9. Óskarsverðlaunin: The Great Ziegfeld (1936) ***
30.4.2007 | 18:52
Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. The Great Ziegfeld frá 1936 er sú níunda í röðinni.
Florenz Ziegfeld Jr. (William Powell) framleiddi fjölmargar skrautlegar Broadway sýningar sem kallaðar voru The Ziegfeld Follies og var ný sýning frumsýnd á hverju ári frá 1907 til 1931 þegar Ziegfeld tapaði aleigu sinni þegar hlutabréfamarkaðurinn hrundi.
Kvikmyndin hefst þegar Ziegfeld er að byrja feril sinn með sýningu á sterkasta manni heims. Hans helsta keppinauti, Jack Billings (Frank Morgan) gengur betur við að fjármagna eigin sýningar. Ziegfeld er einstaklega laginn við að tapa öllum sínum eigum á verkefni sem honum finnst spennandi. Hann er nefnilega einstaklega gjafmildur og lifir fyrir að gefa af sér, hvort sem um listrænar sýningar eða fallegi hluti er að ræða. Hins vegar er hann mikill daðrari og stundar það að stela stúlkum frá vini sínum og keppinaut Jack Billings.
Ein af stúlkunum sem hann stelur frá vini sínum er hin franska söngstjarna Anna Held (Luise Rainer). Ziegfeld lofar henni gulli og grænum skógum komi hún með honum til Bandaríkjanna. Hann stendur við öll loforðin, þau verða ástfangin og giftast. Hjónaband þeirra líður fyrir of mikla næmi Anna Held og lýkur á dapurlegan hátt, þegar hún fær þá flugu í höfuðið að Ziegfeld haldi framhjá henni.
Helsti gallinn við myndina er nákvæmlega það sem gerði hana stórfenglega á sínum tíma: dans og söngvaatriðin. Það er gífurlega mikið lagt í þau og eitt atriðið sérlega glæsilegt, þar sem gífurlega stór hringlaga stigi með hundruðum syngjandi og dansandi leikara er sýndur í einni töku frá neðsta þrepi upp í það efsta, og frá því efsta niður í það neðsta. Þetta atriði hefur verið gífurlegt þrekvirki. Eini gallinn við þetta atriði og önnur svipuð er að þau hafa nákvæmlega ekkert gildi fyrir frásögnina; þau eru þarna eins og heimildarmyndir á víð og dreif um þetta annars ágæta drama.
Vegna þessa verður The Great Ziegfeld töluvert langdregin, en þó hafa þessi langdregnu atriði ákveðið gildi. Þar sér maður frumlega hugsun Ziegfelds, sérstakan klæðaburð fegurðardísa á sýningum, frábæra samstillingu dansandi og syngjandi listamanna; og þann gífurlega metnað sem Ziegfeld lagði í fegurðina sem hann sá í kvenfólki og hann vildi leyfa sem flestum að njóta.
Óskarsverðlaun The Great Ziegfeld árið 1937:
Sigur:
Besta kvikmynd
Besta leikkona í aðalhlutverki: Luise Rainer
Besta leikstjórn dansatriða: Seymour Felix
Tilnefningar:
Besti leikstjóri: Robert Z. Leonard
Besta handrit: William Anthony McGuire
Besta listræna stjórnunin: Cedric Gibbons, Eddie Imazu, Edwin B. Willis
Besta myndskeyting: William S. Gray
Aðrar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta mynd ársins:
Wings (1928) ****
The Broadway Melody (1929) *1/2
All Quiet on the Western Front (1930) ****
Cimarron (1931) ***1/2
Grand Hotel (1932) ***
Cavalcade (1933) ***
It Happened One Night (1934) ****
Mutiny on the Bounty (1935) ****
Nýtt á DVD: Deja Vu (2006) ***
29.4.2007 | 10:58
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér, II. hluti
26.4.2007 | 23:02
Bækur | Breytt 2.5.2007 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ættu Íslendingar þá ekki að láta banna Pathfinder?
24.4.2007 | 12:47
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stórmyndir: Taxi Driver (1976) ***1/2
23.4.2007 | 19:57
8. Óskarsverðlaunin: Mutiny on the Bounty (1935) ****
22.4.2007 | 12:02
Kvikmyndir | Breytt 30.4.2007 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu
20.4.2007 | 23:41
Tölvur og tækni | Breytt 21.4.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér - I. þáttur
19.4.2007 | 23:03
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Traustir leikarar í ofurhetjumyndum
16.4.2007 | 23:34
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7. Óskarsverðlaunin: It Happened One Night (1934) ****
15.4.2007 | 22:25
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10 uppáhaldslögum safnað saman á laugardagskvöldi
15.4.2007 | 03:47
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Handtaka Kasparovs: Dæmum ekki of fljótt
14.4.2007 | 12:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Húmor: Robot Chicken myndbönd á YouTube.
14.4.2007 | 02:06
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nurse Betty (2000) ***1/2
12.4.2007 | 22:47
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Teiknimyndir: Hellboy: Sword of Storms (2006) ***
11.4.2007 | 21:22
Í bíó: Sunshine (2007) *
10.4.2007 | 23:48
Kvikmyndir | Breytt 2.7.2007 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um stjörnugjöf fyrir kvikmyndagagnrýni
9.4.2007 | 18:52
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vínsmökkunarmyndin: Sideways (2004) ***1/2
9.4.2007 | 02:14