Um tilvist okkar

Show a female cowboy wondering while sitting in a pickup car the meaning of life. Photorealism.

Um daginn ræddum við konan mín um tilgang lífsins, og henni var einhvern veginn þannig að orði: “Ég neita að trúa því að við séum bara til, til þess eins að búa til börn og koma þeim á fót.”

Mér finnst afar vænt um þessa pælingu hennar, því hvernig getur verið að við séum í þessum heimi bara til þess að fæðast, éta og drekka, og deyja? Út frá því sjónarhorni er mannkyn ekkert annað en risastór drullupollur.

Sjálfur hef ég fundið heim í þessum heimi, allt það sem gerist í mínum eigin huga, bæði finnst mér áhugavert hvernig hugurinn endurspeglar veröldina og hvernig hann getur stöðugt búið til eitthvað nýtt. Mér finnst fátt skemmtilegra en að velta fyrir mér hvað býr í þessum huga, hvernig hann tengist veruleikanum og síðan gefa öðru fólki einhverja innsýn í hann, hafi það áhuga og vilja til þess.

Það má segja að við fæðumst og deyjum sem lífverur, sem verða að halda sér við með fæði og æti. Það er eins og mörg okkar setji samasemmerki á milli gæði = fæði, og þá getur fæðið verið ýmislegt annað en matur, til dæmis staða í samfélaginu, peningar, alls konar efnislegt ríkidæmi.

Mér verður ansi oft starsýnt á hið andlega ríkidæmi sem tengist traustum böndum hinu siðferðilega ríkidæmi. Ég hef óbilandi trú á að það sé skylda mín að vera besta útgáfan af sjálfum mér, og að leiðin sé að skilja muninn á hvað sé gott og hvað illt, og velja þá dygðir og góða siði sem ég vil rækta með sjálfum mér þannig að þeir endurspeglist í hegðun minni. Ég vil ekki að aðrir velji fyrir mig, því ég trúi ekki að við séum öll eins, þegar kemur að andlegu atferli. Efnislega erum við öll steypt í sama mót, en formið er eitthvað sem við mótum sjálf, ekki bara líkamlega formið, heldur einnig það andlega og siðferðilega. 

Ég elska bækur. Ein ástæðan fyrir því er að þær hafa reynst mér afar ríkt andlegt fæði. Ég get opnað eina af þeim fjölmörgu bókum sem ég hef keypt mér, eftir því í hvernig skapi ég er, lesið eina málsgrein, og það sem gerist er að hugur minn fer á flug, neistaflug. Ég sé hluti sem standa ekki í bókinni, heldur tengingar sem minn eigin hugur gerir við allar þær hugmyndir sem ég hef pælt í og tengir í alla þá reynslu sem ég lent í, og með hverju árinu verða þessar tengingar traustari, dýpri og áhugaverðari. Þar sem hugurinn er svo gríðarlega magnaður væri ég alveg til í að vera til miklu lengur en ég fæ að lifa heilbrigðu lífi.

Ég er ekki einn um það. Trúarbrögð hafa orðið til í kringum þessa hugmynd, að það geti ekki verið að heimurinn okkar sé bara eitthvað efnislegt, að þetta andlega form sem við höfum mótað, að það geti á einhvern hátt lifað af líkama okkar. Og þetta form okkar, sem við köllum sum sálir, er eitthvað sem sum trúarbrögð predika að geti lifað að eilífu, en svo eru aðrir sem telja það háð líkamanum og einfaldlega hverfa þegar tími okkar rennur út.

Sjálfur veit ég ekki svarið við þessari spurningu, en hins vegar veit ég að ekki þætti mér lífið merkilegt ef ég gæti ekki kafað í þessa andlegu vídd og mótað sjálfan mig á einhvern hátt. Það dugar mér að ég sé til í þessu augnabliki, og hafi þessa sýn á veruleikann sem sífellt er í mótun. Ég man þá tíð þegar ég gat ekki einu sinni hugsað heila hugsun. Það var heimspeki og skáldskap að þakka að mér tókst að fá innsýn inn í víddir míns eigin huga. Heimspeki og skáldskapur annarra hafa reynst huga mínum afar góður stökkpallur inn í mína eigin heimspeki og skáldskap, sem mig langar óstjórnlega mikið til að deila með öðru fólki.

 


Um alheiminn

Alheimurinn er allt það sem er til og allt það sem er til er áþreifanlegt með einhverjum hætti, það er hægt að mæla með snertingu, bragði, lykt, sjón eða heyrn. Við manneskjurnar reynum að átta okkur á þessum hlutum og tengja þá saman með rökhugsun...

Um þrjóska leiðtoga

Ég hef búið víða um heim og séð margt. En alltaf kem ég aftur heim til Íslands, enda er þar fólkið sem ég elska, tungumálið sem gerir mér fært að hugsa skýrt og skapandi, og dúndrandi lífskraftur bæði í náttúrunni og menningunni. Ísland er mín orkustöð,...

Um skilning á hugtökum

Ef við veltum því aðeins fyrir okkur, þá er magnað hvernig hugurinn virkar. Við lærum öll þessi hugtök sem geta átt við raunverulega hluti sem eru til, raunverulega hluti sem eru ekki til, og skáldskap sem gæti verið til og skáldskap sem ekki er til....

Um fyrirmyndir og guði

Frá barnæsku gerum við okkur alls konar hugmyndir, eins og hvernig manneskja væri sem væri algóð, fullkomin, vingjarnleg, skemmtileg, elskuleg, falleg og þar fram eftir götunum. Það er eins og allir þessir kostir blandist saman í eina veru sem við síðan...

Um gildismat

Ef við tökum ákvarðanir sem byggja á okkar dýpstu trú og gildum, tryggjum við að hegðun okkar sé samkvæm sjálfri sér og dygðug. Ef við þekkjum okkar eigin gildi gerir það okkur fært að setja okkur markmið í lífinu og forgangsraða þeim þannig að þær...

Um fordóma og skoðanir

Fordómar verða til þegar við myndum okkur skoðun á málum án þess að skoða þau vandlega fyrst. Fjöldi fólks gerir þetta og ekkert er eðlilegra, enda getur það tekið heilmikinn tíma að setja sig inn í sérhvert mál og hugsa það til enda, sérstaklega ef...

Um að vera leiðtogi í eigin lífi

Getur það verið að leiðtogi sé eins og að vera skip sem siglir frá einni höfn til annarrar, fer bestu hugsanlegu sjóleiðina og að maður sjálfur sé áttavitinn sem stýrir því á áfangastað? Rétt eins og áttavitar benda alltaf í norður, í það minnsta fyrir...

Um góðmennsku

Ímyndum okkur að líf okkar sé heimili og hugur okkar garður framan megin og hjarta okkar garður bakdyramegin. Á vorin getum við plantað nýjum fræjum, klippt trén og hreinsað af þeim og reitt arfa, á sumrin vökvum við og sláum blettinn, og á haustin tökum...

Um sannleika og fals

Ímyndum okkur að heimurinn sé eins og púsluspil. Við verjum barnæskunni og miklum hluta ævinnar í að púsla því saman og þegar við loks teljum okkur hafa klárað púslið, tökum við eftir að það vantar eitt púsl. Við leitum út um allt en finnum það ekki....

Um áhrif náms gegn kvíða

Til að sigrast á vandamálum, eins og kvíða, þá krefst það fyrst heiðarlegrar greiningar á hvort vandinn sé huglægur eða efnislegur, og ef hann er huglægur, þá þarftu að leggja á þig vinnu til að leysa málið með öllum þeim huglægu tækjum sem þú hefur...

Um tilurð kvíðans

Kvíði er tilfinning sem við finnum stundum fyrir. Það er eins og dragi fyrir sólu í huga okkar og blóðið í æðum okkar kólni nánast að frostmarki. En er eitthvað ákveðið sem einkennir kvíða? Ef eitthvað eitt umfram annað veldur kvíða, þá er það vilji...

Um verðmæti ákvarðana okkar

Mark Twain sagði eitt sinn að "besta leiðin til að hressa þig við er að reyna að hressa við einhvern annan." (Dagbók Mark Twain, 1910). Einföld ákvörðun, en verðmæt. Það að hella ánægju yfir í heim annarrar manneskju fyllir kannski ekki vasa okkar af...

Um skort á samúð

Einu sinni sagði kær vinkona mín sögu af manni sem hafði safnað miklum auði og áhrifum í gegnum árin. Hún leitaði ráða hans, glímdi við fjárhagserfiðleika og vonaði að hann gæti veitt einhver gáfuleg ráð. Fyrstu viðbrögð hans voru að ráðast í flóknar...

Um óheilbrigða meðvirkni

Óheilbrigð meðvirkni er þegar tvær manneskjur (eða fleiri) reiða of mikið hvor á aðra. Það er þegar hamingja einnar manneskju reiðir of mikið á hamingju hinnar manneskjunnar. Dæmi um þetta eru tveir vinir sem geta ekkert gert í sitthvoru lagi, eða hjón...

Um endalausa ánægju

Við gætum haldið að ánægjan sé góð. Til dæmis ef mér finnst gaman að leika mér í tölvuleikjum, hvað er þá að því að spila stanslaust tölvuleiki, allan liðlangan daginn, eða ef mér finnst eitthvað sælgæti sérstaklega bragðgott, eitthvað sem gefur mér svo...

Um að meta rétt og rangt

Persónulegar skoðanir eru eins og breytingar á veðurfari frá degi til dags. Engar tvær manneskjur halda nákvæmlega sömu skoðun og þar að auki getur ein manneskja skipt um skoðun hvenær sem er. Það sem getur talist æðra skoðunum eru meginreglur. Til dæmis...

Um muninn á skoðun og þekkingu

Ef einhver er sannfærður um eitthvað, þá er hann aðeins að segja skoðun sína og tilfinningu, en er hvorki að tjá þekkingu né staðreynd. Ef einhver segir satt um eitthvað, þá er hann ekki að tjá sannfæringu, heldur aðeins þekkingu og staðreynd. Þegar fólk...

Um hvað er þess virði að íhuga af dýpt?

Sjálfsagt finnum við öll ólík svör við þessari spurningu, "Hvað er þess virði að íhuga af dýpt?", sem verður til þess að við höfum áhuga á gjörólíkum hlutum. Sum okkar hafa kannski bara áhuga á einhverju einu en aðrir á miklu fleiri hlutum. Einhverjir...

Skiptir einhverju máli hvort Guð eða guðir séu til eða ekki?

“Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.” - Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (1948). Tölfræði um Guð, guði og trúarbrögð...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband