Húmor: Robot Chicken myndbönd á YouTube.

Varúð. Myndböndin í þessu bloggi eru fyndin og frekar ósmekkleg. Hafirðu ekki kímnigáfu skaltu sleppa því að skoða þetta. Móðgist þú auðveldlega fyrir hönd þeirra fórnarlamba sem gert er grín að á þessum myndböndum, skaltu stinga báðum vísifingrum inn fyrir varir; og draga þá síðan hægt í átt að eyrum. Klikkar aldrei. Í boði Robot Chicken.

1. Hér fræðumst við um hina raunverulega ástæðu þess að ráðist var inn í Írak, þar sem að W forseti hefur verið greindur sem mögulegur Jedi riddari. ***1/2


2. Í þessu stutta atriði fær Luke Skywalker alltof mikið af upplýsingum. ****



3. Fróðlegt atriði um fimm einkenni sorgar þegar gíraffi lendir í kviksyndi. ****



4. Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér af hverju einhyrningar, hafmeyjur og drekar dóu út? Útskýringin finnst öll í sögunni um flóðið mikla og örkina hans Nóa. ***

 

5. Hefur þig einhvern tíma langað til að fá svar við hinum eilífu spurningum? Hugsaðu þér bók sem svarar öllum spurningum þínum satt. Hvers myndir þú spyrja? ***1/2



6. Útgáfa Robot Chicken af kvikmyndagagnrýni Roger Ebert: ***1/2



7. Sannleikurinn um Michael Jackson, honum var rænt af geimverum: ***1/2



8. Sjálf Björk Guðmundsdóttir birtist eitt augnablik í þessu myndbandi með sænska kokkinum í aðalhlutverki. Þegar Björk rímar við ork er ekki von á góðu. ***



9. Að lokum, útskýring á því hvernig seinni heimstyrjaldöldin braust út: ***1/2

 

Góða skemmtun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Takk fyrir.

Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 04:08

2 identicon

haha, alveg priceless!

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband