9. Óskarsverðlaunin: The Great Ziegfeld (1936) ***

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. The Great Ziegfeld frá 1936 er sú níunda í röðinni.

GreatZiegfeld12

Florenz Ziegfeld Jr. (William Powell) framleiddi fjölmargar skrautlegar Broadway sýningar sem kallaðar voru The Ziegfeld Follies og var ný sýning frumsýnd á hverju ári frá 1907 til 1931 þegar Ziegfeld tapaði aleigu sinni þegar hlutabréfamarkaðurinn hrundi.

GreatZiegfeld06

Kvikmyndin hefst þegar Ziegfeld er að byrja feril sinn með sýningu á sterkasta manni heims. Hans helsta keppinauti, Jack Billings (Frank Morgan) gengur betur við að fjármagna eigin sýningar. Ziegfeld er einstaklega laginn við að tapa öllum sínum eigum á verkefni sem honum finnst spennandi. Hann er nefnilega einstaklega gjafmildur og lifir fyrir að gefa af sér, hvort sem um listrænar sýningar eða fallegi hluti er að ræða. Hins vegar er hann mikill daðrari og stundar það að stela stúlkum frá vini sínum og keppinaut Jack Billings.

GreatZiegfeld15

Ein af stúlkunum sem hann stelur frá vini sínum er hin franska söngstjarna Anna Held (Luise Rainer). Ziegfeld lofar henni gulli og grænum skógum komi hún með honum til Bandaríkjanna. Hann stendur við öll loforðin, þau verða ástfangin og giftast. Hjónaband þeirra líður fyrir of mikla næmi Anna Held og lýkur á dapurlegan hátt, þegar hún fær þá flugu í höfuðið að Ziegfeld haldi framhjá henni.

GreatZiegfeld18

Það er engin spurning að myndin er stórvel leikin, og þá sérstaklega af Luise Rainer í hlutverki hinnar ofurnæmu Anna Held. Í leikaraliðinu glittir í fræg andlit, og eru tvö þeirra sérstaklega eftirminnileg fyrir þá sem hafa gaman af The Wizard of Oz. Frank Morgan sem leikur Jack Billings lék galdrakarlinn sjálfan, og Ray Bolger, sem leikur sjálfan sig er best þekktur sem fuglahræðan úr sömu kvikmynd.

GreatZiegfeld13

Helsti gallinn við myndina er nákvæmlega það sem gerði hana stórfenglega á sínum tíma: dans og söngvaatriðin. Það er gífurlega mikið lagt í þau og eitt atriðið sérlega glæsilegt, þar sem gífurlega stór hringlaga stigi með hundruðum syngjandi og dansandi leikara er sýndur í einni töku frá neðsta þrepi upp í það efsta, og frá því efsta niður í það neðsta. Þetta atriði hefur verið gífurlegt þrekvirki. Eini gallinn við þetta atriði og önnur svipuð er að þau hafa nákvæmlega ekkert gildi fyrir frásögnina; þau eru þarna eins og heimildarmyndir á víð og dreif um þetta annars ágæta drama.

GreatZiegfeld14

Vegna þessa verður The Great Ziegfeld töluvert langdregin, en þó hafa þessi langdregnu atriði ákveðið gildi. Þar sér maður frumlega hugsun Ziegfelds, sérstakan klæðaburð fegurðardísa á sýningum, frábæra samstillingu dansandi og syngjandi listamanna; og þann gífurlega metnað sem Ziegfeld lagði í fegurðina sem hann sá í kvenfólki og hann vildi leyfa sem flestum að njóta.

GreatZiegfeld20

 

Óskarsverðlaun The Great Ziegfeld árið 1937:

 

Sigur: 

Besta kvikmynd 

Besta leikkona í aðalhlutverki: Luise Rainer

Besta leikstjórn dansatriða: Seymour Felix

 

Tilnefningar:

Besti leikstjóri: Robert Z. Leonard

Besta handrit: William Anthony McGuire

Besta listræna stjórnunin: Cedric Gibbons, Eddie Imazu, Edwin B. Willis

Besta myndskeyting: William S. Gray

 

Aðrar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta mynd ársins:

Wings (1928) **** 

The Broadway Melody (1929) *1/2

All Quiet on the Western Front (1930) ****

Cimarron (1931) ***1/2

Grand Hotel (1932) ***

Cavalcade (1933) ***

It Happened One Night (1934) ****

Mutiny on the Bounty (1935) ****

 

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.

Nýtt á DVD: Deja Vu (2006) ***

Hryðjuverk hefur verið framið í New Orleans. Skip var sprengt í loft upp, fórnarlömb yfir 500 talsins. ATF (Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms) fulltrúinn Doug Carlin (Denzel Washington) kemur að rannsókn málsins. Hann er valinn í rannsóknarhóp sem...

Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér, II. hluti

Ég ákvað að skrifa stuttan úrdrátt um þá rithöfunda og ritverk sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég er ekki jafnmikill lestrarhestur og ég er kvikmyndagúrka, en ákvað að henda frá mér nokkrum línum um þessa áhrifavalda í mínu lífi. William Shakespeare...

Ættu Íslendingar þá ekki að láta banna Pathfinder?

  Vissulega eru sögulegar staðreyndir brenglaðar í 300, en ætlunin með þeirri kvikmynd er einfaldlega alls ekki að lýsa sögulegum staðreyndum. Þetta væri svipað og ef Íslendingar reyndu að fá Pathfinder, mynd sem verið er að frumsýna í þessari viku í...

Stórmyndir: Taxi Driver (1976) ***1/2

Travis á við áráttuvandamál að stríða. Hann reynir að leysa það með vinnunni, með því að láta daga og nætur líða á meðan hann keyrir leigubílinn. Stundum eftir vinnu skellir hann sér í bíó, og horfir þá eingöngu á klámmyndir. Hann gerir sér ekki grein...

8. Óskarsverðlaunin: Mutiny on the Bounty (1935) ****

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. Mutiny on the Bounty frá 1935 er sú áttunda í röðinni.   Mutiny on the Bounty fjallar um á höfnina á seglskipinu Bounty sem siglir af stað undir...

Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu

Ég hef verið beðinn um að útskýra fyrir nokkrum notendum á moggablogginu hvernig maður fer að því að setja YouTube myndbönd inn á bloggið. Ég ákvað að búa til sýningu sem gerir þetta ljóst í eitt skipti fyrir öll. Ekki grunaði mig hvað það tæki ógurlega...

Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér - I. þáttur

Ég ákvað að skrifa stuttan úrdrátt um þá rithöfunda og ritverk sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég er ekki jafnmikill lestrarhestur og ég er kvikmyndagúrka, en ákvað að henda frá mér nokkrum línum um þessa áhrifavalda í mínu lífi. Hómer (8. eða 7. öld...

Íþróttakvikmyndir Sanchos: Murderball (2005) - Að sníða stakk eftir vexti

Murderball er íþrótt, meira að segja ólympíuíþrótt. Reglur eru einfaldar, fimm leikmenn í hvoru liði, leikmaður verður að gefa bolta á liðsfélaga innan 10 sek. Öðrum kosti fær hitt liðið boltann, leikmaður með vald á bolta yfir marklínu andstæðinga = 1...

Traustir leikarar í ofurhetjumyndum

Ljóst er að ævintýramyndir um ofurhetjur fara vaxandi í Hollywood. Nú er hver A-leikarinn á eftir öðrum farinn að taka að sér aðalhlutverk í þessum myndum. Þetta þýðir vonandi að þessar myndir verði teknar alvarlega og að takist að dýpka þær á hliðstæðan...

7. Óskarsverðlaunin: It Happened One Night (1934) ****

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. It Happened One Night frá 1934 er sú sjöunda í röðinni.   It Happened One Night fjallar um Ellie Andrews (Claudette Colbert), dóttur...

10 uppáhaldslögum safnað saman á laugardagskvöldi

Í einu hádeginu um daginn var ég að ræða við félaga minn um tónleika. Vinur minn stakk upp á að við skelltum okkur á Rolling Stones í ágúst. Ég er ekki aðdáandi þeirra en var samt nokkuð heitur fyrir því að fara, en vinur minn er mikill aðdáandi þeirra...

Handtaka Kasparovs: Dæmum ekki of fljótt

Myndband 1: AltaVista auglýsing með Kasparov  Kasparov er ein skærasta skákstjarna allra tíma. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem slíkum. En ég held samt að þessi handtaka hafi verið réttlætanleg. Fréttin á mbl.is finnst mér ekki kafa nógu djúpt í...

Húmor: Robot Chicken myndbönd á YouTube.

Varúð. Myndböndin í þessu bloggi eru fyndin og frekar ósmekkleg. Hafirðu ekki kímnigáfu skaltu sleppa því að skoða þetta. Móðgist þú auðveldlega fyrir hönd þeirra fórnarlamba sem gert er grín að á þessum myndböndum, skaltu stinga báðum vísifingrum inn...

Nurse Betty (2000) ***1/2

Nurse Betty er gamanmynd sem inniheldur gróft ofbeldi. Henni mætti helst líkja við Fargo (1996), eftir Coen bræður, þar sem að mannlegri hlýju og húmor er fylgt eftir með kaldrifjuðum morðum og ofbeldisverkum. Betty Sizemore (Renée Zellweger) er þerna á...

Teiknimyndir: Hellboy: Sword of Storms (2006) ***

Hellboy: Sword of Storms er ekki teiknimynd fyrir ung börn. Hún er aðgengilegri fyrir unglinga og eldri áhorfendur. Hellboy teiknimyndasagan hefur náð töluverðum vinsældum, en höfundur hennar, Mike Mignola, notar goðafræði og fornar sögur óspart til að...

Í bíó: Sunshine (2007) *

Sunshine er ein af þessum myndum sem manni ber siðferðileg skylda til að vara við. Hún er vel gerð tæknilega, en þegar kemur að sögu, persónusköpun og viti fellur hún flöt. Í framtíðinni hefur sólin tapað orku. Jörðin verður sífellt kaldari. Reynt hefur...

Um stjörnugjöf fyrir kvikmyndagagnrýni

Stundum fæ ég athugasemdir um hvernig ég gef kvikmyndum einkunnir. Þessari færslu er ætlað að svara því. Einkunnagjöfin er hugsuð þannig: **** Mynd sem mér finnst frábær og uppfyllir fyllilega mínar væntingar, hvort sem um drama eða aðra tegun mynda er...

Vínsmökkunarmyndin: Sideways (2004) ***1/2

Sideways fjallar um tvo vini sem ferðast um vínekrur Kaliforníu til þess að smakka rauðvín, spila golf og hitta konur. Til að vera nákvæmari: Miles (Paul Giamatti) vill spila golf og smakka vín, en Jack (Thomas Haden Church) vill hitta konur og helst...

Systir mín á forsíðu Fréttablaðsins um Internetsjónvarpsstöðina WaveTV

Þegar ég skoðaði forsíðu Fréttablaðsins í dag (Mogginn kom ekki út) fannst mér ég sjá kunnuglegt andlit. Ég lagfærði aðeins gleraugun og pýrði á myndina. Jú! Var þetta ekki systir mín á forsíðunni? Ég var fljótur að sækja símann og hringja í hana, en...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband