Hvernig er fjármagn að færast frá lánum yfir á fjármagnseigendur?

Þetta er eitt dæmi úr veruleikanum. Þau eru örugglega fleiri.

16. mars 2023 greiddi Íslandsbanki eigendum sínum 12,3 milljarða í arð. Sjá frétt.

Á sama tíma hafa mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum hækkað um rúmar 100.000 af 30 milljón króna lánum og 200.000 af 60 milljón króna lánum. Þessar útborganir virðast fara beint í arðgreiðslurnar. Athugið að nú munu þessar tölur hækka enn meira þar sem stýrivextir eru komnir upp í 7.5% á Íslandi, og verðbólgan mælist yfir 10%. 

Samt eru sumir að græða á ástandinu þó að langflestir séu að tapa miklu.

Af hverju fær þetta að viðgangast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Myndin sýnir skuldir sem hlutfall af eigin fé (eignum að frádregnum skuldum) en ekki heildareignum.

Ef skuldir Íslandsbanka væru meiri en eignir þá væri bankinn ógjaldfær og stjórnvöld því búin að grípa inn í og fyrirskipa slitameðferð á bankanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2023 kl. 16:25

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir leiðréttinguna Guðmundur, breyti færslunni í samræmi við það. :)

Hrannar Baldursson, 23.3.2023 kl. 16:47

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Íslandsbanki greiðir 6.15kr í arð á hlut.  Miðað við að hluturinn kosti 117 kr, er arðgreiðslan u.þ.b. 5.2%.  Það nær að dekka rétt u.þ.b. helmingin af verðbólgu.  Ef hlutabréfin hækka ekki í það minnst um 5% þá er tap af því að eiga hlutabréf í Íslandsbanka, ekki síst þegar litið er til þess að hið opinbera tekur svo ríflega eina krónu og 20 aura af 6.15kr arðgreiðslunni.

Það er því erfitt að sjá að verið sé að flytja peninga til eigenda Íslandsbanka.

Á meðan eru margir (en ekki allir) lántakendur að borga neikvæða raunvexti.

Ef eigið fé banka er t.d. 200 milljarðar í dag (einfaldar tölur) og verðbólga 10%, hvað þarf þá eigið fé bankans að aukast mikið til að það haldi verðgildi sínu?

Arðgreiðslur geta oft verið býsna háar tölur, en það segir ekki nema hluta af sögunni.

G. Tómas Gunnarsson, 24.3.2023 kl. 01:21

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar. 

Þær forsendur sem ég sé, eins einfaldar og þær virðast vera, er að með auknum vöxtum, fer meira inn í sjóð bankans frá lántökum. Þegar þessi sjóður stækkar er hann reiknaður sem innkoma fyrir bankann. Af henni er greiddur arður. 

Vel rekið fyrirtæki getur stækkað, sérstaklega ef rekstur þess er lagfærður. Kannski væri eðlilegra að nota aukinn pening til að greiða upp skuldir, en eins og Guðmundur benti á fyrir ofan, þá sé ég þetta ekkert endilega réttum augum, forsendur mínar geta verið rangar, og ég held að svo hafi verið í þetta skiptið.

Þetta er erfitt mál, og sérstaklega erfitt að sjá þegar forsendur greiðslumats margra þeirra sem tóku húsnæðislán hafa brugðist, hversu hart er rukkað inn, í stað þess að lægja öldurnar, til dæmis með því að fresta arðgreiðslum, sem reyndar gætu orðið til þess að bréfin á hlutabréfamarkaði verði seld af óánægðum hluthöfum. 

Þetta er kannski flóknara mál en það virðist vera í færslunni, en samt er það svo að peningurinn sem fer úr pyngju lánhafa sem ég reikna með að hafi misjafnlega mikið á milli handanna fer í hendur þeirra sem eiga bankann. 

Kannski stóra spurningin sé hvort að réttlátara væri að óverðtryggð lán væru algjörlega óháð verðbólgunni, eins og nafnið gefur til kynna, á meðan þau verðtryggðu haldast háð henni eins og virðist nánast vera lögmál í íslensku hagkerfi?

Hrannar Baldursson, 24.3.2023 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband