Valdabrellur eða formgalli?

Að hæstaréttardómarar geti blásið af úrslit lýðræðislegra kosninga vegna formgalla er svipað og ef knattspyrnudómari blési af leik á síðustu mínútu vegna þess að einhver lína á vellinum var skakkt máluð, eða gáfumenni tæki þá ákvörðun að fjall því það skyggði á sólina. Þetta er ekki ósvipað því að jólin yrðu blásin af vegna þess að dómari kemst að þeirri niðurstöðu að jólasveinninn sé ekki til, og að það sé ákveðinn formgalli á jólahaldinu.

Ætlar fólk virkilega að láta bjóða sér svona skrípaleik?

Nú virðist ljóst að frá þessum degi verður hægt að kæra allar kosningar sem fram fara á Íslandi og fáist dómarar sem allir eru á móti kosinni ríkisstjórn, munu þeir hafa vald til að ógilda kosningar þar til vænlegri úrslit koma í ljós.

Er þetta nýjasta trikkið til að halda völdum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...nei, þetta er gamalt trikk til að halda völdum. Nýja "biblían" okkar heitir lög, og við eru farnir að túlka löginn á sama hátt og hryðjuverkamenn gera gjarna við Kóranin þegar þeir afsaka illvirki sín.

Sú stétt sem tók við af valdagráðugum prestum forneskjunnar heita lögfræðingar í dag....

Óskar Arnórsson, 26.1.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: TómasHa

Þetta eru arfa lélegar samlíkingar hjá þér. Það voru ágallar á framkvæmdinni og eina sem hægt er að gera er að framkvæma kosningarnar aftur og þá án vafa. Þú getur alveg kært þær kosningar og ef það er réttmætt er eðlilegt að sama gildi. Menn eiga ekki að komast upp með að halda kosnigar með hangandi hendi, jafnvel þótt frambjóðendur séu margir.

Það var enginn að halda völdum með þessum kærum, menn sáu einfaldlega ágalla á framkvæmd kosninganna og nýttu sinn rétt til þess að kæra. Það er ekkert einsdæmi að menn kæri kosningar, líkt og gerðist seinasta vor (og það þurfti að endurtaka kosningarnar) og svo í Geihamrahrepp þar sem seðlarnir þóttu of þunnir.

TómasHa, 26.1.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Ómar Ingi

Conspiracy Theory hérna bara hehe

Ómar Ingi, 26.1.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nú frekar þunnur samanburður hjá þér Hrannar, en þó má segja að ef einhver lína á fótboltavelli væri ekki á réttum stað, væru væntanlega öll leikúrslit dæmd ómerk á þeim velli.

Það er sama hvaða skoðun menn hafa á niðurstöðu hæstaréttar, hún er endanleg og því fyrr sem menn viðurkenna það, því fyrr geta viðkomandi farið að tjá sig um málið af einhverri skynsemi.

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 03:01

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kom LíÚ eitthvað nálægt þessu máli eða er það bara ég sem er með LÍÚ á heilanum.

Sigurður I B Guðmundsson, 27.1.2011 kl. 20:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara vitað mál að Sjálfstæðisflokkurinn á flesta dómara á sínum snærum í Hæstarétti, og upptalningin sem komið hefur fram um dómara og hvernig þeir tengjast valdakerfi sjálfstæðisflokksins, er ekki hægt að líta framhjá, þeir sem þarna um ræðir hljóta að vera vanhæfir vegna tengsla sinna við Sjálfstæðísflokkinn og þá staðreynd að þeir vilja gera allt til að koma í veg fyrir stjórnlagaþingið.  Þannig er sannleikurinn, en hann má víst ekki segja, því þá er það paranoja.  En þetta stendur samt og langflestir vita af þessu, þó ekki megi ræða það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2011 kl. 20:44

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þvílík mistök af Hæstarétti að aka þetta inn á borð. Var ekki nóg að hafa eftirlitsnefnd sem sá um þetta?

Niðurstaða Hæstaréttar er endanleg, enn ætti ekki að vera það. Það er vafasamt að Hæstiréttur eigi yfirleitt að hafa þau völd sem þeir hafa í dag...

Óskar Arnórsson, 28.1.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband