Getur nokkur manneskja lifað án trúar?

harry_voldemort-pg-horizontal
Voldemort spyr: "Af hverju lifir þú?"
Harry Potter svarar: "Því að ég hef eitthvað til að lifa fyrir."

Ef þú hefur nokkurn tíma spurt sjálfan þig spurningarinnar, "Af hverju lifi ég?" eða "Hver er tilgangur lífs míns?" þá hefurðu vonandi áttað þig á að hlutirnir eru ekki eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera við fyrstu sýn, eða fyrsta hugsaða svar, eða fyrstu tilfinningu eða skoðun sem á þig leitar.

Það hættulega við slíkar spurningar er að svara þeim of fljótt. Annað svarið felst í að fallast á allar skýringar trúarbragða alltof fljótt, hitt svarið felst i að hafna öllum skýringum trúarbragða alltof fljótt. Að festa skoðun eða trú án þess að vita betur er ein helsta uppspretta fordóma sem geta eyðilagt manns eigið líf, og hugsanlega einhverra sem þú umgengst í lífinu líka.

Líf manneskju sem engu trúir er á svipuðu stigi og dýrs, finnur sér engan tilgang, því um leið og hún hefur fundið tilgang, trúir hún. Þannig má í raun segja að þeir sem trúa ekki, hafi engan boðskap að flytja annan en þá skoðun að manneskjur séu ekkert annað en dýr; að hin mannlega sál sé ekki til, sem er að sjálfsögðu trú, og hugsanlega aðeins trú sem getur komið frá mannlegri sál.

Þannig eru þeir sem boða trúleysi trúaðir á að betra sé að trúa ekki. Trúleysi er hugsanlega aðeins verri fordómur en þeirra sem trúa um of, þar sem í það minnsta hafa þeir sem trúa um of einhverja von, hvort sem hún er fölsk eða sönn. Hinir sem engu trúa hafa enga von. 

Af hverju lifir þú?

 

Mynd: Úr kvikmyndinni Harry Potter and the Deathly Hallows, Part II


Eftirvæntingar fyrir kvikmyndaárið 2012

Mig langar að taka saman þær kvikmyndir sem mig hlakkar mest til að sjá á næsta ári. Hámark þrjár myndir á mánuði. Janúar Contraband (2012) Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Mark Wahlberg , Giovanni Ribisi , Kate Beckinsale Ástæða:...

Hver er stefna Richard Dawkins?

Þessi litla pæling varð til þegar í einhverjum athugasemdum við grein gærdagsins, Vantrú án gagnrýnnar hugsunar? var rætt um Richard Dawkins, en hann virðist vera ein af höfuð fyrirmyndum þeirra sem ekki vilja ganga veg trúarbragða. Stofnun Richard...

Vantrú án gagnrýnnar hugsunar?

Miðað við framgöngu talsmanna félagsins Vantrúar síðustu misserin gagnvart heiðvirðu og vel gefnu fólki með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót, er ég farinn að velta fyrir mér hvort að félagarnir séu hvorki raunverulegir...

10 vinsælustu blogg ársins 2011

Þegar kemur að áramótum er við hæfi að líta yfir farinn veg, sjá hvort það hafi snjóað eitthvað í förin, hvort manni hafi tekist að róta upp smá möl, eða horfa vonsvikinn í baksýnisspegilinn á malbik sem virðist ósnertanlegt í sinni harðneskju, og horfa...

1. Ræða úr Metropolis (1927)

"Komið, byggjum turn sem nær til stjarnanna! Og efst á turninn munum við rita orðin: Mikill er heimurinn og Skapari hans! Og mikill er Maðurinn! En hugarnir sem fundu upp Babelturninn gátu ekki byggt hann. Verkið var of mikið. Þannig að þeir réðu hendur...

Gleðilega hátíð!

Gagnrýni getur verið erfitt að meðtaka, en fátt er jafn hressandi og spennandi í daglegu starfi en þegar hugmynd sem þú telur vera góða, er gagnrýnd og tætt sundur og saman þannig að úr verður meistarastykki. Til þess þarf einlægni og hollustu við...

Komast þau upp með þessa fléttu?

Kjararáð úrskurðar tveimur dögum fyrir jól að þingmenn og ráðherrar skuli hækka um 5-15% í launum. Þetta kjararáð var kosið af sömu þingmönnum og ráðherrum 15. júní 2010. Það er tvennt sem mér finnst athugavert við þetta: 1. Kjararáð úrskurðar um kjör...

Hvað einkennir þá sem sem beita ekki gagnrýnni hugsun?

Ég hef því miður orðið var við það viðhorf að það sé einskis virði að hlusta á gagnrýnisraddir, að þeir sem gagnrýni vilji bara finna höggstað á þeim sem verið er að gagnrýna. Þetta viðhorf hefur því miður lengi loðað við stjórnmál, ekki bara á Íslandi...

Undrast þú fálætið þegar kemur að vanda heimila landsins?

Í dag hlustaði ég á Reykjavík síðdegis gegnum netið. Þorgeir Ástvaldsson ræddi þar við hagfræðinginn Guðmund Ólafsson. Þorgeir velti fyrir sér álæti ráðamanna vegna hins stóra vanda heimila landsins, skattpíningu ríkisins, launalækkanir, aðgerðarleysi...

Hefur sá sigrað sem deyr með hæstu upphæðina á bankabókinni?

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér siðferði þeirra sem virðast geta svikið og prettað, grætt gríðarlegar upphæðir á skömmum tíma, og sett sig síðan á stall sem prins veraldarinnar, með bros á vör og hrokafullt augnaráð, bara vegna þess að þeim hefur...

Hvernig væri heimur án trúarbragða?

Ímyndum okkur heim þar sem enginn trúir á Guð, sálarheim handan þessa heims, eða því að lífið hafi æðri tilgang en þann sem hver einstaklingur skapar sér. Trúarbrögð bjóða upp á átakasögur milli hins góða og illa, reyna að móta veginn til hins góða fyrir...

Olía á Drekasvæðinu?

Frétt dagsins í Wall Street Journal er án nokkurs vafa niðurstaða rannsóknar á sýnum frá Drekasvæðinu við Jan Mayen. Niðurstöðurnar gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Fundust þar 250 milljón ára steintegundir, en áður var talið að jarðvegurinn á þessu...

Spurning brjálæðingsins: "Hvað er þetta Guð sem við drápum?"

Inngangur Þessi texti á við þegar spilling virðist hafa fest rætur í íslenskri jörð, og eftir standa tómar kirkjur mammons; bankar og ein harpa sem grafhýsi og minningar um það sem áður var, eða áður virtist vera. Á tímum mesta brjálæðisins, sem...

Realizing Your True Business Value Potential

Út er komin í öllum helstu bókaverslunum heims bókin " Realizing Your True Business Value Potential " en höfundar innihalds eru þau Øystein Ullnaess og Marianne Ericsson. Undirritaður ritstýrði. Øystein hefur skapað hugmynda- og hugbúnaðarkerfinu...

The Adventures of Tintin (2011) ****

"The Adventures of Tintin" er besta ævintýramynd úr smiðju Steven Spielberg síðan "Raiders of the Lost Ark". Mér finnst "Tintin" betri en hinar þrjár Indiana Jones myndirnar, "E.T.", "Jurassic Park" (báðar), "Minority Report" og "War of the Worlds", þó...

Leiða góðar fyrirætlanir okkur til helvítis?

Ég hef ferðast mikið um heiminn. Á þessu ári heimsótt 13 ólík lönd. Alls staðar hitti ég fjöldan allan af góðu fólki. Hef aldrei hitt manneskju sem ég get álitið illa. Kannski afvegaleidda, en ekki illa. Við vitum af miklum minnihluta sem stundar glæpi...

Bylting í hugarfari ráðamanna?

Fátækt, vændi, þrælkun, matvælaskortur og skuldafangelsi virðast vera vandamál sem þrífast á Íslandi í dag. Fáir vilja að slík fyrirbæri vaxi í samfélaginu. Það gerist hins vegar þegar umhverfið og forsendurnar gera það að verkum. Ástæðan sýnist mér afar...

Vinstri stjórnviska: skattar, bönn og höft?

Daginn sem Jóhanna kvað að hennar dagur hafi loksins runnið upp, varð mér ljóst að nú myndi hefjast tímabil skattlagningar og hafta, því það væri það eina sem vinstri stjórnir væru færar um. Af málflutningi vinstri manna síðustu ár var ljóst að...

Af hverju efumst við ekki um ágæti þeirra sem gera okkur illt?

Í gær sagði góður vinur minn mér að hann sé byrjaður að átta sig á hvað bankafurstarnir og stjórnmálaflokkarnir hafi gert íslensku þjóðinni. Hann hafi einfaldlega ekki viljað trúa því. Það tók hann fjögur ár að átta sig. Hann er afburðargreindur,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband