Hver er munurinn á herskárri gagnrýni og gagnrýnni hugsun?
2.7.2012 | 16:58
Ekki aðeins á þessu bloggi, heldur í umræðum víðs vegar um vefinn, og í samfélaginu, bæði því íslenska og alþjóðlega, virðast tvær ólíkar merkingar vera lagðar í hugtakið gagnrýni. Önnur merkingin virðist líta á gagnrýni sem einhvers konar herskáan íþróttaleik, þar sem einn keppandi eða lið er gegn öðrum keppanda eða öðru liði. Þannig snýst kappræðan um það hver er meira sannfærandi og á endanum verður einhver að vera númer eitt: sigurvegari kappræðunnar. Hin merking gagnrýnihugtaksins, er mér meira hugleikin, en þá er gagnrýnin mikilvægur þáttur í samræðu þar sem sannleika málsins er leitað.
Afskræmi málefnalegrar umræðu á sér stað þegar að minnsta kosti einn aðili í samræðunni er herskár, þar sem þeir sem umræðan er tekin í gíslingu og ekki gefist upp fyrr en aðrir eru komnir á þeirra skoðun, eða gefast upp á að ræða málin á þeirra kappræðuforsendum. Þá telja hinir herskáu gagnrýnendur sig sjálfsagt hafa sigrað í umræðunni, eins og það að geta haldið í sér andanum lengur en hinn geri viðkomandi að fiski. Vandinn er sífellt sá að í slíkri tegund gagnrýni hefur gagnrýnandinn valið sína skoðun og ákveðið að verja hana, frekar en að leita skoðunarinnar með gagnrýnni aðferð. Þannig er kappræðumaðurinn viss um réttmæti eigin skoðunar, en gagnrýni hugsuðurinn er það ekki, og áttar sig á að óvissa getur verið nær sannleikanum en fullvissa.
Herská gagnrýni þarf að vera vel römmuð inn til þess að hún fari ekki úr böndunum. Gagnrýnin hugsun, aftur á móti, gerir út á að rannsaka forsendur hugtaka, fullyrðinga og hugmynda, og finni hún galla, reynir hún að lýsa gallanum af nákvæmni og alúð, og þar að auki reynir hún að finna forsendur gallans og hvort aðrar betri leiðir séu hæfar. Gagnrýnin hugsun er ekki skeytingarlaus gagnvart einum eða neinum, og er nákvæmlega sama hvort hún sé sannfærandi eða ekki, þar sem leiðarljós hennar er að leita sannleikans.
Öfgamenn eiga það sameiginlegt að þeir beita sjaldan gagnrýnni hugsun, því að slík hugsun krefst þess að viðkomandi setji sig í spor annarra aðila, gerir ráð fyrir þeim möguleika að þeir hafi rangt fyrir sér, en í hugum öfgamanna eru alltaf einhverjir andstæðingar á kreiki, og einhverjir áheyrendur, sem þarf að sannfæra um hvor aðilinn hefur réttara fyrir sér. Í það minnsta man ég ekki eftir einu einasta atviki þar sem öfgamaður taldi sig ekki eiga andstæðing eða andstæðinga.
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvað er guðstrú?
26.6.2012 | 10:48
Trúmál og siðferði | Breytt 16.12.2014 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (154)
(Hvernig) veistu það sem þú veist?
17.6.2012 | 21:54
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Hvað tekur við þegar við deyjum?
11.6.2012 | 12:29
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
Er ekkert til sem ferðast hraðar en ljósið?
10.6.2012 | 09:30
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Prometheus (2012) ***1/2
5.6.2012 | 21:22
The Cabin in the Woods (2011) ****
1.6.2012 | 16:19
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Má óska eftir kynningarþáttaröð fyrir forsetaframbjóðendur og kjósendur á RÚV þar sem jafnræðis er gætt?
1.6.2012 | 06:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaðan koma kreppur?
28.5.2012 | 08:17
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Söngvari með rödd?
27.5.2012 | 06:30
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvenær er þjóð fátæk og í eymd?
26.5.2012 | 07:04
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjaldgæf snilld: The Avengers (2012) *****
30.4.2012 | 05:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þú heldur sjálfsagt að þessi grein sé um þig, er það ekki?
29.4.2012 | 10:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver skilur íslenskt réttlæti?
24.4.2012 | 05:01
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Viltu verða milljarðamæringur?
5.4.2012 | 06:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Alltof gott aprílgabb?
2.4.2012 | 20:36
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlaga að tjáningarfrelsinu!
1.4.2012 | 08:20
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
The Hunger Games (2012) ***
26.3.2012 | 19:50
Hvernig liti heimurinn út án trúarlegra bygginga?
25.3.2012 | 08:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Hvað er hamingja, herra Hitchcock?"
21.3.2012 | 17:40
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)