litla.

Hvað um það, Butch Cassidy og Sundance Kid voru bankaræningjar í villta vestrinu. Þeir voru víst til í raun og veru, en sögurnar um þá stundum ýktar. The Sundance Kid var hrifinn af kennslukonu einni, sem var besti félagi þeirra vina. Þetta rómantíska og skondna atriði er nefnilega svolítið írónískt vegna þess að það er Butch Cassidy sem tjáir henni ást sína í þessu atriði. 

Við þetta lag fær maður á tilfinninguna að kæruleysi sé ánægjureitur fyrir fólk með alltof mikil vandamál á sínum herðum (í tilfelli Butch og Sundance: hundeltir af laganna vörðum). Til gamans má geta að þetta lag var notað í Spider-Man 2 þegar Peter Parker ákvað að segja skilið við ofurhetjuhlutverkið og gerast nörd á ný.

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Myndbandið úr Butch Cassidy and the Sundance Kid: 

 

Hér að neðan fylgir svo litríkt myndband með B.J. Thomas.



Og úr Spider-Man 2: 



Góða skemmtun!

20 bestu bíólögin: 14. sæti, Twist and Shout, Ferris Bueller’s Day Off, 1986

Listinn heldur áfram.  

Ferris Bueller's Day Off er hin fullkomna gamanmynd, eða næstum því. Ferris Bueller er hæfilega kærulaus drengur sem vill taka sér frí frá skóla í einn dag til þess að draga besta vin sinn upp úr þunglyndi. Þeir bruna í borg á flottom sportbíl og Ferris gerir allt sem hann getur ímyndað sér að komi vini hans upp úr drunganum. Meðal þess er að taka þátt í skrúðgöngu í New York og syngja þar Bítlalagið frábæra: Twist and Shout. Frábært atriði í góðri gamanmynd sem hefur ljúfa og góða undiröldu.

14. sæti, Twist and Shout, Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

 


Meðmæli: I am Sam (2001) ***1/2

Sam Dawson (Sean Penn) er þroskaskertur og hefur alla tíð verið með snert af einhverfu. Heimilislaus kona svaf hjá honum, eignaðist stúlku og lét sig svo hverfa.


Sam elur upp dóttur sína, Lucy Diamond Dawson (Dakota Fanning) með takmarkaðri aðstoð þroskaskertra vina og nágrannkonunnar Annie Cassell (Dianne Wiest) sem þjáist af víðáttufælni. Sam annast barnið eins vel og honum er fært, og ver með henni öllum sínum frístundum. Hún er líf hans og hann elskar hana eins og best verður lýst í fögrum ástarsöngvum.

Kvöld nokkurt leitar vændiskona á Sam, en hann í gæsku sinni talar við hana og er tilbúinn að hjálpa til; en er þá handsamaður og færður á lögreglustöð fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri (en ekki án þess að lögregluþjónn káfi á honum fyrst og setur í handjárn). Á lögreglustöðinni vekur Sam athygli barndaverndunarfulltrúans Margaret Calgrove (Loretta Devine), sem ákveður upp á sitt einsdæmi að fylgjast með honum og uppeldi dóttur hans.

Ósköpin dynja yfir þegar Sam heldur afmælisveislu fyrir dóttur sína, - hann er búinn að leigja handa henni loftkastala, bjóða bekkjarfélögum hennar og bíður eftir að hún birtist í dyrunum til að fagna henni óvænt. Þá kemur óvæntur gestur. Það er barnaverndarfulltrúinn Calgrove, sem Sam í sinni góðmennsku býður inn. Þegar Lucy Diamond kemur loks heim, talar einn bekkjarfélagi hennar illa um hana, og Sam leggur hönd á öxl hans til að ræða málin, en faðir drengsins hendir Sam frá stráksa og skipar honum að snerta ekki drenginn. Í sömu mynd kemur Lucy Diamond inn, allir hrópa 'Surprise' og óknyttadrengurinn segir fyrir framan alla að Lucy hafi sagst vera ættleidd; sem kemur Sam í mikið uppnám.

Vegna þessarar uppákomu er Lucy Diamond tekin frá Sam. Örvinglaður án hennar leitar hann hjálpar til vina sinna, og þrátt fyrir að rökhugsun þeirra sé svolítið brengluð detta þeir niður á bestu hugmyndina í stöðunni, að hann leiti sér lögfræðihjálpar.

 

Sam finnur lögfræðinginn Rita Harrison Williams (Michelle Pfeiffer) sem hann ber fyrirfram mikið traust til þar sem að hún ber eitt nafna bítilsins George; en Sam grefur upp alla þá visku sem hann þarf á að halda úr smiðju Bítlanna. Það útskýrir meðal annars nafn dóttur hans.

Lögfræðingurinn Rita er hins vegar upptekin við sinn eigin frama; það upptekin að hún hefur ekki tíma fyrir fólk sem borgar ekki, hvort sem það er Sam, sonur hennar eða eiginmaður. Hún er að vinna í lífsgæðakapphlaupinu en hefur hrasað í lífinu sjálfu. Myndin fjallar svo um það hvernig þessir ólíku einstaklingar hjálpa hvoru öðru við að púsla saman lífi hvort annars.

I am Sam fjallar um fordóma gagnvart þroskaskertum, og jafnframt fordóma þroskaskertra gagnvart öðrum, og hversu erfitt getur verið að sætta þessa tvo aðskildu heima. Þegar Lucy fæðist og vex úr grasi, og greind hennar eykst hratt og örugglega, og skýst framúr föður hennar í greind, þýðir það samt alls ekki að þau eigi illa saman. Hann er faðir hennar og gefur henni það mikilvægasta sem foreldri getur gefið barni sínu; ást og nærveru. Þurfa börn meira frá foreldrum sínum? Er algengt að þau fái það?

Leikur Sean Penn er stórfenglegur. Ég trúði því að hann væri Sam, - hver einasta hreyfing og látbragð segir að hann sé Sam, því trúi ég þegar Sean Penn segir: "I am Sam" að hann sé Sam. Michelle Pfeiffer er aftur á móti í klisjukenndara hlutverki, og maður á bágt með að trúa hennar breytingum - þær eru ekki jafn eðlilegar og trúverðugar og það sem Sam gengur í gegnum; einnig er Dakota Fanning stórgóð. Einnig er skemmtilegt hvernig Bítlalögum í nýstárlegum flutningi er skeytt inn í myndina á vel völdum stöðum.

Myndin er hreint afbragð, stýrir framhjá allri væmni, tekur traust á vandamálinu - hvað gerir foreldri þegar stjórnvöld taka barnið - og það af vafasömum ástæðum? Hvernig getur varnarlaus manneskja varið sig? Hver getur metið hvað er börnum betra en ást?

Áhugavert er hvernig þroskaskertu einstaklingarnir virðast vera greindarskertir í hugsun, en snillingar á tilfinningasviðinu, en hinir 'heilbrigðu' aftur á móti virðast vera sneiddir tilfinningagreind, þrátt fyrir töluverða, en samt takmarkaða og afvegaleidda gagnrýna hugsun, fyrir utan Randy Carpenter (Laura Dern) sem hefur mikinn áhuga á að ættleiða Lucy Diamond.

Að lokum, viskukorn frá Sam, um ástina og af hverju faðir og dóttir sem elska hvort annað eiga að vera saman: " OK, remember when Paul McCarthney wrote the song "Michelle" and then he only wrote the first part, Annie said. And then he gave that part to John Lennon, and he wrote the part that said, "I love you, I love you, I love you." And Annie said that it wouldn't have been the same song without that... and that's why the whole world cried when the Beatles broke up on April 10, 1970."

Bloggvina mín benti mér á þessa mynd. Ég labbaði út á leigu en hún var bara til á spólu, en þar sem ég vil sjá myndir í widescreen fór ég alla leið í James Bönd vídeóleiguna, en þeir áttu eintak af henni þar. Í þakklætisskyni set ég inn myndskeið úr myndinni við gamalt og gott Bítlalag You've Got to Hide Your Love Away.


20 bestu bíólögin: 15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Supercalifragilisticexpialidocious er eitt af þessum orðum sem mér hefur aldrei tekist að bera almennilega fram, þrátt fyrir miklar og strangar æfingar. Þetta orð kemur fram í Mary Poppins, en sú mynd fjallar að mínu mati fyrst og fremst um það hvernig fólk getur týnt sér algjörlega í amstri hversdagsins, og fundið að til eru töfrar sem byggja á samveru og ást fjölskyldumeðlima. 

Supercalifragilisticexpialidocious er týpískt töfraorð (mikið er ég ánægður að þurfa ekki að segja þetta og nota bara copy/paste í staðinn) sem kemur fólki einfaldlega í gott skap. 


20 bestu bíólögin: 16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983


Hvað er svona merkilegt við Puttin' On the Ritz úr Mel Brooks gamanmyndinni Young Frankenstein? Fyrir það fyrsta, Young Frankenstein er ein fyndnasta grínmynd sem gerð hefur verið. Í öðru lagi, reyndu að horfa á þetta án þess að stökkva bros. Það er ekki hægt!

Það er eitthvað heillandi við að sjá þá félaga, Dr. Frankenstein og sköpun hans dansa saman með pípuhatta og stafi. Dr. Frankenstein ætlar með þessu dansatriði að sýna heiminum fram á að skrýmslið er alls ekkert skrýmsli, heldur skemmtilegur og vandaður herramaður, þó að hann sé luralegur, samansaumaður og félagsleg torfæra.  

Bæti inn nokkrum myndböndum fyrir bloggvinu mína Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þar sem ég fann ekki brot úr I am Sam og að auki enga almennilega útgáfu af flutningi Pearl Jam, læt ég frumgerðina duga:

You've Got To Hide Your Love Away, The Beatles.

Góða skemmtun! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband