Ef þú gætir valið að lifa við fullkomna hamingju í heilt ár, en eftir árið ekki munað neitt, mundir þú velja það?

Ef ekki, af hverju ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Absolutly NOT

Why , nú af því að af hverju gera eitthvað þegar þú mannst ekkert efitir því.

Waste of time eins og að horfa á THE STAND.

Asanaleg spurning , svona eins og að hafa eina bestu sci Fi kvikmynd í 18 sæti

Ljúfar

PS: DARK KNIGHT er besta mynd ársins.

Ómar Ingi, 8.7.2008 kl. 19:11

2 identicon

Auðvitað mundi ég gera það. Ef þú ert fullkomnlega hamingjusamur í eitt ár er þitt andlega og líkamlega ástand eftir á í það góðu standi að þú býrð vel að því að halda áfram á sömu braut. Getur ekki klikkað.

Takk fyrir

Þórir Halldórsson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:51

3 identicon

Já. Það að muna eftir því mundi ekki skaða heldur því maður myndi líklega leggjast í þunglyndi þegar kaldur hversdagsleikinn heltekur mann aftur eftir svo góðar stundir.

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

Tómt þunglyndi í mönnum hérna

Ef þið munið ekki eftir því , þá er ekki jafnvægi andlega og líkamlega til staðar.

Thats life

Ómar Ingi, 8.7.2008 kl. 20:54

5 identicon

Er á meðan er. Ég man hvort eð er ekkert stundinni lengur, svo gleymskan þarna ætti ekki að koma að sök.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er minnið virkilega varanlegra, mikilvægara og verðmætara en augnablikið, heiðurinn og sjálf mannssálin (sé hún til)?

Málið er að fjöldinn allur af fyrirbærum hefur gildi fyrir okkur hvort sem við munum eftir þeim eða ekki, og þá væri hamingjan held ég eitt af þessum gildum.

Nám er annað slíkt gildi, því við gleymum flestu sem við lærum þo svo að það sitji eftir.

Hrannar Baldursson, 8.7.2008 kl. 21:35

7 identicon

ég með sjúklegt þunglyndi sem hefur sent mig tvisvar inn á geðdeild, ég held að þeir sem í kringum mig væru þetta heila ár myndu sjá mig hamingjusaman, þannig að ég segji já þó ég myndi ekki eftir því þá væri allavega eitt ár í lífi mínu sem vinir mínir sæu mig hamingjusaman, framtíðin eftir það skiptir engu máli.

kári (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:24

8 identicon

Já.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:38

9 identicon

Nei, af því að ef ég myndi ekkert eftir því hvað ég var að bardúsa sem gerði mig svona hamingjusama, þá hefði ég áhyggjur af því að kynni að vera eitthvað sem ég væri ekki sátt við.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:04

10 identicon

E.t.v. væri bara kostur að muna ekki eftir þessu fullkomna ári, lítið varið í plain vanilla eftir það ...

Af hverju er Maximum Overdrive ekki komin á listann, er hún í efsta sætinu ... :)

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:10

11 identicon

Ef ekkert situr eftir, ekki einu sinni minning um minningu. er það þá einhvers virði. Er það ekki einmitt minningin sem gefur hamingjunni gildi. Væri maður annars nokkuð betur settur en gullfiskur. 

Annað. að lifa fullkomna hamingju í eitt ár gerir þá kröfu að þú lifir fullkomnu lífi í sátt við umhverfi þitt og ástvini. Og veitir þá væntanlega fullkomna hamingju sjálfur, í eitt ár.

Yrði maður þá ekki gersamlega óþolandi gagnvart  öllum þeim sem maður hefur umgengist í þetta ár þegar maður verður bara venjulegur breyskur maður aftur,  og minnislaus í ofanálag.

siggi j. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:12

12 identicon

Nei eitt ár án minninga er einu ári of mikið af minni alltof stuttu ævi.

elina (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lif mitt er gott akkúrat núna - Það er ekki öruggt að ég muni eftir neinu eftir að ég dey... say no more

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 18:34

14 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Byggist ekki morgundagurinn að hluta til á reynslu gærdagsins?  Án hennar vantar nokkuð upp á stoðirnar, held ég sem móta grunngildi okkar og áherslur.

Er það ekki þannig með hamingjuna að hún endist mun lengur en augnabilikið sem við upplifum hana? Minningarnar og tilfinningarnar sitja eftir sem krydda framtíðina og við grípum til þegar á móti blæs.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðrún Jóna: Þarna er ég sammála þér. Ég held einmitt að hamingjan sé fyrirbæri eða ástand sem við getum ekki þekkt, þó svo að við séum að upplifa það eða ekki. Það er stór spurning hvað það er sem gefur okkur hamingju, hvort það er eitthvað sem við fáum í hendurnar eða eitthvað sem við þurfum að gera, eitthvað sem við þurfum að upplifa eða einfaldlega hugarfar, eða jafnvel ást?

Gunnar Helgi: Það er kannski ekki öruggt að við munum eftir nokkru þegar við deyjum, en er eitthvað öruggt við hvað verðum um okkur þegar við deyjum? Ef ekkert tekur við, hvað er þá þetta ekkert?

Elína: En hvað ef þér gæfist tækifæri til að öðlast eilíft líf í algleymi? Myndirðu þiggja boðið?

Siggi: Ja, hvort það sé minningin sem gefur hamingjunni gildi eða hamingjan sem gefur minningunni gildi, er ráðgáta sem hver og einn verður víst að svara fyrir sig. Ég myndi veðja á hamingjuna sem verðmætari en minnið, og held reyndar að minnið sé ofmetið fyrirbæri.

Hafliði Sancho: Kannski ég hafi fyllst slíkri hamingju þegar ég horfði á þetta 'meistarastykki' eftir Stephen King að ég bara gleymdi því. Annars nei. Eitt er reyndar ljóst, Maximum Overdrive er mynd sem gleymist seint.

Inga: Ja-há?

Kári: Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni af dýpt. Það getur einmitt vel verið að hamingjan sé eins og sársaukaleysi. Við kunnum ekki að meta hana fyrr en hún er farin því við finnum svo til án hennar.

Hrannar Baldursson, 11.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband