"Nei!" ???

 

hrannar_b_arnarsson_jpg_340x600_q95

 

Nafni minn, Hrannar B. Arnarson, ágætur maður og fyrrum minn í skákhreyfingunni, bloggvinur minn og Facebook vinur, sendi Agli Helgasyni furðulegt svarbréf þegar Egill óskaði eftir að fá Jóhönnu Sigurðardóttur í viðtalsþáttinn Silfur Egils, í raun eina þáttinn sem horfandi hefur verið á í sjónvarpi síðustu árin, fyrir utan Spaugstofuna.

Svarið hans við fyrirspurninni var:

"Nei!"

Engin rök. Engin ástæða.

Bara "Nei!"

 

author_icon_11819

 

Þetta þýðir bara eitt, og þetta hefur grafalvarlega þýðingu. Þetta þýðir að forsætisráðuneytið hefur tekið upp andstöðu gegn frjálsri umræðu, rökum og rökstuðningi. Öðruvísi get ég ekki skilið þetta.

Ef enginn rökstuðningur fylgir slíku svari, hvað þá um mikilvægari málefni innan stjórnsýslunnar, á nú einfaldlega bara að ákveða hlutina og segja:

"Af því bara. Ég ræð."

Stjórnkænska sem þessi er ekkert annað en leifturmynd af þeirri valdníðslu sem getur verið í uppsiglingu á næstunni, þar sem ekki verður hlustað á rök - málefnin skipta ekki máli - það verði einungis þeir sem fara með völdin sem hafa völdin og geta notað þau.

Er stríðsástand á Íslandi?

Hvað er eiginlega í gangi?

 

johanna_sigurdardottir_vef

 

Ég virti Jóhönnu fyrir það að gefa sér ekki tíma til að vera stanslaust í fjölmiðlum, en að koma þannig fram við fjölmiðla í nafni aðstoðarmanns síns er ekki bara dónaskapur, heldur læðist að manni sá grunur að um alvarlegan valdahroka sé að ræða, og að stefnt sé á einræði í okkar fátæka ríki.

Betur mætti velja úr einn og einn þátt, eins og Silfur Egils, heldur en að vera stanslaust fyrir framan myndavélarnar. 

Ég er kannski að gera úlfalda úr mýflugu, en verð að viðurkenna að ég hef svolitlar áhyggjur af þessu.

Nei er ekki svar, heldur skipun til hlýðni.

 

782

 

Getum við sett samasemmerki á milli hegðunar Hrannars B. Arnarsonar og Jóhönnu Sigurðardóttur?

 

Myndbandið hér að neðan sýnir af hverju snubbótt "nei" er ekki gagnlegt, og hvernig hægt er að segja "nei" án þess að tapa öllum sínum vinum.

How to say no

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þessi nafni þinn er hann ekki fyrrverandi eðal glæpamaður eða var það einhver annar ?

Ómar Ingi, 19.9.2009 kl. 10:07

2 identicon

Þjóðlífshneykslið.. man einhver eftir því.

Annars tel ég að Jóhanna sé einfaldlega að brenna út.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:55

3 identicon

Er ekki kominn tími til að að þau segi bæði af sér?  Hin svokallaða ,,heilaga'' er gjörsamlega týnd í hlutverki sínu sem forsæta landsins og hennar ,,væng maður'' er ekki trúverðugur og mun aldrei verða! Hann fór mikinn á fésbók sinni nokkrum dögum fyrir kosningar, mærði minnihlutastjórnina (auðvitað, hans hlutverk) fyrir frábæran árangur, allt væri svo bjart framundan, krónan að styrkjast og vextir færu hraðlækkandi! Sumir hafa eflaust keypt fagurgalan a-tarna og stemmt við Samfó í kjörklefanum. Þeir hinir sömu eru kannski að átta sig á því að innnistæðan var engin!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei, no, nej, ei, njet.  Ég held að við getum sett = merki á milli Hrannars B Arnarssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.  Jóhanna þorir ekki að mæta í Silfur Egils og Hrannar veit það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

DoctorE ég er ein af þeim sem lenti í Þjóðlífsmálinu fræga.  Ég gerðist áskrifandi og borgaði ég minn reikning.   Svo mörgum árum seinna kom reikningur með allskonar aföllnum kostnaði, sem betur fer átti ég gamla reikninginn og málið var látið niður falla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:58

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mey skal að morgni lofa !!!!,minn tími mun koma sagði Jóhanna hann kom,en ekkert gerðist nema NEI stórt/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.9.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband