Stórmyndir: Taxi Driver (1976) ***1/2

TaxiDriverPoster2

Travis á við áráttuvandamál að stríða. Hann reynir að leysa það með vinnunni, með því að láta daga og nætur líða á meðan hann keyrir leigubílinn. Stundum eftir vinnu skellir hann sér í bíó, og horfir þá eingöngu á klámmyndir. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hvernig hann er orðinn samdauna soranum á götunni.

TaxiDriver13

Taxi Driver fjallar um leigubílstjórann Travis Bickle (Robert DeNiro), en hann þjáist af svefnleysi og virðist hafa orðið fyrir einhverjum geðtruflunum í Víetnam stríðinu. Hann gerir ekkert annað en að keyra um borgina, og vinnur eins lengi og hann hefur orku til. Hann keyrir um öll hverfi New York borgar og verður vitni að öllu því ljótasta sem gerist á götum borgarinnar.

TaxiDriver04

Dag nokkurn gengur gyðjan Betsy (Cybill Shepherd) framhjá honum og inn á kosningaskrifstofu þar sem hún starfar að undirbúningi forsetaframboðs Charles Palantines öldungardeildarþingmanns (Leonard Harris). Við hlið hennar starfar Tom (Albert Brooks) sem hefur meira en lítinn áhuga á henni. Þegar Betsy bendir Tom á að leigubílstjóri fyrir utan skrifstofuna sé að horfa á hana, gengur hann út og ætlar að ná tali af kauða, en Travis gefur þá í botn og keyrir í burtu.

TaxiDriver10

Travis herðir sig síðar upp, gengur inn á kosningaskrifstofuna og býður Betsy með sér á kaffistofu. Hún þyggur boðið og verður strax hrifin af honum. Hún samþykkir síðan að fara með honum í bíó næsta kvöld. En þegar Travis fer með hana á klámmynd, móðgast hún sárlega og kemur sér í burtu.

TaxiDriver17

Öldungardeildarþingmaðurinn Palantine fær far í leigubíl Travis og verður á að spyrja hann hvað það er sem að honum finnst að mætti betur fara í landinu. Travis segist í fyrstu ekki hafa neitt vit á stjórnmálum og ekkert hafa velt málinu fyrir sér, en þegar þingmaðurinn krefur hann svara, segir Travis frá því hvað honum finnst óþolandi hvað allt er skítugt í New York, að það þyrfti að hreinsa til af götunum, losna við allan þennan óþverra.

TaxiDriver11

Eftir þetta hefur Travis eignast nýtt áhugamál. Hann ætlar að taka virkan þátt í að hreinsa til á götunum. Hann áttar sig á hvar hann ætlar að byrja þegar unglingsstúlkan og vændiskonan Iris (Jodie Foster) er dregin út úr bíl hans af hórmangara. Travis verður sér úti um skotvop, kemur sér í gott líkamlegt form og setur markið hátt - að hreinsa götur New York.

TaxiDriver23

Taxi Driver fjallar í raun um einmanaleika og firringu, og hversu ömurlegt og mannskemmandi það getur verið að hrærast í návist ósóma og glæpa.

TaxiDriver26

Robert DeNiro sýnir slíka snilldartakta að ég trúi því ekki ennþá að hann skuli ekki hafa fengið Óskarinn. Einnig er leikstjórn Martin Scorsese með því besta sem maður hefur séð. Ég vil alls ekki gera lítið úr Rocky, sem vann Óskarsverðlaunin þetta árið, en Taxi Driver er mun betri mynd, þrátt fyrir að Rocky sé glæsileg á eigin forsendum.

TaxiDriver38

Það er ekki spurning, ég mæli eindregið með Taxi Driver. Hún er samt ekki fyrir alla. Ofbeldið í einstaka atriðum er algjörlega ófegrað og hryllilegt að horfa upp á það, sem þýðir að þessi annars feykigóða mynd er ekki fyrir alla.

Óskarsverðlaunatilnefningar:

  • Besti leikari í aðalhlutverki: Robert DeNiro
  • Besta leikkona í aukahlutverki: Jodie Foster
  • Besta tónlist: Berndard Hermann
  • Besta kvikmynd
TaxiDriver40

Taxi Driver vann engin Óskarsverðlaun, en Robert DeNiro leikur það magnaða persónu og það vel að óskiljanlegt er hvernig einhver annar gat stolið þessum verðlaunum frá honum, en Peter Finch fékk verðlaunin árið 1977 fyrir hlutverk sitt í Network, en Rocky fékk Óskarinn sem besta kvikmyndin.

Leikstjóri:
Martin Scorsese

Handritshöfundur:
Paul Schrader

Helstu leikarar:
Robert DeNiro
Cybill Shepherd
Peter Boyle
Jodie Foster
Harvey Keitel
Albert Brooks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

DeNiro tapaði þar fyrir látnum manni, en Finch lést skömmu fyrir Óskar.
Stórgóður í Network, en ekki síðri var DeNiro í Taxi Driver

Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 20:25

2 identicon

Hola.

Nú erum við að tala saman. Taxidriver er á topp 5 og verður þar um ókomna framtíð. DeNiro náttúrulega óviðjafnanlegur, Foster frábær miðað við aldur og Harvey Keitel algjör snilld, hefði mátt fá tilnefningu fyrir leik í aukahlutverki. Keitel á að mínu mati gullmola myndarinnar, segir allt sem segja þarf um firringuna sem einkennir persónurnar, "I used to have a pony, on Coney Island. It got hit by a truck" eða klassíkerinn "Well, take it or leave it. If you want to save yourself some money, don't fuck her. Cause you'll be back here every night for some more. Man, she's twelve and a half years old. You never had no pussy like that. You can do anything you want with her. You can cum on her, fuck her in the mouth, fuck her in the ass, cum on her face, man. She get your cock so hard she'll make it explode. But no rough stuff, all right?"

De La Breiðholt hefði nú alveg mátt smella 4 stjörnum á flikkuna, þó svo að það sé ekkert teflt í henni, en þú ert samt snillingur.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:19

3 identicon

Þessi mynd er náttúrulega stórkostleg, DeNiro er stórkostlegur. Ein af mínum topp 10 myndum, en ég á nú eftir að sjá heilan hafsjó.

kv. Oddur Ingi

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ákaflega góð mynd, ein af mínum eftirlætis. Persónusköpunin á Travis er einstök og sönn, hann á sér marga bræður og systur í raunverulegu lífi. Þegar ég var að gera myndina mína Tala úr sér vitið, langaði mig til að láta aðalpersónuna lýsa skoðunum sínum í þoku, því persónan sér ekki hlutina í skýru ljósi. Það kom snilldarþoka (dalalæða) um þetta leyti og við hlupum út, en bölvuð þokan var farin þegar náðst hafði að hóa öllum saman, svo það varð ekkert úr tökunni. Svo var ég að horfa á Leigubílstjórann og þar er eitt atriði þar sem leigubíllinn hans Travis ekur í gegnum gufumökk frá ræsi. Þetta er án efa myndlíking á ástandi Travis, sem átti við dómgreindarbrest að stríða, sá ekki út úr þokunni. Ég hafði ekki kveikt á þessu áður, en þóttist nú skilja hvað filmmakararnir voru að fara.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.4.2007 kl. 14:12

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skemmtilegar athugasemdir! Þó að ég setji Taxi Driver ekki í topp tíu hjá mér - þá er alltaf gaman að sjá hversu dygga aðdáendur hún á. 

Haukur Viðar: Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég vissi ekki um dauða Finch.

Sancho: Þú ert magnaður!

Oddur Ingi: Mér fannst DeNiro einmitt vera þessi kvikmynd - allur annar leikur fölnar í samanburði. 

Hlynur: Ég stefni á að sjá Cul De Sac bráðlega. Hef ekki séð hana enn, en hinar eru klassískar, og þá Al Pacino útgáfan af Scarface, ég hef ekki séð Scarface með Paul Muni og Boris Karloff frá 1932 en hef heyrt að hún sé frábær.

Sigurgeri Orri: Það væri gaman ef hægt væri að nálgast þessa stuttmynd. Ég hef lengi haft gaman af smásögum þínum, alla tíð síðan ég rakst á eina þeirra í FB sem fjallaði um Ófeig (1986). 

Hrannar Baldursson, 26.4.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband