Óskarsverðlaunum lokið

Ég er mjög ánægður með sæta sigra No Country for Old Men. Ég hafði ekki þorað að veðja á að hún yrði valin sem besta mynd ársins, af því að oftast verða þær útundan. Það var bara greinilega engin spurning þetta árið. Frábær kvikmynd sem ljóst er að maður verður að sjá aftur.

Spá mín hitti ekki alveg í mark. Til dæmis giskaði ég rangt á þær konur sem unnu til verðlauna, en mér fannst Tilda Swinton ekki sýna neinn stórleik í Michael Clayton, og hef ekki séð La Vie en Rose um Edith Pfiafh. Annars hafði ég tilfinningu fyrir öllum öðrum myndum sem unnu til verðlauna í þessum 10 flokkum sem ég tók fyrir.


Don Hugur: 60% rétt.

Don Hjarta:  60 % rétt.

Spá: 50% rétt. 

 Sigurvegari
 Don HugurDon HjartaSpá
Besta teiknimyndin
 
Bestu tæknibrellurnar     
Besta frumsamda handrit
    
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni     
Besta leikkona í aukahlutverki
    
Besti leikari í aukahlutverki
    
Besta leikkona í aðalhlutverki
    
Besti leikari í aðalhlutverki    
Besta leikstjórn

  
 Besta kvikmynd
    


80. Óskarsverðlaunin: Spáð í spilin

Þá er komið að Óskarsverðlaunadeginum og að spá í spilin. Ég geri mér fulla grein að vonlaust er að vita hvað fólkið er að pæla sem gefur atkvæði, en oft held ég að verðlaunin fái sú mynd sem hefur verið best markaðssett af framleiðendum. Ég held að...

Atonement (2007) **1/2

Hin þrettán ára Briony Tallis (Saoirse Ronan) verður vitni að atburðum sem hún misskilur svo hrikalega að vitnisburður hennar eyðileggur fjölmörg líf. Hún heldur að Robbie Turner (James McAvoy) hafi nauðgað frænku hennar, vegna þess að hún hafði lesið...

Indiana Jones rænir örkinni aftur

Þá er farið að styttast í Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (hrykalegur titill) og fyrsta sýnishornið komið. Það sýnir okkur Indiana Jones (Harrison Ford) ræna örkinni úr Raiders of the Lost Arc úr bandarísku vöruhúsi, og Cate Blanchett...

Rambo (2008) ****

Sarah Miller (Julie Benz) og unnusti hennar Michael Burnett (Paul Schulze) eru á leið til Búrma í átta manna hóp sem boðberar kristinnar trúar. Þau hafa heyrt af gereyðingu þjóðarbrota sem eiga sér stað og vilja koma einhverju góðu til leiðar með því að...

No Country for Old Men (2007) ****

Lögreglustjóri í Texas, Ed Tom Bell (Tommy Lee Jones), fær inn á borð til sín ljótt mál, þar sem fíkniefnasmygl og fjöldamorð koma við sögu. Hann kemst að því að fyrrum hermaður úr Víetnam stríðinu, Llewelyn Moss (Josh Brolin), hefur fundið nokkrar...

The Man from Earth (2007) ***1/2

Hefði ég séð þessi mynd áður en ég byrjaði á greinum mínum um 20 bestu vísindaskáldsögurnar, hefði The Man from Earth komist á þann lista. Hún er ein af bestu tímaflakksmyndum sem ég hef séð, þrátt fyrir að hún hafi verið hræódýr í framleiðslu og líti út...

Tollurinn: með okkur eða á móti?

Það er ánægjulegt þegar svona fréttir berast, að þýfi hafi verið stöðvað á leið frá Íslandi af tolli og lögreglu. Þetta er það sem tollurinn á að einbeita sér að: að uppræta glæpi. Ekki ofsækja túrista. Til hamingju tollur! En... Á síðustu misserum hef...

Er Hillary Clinton sætasta stelpan á ballinu?

Eftir að hafa tekið skoðanakönnunina Select a Candidate 2008 kemur í ljós að í skoðunum á ég mesta samleið með Hillary Clinton, en þeir Barack Obama og Mike Gravel fylgja fast á eftir. En hver er eiginlega þessi Mike Gravel, sem virðist eiga fullt...

3:10 to Yuma (2007) ****

Dan Evans (Christian Bale) er bláfátækur nautgripabóndi sem er við það að fara á hausinn vegna mikilla þurrka. Hann skuldar 200 dollara en getur ekki borgað á réttum tíma. Hollander (Lennie Loftin) lánaði Evans peninginn upphaflega, en hefur meiri áhuga...

3:10 to Yuma (1957) ****

3:10 to Yuma (1957) **** Ben Wade (Glenn Ford) og glæpaflokkur hans ræna gullsendingu frá herra Butterfield (Robert Emhardt) og til að stoppa vagn hans nota þeir nautgripi frá bónda í nágrenninu. Þessi bóndi, Dan Evans (Van Heflin) verður vitni að ráninu...

Ned Kelly (2003) ***

Ned Kelly (Heath Ledger) er bóndasonur í Ástralíu af írskum uppruna. Hann er handtekinn fyrir að stela hesti sem hann stal ekki, og fyrir að lemja lögreglumann sem skaut að honum af engu tilefni. Fyrir þetta þarf Kelly að dúsa þrjú ár í fangelsi. Þegar...

Skipta trúarbrögð einhverju máli?

Í dag var ég gagnrýndur fyrir að efast um nokkuð sem ég gat ekki vitað. Mér finnst sjálfsagt að efast um hluti sem ég veit að ég þekki ekki. Þetta á sérstaklega við um hluti sem hægt er að sanna eða afsanna með sönnunargögnum. Þegar kemur að stærri...

TMNT (Teenage Mutant Ninja Turtles) 2007 *1/2

Stökkbreyttu unglinganinjaskjaldbökurnar birtast loks aftur á tjaldinu eftir langa fjarveru. Skjaldbökurnar hafa elst lítið eitt frá því að síðasta mynd í bálknum kom út árið 1993 (Teenage Mutant Ninja Turtles III). Þær hefðu mín vegna mátt hvíla nokkra...

Brengluð tilfinning fyrir íslenskri tungu: Hlakkar mig til eða hlakka ég til?

Sumum orðasamböndum botna ég alls ekkert í. Eitt þeirra er tengt þeirri stífu stefnu að fólk verði að segja: "Ég hlakka til" en að bannað sé að segja "Mig hlakkar til." Ég hef þá tilfinningu að orðanotkunin "Mig hlakkar til einhvers" sé rétt og að "Ég...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband