Af hverju drepur maður mann?

lumet-12angryment

 

"Hvenær drepur maður mann?" spurði höfuðskáld okkar. Við mættum einnig spyrja þessarar spurningar í dag þegar samfélagsmein virðast ætla fólk lifandi að drepa. Getur verið að efnahagslegur þrýstingur, grimmd og skilningsleysi jafnist á við fólskulegar líkamsárásir? Ein gerð árásar ræðst að grundvallarstoðum manneskjunnar í samfélaginu, hin að líkamanum. Hvort tveggja er alvarlegt. Hvort er alvarlegra? Varla stendur okkur á sama?

 

Af hverju drepur maður mann?

Ágæt vefsíða um hversdagssálarfræði svarar þessari spurningu ágætlega. Þar er þvi haldið fram að drápshvötin stafi af átta ólíkum ástæðum:

  1. Fjandskap (innræti)
  2. Bældum persónuleika
  3. Hefnigirni
  4. Upplifun fórnarlambs
  5. Þráhyggju
  6. Ofsóknarbrjálæði
  7. Geðveiki
  8. Illmennsku og reiði

Í síðustu viku heimsótti ég Ísland. Þá ræddi ég við fjölda fólks og spurði marga hvernig fólki litist á ástandið í þjóðfélaginu. Flestir voru frekar myrkir í máli og sögðu það sama. Að ástandið væri slæmt. Allir virtust eiga vini og fjölskyldumeðlimi í fjárhagslegum kröggum. Og margir furðuðu sig á að ekki væri þegar búið að sjóða upp úr. Það hlyti að gerast bráðlega. Þá spurði ég hvað þau hefðu að segja um jákvæðar fréttir frá stjórnvöldum, að allt væri á uppleið og full ástæða til bjartsýni. Svörin voru einatt á þá vegu að þarna væri um að ræða áróður, lygar og bull, sem gerðu bara illt verra.

Ég get alveg trúað því að soðið hafi upp úr hjá einum einstaklingi á mánudaginn var vegna upplifunar viðkomandi á ástandinu, þegar hann réðst á forstjóra lögmannsstofu með eggvopni, og að verði ekki tappað af þrýstingnum sem kraumar undir niðri, er ég hræddur um að þetta geti verið fyrsta af mörgum samskonar málum. Því hafi þetta gerst einu sinni, er mikil hætta á að þetta gerist aftur. Það er einfaldlega fastur liður í áhættumati að spyrja spurningarinnar: "hefur viðkomandi ógn orðið að veruleika á síðasta hálfi ári?" Sé svarið játandi, þá hækkar áhættustuðullinn töluvert og skynsamt fólk sér að eitthvað verður að gera í málinu. Hvort rétt sé að bregðast við með vörnum, eða fara forvarnarleiðina, er nokkuð augljóst atriði fyrir suma, en vefst sjálfsagt fyrir mörgum þeim sem á valdasprotum halda.

Mig grunar að mikill fjöldi Íslendinga upplifi bælingu, og finnist þeir vera fórnarlömb mafíu glæpamanna sem villtu á sér heimildir sem heiðarlegir bankamenn, stjórnmálamenn og útrásarvíkingar fyrir Hrun. Slíkt veldur ólgu sem getur sprungið við ólíkar aðstæður. Þegar einhver er bældur, vill hann geta tjáð sig. Þegar einhver upplifir sig sem fórnarlamb, vill viðkomandi geta kennt einherjum um, og jafnvel hefnt sín. Þannig er bara mannlegt eðli. Sama hvert þjóðernið er. Íslendingar eru líka manneskjur.

Afneitun á ástandinu mun ekkert bæta. 

 

Aðeins um umræðuhefðina á Íslandi: 

 "Höfuðmein pólitískrar umræðu á Íslandi manna á meðal í netheimum er ekki hið svokallaða skítkast – heldur hitt að menn lesa ekki það sem skrifað er og heyra ekki það sem sagt er heldur leyfa sér að lesa milli línanna og ímynda sér hvað liggur að baki orðunum og láta svo eins og þeir hafi lesið eða heyrt sína eigin túlkun." (Pétur Tyrfingsson)

Pólitísk umræða á Íslandi er lítið annað en gjamm og gól. Þetta sjáum við í útsendingum frá Alþingi þar sem þingmenn keppast við að hrópa niður ræðumenn úr öðrum flokkum. Einnig birtist þetta fyrirbæri í umræðuþættinum misvirta Silfri Egils, sífellt þegar stjórnmálamönnum er ætlað að ræða saman. Stundum tekst Agli að halda uppi skynsamlegum samræðum, og þá eru stjórnmálamenn yfirleitt fjarverandi. Þó með undantekningum.

Grundvöllur gagnrýnnar hugsunar er að skilja ekki aðeins eigin málstað, heldur einnig ólík sjónarmið um sama viðfangsefni, óháð því hver er á móti hverjum eða hvaða hagsmunir flækjast inn í málið.

Málsmetandi menn í samfélaginu hafa vogað sér að hafa þá skoðun, og sagt hana, að óánægjan í samfélaginu sé orðin það alvarleg að hún sé farin að brjótast út í ofbeldisverkum. Mér sýnist þeir hafa rétt fyrir sér. Þegar manneskja ræðst á aðra manneskju til að drepa hana, þá hlýtur viðkomandi að hafa ástæðu til, sama hvort viðkomandi eigi við sálræn vandamál að stríða eða ekki. Það er alltaf einhver ástæða, sama hversu klikkuð hún getur verið. Skoðaðu listann ofar í greininni og lestu yfir vefsíðuna sem vísað er í og kynntu þér af hverju fólk drepur fólk.

Í þessu tilfelli hafði skuld láglaunamanns upp á ellefu þúsund krónur stökkbreyst og orðið að áttatíu þúsund króna skuld. Með samningaumleitunum gat skuldin lækkað í fimmtíu þúsund krónur. Þetta getur hæglega verið dropi sem fyllir mælinn hjá manneskju sem hefur átt fjárhagslega erfitt. Það er fátt sem reynir jafnt á sálarlífið og þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því að geta séð fyrir grundvallarþörfum. Ekki veit ég hvort það var tilfellið í þessu dæmi, en get ímyndað mér að það sé ekki fjarri sannleikanum. 

Ég vil taka það sterklega fram, svo það fari ekki framhjá neinum, ég fordæmi alla glæpi, jafnt ofbeldisglæpi á líkamlega sem og fjárhagslega sviðinu. Það er ekkert sem réttlætir morðtilraun, en ég get vel skilið forsendurnar að baki slíku, enda sæmilega lesinn í bókmenntum og hef horft á bíómyndir. Einnig bendi ég þeim sem vilja öðlast frekari skilning á hvernig menn geta drepið menn, að lesa um heimstyrjaldirnar tvær, glæpasögur eftir Arnald, Larsson eða Nesbö, kíkja yfir gögn í réttarmálum, horfa á kvikmyndina "12 Angry Men", eða jafnvel "The Godfather" eða "Goodfellas". Hlustaðu á frásagnir Kúrda sem komust lífs af eftir tilraunir Íraka til þjóðarmorðs. Og þú getur öðlast einhvern skilning á fyrirbærinu, en sjálfsagt aldrei endanlegan. Mörg sambærileg og fróðleg dæmi má finna í Biblíunni, Kóraninum, goðafræði og öðrum bókmenntum.

Manneskja reynir að drepa aðra manneskju þegar hin manneskjan ógnar tilveru viðkomandi á einhvern hátt og af einhverjum ástæðum, annað hvort raunverulegum eða ímynduðum. 

 

Tengiliðir:

Everydaypsychology.com

Grein Péturs Tyrfingssonar

Mynd úr 12 Angry Men


Contraband (2012) ***1/2

Baltasar Kormákur leikstýrir "Contraband" af öryggi sem aðeins hæfustu leikstjórar hafa til að bera. Hann er greinilega leikstjóri leikaranna, því þar er mestan styrk myndarinnar að finna. Eitt atriði á heimsmælikvarða, og gæti talist til eins flottasta...

Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það

Þegar húsnæðislán hækka langt umfram áætlun og lánþegi sér fram á að sífellt meira af tekjum hans fara í afborganir af lánum sem áttu að vera í mun minna hlutfalli, og þegar hann leitar allra hugsanlegra leiða út úr ástandinu en er aðeins boðið upp á...

Ísland í dag, séð utan úr heimi

Hann bloggar: "Heyrðu, ég elska þig." Þau svara: "Þessi öfgafullu hatursummæli verða kærð til siðanefndar háskólans, bæjarstjórnar Akureyrar og Zuckerberg. Í fyrsta lagi vegna þess að þú sýnir augljóst hatur gegn vantrúarfólki með því að tala um ást. Ást...

Hvað er títt, herra forseti?

Nótt eina á Austurvelli vaknaði styttan af Jóni Sigurðssyni til lífs og hélt ræðu yfir sextíu og þremur rónum sem sátu undir stalli hennar og hlustuðu með misjafnlega mikilli athygli og gáfum. "Það er ekki allt Steingrími og Jóhönnu að kenna. Þau hafa...

Skilningsleysi, heimska eða grimmd?

Unglingsstúlka sleppur naumlega undan manni sem hefur haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Hún sparkar í klof hans og hleypur undan. Hann eltir. Hún hleypur út á götu og reynir að stoppa bíla sem þjóta framhjá eins og þeim sé stýrt af vélmennum....

Er í lagi að reka fólk fyrir skoðanir sínar?

Grunnskólakennari á Akureyri bloggar um trúmál og samkynhneigð. Hann heldur því fram á bloggi sínu að samkynhneigð sé synd. Synd er trúarlegt hugtak sem þýðir að eitthvað verk sé illt í augum Guðs. Syndir drepa sálina eða eitthvað slíkt. Þetta er túlkað...

Spotify - gerir ólöglega tónlistardreifingu úrelta

Síðustu misserin hef ég notað Spotify til að hlusta á tónlist. Mér skilst að þessi þjónusta sé ekki til á Íslandi, sem er miður, því allir græða á þessu. Hægt er að finna fullt af góðri tónlist á þessum miðli, og hlusta á hvert lag fimm sinnum ókeypis....

Drive Angry (2011) **

Fantasíusplatterhasarmyndin "Drive Angry" er full af klisjum, slökum leik og samanstendur af frekar þunnum söguþræði, en inniheldur samt nokkra snilldarpunkta, og þeir eru tvennu að þakka. Kvikmyndatökufólkið, tæknimenn og hljóðmenn eru greinilega...

War Horse (2011) ****

"War Horse" er önnur fjölskyldumynd Steven Spielbergs frá árinu 2011. Hin fyrri var "The Adventures of Tintin". Báðar hittu þær beint í mark hjá mér. "War Horse" er í eðli sínu rómantísk fjölskyldumynd um vináttu, tryggð, heiður og ólík gildi. Þrátt...

Gamalkunnur Íslendingur að gera allt vitlaust

Vinnufélagi minn sýndi mér þetta myndband í gær. Hann sagðist hafa sýnt börnum sínum þetta, og að hann væri satt best að segja skíthræddur, og að þetta væri ein stærsta fréttin í heimalandi hans Króatíu. Ég klappaði honum vinalega á öxlina og sagði að...

Chronicle (2012) **1/2

"Chronicle" er allt í lagi mynd en samt erfitt að mæla með henni. Svona ofurhetjumynd séð í gegnum ólíkar myndavélar. Vel gerð. Þrír unglingsstrákar, hinn félagslega virki Steve (Michael B. Jordan), heimspekilegi Matt (Alex Russell) og bældi Andrew (Dane...

Hræðsluáróður og rangsýni gagnvart skuldugum heimilum?

Frá því að ég byrjaði að láta mig varða skuldavanda íslenskra heimila sem magnaður er upp með verðtryggingu hafa tvenn rök stöðugt unnið gegn því að þjóðin standi saman gegn þessum vanda. Annars vegar er það sá hræðsluáróður að ef verðtrygging verður...

Eiríkur Ingi Jóhannsson: takk!

Um viðtalið við Eirík Inga í Kastljósi. Aðdáunarverð frásögn af sorglegum atburði. Takk fyrir gjöfina þína til okkar allra. Frásögn af hugrekki, samkennd og sjálfsbjörgunarhvöt. Ég samhryggist í sorg þinni. Þitt stóra hjarta er innblástur öllum þeim sem...

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar um húsnæðislánþega: "Við eigum með almennum hætti að hjálpa þessu fólki"

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar um húsnæðislánþega: "Við eigum með almennum hætti að hjálpa þessu fólki" Loksins loksins. Eftir að hafa upplifað grafarþögn um vanda lánþega húsnæðisána þeirra sem tóku lánin eftir ágúst 2004, sérstaklega frá...

Mission: Impossible - Ghost Protocol (2011) ****

„Mission: Impossible – Ghost Protocol“ er betri en allar fyrri Mission: Impossible myndirnar. Allt gengur upp í þetta skiptið. Í stað þess að einblína á Tom Cruise eins og gert hefur verið í öllum fyrri myndunum og áhættuleik hans,...

Til hamingju Sjálfstæðisflokkur! Ísland er ykkar!

Til hamingju Sjálfstæðisflokkur! Ísland og Alþingi er þitt á nýjan leik. Fall ríkisstjórnar er óhjákvæmilegt. Stórmeistarafléttan í gær er það magnaðasta sem sést hefur í íslenskri pólitík síðan bakstunguhnífarnir fóru á fullt í Reykjavík fyrir nokkrum...

Hvernig greinum við góða manneskju frá vondri manneskju?

Þetta er spurning sem leitar á mig þennan ágæta laugardag. Það er létt snjólag yfir bænum og friðsemdin er mikil. Önnur vinnuvika ársins hefur liðið hratt og nauðsynlegt að setjast niður, velta hlutunum fyrir sér, og ímynda sér augnablik þar sem tíminn...

Er hægt að tendra ljós í myrkri sál?

"Maður sem ákveður að lifa fyrir sál sína er eins og maður sem kveikir á lampa í myrku húsi. Myrkrið hverfur samstundis. Standir þú við ákvörðun þína mun sál þín skína þessari birtu." - Búddha Hvernig kveikjum við svona ljós? Hvernig vitum við hvenær það...

Hvað er svona merkilegt við réttlæti?

"Hvort viltu efnislegan eða siðferðilegan úrskurð?" Réttlát dómgreind byggir á siðfræði, skynsemi, náttúrulögmálum, trúarbrögðum eða jöfnuði, en ætti sjálfsagt að byggja á sameiningu allra þessara þátta. Þegar brotið er gegn viðteknum reglum, snýst...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband