20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 6. sæti: Aliens

Aliens er ein af þessum fáu framhaldsmyndum sem deila má um hvort að séu jafnvel betri en upprunalega myndin. James Cameron leikstýrir af hreinni snilld. Klippingin og tæknibrellurnar eru hreint óaðfinnanlegar. Rétt eins og í The Terminator (1984) tekst Cameron að finna dúndurspennandi takt þar sem maður er límdur við atburðarrásina.

Ellen Ripley (Sigourney Weaver) hefur legið í djúpsvefni í 57 ár þegar rannsóknarskip rekst á geimskip hennar stefnulaust á reiki. Henni er komið til Jarðar og hjúkrað. Hún uppgötvar að dóttir hennar lést, sextug að aldri, og hefur misst starfsréttindin sín sem flugmaður þar sem að hún grandaði Nostromo, skipinu sem geimveran hertók 57 árum áður. Ripley fær vinnu á lager og hefur algjörlega tapað tilganginum í eigin lífi.

Aliens02

Hún segir frá hvernig geimskrímslið drap alla í skipinu. Enginn virðist trúa henni þegar hún segir að þau hafi fundið verurnar á plánetunni LV-426, því að nú er hún byggð og enginn orðið var við nein skrímsli. Samt sendir Carter Burke (Paul Reiser) út könnunarleiðangur að hnitunum sem Ripley gefur upp. Nokkrum dögum síðar slitnar allt samband við plánetuna.

Burke leitar til Ripley og biður hana að fara með herflokki í björgunarleiðangur á plánetuna, til að bjarga þeim sem hugsanlega eru enn á lífi, og til að drepa skrímslin sem eftir eru. Hún samþykkir að fara með, en fær ekki að vita raunverulega ástæðu ferðarinnar.

Sérsveit úrvals hermanna, með kaftein Dwayne Hicks (Michael Biehn) og óbreyttan Hudson (Bill Paxton), ásamt vélmenninu Bishop (Lance Henrikson) og þeim Ripley og Burke, lenda á plánetunni og fljótt kemur í ljós að landnemabyggðin hefur verið lögð í rúst og að geimskrímslin hafa tekið yfir búðirnar.

 

Í stað þess að gera eins og Ripley vill, flýja eins fljótt og mögulegt er og sprengja plánetuna í tætlur, hefur Burke ákveðið að setja upp rannsóknarstofu þar sem skal rannsaka geimverurnar og flytja heim til Jarðar, þar sem að uppgötvanir tengdar þessum verur geta verið dýrmætar og söluvænlegar, sérstaklega þegar hernaður er hafður í huga.

Ripley finnur Newt (Carrie Henn), stúlku sem virðist vera eina eftirlifandi mannvera plánetunnar, en henni hafði tekist að fela sig í loftræstikerfinu. Þegar mörg hundruð geimskrímsli gera árás á herflokkinn tekur Ripley til sinna ráða. Hún byrjar á að bjarga þeim hermönnum sem hægt er að bjarga og ákveður að sprengja plánetuna í loft upp og öll skrímslin með.

Hefst nú kapphlaup við geimverurnar sem verður óþægilega flókið þegar geimverurnar klófesta Newt. En Ripley heldur í humátt á eftir, djúpt í iður jarðar, til að heimta stúlkuna úr helju. Hún hafði þegar tapað eigin dóttur, hún ætlar ekki að tapa þessari líka.

Aliens var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna, meðal annars var Sigourney Weaver tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Aliens var tilnefnd fyrir sviðsetningu, klippingu, frumsamda tónlist og hljóðsetningu, en fékk Óskarinn fyrir bestu tæknibrellur og hljóðbrellur.

Hún hefði líka mátt fá tilnefningu sem besta myndin. 

 

Gagnrýni á ensku um Aliens.

 


 

6. sæti: Aliens

7. sæti: Star Wars

8. sæti: The Matrix

9. sæti: Gattaca

10. sæti: Abre los Ojos

11. sæti: The Thing

12. sæti: Brazil

13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sæti: Back to the Future

15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black


Eru ofurhetjusögur, eins og sagan um The Dark Knight, goð- og hetjusögur nútímans?

Sögur um forna guði, hetjur og skrímsli hafa síðan mannkynið man eftir sér skemmt okkur. Fyrr á öldum sat kannski sögumaðurinn við eld og sagði sögur sem hann hafði erft frá öðrum sögumönnum, og breytti aðeins til að höfða til nýrrar kynslóðar. Þessar...

Er The Dark Knight besta kvikmynd allra tíma?

Internet Movie Database (IMDB) sem er langmest notaða kvikmyndasíðan á netinu er með lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma. The Godfather hefur setið á toppnum í mörg ár, en var tímabundið vikið þaðan á meðan The Lord of the Rings kvikmyndirnar slóu...

Hvort er verðmætara: ferskur líkami eða ferskur hugur?

Ef þú gætir lifað að eilífu með annaðhvort líkama eða huga 30 ára manneskju, hvort myndir þú velja? Þú færð því miður ekki að velja bæði. Og ágætt að taka það fram: líkaminn í þessu dæmi hættir að hrörna eftir sextugt, þannig að þú verður ekki að polli...

Eru til aðstæður þar sem þú vildir geta drepið einhvern með því einu að hugsa það?

Þú hefur fengið vald til að drepa fólk með því einu að hugsa til dauða þeirra, og með því að endurtaka þrisvar: "Bless -fullt nafn-." Viðkomandi myndi deyja eðlilegum dauða sem vonlaust væri að rekja til þín. Myndir þú við einhverjar aðstæður nota þetta...

Af hverju syngur Bubbi ekki sjálfur gegn fátækt?

Af hverju heldur Bubbi ekki sjálfur stórtónleika gegn fátækt og fær einhverja góða tónlistarmenn til liðs við sig, og gefur vinnu sína á tónleikunum og gefur svo út geisladisk í kjölfarið? Í staðinn fengi hann fullt af goodwill, sem má ekki vanmeta....

Hvort heldur þú að sé auðveldara á Íslandi í dag: að vera karlkyns eða kvenkyns?

Hefur þú einhvern tíma óskað þess að vera af hinu kyninu? (Og þá ekki af ástæðum sem hægt er að rekja til kynhvata). Það er hægt að svara með því að smella á könnunina hérna til vinstri, eða með því að ræða málin í athugasemdum. Mynd: National Museum of...

Góð leið til að eignast smá aukapening með Netinu

Það muna kannski margir eftir netbólunni sem sprakk um aldamótin, þegar allir voru að finna leiðir til að hagnast fljótt og auðveldlega á netinu. Það þarf mikla vinnu til, til að slíkt gangi upp. Hins vegar eru til einstaka góð tækifæri á netinu sem...

Ef þér væri boðinn einn milljarður með aðeins einu skilyrði, myndirðu þiggja peninginn?

Skilyrðið: þú verður að flytja úr landi og mátt aldrei stíga aftur fæti á ættjörð þína. Mynd: Newsday

Góð leið til að fá smá aukapening á netinu.

Það muna kannski margir eftir netbólunni sem sprakk um aldamótin, þegar allir voru að finna leiðir til að hagnast fljótt og auðveldlega á netinu. Það þarf mikla vinnu til, til að slíkt gangi upp. Hins vegar eru til einstaka góð tækifæri á netinu sem...

Hellboy II: The Golden Army (2008) ***1/2

Hellboy II: The Golden Army er næstbesta ofurhetjumyndin sem af er sumrinu og mun betri en Hellboy (2004). Persónurnar eru orðnar dýpri en áður, samtölin eru góð og handritið afar vel uppbyggt. Tæknibrellurnar eru með því besta sem sést og jafnvast...

Hvort vildir þú verða heimsmeistari með liði eða sem einstaklingur?

Í hvaða íþrótt langar þig að vera heimsmeistari?

20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 7. sæti: Star Wars

Fyrir löngu síðan, í stjörnukerfi langt langt í burtu... Þannig hefst sagan, rétt eins og Grimms ævintýri. En við fáum miklu meira út úr þessari kvikmynd heldur en einfalt ævintýri. Þó að sögufléttan sé einföld, þá er söguheimurinn margbrotinn og...

Hversu langt ertu til í að ganga til að leiðrétta mistök?

Þú uppgötvar að dásamlega eins árs gamla barnið þitt er ekki þitt eigið, heldur var börnum óvart víxlað á fæðingardeildinni. Mundir þú vilja skipta barninu fyrir þitt rétta barn til að leiðrétta mistökin? Mynd: IMC

Ef lyf hefði verið þróað sem læknar gigtveiki hjá 1% þeirra sem taka það inn, ætti að setja lyfið á markað?

Það er ekki 100% öruggt að lyfið sé skaðlaust öðrum sem taka það. Til dæmis gæti það valdið þunglyndi. Umræður óskast. (Ath. þetta er dæmi, en ekki raunverulegt tilfelli)

Ef þú gætir valið að lifa við fullkomna hamingju í heilt ár, en eftir árið ekki munað neitt, mundir þú velja það?

Ef ekki, af hverju ekki?

The Stand - Complete, Uncut (2001) Stephen King **1/2

Efnavopn í þróun hjá bandaríska hernum losnar úr læðingi og drepur meirihluta mannkyns. Örfáir einstaklingar eru ónæmir fyrir sjúkdómnum, sem annars drepur allar aðrar manneskjur á fáeinum dögum, og líka skepnur sem hafa lifað í nánum samvistum við fólk....

Spurning 3: Ef þú vissir að þú myndir deyja í kvöld án möguleika til að hafa samband við nokkurn mann, hverju myndirðu mest sjá eftir að hafa ekki gert í lífinu?

Af hverju hefurðu ekki þegar framkvæmt þetta? Eitt af því sem mér finnst undarlegt í sambandi við eftirsjá, er að við erum líklegri til að sjá eftir því sem við höfum ekki gert, heldur en því sem við höfum gert í lífinu? Hvað ætli það sé sem heldur aftur...

20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 8. sæti: The Matrix

Í áttunda sætinu yfir bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum er mynd sem gengur upp í alla staða: sagan er frjó og skemmtileg, tæknibrellurnar voru byltingarkenndar, slagsmálaatriðin með því flottasta sem maður hefur séð og pælingar þannig útfærðar að...

Spurning 2: Trúir þú á drauga eða illa anda?

Værir þú til í að dvelja, án félagsskapar, eina nótt í fjarlægu húsi þar sem talið er að sé draugagangur? Út wikipedia : Draugar eru sagðir vera birting manneskju, sem líkist oft í útlit þeirri manneskju, og fyrirfinnst oftast á stöðum sem hún eða hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband