Hver er munurinn á herskárri gagnrýni og gagnrýnni hugsun?

Ekki aðeins á þessu bloggi, heldur í umræðum víðs vegar um vefinn, og í samfélaginu, bæði því íslenska og alþjóðlega, virðast tvær ólíkar merkingar vera lagðar í hugtakið gagnrýni. Önnur merkingin virðist líta á gagnrýni sem einhvers konar herskáan íþróttaleik, þar sem einn keppandi eða lið er gegn öðrum keppanda eða öðru liði. Þannig snýst kappræðan um það hver er meira sannfærandi og á endanum verður einhver að vera númer eitt: sigurvegari kappræðunnar. Hin merking gagnrýnihugtaksins, er mér meira hugleikin, en þá er gagnrýnin mikilvægur þáttur í samræðu þar sem sannleika málsins er leitað.  

Afskræmi málefnalegrar umræðu á sér stað þegar að minnsta kosti einn aðili í samræðunni er herskár, þar sem þeir sem umræðan er tekin í gíslingu og ekki gefist upp fyrr en aðrir eru komnir á þeirra skoðun, eða gefast upp á að ræða málin á þeirra kappræðuforsendum. Þá telja hinir herskáu gagnrýnendur sig sjálfsagt hafa sigrað í umræðunni, eins og það að geta haldið í sér andanum lengur en hinn geri viðkomandi að fiski. Vandinn er sífellt sá að í slíkri tegund gagnrýni hefur gagnrýnandinn valið sína skoðun og ákveðið að verja hana, frekar en að leita skoðunarinnar með gagnrýnni aðferð. Þannig er kappræðumaðurinn viss um réttmæti eigin skoðunar, en gagnrýni hugsuðurinn er það ekki, og áttar sig á að óvissa getur verið nær sannleikanum en fullvissa. 

Herská gagnrýni þarf að vera vel römmuð inn til þess að hún fari ekki úr böndunum. Gagnrýnin hugsun, aftur á móti, gerir út á að rannsaka forsendur hugtaka, fullyrðinga og hugmynda, og finni hún galla, reynir hún að lýsa gallanum af nákvæmni og alúð, og þar að auki reynir hún að finna forsendur gallans og hvort aðrar betri leiðir séu hæfar. Gagnrýnin hugsun er ekki skeytingarlaus gagnvart einum eða neinum, og er nákvæmlega sama hvort hún sé sannfærandi eða ekki, þar sem leiðarljós hennar er að leita sannleikans.

Öfgamenn eiga það sameiginlegt að þeir beita sjaldan gagnrýnni hugsun, því að slík hugsun krefst þess að viðkomandi setji sig í spor annarra aðila, gerir ráð fyrir þeim möguleika að þeir hafi rangt fyrir sér, en í hugum öfgamanna eru alltaf einhverjir andstæðingar á kreiki, og einhverjir áheyrendur, sem þarf að sannfæra um hvor aðilinn hefur réttara fyrir sér. Í það minnsta man ég ekki eftir einu einasta atviki þar sem öfgamaður taldi sig ekki eiga andstæðing eða andstæðinga.


Hvað er guðstrú?

Frá mínu takmarkaða sjónarhorni get ég ekki betur séð en að guðstrú sé val . Ekki allar forsendur eru gefnar í slíku vali, frekar en þegar fyrsta manneskjan ákvað að drekka mjólk. Munurinn er sá að þegar valið hefur verið tekið, þá skekkist dómgreind...

(Hvernig) veistu það sem þú veist?

Þessar vikurnar sit ég með unglingum í skólastofu og ræði með þeim heimspekilegar pælingar með beitingu gagnrýnnar hugsunar. Margt áhugavert hefur komið út úr samræðunum, og þá sérstaklega hvernig þau mynduðu sér skoðun um áreiðanleika upplýsinga. Til að...

Hvað tekur við þegar við deyjum?

en svo deyr mofi; slökknar á heilanum.. og það sama tekur við og áður en mofi fékk sjálfsvitund.. EKKERT, NÚLL, ZERO; Mofi verður dauður, alveg eins og ég og þú og allir hinir... (DoctorE) (sjá athugasemdir við bloggfærsluna: Er ekkert til sem ferðast...

Er ekkert til sem ferðast hraðar en ljósið?

Áhugaverð sú tilhneiging að telja eina kenningu vera rétta þegar önnur kenning stenst ekki. Það rétta er að innan vísindalegrar þekkingar, eða mælanlegrar skynjunar á fiseindum, getur engin eind ferðast hraðar en ljósið. Það þýðir ekki að sú eind geti...

Prometheus (2012) ***1/2

Fyrir utan smá ofleik og lélegan farða frá Guy Pearce og hrúgu af "flötum" persónum, er "Prometheus" snilldarverk. Hún stendur "Alien" og "Aliens" ekki langt að baki, og sjálfsagt smekksatriði hvort hún standi þeim hugsanlega framar. Að minnsta kosti...

The Cabin in the Woods (2011) ****

"The Cabin in the Woods" er stórgóð skemmtun fyrir þá sem hafa einhvern tíma haft gaman af slassermyndum, en það er sú gerð hrollvekja þar sem nokkrum unglingum er safnað saman og þeim síðan slátrað af einhverju skrímsli eða skrímslum. Hér er tekið í...

Má óska eftir kynningarþáttaröð fyrir forsetaframbjóðendur og kjósendur á RÚV þar sem jafnræðis er gætt?

Á þessu stigi veit ég ósköp lítið um forsetaframbjóðendur og val mitt sjálfsagt samkvæmt því. Mér finnst þau ekki fá vettvang til að tjá sig opinberlega á nógu skýran hátt, þar sem þau þyrftu að svara erfiðum og óundirbúnum spurningum, ekki bara frá...

Hvaðan koma kreppur?

Hugsaðu þér hóp 10 krakka sem panta sér eina pizzu. Flestir vilja skipta pizzunni jafnt á milli sín. Hins vegar er einn í hópnum sem er ekki sáttur við að fá bara litla sneið. Hann vill meira. Miklu meira. Og hann sér að hann getur ekki stolið sér stærri...

Söngvari með rödd?

Ég hef verið að velta fyrir mér tengslum mannréttindabrota í Bakú og röddum söngvara í Eurovision söngkeppninni. Rödd snýst nefnilega ekki bara um umgjörð; hversu fallega þú galar og hversu vel þú skreytir þig og sprellar uppi á sviði, heldur fyrst og...

Hvenær er þjóð fátæk og í eymd?

Það sem bætir aðstæður minnihlutans er ekki óþægindi fyrir meirihlutann eða heildina, né á það að bæta lífskjör þeirra sem illa standa að vera álitið ölmusa, heldur starfsemi sem eykur á heilbrigði, heiðarleika og samvinnu samfélagsins. Þegar að minnsta...

Sjaldgæf snilld: The Avengers (2012) *****

Það er ekki oft sem myndir ná fullu skori hjá mér. Minnir að Avatar hafi verið nálægt því. En "The Avangers" slær ekki eina einustu feilnótu, byggir á persónum sem hafa verið á kreiki í marga áratugi, og nær að vera frábær skemmtun. Þetta er ein af...

Þú heldur sjálfsagt að þessi grein sé um þig, er það ekki?

Að ráðast að stjórnmálamanni og auðmanni, Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni, fyrir að halda því fram að síðari ríkisstjórn hafi valdið meiri skaða en sú fyrri, er í raun frekar marklaust, enda samanburðurinn í sjálfu sér ómælanlegur. Báðar ríkisstjórnir hafa...

Hver skilur íslenskt réttlæti?

Fólk sem veldur öðrum miklum skaða, hvort sem er vegna ofbeldis, vanrækslu eða fjárhagsklækja þarf ekki að svara til saka, nema að forminu til. Sé glæpurinn nógu stór er engum refsað. Hafi viðkomandi framið smærri glæp og viðurkennt það er viðkomandi...

Viltu verða milljarðamæringur?

Formúlan er sáraeinföld. Þú þarft græðgi. Þú þarft samviskuleysi. Þú þarft að sjá lífið á sama stigi og dýralíf. Heimspeki og siðfræði henta þér ekki. Slík dýpt er gagnslaus. Eða það heldur þú þar til spilaborgin hefur hrunið. Þú þurftir ekki mikið....

Alltof gott aprílgabb?

Að gefnu tilefni vil ég taka það sérstaklega fram að síðasta færsla mín, "Atlaga að tjáningarfrelsinu!" var aprílgabb. Admin á skákhorni Íslendinga hefur aldrei fjarlægt færslu frá mér, né bannað mig, enda er hegðun mín yfirleitt ágæt nema á 1. apríl. Þá...

Atlaga að tjáningarfrelsinu!

Á Íslandi erum við ekki lengur frjáls til að segja skoðanir okkar. Séu skrif okkar birt í fjölmiðlum eða bloggsíðum, getur þeim verið breytt í pólitískum tilgangi, þannig að meining þín verður öndverð því sem að stendur skrifað. Þetta hef ég upplifað á...

The Hunger Games (2012) ***

"The Hunger Games" gerist í framtíðinni. Í Bandaríkjunum hefur kreppan þróast yfir í borgarastyrjöld sem einhvers konar elítufasistar vinna. Þeir dvelja í litskrúðugri stórborg og virðast flestöll hafa frekar pervískan smekk. Samfélaginu hefur verið...

Hvernig liti heimurinn út án trúarlegra bygginga?

Trúarbrögð koma mér oft á óvart, ekki vegna þess að ég dýrka þau, heldur vegna þess að stundum átta ég mig á að þau varðveita margar af fegurstu hliðum mannssálarinnar, eins og þá að varðveita minningu þeirra sem fallnir eru frá og gefa fólki næði til að...

"Hvað er hamingja, herra Hitchcock?"

"Skýr sjóndeildarhringur - þegar ekkert þvælist fyrir þér, þegar aðeins hlutir sem eru skapandi og ekki eyðileggjandi bíða þín... Ég þoli ekki rifrildi, ég þoli ekki tilfinningar milli fólks - Ég tel hatur vera orkueyðslu, algjörlega gegn framleiðslu. Ég...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband