Heimilin knúin til að afskrifa 58 milljarða hjá bankastofnunum í dag?

Enn virðist ætlunin að dýpka kreppuna hjá heimilum landsmanna. 33 milljarðar afskrifaðir hjá Íbúðalánasjóði. 25 milljarðar afskrifaðir hjá bönkunum vegna innlánatrygginga.

Hvaðan kemur þessi peningur?

Jú. Almenningur borgar. 

Hvað um skuldug heimili sem kljást við forsendubrest, sum hver í örvæntingu?

Þeim virðist mega blæða út. Þau skulu borga meira á meðan kröfuhafar græða meira.

Hvar er skjaldborgin?


mbl.is Fjáraukalög hækka um 58 milljarða vegna lánastofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara að bíða eftir að mælirinn springi og almenningur hreinlega geri byltingu... moki út úr alþingishúsi og embættismannakerfi, þjóðnýti eitt og annað.
It's the only way

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er eitthvað sem segir að það þurfi að hugsa upp á nýtt hvað bankastofnun er og til hvers hún er yfirleitt. Allur heimurinn virðist vera að springa yfir rányrkju bankanna.

Þeir sem nenna að horfa á Zeitgeist t.d. og jafnvel þó þeir deili í með tveimur nokkrum sinnum, þá hafa þeir nokkuð til sín máls.

Þessi ofurtrú að á fólk komi til með að láta sér nægja að kvarta og verða hneykslað gef ég ekki mikið fyrir lengur.

Rólyndasta fólk er farið að gefa sig hugarfarslega og það er þá sem skapast hættulegt ástand. Það er ekki nóg að hæðast, gera grín og ausa skömmum yfir bófa.

Það eru til tvær sortir af manneskjum. Þær sem trúa á eignaréttinn eins og múslimar á Kóran, og hinir sem vilja sjá lausn.

Ef tölur Zeitgeist eru réttar, þá skulda Ríkisstjórninr og Ríkisbankar einkaaðilum svo gífurlega fjármuni í USA og Evrópu t.d., að það mun aldrei koma sú hagsæld aftur að nokkur leið sé að borga til baka þetta.

Heimurinn er gjaldþrota í risa Monopoly spili sem er í þann vegin að komast á það stig að einn vinnur allt saman.

Pappírspeningastríðið mikla byrjaði með að gull var tekið úr samabndi og þá varð fjandin laus...og þar erum við í dag.

Óskar Arnórsson, 30.11.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Getur einhver útskýrt í hverju þetta felst? Fjáraukalög eru aðferð spilltra stjórnmálamanna til að fá samþykki þingsins fyrir peningum sem búið er að ráðstafa án leyfis frá þinginu. En hér er bara 1 banki á ábyrgð ríkisins, hvers vegna er þá ríkissjóður að afskrifa 25 milljarða vegna ábyrgða bankanna allra? Mér finnst þessi blaðamennska hjá mbl.is forkastanleg. Fréttin svara engum spurningum svo maður er skilinn eftir í lausu lofti að geta í eyðurnar. Gjaldþrot Íbúðalánasjóðs er staðreynd. Af hverju þorir enginn blaðamaður að nefna hlutina réttu nafni? Og á ekki að rannsaka þetta gjaldþrot og fara í skaðabótamál við stjórn og fyrrum forstjóra?  Mér finnst þetta sem verið er að gera í skjóli leyndar og án aðkomu þingsins efni í vantrauststillögu strax! Þetta er ekki sú stjórnsýsla sem hér á að vera samkvæmt stjórnarskránni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.11.2010 kl. 10:51

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Með afskriftum íbúðarlánasjóðs er verið að afskrifa skuldir margra sem fóru illa út úr hruninu, er það ekki?  Er þetta ekki ein af leiðunum til að "koma á móts við heimilin" á löglegan hátt og án þess að það sé gert holt á botn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 17:54

5 identicon

er ekki verið að fleyta reikningnum áfram á almenning í landinu sem þarf að herða ólina enn frekar og horfa upp á fólk missa vinnuna í heilbrigðiskerfinu og borga aðeins meir í skatt?

viðar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband