Hvort eiga lögin um Icesave að vernda hagsmuni eða réttlætið?
22.2.2011 | 00:04
Um Icesave:
Tvenn sjónarmið takast á. Annað þeirra er sjónarmið hagsmuna, hitt er sjónarmið réttlætis.
Út frá sjónarmiði réttlætisins er augljóst að íslenskum almenningi ber engin skylda til að borga skuldir óreiðumanna og fella þannig niður gífurlegar skuldir fámenns hóps. Afleiðingar slíks verknaðar verða þær að almenningur borgar skuldir einkafyrirtækis, sem getur þýtt að sambærilegar skuldir falli á íslenskan almenning.
Réttlætissjónarmiðið er augljóst. Hið sanna blasir við.
Hagsmunasjónarmiðið er óskýrara. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist ef samningaleiðin er farin. Ég efast um að hagsmunir þjóðarinnar sem slíkrar verði í hættu, þó svo að farið verði í mál. Evrópsk lög sem Hollendingar og Bretar hlíta beinlínis banna að ríki láti almenning borga upp tryggingarsjóð fjármálafyrirtækja. Hagsmunir þeirra sem skulda þessar gífurlegu fjárhæðir, þeirra sem stjórna í raun Íslandi, þeirra hagsmunum er stefnt í voða. Hvað er að því?
Þjóðin má ekki taka á sig að borga skuldir þessa fólks.
Köfum aðeins dýpra.
Í Kastljósviðtali kvöldsins sagði fjármálaráðherra að málið snérist um hagsmuni fyrst og fremst. Gott að fá hans sjónarmið á hreint.
Spyrjum: hvort eiga lög að fjalla um hagsmuni eða réttlæti?
Sett eru lög: þú skalt ekki stela. Ef þú stelur verður þér refsað með sekt eða fangelsisvist. Ef ekki bara þú, heldur hver sem er stelur, skal refsað með sekt eða fangelsisvist. Hvort er með þessum lögum verið að passa upp á hagsmuni eða verið að gæta réttlætis? Er verið að passa upp á hagsmuni þeirra sem eiga mikið eða eiga lítið? Tja, það er verið að gæta hagsmuna beggja. Ef aðeins væri verið að gæta hagsmuna annars aðilans, þá væri það ranglátt. Icesave samningurinn gætir hagsmuna takmarkaðs hóps Íslendinga og hunsar algjörlega stóran hóp. Það er ranglátt í sjálfu sér.
Hagsmunir eru afstæðir út frá aðstæðum. Aðstæður breytast hratt.
Réttlæti er hins vegar ekki afstætt. Þar er skýrt tekið fram hvað er rétt og hvað rangt. Hugsanlega hafa íslensk lög fjarlægst þessa hugmynd. Stundum er gerður greinarmunur á hvort að eitthvað sé siðferðilega rangt en lögfræðilega rétt og öfugt. Þar sem að lög byggja á siðferðilegum dómum, eins og að rangt sé að stela, þá er það afskræming á siðferði þegar lög og dómar eru lagalega rökréttir, en siðferðilega vafasamir.
Hver þekkir ekki dæmið um fátæka manninn í sögu Victor Hugo sem stelur til að forða börnum sínum frá hungurdauða. Lögreglan klófestir manninn, fangelsar hann og ofsækir árum saman. Hvar er réttlætið í slíku máli? Það er ekki alltaf réttlátt að fylgja lagabókstafnum blint.
Við megum ekki gleyma grundvelli laga og réttar. Við megum ekki gleyma að það er raunverulegur munur á réttu og röngu. Að setja ranglát lög getur ekki haft hagstæðar afleiðingar til lengri tíma, lög eins og "Það er bannað að stela, nema viðkomandi komist upp með þjófnaðinn". Aðeins réttlát lög geta haft hagstæðar afleiðingar.
Ólög geta hentað takmörkuðum hópi hagstætt yfir skamman tíma. Við þurfum að gæta okkur á slíkum tilhneigingum. Ólög poppa upp öðru hverju, og við áttum okkur ekki á óréttlætinu sem fylgir þeim fyrr en einhverjum kynslóðum síðar, eins og þegar kosningaréttur er takmarkaður við kyn, frelsi er takmarkað við kynþátt, eða skuldbindingar yfirfærðar á ófædda kynslóð sem getur ekki varið sig, enda ekki til í augnablikinu.
Lög eru nefnilega komin til að vera, ekki bara sett eftir hentisemi, aðstæðum eða hagsmunum. Lög geta verið virk í hundruði ára. Bæði góð lög og ólög. Góð lög leiða til réttlætis. Vond lög til ranglætis.
Berum nógu mikla virðingu fyrir Lögum landsins til að sverta þau ekki með ólögum.
Ég ætla að kjósa gegn Icesave lögunum því að ég tel þau vera ólög. Verði þau samþykkt mun þrýstingi létt af þeim sem bera raunverulega ábyrgð á Icesave skuldinni, og þunginn færður yfir á þjóðina. Ég hef sterka tilfinningu um að það sé rangt. Ég er tilbúinn að hlusta á rök þeirra sem telja mína sannfæringu ranga, en ekki tilbúinn að hlusta á þá sem fordæma mig fyirr að hafa þessa sannfæringu, sem ég hef vonandi rökstutt sæmilega, og er tilbúinn að verja í rólegheitunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Er ekkert pláss fyrir heiðarlegt fólk á Íslandi?
20.2.2011 | 09:26
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Valdabrellur eða formgalli?
26.1.2011 | 22:05
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Birgitta Jónsdóttir á forsíðu Wired.com
9.1.2011 | 06:11
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt nýtt ár
31.12.2010 | 18:42
Heimspeki | Breytt 18.12.2014 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tron: Legacy (2010) ***
29.12.2010 | 15:26
Bæn
25.12.2010 | 15:45
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gleðileg jól
24.12.2010 | 13:50
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
The Social Network (2010) 0: Hefurðu nokkurn tíma sofnað í bíó?
19.12.2010 | 14:58
Hvernig bragðast Mexíkó í dag?
18.12.2010 | 02:14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Surtur frændi
4.12.2010 | 15:15
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimilin knúin til að afskrifa 58 milljarða hjá bankastofnunum í dag?
30.11.2010 | 06:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Árásin á Marinó: Viljum við búa við þægilegt ranglæti frekar en óþægilegt réttlæti?
19.11.2010 | 07:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hugsarðu alltof mikið?
14.11.2010 | 01:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af hverju eru varðhundar vantrúar svona reiðir?
13.11.2010 | 07:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Hvað er eiginlega að þessum varðhundum vantrúar?
11.11.2010 | 16:55
Á að banna trúarbrögð í skólum?
10.11.2010 | 06:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Hvaðan kemur öll þessi grimmd? (Myndband)
5.11.2010 | 06:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)