Hvort eiga lögin um Icesave að vernda hagsmuni eða réttlætið?

Um Icesave:

Tvenn sjónarmið takast á. Annað þeirra er sjónarmið hagsmuna, hitt er sjónarmið réttlætis.

Út frá sjónarmiði réttlætisins er augljóst að íslenskum almenningi ber engin skylda til að borga skuldir óreiðumanna og fella þannig niður gífurlegar skuldir fámenns hóps. Afleiðingar slíks verknaðar verða þær að almenningur borgar skuldir einkafyrirtækis, sem getur þýtt að sambærilegar skuldir falli á íslenskan almenning. 

Réttlætissjónarmiðið er augljóst. Hið sanna blasir við.

Hagsmunasjónarmiðið er óskýrara. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist ef samningaleiðin er farin. Ég efast um að hagsmunir þjóðarinnar sem slíkrar verði í hættu, þó svo að farið verði í mál. Evrópsk lög sem Hollendingar og Bretar hlíta beinlínis banna að ríki láti almenning borga upp tryggingarsjóð fjármálafyrirtækja.  Hagsmunir þeirra sem skulda þessar gífurlegu fjárhæðir, þeirra sem stjórna í raun Íslandi, þeirra hagsmunum er stefnt í voða. Hvað er að því?

Þjóðin má ekki taka á sig að borga skuldir þessa fólks.

Köfum aðeins dýpra. 

Í Kastljósviðtali kvöldsins sagði fjármálaráðherra að málið snérist um hagsmuni fyrst og fremst. Gott að fá hans sjónarmið á hreint. 

Spyrjum: hvort eiga lög að fjalla um hagsmuni eða réttlæti? 

Sett eru lög: þú skalt ekki stela. Ef þú stelur verður þér refsað með sekt eða fangelsisvist. Ef ekki bara þú, heldur hver sem er stelur, skal refsað með sekt eða fangelsisvist. Hvort er með  þessum lögum verið að passa upp á hagsmuni eða verið að gæta réttlætis? Er verið að passa upp á hagsmuni þeirra sem eiga mikið eða eiga lítið? Tja, það er verið að gæta hagsmuna beggja. Ef aðeins væri verið að gæta hagsmuna annars aðilans, þá væri það ranglátt. Icesave samningurinn gætir hagsmuna takmarkaðs hóps Íslendinga og hunsar algjörlega stóran hóp. Það er ranglátt í sjálfu sér.

Hagsmunir eru afstæðir út frá aðstæðum. Aðstæður breytast hratt. 

Réttlæti er hins vegar ekki afstætt. Þar er skýrt tekið fram hvað er rétt og hvað rangt. Hugsanlega hafa íslensk lög fjarlægst þessa hugmynd. Stundum er gerður greinarmunur á hvort að eitthvað sé siðferðilega rangt en lögfræðilega rétt og öfugt. Þar sem að lög byggja á siðferðilegum dómum, eins og að rangt sé að stela, þá er það afskræming á siðferði þegar lög og dómar eru lagalega rökréttir, en siðferðilega vafasamir.

Hver þekkir ekki dæmið um fátæka manninn í sögu Victor Hugo sem stelur til að forða börnum sínum frá hungurdauða. Lögreglan klófestir manninn, fangelsar hann og ofsækir árum saman. Hvar er réttlætið í slíku máli? Það er ekki alltaf réttlátt að fylgja lagabókstafnum blint.

Við megum ekki gleyma grundvelli laga og réttar. Við megum ekki gleyma að það er raunverulegur munur á réttu og röngu. Að setja ranglát lög getur ekki haft hagstæðar afleiðingar til lengri tíma, lög eins og "Það er bannað að stela, nema viðkomandi komist upp með þjófnaðinn". Aðeins réttlát lög geta haft hagstæðar afleiðingar.

Ólög geta hentað takmörkuðum hópi hagstætt yfir skamman tíma. Við þurfum að gæta okkur á slíkum tilhneigingum. Ólög poppa upp öðru hverju, og við áttum okkur ekki á óréttlætinu sem fylgir þeim fyrr en einhverjum kynslóðum síðar, eins og þegar kosningaréttur er takmarkaður við kyn, frelsi er takmarkað við kynþátt, eða skuldbindingar yfirfærðar á ófædda kynslóð sem getur ekki varið sig, enda ekki til í augnablikinu.

Lög eru nefnilega komin til að vera, ekki bara sett eftir hentisemi, aðstæðum eða hagsmunum. Lög geta verið virk í hundruði ára. Bæði góð lög og ólög. Góð lög leiða til réttlætis. Vond lög til ranglætis. 

Berum nógu mikla virðingu fyrir Lögum landsins til að sverta þau ekki með ólögum.

Ég ætla að kjósa gegn Icesave lögunum því að ég tel þau vera ólög. Verði þau samþykkt mun þrýstingi létt af þeim sem bera raunverulega ábyrgð á Icesave skuldinni, og þunginn færður yfir á þjóðina. Ég hef sterka tilfinningu um að það sé rangt. Ég er tilbúinn að hlusta á rök þeirra sem telja mína sannfæringu ranga, en ekki tilbúinn að hlusta á þá sem fordæma mig fyirr að hafa þessa sannfæringu, sem ég hef vonandi rökstutt sæmilega, og er tilbúinn að verja í rólegheitunum.


Er ekkert pláss fyrir heiðarlegt fólk á Íslandi?

Hvort er betra fyrir kærðan en saklausan mann að gera samning til að losna við kostnað hugsanlegra réttarhalda og taka þannig á sig skuldbindingar einhvers annars, eða berjast fyrir sakleysi sínu og sjálfsvirðingu þar til hlutlaus dómari getur tekið...

Icesave lífgað og athugasemdakerfi Eyjunnar drepið á sama degi: tilviljun?

"Hugmyndir eru öflugri en byssur. Við myndum ekki gefa óvinum okkar byssur, af hverju ættum við að gefa þeim hugmyndir?" (Jósef Stalín) Fyrir tæpri viku keypti nýr hópur vefsvæðið eyjan.is og í dag liggur athugasemdakerfi Eyjunnar niðri, á sama tíma...

Valdabrellur eða formgalli?

Að hæstaréttardómarar geti blásið af úrslit lýðræðislegra kosninga vegna formgalla er svipað og ef knattspyrnudómari blési af leik á síðustu mínútu vegna þess að einhver lína á vellinum var skakkt máluð, eða gáfumenni tæki þá ákvörðun að fjall því það...

Birgitta Jónsdóttir á forsíðu Wired.com

Birgitta Jónsdóttir hefur vakið heimsathygli vegna sjálfboðaliðsstarfa fyrir Wikileaks og er grein um stefnuna gagnvart Twitter, þar sem krafist er aðgangs að öllum Twitterfærslum Birgittu frá 2009, á forsíðu Wired.com . Það er merkilegt hvernig leynd er...

Gleðilegt nýtt ár

Ég vil óska þér góðs árs og þakka bloggsamskipting á því liðna. Til að sigrast á vandamálum þarf að þekkja þau, skilja þau og vinna sig svo út úr þeim með dugnaði og samviskusemi. Fyrsta og erfiðasta skrefið getur verið að losna við þá valdastétt sem...

Tron: Legacy (2010) ***

Tron: Legacy hefur allt sem 11 ára drengur getur þráð: tölvuleiki, mótorhjól, leikföng, flugvélar, heilmyndir (holograms), bardagaatriði, klónað illmenni, hálfgerðan Obi-Wan, og ekki einn einasta koss. Tron: Legacy er sjálfstætt framhald af Tron (1982)...

Bæn

Ég bið um að málefnaleg umræða, skynsamleg gagnrýnin hugsun og umhyggja verði höfuðatriði fyrir íslenska stjórnmálamenn á nýju ári og um alla framtíð. Ég bið um að fólk læri að gera greinarmun á innantómum frasaklisjum sem höfða til tilfinninga og dýpra...

Gleðileg jól

Ég vil óska lesendum síðunnar, sem og landsmönnum öllum, á Íslandi og erlendis, gleðilegra jóla.

The Social Network (2010) 0: Hefurðu nokkurn tíma sofnað í bíó?

Í gærkvöldi fór ég á "The Social Network" og átti í vandræðum með að halda mér vakandi. Þar sem ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum velti ég fyrir mér hvort að myndin hafi verið svona léleg eða ég svona syfjaður. Ég var nokkur ferskur þegar myndin byrjaði,...

Hvernig bragðast Mexíkó í dag?

Í gærkvöldi lenti ég á Mexíkóflugvelli. Að horfa á ljósin í Mexíkóborg úr flugvél er svolítið magnað. Hvert sem þú lítur, hvert sem augað nær, þar blika gul ljós í bænum. Einstaka svört fjöll og fornir píramídar eru svartir blettir á borginni, og ekki í...

Surtur frændi

Drengur fékk hús úr legókubbum í jólagjöf. Hann setti það saman á tveimur klukkutímum. Stúlka fékk dúkkuhús. Drengur og stúlka elskuðu nýju húsin sín. Þá kom í heimsókn Surtur frændi. Hann var kallaður Surtur því hann var alltaf í svörtum skóm og hafði...

Heimilin knúin til að afskrifa 58 milljarða hjá bankastofnunum í dag?

Enn virðist ætlunin að dýpka kreppuna hjá heimilum landsmanna. 33 milljarðar afskrifaðir hjá Íbúðalánasjóði. 25 milljarðar afskrifaðir hjá bönkunum vegna innlánatrygginga. Hvaðan kemur þessi peningur? Jú. Almenningur borgar. Hvað um skuldug heimili sem...

Árásin á Marinó: Viljum við búa við þægilegt ranglæti frekar en óþægilegt réttlæti?

Bankar rændir innanfrá. Afleiðingin flókin: þeir komust undan með allt ránsféð og skildu bankana eftir sem rjúkandi rúst. Misvitrir ráðamenn hymdu yfir glæpinn og létu eins og ekkert hafði gerst með því að tryggja innistöðu á öllum reikningum bankanna....

Hugsarðu alltof mikið?

Þessa dagana er ég að velta fyrir mér hvernig við hugsum og bloggum, og er að tengja það saman við vangaveltur sem spretta við lestur Camus, Sartre, Kafka og Kierkegaard. Síðustu færslur hafa sprottið að mestu úr slíkum tilvistarpælingum. Skiljanlega...

Af hverju eru varðhundar vantrúar svona reiðir?

Ofbeldi birtist í ólíku formi. Fyrr á öldum þótti sjálfsagt að karlmaður réði algjörlega yfir konu sinni á heimilinu. Í dag kallast slíkt heimilisofbeldi. Áður fyrr gátu kennarar agað nemendur sína með líkamlegum refsingum. Í dag kallast slíkt ofbeldi....

Hvað er eiginlega að þessum varðhundum vantrúar?

Um daginn túlkaði ég hugtakið "siðgæði" sem trúarhugtak. Athugasemdakerfið tók kipp. Fjöldi athugasemda var svo mikill að ég treysti mér ekki til að svara þeim öllum, enda ber mér engin skylda til þess og er þar að auki frekar upptekinn við störf mín. En...

Á að banna trúarbrögð í skólum?

Trúfrelsi snýst ekki bara um að mega vera trúlaus í friði fyrir áreiti. Trúfrelsi snýst líka um að mega vera trúaður í friði fyrir áreiti. Kristni og ásatrú eru sjálfsagt þau trúarbrögð sem ríkt hafa á Íslandi frá öræfi alda, og vissulega sanngjarnt að...

Eftir þjóðfund: Vill þjóðin öflugri kirkju til að styrkja siðgæðið? (Myndbönd)

Pælingar Siðgæði er ekki það sama og siðferði, þar sem að siðgæði er gildishlaðið hugtak, en siðferði er það ekki. Siðgæði ber merki um áhuga fyrir að setja siðferðilega mælikvarða og fylgja þeim eftir, en siðferði fjallar um að hver og einn rannsaki...

Hvaðan kemur öll þessi grimmd? (Myndband)

Ég hef verið að hugsa. Síðustu árin hafa margir bloggtímar farið í að greina hið íslenska ástand. Á þessu bloggi, snemma árs 2008, grunaði mig að verið væri að stela úr bönkum innanfrá og að slík hegðun gæti ekki endað öðruvísi en með ósköpum. Það...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband