Bæn

a-prayer-for-times-like-these

Ég bið um að málefnaleg umræða, skynsamleg gagnrýnin hugsun og umhyggja verði höfuðatriði fyrir íslenska stjórnmálamenn á nýju ári og um alla framtíð.

Ég bið um að fólk læri að gera greinarmun á innantómum frasaklisjum sem höfða til tilfinninga og dýpra mati sem byggir á raunverulegri þekkingu, skilningi og greiningu á samfélagslegum áhrifum.

Ég bið um að þeir sem vita ekki hvað þeir eru að gera í íslenskri pólitík hverfi þaðan, að þeir átti sig á að verk þeirra gera lítið annað en að skaða íslenska þjóð. Og ef til of mikils er ætlast, að viðkomandi í það minnsta umturni hugsunarhætti sínum. Fílabeinsturnar mega falla. Þetta á við um stjórnmálamenn óháð flokki og hagsmunum.

Ég bið um að við lærum eitthvað af reynslunni, þó að sagan segi okkur að staðreyndin sé sú að við lærum ekkert af henni.

Bið ég um mikið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Já, nokkuð mikið! Jólakveðja!

Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er góð og sterk bæn og vona að þú sért á móti ESB. Gleðilega rest.

Valdimar Samúelsson, 25.12.2010 kl. 16:19

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Falleg bæn en óraunhæ, Hrannar.

Jólakveðja og takk fyrir skemmtileg og góð skrif á árinu.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.12.2010 kl. 16:47

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja" ég held að við ættum að hafa það í huga, vegna þess að þeir sem eru búnir að skandalisera og/eða gera mistök eru að reyna að koma því inn hjá fólki að það sé bara leiðinlegt að vera að horfa í baksýnisspegilinn og minnast á það sem miður fór. Auðvitað er óþægilegt fyrir þetta sama fólk að rifjuð sé upp mistök og siðleysi þeirra. En ef við skoðum ekki orsök, játum rangindin og jafnvel förum svo langt að vonast til að fólk iðrist gjörða sinna þá förum við í sama farið. - Sama fólkið verður við stjórnvölinn og hver verður uppskeran af því? Hefur þetta fólk lært? Varla, ef því finnst það ekki hafa gert neitt rangt og kennir öðrum um eigin sekt.

Það þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu og ég tek undir með þér í bæn þinni, vona að sem flestir geri það. Það skaðar a.m.k. ekki.

Gleðilega hátíð!

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Ómar Ingi

Það biðja allir , en engin hlustar, enda engin við.

Ómar Ingi, 25.12.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Megir þú verða bænheyrður Hrannar um þessi jól. Gleðileg jól!

Jón Baldur Lorange, 25.12.2010 kl. 22:54

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Hér flytur þú bæn sem kemur á óvart !

Ekki vegna þess að hún sé án undirstöðu, eða ástæðu, eða tilgangs. Þvert á móti þá er þetta bæn sem öll þjóðin ætti að biðja.

Líklegra er þó að aðeins hugsjónamenn hafi þá löngun í sér og sjái þörfina. 

Með þeim orðum er ég að staðfesta að þú sért hugsjónamaður af jákvæðri tegund. Það er hrós sem ég sendi þér í lok þessa mikla bloggárs !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.12.2010 kl. 00:26

8 identicon

Þetta finnst mér góð bæn og jú þú biður um mikið...en í þessu tilfelli er lítið bara ekki nóg.

Takk fyrir frábæra pistla á liðnu ári. Kem oft við á síðunni þinni og les það sem þú og aðrir skrifa - mér til bæði gagns og gamans. Tek undir með þér í bæninni.

Anna Þóra (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 14:46

9 identicon

Ertu ekki að klikka á rökrænni hugsun með þessu bænatali.

doctore (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 08:50

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar. Gott að heyra hversu sammála við erum í þessari bæn. Þá er bara að tryggja að sem flestir heyri hvað við viljum og skilji af hverju.

Þar sem þetta hefur reynst gerlegt í öðrum löndum, þá tel ég þetta mögulegt.  Spurningin er bara hvernig.

DoctoreE: Það er ekkert órökrétt við að biðja um eitthvað eftirsóknarvert fyrir þjóðina.

Hrannar Baldursson, 27.12.2010 kl. 18:23

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband