20 bestu bíólögin: 2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001

Mulholland Drive er ein af þessum myndum sem fólk annað hvort hatar eða elskar. Ég er í síðarnefnda hópnum. Rétt eins og Lost Highway er hún svolítið furðuleg, en það er ekki alltaf á hreinu hver aðalpersónan er; hvort að hún sé hún sjálf, einhver sem er að leika hana, eða einhver sem hún er að leika. Síðan birtast atriði í þessari mynd eins og þruma úr heiðskýru lofti, dæmi um eitt slíkt er eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar, sem gerirst um hábjartan dag á ósköp venjulegu kaffihúsi, en rétt eins og Llorando lagið, skiptir þversögnin í atriðun meira máli en atriðið sjálft, svo maður leyfi sér að vera svolítið þversagnakenndur sjálfur.

 

Atriðið á Winkie's (ekki lag):

Llorando er bein þýðing á upprunalegu útgáfu lagsins, Crying, með Roy Orbison. (Glámur leiðréttir mig fari ég með rangt mál). Það er margt merkilegt við þetta lag; í fyrsta lagi er það stórfurðulegt, en rödd söngkonunnar öðlist sjálfstætt líf þegar hún fellur í yfirlið; lagið smellpassar inn í kvikmyndina þar sem að það er jafn þversagnakennt og furðulegt og myndin sjálf, svo er það á spænsku, sem er stór plús fyrir mig. Whistling

Llorando (lagið):

 

2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001

3. sæti,  Come What May - Moulin Rouge!, 2001

4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Sancho númer tvö, Jailhouse Rock!

 Góða skemmtun!


20. vinsælustu lögin - upphitun fyrir silfrið (21. sæti) - My Heart Will Go On - Titanic, 1997 og If I Can Dream með Elvis Presley og Celine Dion

My Heart Will Go On með Celine Dion sló heldur betur í gegn þegar Titanic sökk ekki í bíó um árið. Ég á alltaf eftir að horfa á Titanic aftur, en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar ég sá hana í Háskólabíó um árið. Lagið klikkar samt ekki.  If I Can...

20 bestu bíólögin: 3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001

Bronsið! Christian (Ewan McGregor) er bandarískur rithöfundur í París á því herrans eða frúar ári 1899, og á hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Hópur furðulegra listamanna hvetur hann til að semja söngleik fyrir aðal skemmtistað Parísar á þessu tímabili:...

20 bestu bíólögin: 4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

Woody hefur verið stolið af illum leikfangasafnara sem ætlar að selja hann í einkasafn til Tokyo, en það kemur í ljós að Woody er verðmætur gripur fyrir slíka safnara. Woody leitar eftir flóttaleiðum, enda vill hann fara aftur til eiganda síns, Andy, og...

20 bestu bíólögin: 5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

Jæja, nú er listinn kominn í topp 5 og farið að sjá fyrir endann á þessu. Bara þungavigtarlög eftir. Ghost er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég man enn hvað fólk var hneykslað árið 1990 þegar hún var tilnefndi til Óskarsverðlauna sem besta myndin, heiður...

20 bestu bíólögin: 6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

Pulp Fiction er mögnuð bíómynd. Hún er troðfull af skrýtnum persónum sem allar smellpassa inn í sögur sem fléttað er saman af stakri snilld. John Travolta kom sterkur inn eftir mörg mögur ár, en hann hefur þó ekki verið að gera neitt sérlega glæsilega...

Fjöldamorð og nauðganir í tölvuleikjum

Efni tölvuleikja  Enn einu sinni vakna hugmyndir þegar ég les yfir síðasta pistil bloggvinu minnar Hafrúnar,  Ofbeldisleikir . Þar spyr hún: "Afhverju er verra að nauðga einhverjum í tölvuleik heldur en að drepa heilan her af góðborgurum og það oft á...

20 bestu bíólögin: 7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

Karlmenn eiga erfitt með að viðurkenna að þeir hafi gaman af Dirty Dancing. Á yfirborðinu er hún svolítið kjánaleg. Unglingsstúlka sem kölluð er Baby fer í sumarfrí með foreldrum sínum. Á sumarleyfisstaðnum kemst hún að því að starfsfólkið er frekar...

20 bestu bíólögin: 8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Breakfast at Tiffany's . Þegar ég sá hana fannst mér hún frekar langdregin og leiðinleg, auk þess að alltof margar persónur voru alltof flatar. Samt tókst Audrey Hepburn að vera heillandi sem Holly Golightly, og...

20 bestu bíólögin: 9. sæti, Do Re Mi - The Sound Of Music, 1965

The Sound of Music er ein af þessum myndum sem ég fæ aldrei leið á. Tónlistin finnst mér hreint frábær og sagan góð. Maríu langar til að ganga í klaustur og gerast nunna. Eina vandamálið er að hún er svo gífurlega lífsglöð að hinar nunnurnar hálf...

Feminismi - hættuleg hugsjón eða ágætis hugmynd?

Hér á eftir koma pælingar sem sluppu milli fingra minna eftir að hafa lesið síðustu færslu bloggvinu minnar Hafrúnar, en þar spyr hún um markmið feminismans . Þá fór ég að velta fyrir mér hvað feminisminn væri, og áttaði mig á að ég hef yfirleitt skilið...

20 bestu bíólögin: 10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

Harrison Ford átti árin 1977-1994. Hann festi sig í sessi sem Han Solo í Star Wars árið 1977, gerði Indiana Jones að ódauðlegri kvikmyndahetju og fór inn á James Bond svæðið með hlutverki Jack Ryan. Eftir 1994 fór að halla undan fæti, smellirnir urðu...

You Will Never Walk Alone: Liverpool - A.C. Milan (upphitun fyrir kvöldið)

Ljóst er að leikurinn sem Liverpool og A.C. Milan spiluðu fyrir tveimur árum hefur áunnið sér sess sem klassískur knattspyrnuleikur. Ég hef engan sérstakan áhuga á fótbolta, en ber samt ákveðnar tilfinningar til Liverpool - sérstaklega vegna frábærra...

20 bestu bíólögin: 11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne’s World, 1992

Það er engin djúp ástæða fyrir af hverju mér fannst atriðið í kringum Bohemian Rhapsody í Wayne's World , bæði óborganlega fyndið og gott, nema þá helst vegna þess hversu óborganlega fyndið og gott mér finnst þetta atriði. Sjálfsagt er það lagið fyrst og...

20 bestu bíólögin: 12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

Summer Nights vekur stórskemmtilegar minningar. Ég sá Grease 9 ára gamall í fyrsta sinn og varð strax skotinn í Olivia Newton John, en þorði samt aldrei að viðurkenna það, enda er á þessum aldri frekar ógeðslegt að vera hrifinn af stelpu og ljóst að...

20 bestu bíólögin: 13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969

Paul Newman og Robert Redford léku aðalhlutverkin í tveimur af bestu vinamyndum sem gerðar hafa verið. Önnur þeirra var The Sting , og hin var Butch Cassidy and the Sundance Kid . Kvikmyndaglöggt fólk áttar sig fljótt á hvern Robert Redford lék, enda...

20 bestu bíólögin: 14. sæti, Twist and Shout, Ferris Bueller’s Day Off, 1986

Listinn heldur áfram. Ferris Bueller's Day Off er hin fullkomna gamanmynd, eða næstum því. Ferris Bueller er hæfilega kærulaus drengur sem vill taka sér frí frá skóla í einn dag til þess að draga besta vin sinn upp úr þunglyndi. Þeir bruna í borg á...

Meðmæli: I am Sam (2001) ***1/2

Sam Dawson (Sean Penn) er þroskaskertur og hefur alla tíð verið með snert af einhverfu. Heimilislaus kona svaf hjá honum, eignaðist stúlku og lét sig svo hverfa. Sam elur upp dóttur sína, Lucy Diamond Dawson (Dakota Fanning) með takmarkaðri aðstoð...

20 bestu bíólögin: 15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór...

20 bestu bíólögin: 16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband