Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhorni liðsmanns í KR
29.9.2009 | 18:40

Félagar mínir hjá KR fengu mig til Íslands að keppa með þeim á Íslandsmóti skákfélaga 2009-2010. KR sendir 5 sveitir í keppnina, en ég tefldi á 3. borði í a-sveit félagsins. Liðstjóri sveitarinnar er Einar S. Einarsson. Þessi grein verður svolítið sjálfhverf, enda hverf ég algjörlega inn í heim skákanna sem ég tefli, og utanaðkomandi umhverfi og öfl gleymast nánast algjörlega á meðan klukkan tifar.
Ég var ekki eini liðsmaðurinn sem fenginn var erlendis frá, en Nikolai og Sören Bech sem tefldu á 1. og 2. borði eru báðir danskir skákmenn. Ég tefldi á 3. borði. Aðrir liðsmenn sveitarinnar eru þekkt nöfn úr íslenskri skáksögu og hafa gert skákgarðinn frægan bæði og Íslandi og víða um heim í marga áratugi. Þeir sem þekkja íslenska skáksögu sæmilega ættu að skilja af hverju ég er stoltur af því að keppa með slíkum köppum. Þeir sem tefldu með a-sveit KR eru:
- Nikolai Skousen
- Sören Bech Hansen
- Hrannar Baldursson
- Jón Torfason
- Jóhann Örn Sigurjónsson
- Jón G. Briem
- Gunnar Gunnarsson
- Jón G. Friðjónsson
- Ingimar Jónsson
- Harvey Georgsson

Árangur okkar var ágætur. Við töpuðum engri viðureign þrátt fyrir að hafa keppt við afar sterkar sveitir. Okkur tókst meðal annars að sigra a-sveit Akureyringa, sem höfðu unnið stórsigra í 1. og 2. umferð, sveit sem hefur alla tíð verið í 1. deild. Gylfi Þórhallsson bjargaði Akureyringum frá stórtapi í klassískri skák með því að reynast ótrúlega úrræðagóður í erfiðri stöðu gegn Jóhanni Erni Sigurjónssyni. Akureyringar ættu að reisa Gylfa styttu fyrir þessa skák.
Við gerðum jafntefli við b-sveit Taflfélags Reykjavíkur í fyrstu umferð, en þá tapaði undirritaður fyrir Daða Ómarssyni í baráttuskák þar sem ég slysaðist inn á slóðir sem voru Daða mun kunnugri en mér, fór hundsvekktur heim það kvöldið, kom hungraður til baka næsta dag og vann rest, þá Helga Jónatansson úr a-sveit Reykjanesbæjar með fallegri fórn, Halldór B. Halldórsson eftir langa baráttu þar sem biskup hans var veikari en riddari minn, og Magnús Gíslason frá Skákfélagi Akranes, þar sem hann byggði upp ágæta stöðu en féll á tíma rétt þegar slagurinn var að hefjast. Við töluðum einmitt um það fyrir umferð að keppni á milli ÍA og KR hefðu ávallt verið klassískar og vonuðumst við eftir skemmtilegum skákum. Sú skemmtilegasta var á milli Gunnars Gunnarssonar og Árna Böðvarssonar á 6. borði, en sú skák endaði með jafntefli eftir sviptingar sem jafnast á við Gamlárskvöld 2006.

Að loknum fyrstu 4 umferðunum stöndum við ágætlega, erum í 3. sæti og búnir að fá afar sterka andstæðinga. Mig hlakkar til að koma aftur til Íslands í vor og tefla þær umferðir sem eftir eru.
Á Íslandsmóti skákfélaga er margt um manninn. Fullt af gömlum félögum og vinum, sem og skákmönnum sem maður hefur oft mætt yfir borðinu en ekki tengst neinum vinarböndum, enda skák í sjálfu sér íþrótt þar mestu skiptir baráttuþrek, áhugi, þrautseigja, einbeiting, sköpunargleði, útsjónarsemi, góð undirstöðuþekking á fræðunum og djúp þekking á nýjustu kenningum um byrjanir, og stundum finnst mér eins og ég sé að mæta fornum fjanda sem vill komast inn í sál mína og rústa öllum stöðugleika hennar og trú, að minnsta kosti þar til tekist er í hendur að skák lokinni.
Einar S. Einarsson, liðsstjóri KR sveitanna, tók myndirnar, en fleiri myndir má finna hér.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og Don Hellismafíunnar gerði upp keppnina hér á afar skýran og góðan hátt, eins og við má búast af Gunnari, en Magnús Pálmi Örnólfsson skrifar einnig pistil og hér má lesa hans hlið málsins.
Sama hvað hver segir um skák á Íslandi og íslenska skákmenn, þá er Íslandsmót skákfélaga jól okkar skákmanna sem finnst gaman að hittast og taka nokkrar bröndóttar í góðum félagsskap.
Íþróttir | Breytt 30.9.2009 kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pólitískt röng Biblíusaga: Davíð og Golíat
27.9.2009 | 08:15
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Davíð Wonka og sælgætisverksmiðjan
26.9.2009 | 09:46
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað eiga Davíð Oddsson og Guð sameiginlegt?
25.9.2009 | 09:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Hvaða máli skipta staðreyndir fyrir heildarmyndina?
24.9.2009 | 07:34
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Felst vanþekking okkar í oftrú á eigin þekkingu?
23.9.2009 | 08:19
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Eru trúarbrögð nauðsynleg?
22.9.2009 | 15:11
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (137)
Hvað getur sameinað okkur?
22.9.2009 | 05:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Nei!" ???
19.9.2009 | 08:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af hverju styð ég greiðsluverkfall?
18.9.2009 | 06:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mætti gjöreyða öllum íslenskum fóstrum í móðurkviði ef vilji mæðra væri fyrir hendi?
16.9.2009 | 15:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú verður að sjá hana í bíó, vísindatrylli ársins: District 9
15.9.2009 | 18:50
Landráð af gáleysi framið í nafni persónuverndar?
14.9.2009 | 10:23
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gegnsæi eða gagnsæi?
13.9.2009 | 18:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spillir vald eða leitar spilling í völd?
13.9.2009 | 09:20
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Salaskóli að brillera á Norðurlandamóti í skólaskák!
12.9.2009 | 20:29
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hrós!
10.9.2009 | 09:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru stjórnvöld á villigötum þegar þau gleyma raunverulegri undirstöðu samfélagsins?
8.9.2009 | 05:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hver er munurinn á rannsóknarblaðamanni og bloggara?
7.9.2009 | 06:02
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
VAKNIÐ! Þaggað niður í rannsóknarblaðamönnum bankaráns aldarinnar til að hemja réttláta reiði Íslendinga?
6.9.2009 | 07:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)