Á að banna trúarbrögð í skólum?

Trúfrelsi snýst ekki bara um að mega vera trúlaus í friði fyrir áreiti. Trúfrelsi snýst líka um að mega vera trúaður í friði fyrir áreiti. Kristni og ásatrú eru sjálfsagt þau trúarbrögð sem ríkt hafa á Íslandi frá öræfi alda, og vissulega sanngjarnt að gera þeim öllum jafnt undir höfði. Ef út í bönn er farið, þá væri alveg eins hægt að banna stærðfræði þar sem að sú grein er ekki byggð á öðru en ímynduðum tölum.

Það er ótrúlegt að þurfi að ræða þetta á tímum þegar margt fólk er í neyð og hjálpar þurfi. En sjálfsagt er eitthvað samhengi þarna á milli. Þeir sögðu einhverjir gamlir spekingar að samband væri á milli ræktun trúarbragða og trausts í samfélagi, að án trúarbragða ríkti upplausn og efi - og þá sama hver trúin er. Rétt eins og lýðræðið, er formið mikilvægara en innihaldið.

Allra best væri að hefja kennslu í gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki í skólum, en athugið að í þeim greinum er ekki reynt að troða gildum upp á fólk, heldur miðað að því að fólk skilji hvað í gildunum búi. Gildin koma frá fólkinu sjálfu, og með greiningu rökfræðinnar og með góðum samskiptum er hægt að kryfja af dýpt hin ólíku gildi, og reyna að átta sig á heildarmyndunum þeim að baki. Aftur á móti liggur djúpur vandi í þeirri tilhneigingu kennara til að "fræða" börn um sín eigin gildi umfram önnur. 

Það þarf ekki að banna eitt eða neitt. Hins vegar þarf að móta skólastefnu betur. Bæta stöðu og laun kennara, endurnýja námsgögn barna, setja metnað í menntun. Ég hef atvinnu af þessu í dag og líkar það vel. Því miður hefur reynst afar erfitt að finna leiðir fyrir slíkar hugmyndir á Íslandi, þar sem nám fór að snúast um að komast á endastöð sem fyrst til að komast í háskólanám sem fyrst til að komast út á atvinnumarkað sem fyrst til að græða sem mest sem allrafyrst, í stað þess að nema staðar í skjóli og virða heiminn og mannlífið aðeins fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hver er að tala um að banna trúarbrögð í skólum? Hvað merkir það?

Matthías Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 07:29

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ertu að segja, að ef stöðva á heimsóknir og bænastundir presta í almenna leikskóla Reykjavíkurborgar, þá sé "eins hægt að banna stærðfræði"?

Skeggi Skaftason, 10.11.2010 kl. 10:02

3 identicon

Hrannar misstígur sig alveg ferlega í hvert skipti sem hann skrifar um trúarbrögð;
Banna stærðfræði... man, that was stupid

doctore (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:10

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Aftur gefur þú mér tilefni til að senda þér þakklæti fyrir góða grein. Tek þó eftir að strax eru komnar athugasemdir við þín skrif.

Það er þó alla vega skemmtileg undantekning fyrir þig að ég skuli senda þér jákvæða umsögn. Alveg nóg er af hinum.

Ekki svo að skilja að þeir hafi ekki eitthvað til síns máls. Það væri fjarri mér að halda því fram. Hins vegar nálgast menn efnið frá ólíkum sjónarhóli.

Sumir, líklega mikill minnihluti, nálgast það til að finna á því höggstað og bera þar niður.

Hinir, sem líklega er stór meirihluti, nálgast þín skrif frá þeim stað sem þeir standa á sjálfir, hugsjónalega séð, og eru harla ánægðir !

Hins vegar lætur meirihlutinn næstum ekkert í sér heyra. Hávær minnihlutinn er aftur á móti mjög fyrirferðarmikill. Málefnið virðist sem sagt vera þeim meira hjartans mál.

Sem heimspekingur verður þú auðvitað að stríða við svona vandamál, sem er misvægi milli sjónarmiða meirihluta og minnihluta, þegar kemur að athugasemdum eða viðbrögðum við þínum skrifum.

Vill til að þú ert svo heimspekilega sinnaður að þú heldur þinni geðró hvað sem á dynur.

Annars er mjög fallegur dagur að byrja göngu sína, þegar þetta er ritað.

Góðar stundir.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.11.2010 kl. 10:43

5 identicon

Ég tek undir með þér Hrannar. Vandinn er sá að hófsamt fólk sem hefur nokkurn vegin eðlilegt viðhorf til trúarinnar (oft án þess að vera sérlega trúrækið) berst ekki fyrir þessu viðhorfi sínu. Það er ítrekað valtað yfir það af frekum aðgerðarsinnum sem tjalda í skjóli mannréttinda. Merkilegt hvað þjóðkirkjan er slöpp að vinna kristninni fylgendur og verjendur.

Arezzo (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:54

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað er hófsemi? Er hófsemi fólgin í því að styðja ríkjandi viðhorf eða óbreytt ástand?

Matthías Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 11:20

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er þín skilgreining á trúarbrögðum Hrannar?  Eru þau jafngildi trúar per se eða eitthvað annað?

Það sem ég er að fiska eftir er hvort þú lítur á takmörkun trúboðs í skólum, sem bann við því að trúa á þessum ákveðnu stöðum?

Ég átta mig engan vegin á röksemdafærslu þinni frekar en fyrri daginn.

I öðru lagi: Viltu opna fyrir almennt trúboð og boðun lífskoðanna í skólum á jafnræðisgrunni eða ertu að tala um einhver ein ákveðin trúarbrögð?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 12:00

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú ynnir hjá ríkisfyrirtæki, segjum spítala....myndir þú sætta þig við að yfirstjórnin tæki ákvörðun fyrir þig um að leyfa trúboð og jafnvel skikka þig til að vera viðstaddann? 

Myndir þú gútera að börnum þínum yrði boðuð múhameðstrú eða bara einhverja af mörgum greinum kristninnar exklúsíft án tilliti til þíns vilja og jafnvel að þér forspurðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 12:08

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að lokum. (í bili allavega)

Ef þú ert að tala fyrir trúboði í skólum, finnst þér þá að taka eigi frá tíma í það á námskrá og gera það hluta skyldunáms (sem er jú grunnur grunnskóla) eða viltu hafa þetta svona opið og hipsum haps eftir því hvernig boðenum þykir henta? 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 12:13

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að benda þér á að til er fullgil námsgrein, sem teku á þessum þáttum siðgæðis og heilbrigðra samskipta, sem nefnist lífsleikni og spannar mjög breitt en hnitmiðað svið sem er hugsað sem veganesti út í lífið. Án yfirnáttúru og tröllasagna, vel að merkja. Ráðleg þér að lesa lýsingu í námskrá og segja mér:

Hverju vilt þú við þetta bæta?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 12:25

11 identicon

Vitanlega á ekki að "banna trúarbrögð í skólum". Það er bara sjálfsagt að fræða börn um trúarbrögð. Jafn eðlilegt er að setja allmennar og skýrar reglur um aðgang trúboða að skólastarfi.

Reglan gæti verið þessi: Ekkert trúboð leyfist í skólum.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:51

12 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Komið þið sæl.

Mikið hefur verið talað og ritað um þetta tiltekna málefni að undanförnu, þ.e. hvort banna eigi með lögum trúarbrögð eða trúboð í skólum. Ætli ég tilheyri ekki hinum þögla meirihluta sem hefur ekki orðið var við neitt athugavert í þessum málum á undanförnum árum og skilur því ekki út af hverju þarf allt í einu að banna það. Geta þeir sem tilheyra trúlausum og öðrum trúarbrögðum á Íslandi ekki bara séð um það sjálfir að innræta krökkum sínum sína trú eða trúleysi í stað þess að krefjast þess að fá að traðka á rétti mikils meirhluta sem vill gjarnan að börnum þeirra sé kennd og boðuð kristin gildi í skólum landsins? Þetta er svona eins og ef einhverjir kommúnistar sem væru á móti enskukennslu myndu heimta að enskukennsla yrði bönnuð úr skólum bara af því að þeir vildu það. Myndum við hin hlusta á þannig frekju? Nei.

Með kærri kveðju og þökk.

Heiðar Sigurðarson, 10.11.2010 kl. 17:22

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Kannastu ekki við hvernig grundvöllur vestrænna trúarbragða og stærðfræðin hafa sprottið frá einum manna langt aftur í forneskju, Pýþagorasi?  Þá var stærðfræðin á sama stalli og trúarbrögð. Hvað hefur breyst?

Sigurður: takk fyrir að ræða málin. Það að menn séu ósammála og harðyrtir er ekkert vandamál. Meira eins og hraðskák.

Arezzo: Mig grunar að þetta sé málið og vantrúarmenn séu því miður að grafa eigin gröf með sinni ofstækisfullu ímynd - þó að þetta sé alls ekki ofstækisfólk.

Jón Steinar: Ég sé trúarbrögð sem einn af eðlisþáttum manneskjunnar sem samfélagsveru, og grunar að manneskjan komist ekki langt án þeirra, því með trúarbrögðum eru strengir stilltir saman til athafna. Þau styrkja sameiginlega lífsskoðun sem kemur fleira í verk. Búddismi er til að mynda oftast talinn til trúarbragða, þrátt fyrir að þar sé enginn Guð eða guðir, heldur markmiðið hugarástand. Reyndar snúast þau trúarbrögð alls ekki um eitthvað guðlegt, heldur meira um hvernig hægt er að lifa lífinu í sátt við tilveruna.

Ég kannast við lífsleikni sem kennslugrein, og hef reyndar kennt hana, en sú grein virðist vera kennd á hipsum hatt máta og misjafnlega vel eftir kennurum og skólum, eins og tíðkast í menntamálum.

Ég er ekki hrifinn af því að trúboð sé unnið í skólum, og heldur ekki hrifinn af að kristni, ásatrú og trúleysi sé hafnað, heldur vildi ég sjá að fólk beri meiri virðingu fyrir ólíkri lífsskoðun fólks, hvort sem það hefur eina ákveðna eða velur að gefa hana ekki upp.

Jóhann: Ég er sammála þessari reglu, nema um einkaskóla sé að ræða sem byggir á trúarbrögðum, en það er algengt í löndum þar sem ríki og kirkja eru aðskilin.

Heiðar bendir að lokum á þá skoðun hins þögla meirihluta sem sér ekkert athugavert og sýnist bara eitthvað fólk vera með læti út af engu. Það er sjálfsagt vegna þess að sumir einstaklingar sem kenna sig við vantrú, skrifa því miður ekki af stillingu, heldur virðast hafa allt á hornum sér. Að sjálfsögðu getur vel verið mikill munur á ímynd og veruleika í þessum málum, en ég upplifi þá sem hrópa hæst fyrir trúleysi sem afar máttlausan hóp, aðallega vegna skorts á kurteisislegri samræðuhefð, en ekki vegna þess að málefnið sjálft er eitthvað slakt.

Hrannar Baldursson, 10.11.2010 kl. 17:33

14 identicon

Þú svarar:

"Jóhann: Ég er sammála þessari reglu, nema um einkaskóla sé að ræða sem byggir á trúarbrögðum, en það er algengt í löndum þar sem ríki og kirkja eru aðskilin. "

Þú ert þá sammála því að trúboð í skólum ekki við í almennum grunnskólum.

Af þessum pistli, sem og svörum þínum, mætti samt ætla annað.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 18:19

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

ég upplifi þá sem hrópa hæst fyrir trúleysi sem afar máttlausan hóp, aðallega vegna skorts á kurteisislegri samræðuhefð, en ekki vegna þess að málefnið sjálft er eitthvað slakt.
Þú ert einmitt svo kurteis og málefnalegur sjálfur.

Samt svarar þú aldrei sjálfur, snýrð úr umræðunni og afvegaleiðir fólk.

* Hver er að tala um að banna trúarbrögð í skólum?

* Hvað merkir það?

Geturðu ekki sagt okkur hver er að tala um að banna trúarbrögð í skólum?

Hrannar, málflutningur þinn er iðulega afskaplega óheiðarlegur.

Matthías Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 18:50

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ætli ég tilheyri ekki hinum þögla meirihluta sem hefur ekki orðið var við neitt athugavert í þessum málum á undanförnum árum
Ertu að gefa í skyn að þau dæmi sem hafa verið talin upp af trúboði í skólum séu ekki raunveruleg?

Ég hef aldrei orð fyrir alvarlegu ofbeldi. Tilheyri ég þá hinum þögla meirihluta sem hefur aldrei orðið var við neitt athugavert í þeim málum á undanförum árum?

Hvað ertu að segja?

Matthías Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 18:53

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrannar: Það sem er kallað virðingaleysi fyrir trúarbrögðum er engöngu sprottið af þessari umræðu.  Það er enginn að dissa trú manna í þessu samhengi hún er algerlega opið mengi, sem vart er hægt að setja fingur á.

Það sem veldur þessari togstreitu er það að eitt afar jarðneskt vald nýtu brjálæðislegra forréttina á okkar kostnað og telur sig hafa einkarétt á því að troða sínu dogma  í börn á skyldunámsstigi ogneyða þessari ansi vafasömu boðun ofan í alla án tillits til vilja sumra.

Það er enginn meirihluti, sem er svo trúaður að hann krefjist miðstýrðrar innrætingar á vegum ríkisins og ég er ánægður að heyra að þú sért í þeim hópi. Tölurnar sýna og segja einmitt að 3/4 þjóðarinnar vill ekki þetta geistlega vald og yfirgang. Þar fylgir að sama hlutfall vill ekki að einhver "ríkistrú" sé boðuð í skólum og telja tækifærin og aðstöuna til slíks meira en nægjanlega utan skóla.

Þessi barnelska þjóðkirkjunnar er í meira lagi hrollvekjandi.  Þeir komast hvergi upp með þetta annarstaðar en í leik og grunnskólum þar sem sakleysingjarnir geta ekki myndað sér skoðun eða gnrýnt hlutlægt hvað er borið á borð.  Ástæðan er kalkúlerður heilaþvottur, sem meginmarkmið, stofnuninni til viðhalds og uppráttar, ekki trú eða lífskoðun eða siðgæði.

Hversu flókin má sú siðfræði annars vera fyrir þennan alurshóp? Þarf að koma því inn með metafýsískum fabúlum að börnin rigi að vera góð við og virða hvert annað?  Er ekki réttara að fólk geri kröfu til þess að meiri áhersla sé lögð á lífsleikni og til þess náms vandað? Já ætti kirkjan í raun ekki að tala fyrir því líka ef henni er svona annt um siðgæðið?  Þeir gera ekkert annað en að tala þessa grein niður aftur á móti af því að hún ógnar gullkistum þeirra og þægilegum aðals og forréttindalifnaði.

Þú talar um að þetta nám sé hipsum haps og mikið háð kennurum. Má ekki það sama segja um hina innrætinguna?  Er ekki allt nám talsvert háð kennaranum?

Það er ekki verið að banna trú. Hvernig ætti slíkt að vera mögulegt? Það eina sem verið er að gera er að leyfa ekki trúboð með opinberum stuðningi. Ef við eigum að leyfa það, þá skulu allir fá að boða það. Ekki bara trú, heldur allskyns lífskoðanir. Það myndi gera útaf við námið og breyta skólunum í orrustuvöll trúarbragða. Afl sundrungar en ekki friðar og sátta. 

Eigum við kannski ekki að opna skólana fyrir vörukynningum líka? Debenhams kynnir vetrarlínuna....Menn hafa reynt það meira að segja og verið púaðir út af foreldrum. Forelrar vilja næði til náms, ekki þessa dellu.

Maður sér þetta lið eins og úlfa sem sitja um börnin. Það er nóg komið af þessu og yfir 70% segja svo vera og l´ta sér ekki detta í hug að slíkt afleggi trú, kirkju, kærleika og virðingu, eins og móðursýkislegar yfirlýsingar kirkjunnar segja.  Geta þeir aldrei opnað kjaft án þess að ljúga og spinna?

Hvar hafa þeir viðmiðin? Þeir hafa dóminerað hér með góðu og illu, tortúr og tíund í þúsund ár og gott betur.

Þetta batterí er ógeðfellt og það er upplifun fólks á því almennt.  Það vill það burt og það er eingöngu vegna græðgi þeirra, frekju og yfirgangs, ekki vegna þess að fólk sé að missa trúnna. 

Trú er einkamál og það virði ég. Annað er ekki hægt því eins og þú segir réttilega, þá erum við víruð þannig.  Við þurfum engar stofnanir eða sjálfskipaða fulltrúa almættisins með alla sína fordóma, fabúlur, ofsóknaræði og skelfingarboðun út yfir gröf og dauða.

Ef menn lokuðu á sér trantinum og hættu að troða trú sinni ofan í kokið á fólki, þá væri friður í heimi hér.  Ef ekki væri fyrir yfirgang og sjálfhverfu forréttindakirkjunnar, þá væru engin vantrúarsamtök. Allavega ekki svona áberandi. Þeir taka raunar líka á alskyns annarskonar loddaraskap, lygi og fjárplógsstarfsemi og ég er viss um að þú deilir skoðun með þeim þar.

Ef þú trúir, þá þarft þú ekki að verja trú þína fyrir neinum. Allrasíst ef þú flíkar henni ekki eins og þú vitir sannleikann en enginn annar. Þú ert ekki að verja trú þína með að verja kirkjuna í öllu.  Hún kemur trú þinni ekki rassgat við í raun.

Svo varðandi Nýja testamentið frá Gideon. Hefur þú lesið þetta? Ef svo er, telur þú þetta eiga erindi við óþroskuð ungmenni? Ætti jafnvel að vera aldurstakmark? 

Ég spyr þig margra spurninga. Þú fyrirgefurþað. Mér finnst þú þó sýna af þér afar mikið fálæti í að svara þeim. Þú gerir kannski betur næst.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 18:57

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhann: "Af þessum pistli, sem og svörum þínum, mætti samt ætla annað."

Enda misskilningur ekki óalgeng tegund af skilningi.

Jón Steinar: Margar spurningar. Ég hef lesið Nýja testamentið og skoðað hin ólíku guðspjöll. Ég veit að þar er ekki um sagnfræðilega heimild að ræða og að þar er töluvert af ýkjusögum. Samt eru þar punktar sem eru gulls í gildi inn á milli. Það væri kannski sniðugt að klippa þá saman í bók. :)

Ég ber virðingu fyrir menningararfi okkar og þeim gildum sem komið hafa bæði frá goðatrú og kristni, sem og öðrum trúarbrögðum. Þetta er ekkert annað en kennslutæki sem ætlað er að koma visku frá einni kynslóð til þeirrar næstu, en stundum misferst eitthvað í kennslunni. 

Ástæðan fyrir að þér finnst svör mín fálát er sjálfsagt sú að ég er ekki að predika mínar eigin skoðanir, heldur að velta þessum hlutum fyrir mér upphátt. 

Hrannar Baldursson, 10.11.2010 kl. 19:48

19 identicon

Vitaskuld verða einhver grá svæði þegar kemur t.d. að Litlu jólunum (hvað varðar Jésú-myndir o.þ.h.). Þá verðum við einfaldlega að treysta dómgreind kennara, með hliðsjón af eðlilegri reglu.

Þeirri sem ég nefndi hér að ofan.

P.S. Misskilningur er varla "tegund" af skilningi...

Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 20:12

20 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég hef aldrei séð Hrannar, svo ég muni, taka undir neina gagnrýni á greinar sínar. Jafnvel þótt þær innihaldi oft hæpnar fullyrðingar og ályktanir kallar hann slíkt alltaf vangaveltur og neitar að kannast við að hafa skoðanir sem tóni við innihald þeirra. Síðan snýr hann bara út úr merkingu orða hjá þeim sem andmæla honum og þvælist eitthvað á landamærum þess skiljanlega. Það er því til lítils að ávarpa manninn sjálfan.

En þið hin gætuð einhver haft gaman af útlistun á þessu hjá honum, a second opinion.

Hrannar segir:

Trúfrelsi snýst ekki bara um að mega vera trúlaus í friði fyrir áreiti. Trúfrelsi snýst líka um að mega vera trúaður í friði fyrir áreiti.

Ef Hrannar skilgreinir orðið "áreiti" viðlíka vítt og hann virðist skilgreina orðið trú getur áreiti þítt ansi margt. Það gæti til dæmis þýtt að maður hafi réttinn til að verða ekki fyrir því áreiti að trúarskoðanir manns séu rannsakaðar og gagnrýndar og jafnvel hæddar. Það ásamt ýmsu öðru sem gæti fallið undir orðið áreiti, sérstaklega eins óvenjulega og óreglulega sem Hrannar beitir orðum, og það getur því verið hæpið að segja trúfrelsi snúist um þetta atriði án þess að taka fram hverskonar áreiti er átt við.

Ef út í bönn er farið, þá væri alveg eins hægt að banna stærðfræði þar sem að sú grein er ekki byggð á öðru en ímynduðum tölum.

Einmitt. Af því að stærðfræði og trúarbrögð eiga það sameiginlegt að vera óáþreifanleg, má alveg eins banna hvort tveggja ef banna á annað?

Í fyrsta lagi hafa trúarbrögð í sjálfu sér ekki verið bönnuð neins staðar í þjóðfélaginu, nema í mjög loðnum skilningi, sem reyndar er að vænta frá Hrannari, svo það má spyrja sig af hverju karlinn kýs að varpa þessu fram með þessum hætti.

Í öðru lagi segir það okkur sáralítið um það hvort banna eigi eitt ef annað er bannað að það tvennt eigi einhverja handahófskennda hluti sameiginlega.

Skammbyssur eru bannaðar, eigum við þá ekki að banna líka borvélar? Gripin á þeim eru nefnilega svo keimlík.

Stærðfræði hefur gildi sem varla nokkrum manni dettur í hug að draga í efa, hún er gagnleg, prófanleg og nauðsynleg. Auk þess er hún óumdeilanlega sönn þótt erfitt sé að henda reiður á hvað hún er. Aðeins í loðnasta mögulega skilningi má segja það sama um trúarbrögð og því í hæsta máta undarlegt að láta eins og það ætti að banna annað ef hitt væri bannað.

Það er ótrúlegt að þurfi að ræða þetta á tímum þegar margt fólk er í neyð og hjálpar þurfi.

Það eru ótalmargir hlutir ræddir á þessum tímum neyðar. Ef kirkjan hefði ekki brugðist við með æsingi og með því að skrumskæla málstaðinn hefði þetta mál kannski ekki tekið neinn tíma frá því að aðstoða fólk í neyð. En það er í sjálfu ekkert að því að unnið sé í allskyns málum sem ekki beinlínis hafa með aðstoð við fólk í neyð að gera, hvort sem það er góðæri eða kreppa.

En sjálfsagt er eitthvað samhengi þarna á milli. Þeir sögðu einhverjir gamlir spekingar að samband væri á milli ræktun trúarbragða og trausts í samfélagi, að án trúarbragða ríkti upplausn og efi - og þá sama hver trúin er. Rétt eins og lýðræðið, er formið mikilvægara en innihaldið.

Margir spekingar hafa sagt margt. Hver veit nema án trúarbragða gangi bara allt í sómanum. Annars þurfa trúarbrögð ekki að fara neitt, það er bara verið að reyna að draga úr boðun þeirra í skyldunámi og/eða á vegum hins opinbera.

Það þarf ekki að banna eitt eða neitt. Hins vegar þarf að móta skólastefnu betur.

Hrannar talar áfram um bann eins og verið sé að banna trúarbrögð í ályktunum Mannréttindaráðs - að því gefnu að greinin fjalli óbeint um þær ályktanir. Til að banna trúarbrögð þyrfti að banna fólki að hugsa. Það er enginn að því, heldur er einmitt verið að "móta skólastefnu betur" og margir kennarar hafa tekið því fagnandi sem og þeir sem bera skynbragð á mannréttindi þeirra sem vilja ekki að verið sé að boða börnum þeirra trú í skólakerfinu.

Annars að öðru leyti ágætt tóbak hjá Hrannari. Vonandi sjá þó flestir að hann er dálítið að hræra í umræðunni með skítugu priki, en ekki bara að "velta henni fyrir sér".

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 21:07

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhann: Hvað er misskilningur annað en tegund af skilningi? Hugsanlega tegund sem leiðir þann sem misskilur í útrýmingarhættu, en tegund samt.

"Vonandi sjá þó flestir að hann er dálítið að hræra í umræðunni með skítugu priki, en ekki bara að "velta henni fyrir sér". (Kristinn)

Ekki nóg með það, heldur veð ég leðjuna og festist þannig að oft verða stigaskórnir eftir. Og þegar ég beygi mig eftir skónum og dreg hann upp úr leðjunni er jafnvel hætt við að buxurnar rifni. 

Hvergi í greininni fjalla ég um mannréttindaráð, enda fjallar hún ekki um það, heldur eru þessar vangaveltur um það hvernig færi ef trúarbrögð yrðu bönnuð á Íslandi, rétt eins og trúarbrögð hafa verið bönnuð með misjöfnum árangri víða um heim, - og er ég meðal annars að velta þessu fyrir mér í tengslum við sjálfseignarhugtakið, án þess að minnast sérstaklega á það, en það er annað hugtak sem verður fyrir árásum og áreiti þessa dagana og gert er að blóraböggli fyrir fáa einstaklinga sem misnotuðu það, rétt eins og fáir einstaklingar hafa misnotað trúarbrögð.

Stundum túlka menn grimmt og finnst mér það allt í lagi svo framarlega sem það gefur smá innsýn í aðra hugarheima sem ég á sjálfur erfitt að samsama mig með, en reyni að skilja.

Og Kristinn, ég tek undir gagnrýni á greinar mínar með því að leyfa athugasemdum að standa óáreittum og lesa svörin, nema þær séu sérstaklega dónalegar eða óskað er eftir að þau séu fjarlægð á slíkum forsendum. Mér ber engin skylda til að svara þeim öllum þó að sumum sé mér ljúft að svara, en öll fá þau að standa. Er það ekki svar í sjálfu sér?

Mig grunar að þú sért að tengja pælingar mínar við hugaróra sem mér dettur ekki sjálfum í hug. Getur það verið?

Með kveðju frá skósólum mínum,

Don Breiðholt

Hrannar Baldursson, 10.11.2010 kl. 21:31

22 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar svarar mér með klassískum Hrannarisma.

Mig grunar að þú sért að tengja pælingar mínar við hugaróra sem mér dettur ekki sjálfum í hug. Getur það verið? 

Það kemur málinu vitaskuld lítið við hvað Hrannari dettur sjálfum í hug. Það sem skiptir máli er hvernig skrif hans skiljast og hversu tilbúinn hann er að hjálpa fólki að skilja þau.

Ef ég ætla að segja A en segi óvart B. Þá hef ég sagt B en ekki A.

Þá er það B sem fólk les út úr skrifunum og B sem hefur áhrif á umhverfið, en ekki A.

Þar sem ég er alls ekki einn um að þykja Hrannar alltaf vera að segja B þótt hann segist aldrei kannast við það sjálfur að meina B, er nokkuð ljóst að Hrannari er annaðhvort að takast illa upp við að segja A eða lýgur því að hann meini ekki B.

Hrannar má auðvitað meina það sem hann vill fyrir mér, en ég held það sé ágætt að sem flestir gagnrýni málflutning hans sem lyktar æði oft af dálítið rotnu B þótt það sé dulbúið sem A.

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 21:48

23 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hrannar,

Trúfrelsi snýst ekki bara um að mega vera trúlaus í friði fyrir áreiti. Trúfrelsi snýst líka um að mega vera trúaður í friði fyrir áreiti. Kristni og ásatrú eru sjálfsagt þau trúarbrögð sem ríkt hafa á Íslandi frá öræfi alda, og vissulega sanngjarnt að gera þeim öllum jafnt undir höfði. Ef út í bönn er farið, þá væri alveg eins hægt að banna stærðfræði þar sem að sú grein er ekki byggð á öðru en ímynduðum tölum.
Þú hlýtur næstum að vera að grínast, en ég held reyndar að þér sé einmitt fúlasta alvara. Með þessu finnst mér þú sýna mér vel fram á það hve skammt hugsun þín nær.  Flest sem mannshugurinn hefur afrekað seinustu árhundruðin er einmitt stærðfræðinni að þakka.  Stærðfræðin er gífurlega gagnlegt og áreiðanlegt tæki.  Svo langar mig að benda á að maður talar um öróf alda, en ekki öræfi alda, en það er nú bara útúrdúr.

Trúfrelsi er heldur ekki um það að fá að vera trúaður í friði fyrir áreiti, heldur um það að hafa frelsi til að trúa því sem þú vilt trúa og að hafa frelsi til að trúa ekki.  M.ö.o. að einhverri lífsafstöðu sé troðið niður um kokið á fólki með valdi, en ekki að það megi ekki gagnrýna lífsafstöðu fólks.  Það er að minnsta kosti sá skilningur sem ég legg í hugtakið.

Theódór Gunnarsson, 10.11.2010 kl. 22:01

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hrannar þú átt alla mína samúð að fá alltaf trúleysisstóðið inn á síðuna hjá þér með alla sína geðvonsku og ágengni, í hvort sinn sem þú dirfist að opna munninn um trúmál. Ég finn til með þér og þú átt heiður skilið fyrir að loka ekki á tröllin.

Theódór Norðkvist, 10.11.2010 kl. 22:44

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér, og gangi þér vel með öll mótsvörin. 

Ég fékk nú að kenna á eilífum ruglingi með stærðfræðikennslu þegar ég var krakki, en fjölskyldan mín bjó ýmist í  Reykjavík þar sem við lærðum mengi og svo á landsbyggðinni þar sem kennd var gamaldags stærðfræði, þvílík meðferð á undirritaðri í stærðfræðikennslu

Svo lenti yngri strákurinn minn í  stærðfræðikennslurugli þegar að Geisla og Einingarbókunum var komið inn í skólana.  Barnið var búið að læra í fyrsta bekk að leggja saman og draga frá og var mjög klár í að reikna í huganum, svo þegar þessar nýju bækur komu inn var honum gert skylt að sýna útreikninga á blaði samkvæmt þeim og þá fór allt í mínus hjá mínum strák, og hann fór í mótþróa.

Samt megum við ekki hætta að kenna stærðfræði

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.11.2010 kl. 23:02

26 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Og Hrannar segir líka:

Hvergi í greininni fjalla ég um mannréttindaráð, enda fjallar hún ekki um það, heldur eru þessar vangaveltur um það hvernig færi ef trúarbrögð yrðu bönnuð á Íslandi..

Og þess vegna heitir greinin: Á að banna trúarbrögð í skólum?

Af því að hún vísar ekkert til gríðarmikillar þjóðfélagsumræðu akkúrat þessa stundina um hvort banna eigi trúboð í skólum.

Nei, Hrannar er bara að hugsa um þetta á almennum nótum; um bann á Íslandi.

Afsakaðu, Hrannar, að ég skuli hafa dregið þá langsóttu og heimskulegu ályktun að þú hafir í og með verið að vísa til umræðunnar um vilja sumra til að banna trúboð í skólum, sem mjög margir trúmenn hafa leyft sér að túlka sem bann við trúarbrögðum í skólum og almenna afhelgun Íslands.

Mea culpa.

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 23:05

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jæja, Guðrún Sæmundsdóttir og Theódór Norðkvist (sem kallar fólk eins og mig "illgjarnt lið með fávitaskap") komin til að fórna stærðfræði og stappa í þig stálinu, Hrannar.

Ég fer þá bara í háttinn.

Góða nótt.

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 23:09

28 identicon

Ég trúi því, að það sé ýmislegt meira spunnið í Alheim, heldur en nemur skýringum kristni, eða afneitunum vantrúarmanna.

Misskilnigur er ekki frekar tegund skilnings, heldur en ranghugmynd.

Taktu til í skúffunni þinni Hrannar

Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:24

29 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Æ, ég verð að bæta þessu við af því að það er svo skemmtilegt að Hrannar skuli neita því að þessi grein hafi með umræðuna í þjóðfélaginu um ályktun Mannréttindaráðs Reykjavíkur að gera.

Hrannar sagði sem sagt:

Hvergi í greininni fjalla ég um mannréttindaráð, enda fjallar hún ekki um það, heldur eru þessar vangaveltur um það hvernig færi ef trúarbrögð yrðu bönnuð á Íslandi ..

Hrannar segir í niðurlagi greinarinnar:

Það þarf ekki að banna eitt eða neitt. Hins vegar þarf að móta skólastefnu betur. Bæta stöðu og laun kennara, endurnýja námsgögn barna, setja metnað í menntun. Ég hef atvinnu af þessu í dag og líkar það vel. Því miður hefur reynst afar erfitt að finna leiðir fyrir slíkar hugmyndir á Íslandi, þar sem nám fór að snúast um að komast á endastöð sem fyrst til að komast í háskólanám sem fyrst til að komast út á atvinnumarkað sem fyrst til að græða sem mest sem allrafyrst, í stað þess að nema staðar í skjóli og virða heiminn og mannlífið aðeins fyrir sér. 

Það er bara fyndið að ætla að neita því að þessi grein sé skrifuð með lætin út af bókun Mannréttindaráðs í huga þegar þetta er niðurlag greinarinnar!

Væri greinin bara um það almennt hvort það stefni í bann við trúarbrögðum á Íslandi, eins og Hrannar heldur fram, væri þetta niðurlag mjög sérkennilega afmarkað við ástandið þar að lútandi í skólakerfinu og undarlegt að staðhæfa út í loftið að það þurfi ekki að banna neitt fyrst það er enginn að halda því fram við hann!

En ég skal ekki pína karlinn meira. Hann verður að fá að neita þessu og hafna gagnrýninni í friði eins og öllu öðru slíku.

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 23:27

30 identicon

Við þig, Kristinn Theódórsson, vil ég segja: Þú ert furðu glaðhlakkalegur í þinni trú.

Enda er sjónarmið þitt "fullvissa um það sem ekki verður sannað".

Slakaðu á væni...

Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:40

31 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Slakaðu á væni...

Ég er svo slakur að ég er að sofna í stólnum með tannburstann í munnvikinu. Það er varasamt að biðja menn að slaka á við slík skilyrði, þeir gætu hreinlega slakað svo á að þeir leystust upp í frumefni sín og hyrfu út í etherinn!

Kristinn Theódórsson, 10.11.2010 kl. 23:54

32 Smámynd: Grefill

Þetta er kostulegt á að horfa.

Hinn sjálfskipaði réttlætisguð og dómari Kristinn Theódórsson er farinn að segja mönnum að greinar þeirra fjalli alls ekkert um það sem þær fjalla um heldur fjalli þær um það sem hann segir að þær fjalli um og að þar með fjalli þær augljóslega um eitthvað allt annað en það sem þeir sem skrifuðu greinarnar segjast hafa verið að fjalla um.

Síðan skorar hann á menn að neita þessu.

Þeir Kristinn og McCarthy hefðu verið góðir saman. 

Grefill, 11.11.2010 kl. 00:11

33 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alltaf skemmtilegar vangaveltur Hrannar. Ég tek heilshugar undir með Heiðari Sigurðssyni hér að framan.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 01:08

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kristinn, það er ekki eingöngu Mannréttindarán Reykjavíkur sem fjallar um skólastefnu í opinberum skólum. Því er þetta engin þversögn

Maðurinn er að fjalla um skólastefnu almennt, sem Mannréttindarán hefur því miður verið með skemmdarverk gagnvart og blandast því óhjákvæmilega í umræðuna.

Vertu síðan ekkert að vísa í eitthvað eineltisblogg Matthíasar um mig.

Theódór Norðkvist, 11.11.2010 kl. 01:50

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja...Þetta er orðið eins og orðræða við Mofa.  Ég er í einlægni að reyna að ræða við þig  og átta mig á hvert þú ert að fara, en hef á tilfinningunni að þú hafir ekki skrifað eða meint nokkurn hlut.  Ég þakka þó fyrir viðleitnina.  Ég vil svo svona í hindsight renna yfir athugasemdirnar og spyrja þig hverjir hafi lagt eitthvað til þessara vangaveltna á málefnalegan hátt en hverjir ekki.

Skoðanabræður þínir og viðhlæjendur hafa engu við að bæta en eiga nóg af alskyns ad hominemum um trúlausa og þá sem voga sér að koma viti í þessar vangaveltur þínar. Taka þátt á uppbyggilegan hátt. 

Látum þessu lokið í bili en maður vonar alltaf að einhverjir lesi andmælin og hugleiði önnur sjónarmið en trúdrukkna og naglfasta soðun sína, ef hún er einu sinni fyrir hendi þ.e.a.s.

Ha det sa lenge.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 01:53

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Teddi: Ég las nú þetta komment sem Matti vísar í og verð að segja að ég hef ekki lesið aðra eins steypu lengi frá ykkur. (Nógu er af að taka)

Ef þetta er ekki móðursýki í sinni tærustu mynd, þá veit ég ekki hvað.

Farðu nú varlega með þig og í almáttugs bænum ekki breiða píslarvættishuluna yfir þig. Þú áttir þessa umfjöllun fyllilega skilið og átt hana skuldlaust.

Svo sem þú sáir muntu upp skera.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 02:02

37 Smámynd: Grefill

Mér sýnast þeir Kristinn, Jón Steinar og hin trúleysiströllin hafa verið tjörguð og fiðruð hér. Það var nú kannski ekki fallegt af okkur, en vonandi draga þau af þessu einhvern lærdóm. Hmm.. kannski ekki.

Grefill, 11.11.2010 kl. 02:32

38 identicon

Skondin umræða og fínn pistill frá Hrannari. Skildi ekki ógnina sem kallaði á varðhunda trúleysins yfir svona vangaveltum.

Leiðinlegt að það þurfi alltaf að aka yfir menn með traktor þegar það dugir að aka framhjá og flauta.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 03:08

39 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er ekki alveg að skilja þessa umræðu: vantrúarmenn virðast ekki sáttir við þessa grein og ég skil ekki alveg af hverju. Sjálfsagt vegna þess að þetta eru bara almennar pælingar, sem ég því miður hef ekki mikinn tíma til að leggjast yfir eða taka þátt í nótt sem dag, enda vinnandi maður. Og svo hins vegar er það fólk sem mér sýnist aðeins hófsamara í viðhorfi sínu.

Og á milli koma svo nafnlausir einstaklingar eins og Jóhann sem koma með gagnlega gagnrýni, eins og það að misskilningur sé ekki tegund af skilningi og því ætti ég að taka til í skúffunni minni. Mig langar mest að skoða betur hvað misskilningur er og hvaðan hann kemur og hvort hann sé yfir höfuð tegund einhvers, og þar af leiðandi taka aðeins til í skúffunni.

Ásakanir um óheiðarleika botna ég ekkert í, þar sem fiðrildi virðist vera sakað um að flökta í stað þess að sveima eins og örn. Hvar er sökin þar?

Hrannar Baldursson, 11.11.2010 kl. 06:51

40 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Látið ekki svona krakkar. Hrannar er málefnaskæruliði sem hefur gott af smá mótlæti. Þið hin getið síðan lagt orð í belg og komið með rök, en allt sem komið hefur eru innantómar yfirlýsingar og nöldur.

Ég viðurkenni fúslega að ég geti haft rangt fyrir mér með að greinin sé innlegg í Mannréttindaráðsumræðuna. En það verður þó að viðurkennast að greinin ber þess afar sterk merki að vera fremur undirförult innlegg af því tagi og sá misskilningur þá mjög eðlilegur.

Hvað þessa meintu liðsskiptingu snertir, þá er áberandi að sumir hafa reynt að færa rök fyrir máli sínu (fyrir utan Dokksa vitaskuld) og útskýra afstöðu sína, en aðrir fullyrða bara og óskapast. Er þetta kannski lýsandi fyrir þá liðsskiptingu?

Kristinn Theódórsson, 11.11.2010 kl. 07:04

41 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er með í smíðum þessa grein fyrir bloggið mitt:

Á að læsa börn trúleysingja inni í skúringakompu þegar kristnu börnin i bekknum fara í skóla-jólamessu?

Skeggi Skaftason, 11.11.2010 kl. 09:24

42 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta gæti orðið áhugaverð grein, Skeggi.

Til að viðbrögðin við henni tóni vel við viðbrögð margra trúaðra við mannréttindaráðsumræðunni þyrftum við trúleysingjar þá að jamma og jánka á fullu og láta þannig í það skína að það sé vilji einhvers að loka börn trúleysingja inni í kompu, að það sé í það minnsta kosti mjög eðlilegur útúrsnúningur á umræðunni!

Kristinn Theódórsson, 11.11.2010 kl. 09:38

43 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Theódór Norðkvist skrifar:

> Vertu síðan ekkert að vísa í eitthvað eineltisblogg Matthíasar um mig.

Allt er nú orðið einelti :-)

Ef fólk skrifar eitthvað á netið má gera ráð fyrir að aðrir vitni í það. Sérstaklega þegar það skrifar með þeim hætti sem þú gerir.

Matthías Ásgeirsson, 11.11.2010 kl. 10:56

44 identicon

If you could reason with religious people there would be no religious people.

Arnar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 13:20

45 identicon

Arnar, ágætispunktur hjá þér. Ég er trúuð og það veitir mér ákveðna lífsfyllingu, - ég vel að vera trúuð og vil halda því áfram. Trú er sannfæring hjartans ekki satt? -ég skil það þannig- að það er einmitt þá ekki hægt- að rökræða trú hvers og eins eða hvers vegna þú trúir. þú bara gerir það - eða þú gerir það ekki.

Afhverju má ekki vera til trúað fólk- án þess að sumir hér- talið niður til þeirra eins og einhverra heilalausra apa? Afhverju má fólk ekki lifa þannig að það trúi því að einhver- heyri bænir þeirra? -ef því líður betur þannig?    (-hvort svo sem það sé einhver Guð eða ekki)

-Boggar það ykkur svona rosalega - að geta ekki rökrætt við trúaða um trúna?

Við komumst jú ekki að sannleikanum um allt lífið og öll leyndarmál þess sem vísindin geta ekki sannað - fyrr en við deyjum - vonandi.

Adeline (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:13

46 Smámynd: Hrannar Baldursson

Á að læsa börn trúleysingja inni í skúringakompu þegar kristnu börnin i bekknum fara í skóla-jólamessu?
Nei. Það á aldrei að læsa nein börn inni í skúringakompu. Hins vegar er ekkert athugavert að foreldrar fái tækifæri til að samþykkja hvort að börn þeirra fari í skólann á degi þar sem farið verður í skóla-jólamessu.

Hrannar Baldursson, 11.11.2010 kl. 16:59

47 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hrannar,

Það er einmitt málið að það á ekki að skapa þær aðstæður í skólanum að sum börn verði t.d. að vera heima, eða ekki í ákveðnum kennslustundum, af því að verið sé að kenna hluti sem alls ekki ættu að vera á námsskránni.  Í skólanum á að fara fram fræðsla, en ekki trúarinnræting.

það er þetta sem verið er að benda á með fáránlegu gríni um börn sem ætti að læsa inni í skúringarkompu.  Þetta gengur sumu fólki ákaflega illa að skilja.

Theódór Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 18:10

48 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hver er að stinga upp á því að börn verði lokuð inni í skúringarkompu meðan kristilegt uppbyggjandi starf fer fram í skólunum? Það eru trúleysingjarnir sjálfir. Þetta er þeirra umhyggja fyrir börnum, banna þeim þyrstum að drekka af lind frelsisins.

Svo var verið að skamma ákveðinn mann fyrir að leggjast ekki gegn einum til tveimur hugsanlegum rassskellingum yfir ævi barnsins og þær skammir komu frá þeim sem vilja loka börn inni alla skólaæfi þeirra og helst lengur í skúringarkompu trúarlegs tómarúms.

Það er ýmislegt öfugsnúið í þessari veröld.

Ég vil minna á að skólar gegna uppeldishlutverki. Þar eiga börnin að læra góða breytni og heilbrigða siði. Það er alger misskilningur að uppeldi barna fari aðeins fram á heimilum, þar sem þau eyða aðeins hluta af sínum tíma, sennilega eyða þau meiri tíma í skólanum og með vinum sínum.

Að útiloka gott kristilegt starf og uppeldi í skólum er mannvonska gagnvart börnum. Og að lokum, það kemur ekkert þjóðkirkju eða ekki þjóðkirkju á fjárlögum við.

Theódór Norðkvist, 11.11.2010 kl. 18:35

49 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Vá!  Manni fallast gersamlega hendur!  Hvað getur maður sagt án þess að verða dónalegur?

Theódór Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 19:21

50 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Sæll Theódór.

Maður getur sagt "amen" eða "þakka þér fyrir að segja þína skoðun. Ég er ekki á sama máli en látum það kjurrt liggja."

Það er ekki dónalegt.

Heiðar Sigurðarson, 11.11.2010 kl. 21:05

51 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er sammála þér Hrannar. Það á aldrei að loka börn inni í skúringakompu, allra síst af þeirri ástæðu að foreldrar þeirra vilji ekki að þau fari til skólaguðsþjónustu. Ef á að fara að loka einhvern inni væri alveg eins hægt að loka inni börn sem nenna ekki að læra stærðfræði.

Það er ótrúlegt að þurfi að ræða þetta á tímum þegar margt fólk er í neyð og hjálpar þurfi. En sjálfsagt er eitthvað samhengi þarna á milli.

Skeggi Skaftason, 11.11.2010 kl. 21:54

52 identicon

"Hver er að stinga upp á því að börn verði lokuð inni í skúringarkompu meðan kristilegt uppbyggjandi starf fer fram í skólunum? Það eru trúleysingjarnir sjálfir."

Þegar ég var í 2-6bekk þá vorum við látin fara með bæn hvern morgun, það voru tveir útlendingar í bekknum og þau stóðu aldrei upp þegar við stóðum og fórum með bænina, þau voru útundan, þau voru skrítin, þau voru sett í "skúringarkompuna" so to speak. Þetta var út af trúboð, ekki trúleysingjum.... sama saga með 14 ára yngri bróðir minn nema það voru fleiri sem ekki stóðu upp. Ekki reyna troða þessu á trúleysingja.

"Þetta er þeirra umhyggja fyrir börnum, banna þeim þyrstum að drekka af lind frelsisins."

Ef að það kæmi múslimi í skóla barna þinna, talaði um Allah eins og hann væri hinn eini sanni guð, mundi lesa úr kóraninum og mundi svo láta öll börnin fara á hné og biðja til Allah, mundir þú vera sáttur? Mundi þú ekki vilja að þau "drekki af lind frelsisins"?

Allt trúboð úr skólum, hvort það sé kristin trú, gyðingar trú eða trúleysi. Ég mundi ekki vilja DoctorE hræðandi börnin þó að hann mundi vera meira heiðalegur þegar það að kemur biblíunni heldur en flestir sem trúa :Þ

Sverrir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 23:19

53 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll nafni. Ég var ekki í þeim hópi sem réðist að síðuhafa með ofstopa fyrir að dirfast að koma með heiðarlegar vangaveltur um trúmál, þannig að ég er ekki viss yfir hverjum þér fallast hendur. Ef ég er sá seki þá eru þetta bara mínar skoðanir, sem ég tjái og er ekkert að reyna að vera sætasta stelpan á ballinu í trúmálaumræðum.

Siðferði þjóðarinnar hefur hrakað, nánast hægt að tala um hrun og þegar sú stoð er farin, er ég ekkert hissa að allt annað sé að hrynja í kringum okkur. Eitt einkenni andlega hrunsins er þessi andúð á kristilegum gildum í skólastarfi.

Sverrir, það er búið að svara þessu hundrað sinnum með hvað ef múslimar og önnur (villu)trúarbrögð hefðu aðgang að skólum. Hér er 90% þjóðarinnar skráð í einhvers konar kristna söfnuði, en nokkur hundruð múslimar þannig að maður á ekki að þurfa að vera að svara svona rugli.

Theódór Norðkvist, 11.11.2010 kl. 23:30

54 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sæll nafni. Ég var ekki í þeim hópi sem réðist að síðuhafa með ofstopa fyrir að dirfast að koma með heiðarlegar vangaveltur um trúmál,

Eigum við að lesa saman fyrstu athugasemdina við þessa færslu, hana skrifaði ég og svona lítur hún út.

Hver er að tala um að banna trúarbrögð í skólum? Hvað merkir það?

Úff, þetta er ógurlegur ofstopi, þetta er rosaleg árás. Greyið maðurinn að þurfa að þola þetta.

Matthías Ásgeirsson, 12.11.2010 kl. 00:06

55 identicon

"Sverrir, það er búið að svara þessu hundrað sinnum með hvað ef múslímar og önnur (villu)trúarbrögð hefðu aðgang að skólum."

And there you have it folks, öll önnur trú er "villu trú", mín trú er sannleikurinn og á að kenna í skólanum og allt annað er bull. Ég er í þjóðkirkjunni, og mikið af vinum mínum sem trú ekki, eigum bara eftir að skrá okkur úr henni, helduru að það væri svona hátt hlutfall ef börn væru ekki skráð skjálfkrafa í hana, I dont think so!

Og svarið þitt var sem sagt nei, þú vilt ekki að börnin þín "drekki af lind frelsisins"......

Jú, veistu. leyfum trúboð í skólum, gegn því að trúleysingar fengu líka að mæta, við mundum svoleiðis rúlla ykkur upp jafnvel þótt við mundum ekki nota rök, staðreyndir og vísindi, bara lesa nokkra "valda" kafla úr biblíunni og allir krakkarnir munu vera fljót að verða trúleysingjar.

Sverrir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:18

56 Smámynd: Egill Óskarsson

Hrannar: Hins vegar er ekkert athugavert að foreldrar fái tækifæri til að samþykkja hvort að börn þeirra fari í skólann á degi þar sem farið verður í skóla-jólamessu.

Jú, það er reyndar talsvert við það að athuga. Fyrir það fyrsta skapar þetta aukið álag á skólann þar sem börnin eiga skv. lögum rétt á 180 skóladögum sem þýðir að skipuleggja þarf sér skóladag fyrir hvern dag sem börn sleppa vegna svona atvika.

Í öðru lagi er þetta andstætt lögum og reglum Menntasviðs Reykjavíkurborgar þar sem segir að ekki skuli stilla börnum og foreldrum þeirra upp við vegg trúarbragða sinna vegna, að þau eigi ekki að þurfa að taka þátt í trúarathöfnum trúfélaga sem þau ekki tilheyra eða að vera tekin úr bekk/hóp að öðrum kosti. 

Hvað er að því að hafa bara hefðbundinn jólaundirbúning með litlu-jólum, jólakortasendingum og gjafaföndri fyrir foreldra í skólunum okkar og þeir foreldrar sem það vilja fara svo með börnin í kirkjuna sjálfir fyrir jólin? Eða snýst þetta kannski fyrst og fremst um að foreldrarnir nenna því ekki sjálfir? 

Egill Óskarsson, 12.11.2010 kl. 00:55

57 Smámynd: Theódór Norðkvist

Egill, jólin eru komin úr heiðnum sið. Á það hafið þið trúleysingjar sjálfir margsinnum bent.

Er það þá ekki mismunun gagnvart börnum þeirra sem eru ekki heiðnir að halda jól yfirhöfuð í skólum? Á ekki að banna þau bara með ölllu, málið leyst?

Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 01:02

58 identicon

"Á að banna trúarbrögð í skólum ?" 

Skrýtin spurning að því leiti að trúarbrögð eru ídealismi... það má allt eins spyrja hvort banna eigi "kapítalisma" eða "kommúnisma" í skólum !!  ... ég held við séum öll sammála um að við viljum ekki leyfa boðun kommúnisma eða annarra hugmyndakerfa innan menntastofnunar þar sem markmiðið er að upplýsa og fræða á faglegan og hlutlausan hátt... á sama hátt er það jafn rangt að boða trúleysi jafnt sem trú eða hvaða innprentun sem er, það er ekki hlutverk menntastofnunar að innræta ídealisma á nokkurn hátt.

Það er allt annar hlutur að fjalla um ídealisma, strauma og stefnur sögunnar út frá fræðilegum grunni, það er skylda menntastofnunar.

Menntastofnun á að upplýsa, ekki innræta.

Einfalt.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 01:41

59 Smámynd: Kommentarinn

"Siðferði þjóðarinnar hefur hrakað, nánast hægt að tala um hrun og þegar sú stoð er farin, er ég ekkert hissa að allt annað sé að hrynja í kringum okkur. Eitt einkenni andlega hrunsins er þessi andúð á kristilegum gildum í skólastarfi"

Theódór þú hefur ekkert fyrir þér í því að siðferði þjóðarinnar hafi hrakað. Þvert á móti held ég að við séum mun siðferðislega þroskaðri og umburðarlindari en forfeður okkar.

Síðan er þetta góður punktur að ef prestar eiga að fá að mæta í skóla og blaðra um Biblíuna ættu trúlausir að fá að gera það líka og á launum hjá ríkinu eins og prestar.

Kommentarinn, 12.11.2010 kl. 08:49

60 identicon

Kommarinn þegar Theódór notar orð eins og Mannréttindarán Reykjavíkur ef ég eitt að segja faceplam.

Það á að kenna trúarbragðafræði og sleppa kristinfræði.

Arnar (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 09:46

61 Smámynd: Egill Óskarsson

Er það þá ekki mismunun gagnvart börnum þeirra sem eru ekki heiðnir að halda jól yfirhöfuð í skólum? Á ekki að banna þau bara með ölllu, málið leyst?
Nei. 

Egill Óskarsson, 12.11.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband