Indiana Jones rænir örkinni aftur

Þá er farið að styttast í Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (hrykalegur titill) og fyrsta sýnishornið komið. Það sýnir okkur Indiana Jones (Harrison Ford) ræna örkinni úr Raiders of the Lost Arc úr bandarísku vöruhúsi, og Cate Blanchett (fær líklega Óskarinn fyrir I'm Not There) sem svarthærðan rússneskan njósnara. Einnig má sjá Ray Winstone (Beowulf | The Proposition) bregða fyrir og þeim sem fær líklega hattinn eftir þessa mynd, ungstjörnunni Shia LaBeouf (Transformers | Disturbia) .

Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til hjá Harrison Ford. Nýlega hefur bæði Bruce Willis (Live Free or Die Hard) og Sylvester Stone (Rocky Balboa | Rambo) tekist að endurvekja eigin ferla á sextugsaldri. Nú er vonandi komið að Fordinum að slá í gegn einu sinni enn, og leika svo kannski Han Solo úr Star Wars einu sinni enn. Mér líst ágætlega á þetta sýnishorn, en samt nokkuð ljóst að Spielberg er ekki að rembast við frumleika í þetta skiptið. 

Ætlar þú að sjá Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull í bíó?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það ætla ég sko að gera ekki spurning, elska þessar myndir melð honum. Svo sá ég í blöðunum að þeir eru að gefa út playmo Inidiana Jones og svei mér þá ef mig langar ekki í þá, svo mikið barn ennþá.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á bloggið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Að sjálfsögðu verður maður að sjá þessa mynd í kvikmyndahúsi.

Halldór Sigurðsson, 16.2.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég hafði hugsað mér það og hlakka mikið til.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Linda

Jáhá ekki spurning, ég elska þessar myndir og mun kaupa allt safnið þegar þessi er komin inn í það.  !!!spennó

Linda, 16.2.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Ómar Ingi

Hvernig fannst þér svo trailerinn Hrannar ?

Ómar Ingi, 16.2.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Það er eitthvað skrítið að sjá aldraðan manninn sveifla sér í svipunni og lumbrandi á manni og öðrum, vinstri og hægri, eitthvað hálf ósannfærandi, en algjör skyldubíóferð. Búinn að bíða lengi.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 18:11

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Greinilegt að Indy á sína traustu aðdáendur. Ómar, mér fannst trailerinn fyrst þegar ég sá hann frekar slappur, varð fyrir vonbrigðum yfir því að Spielberg ætlar greinilega ekki að gera neitt frumlegt í þessari mynd, eins og að blanda saman ævintýrastílnum sem hann hefur þróað og hinum grafalvarlega stíl, eins og í Munich, Schindler's List og Saving Private Ryan. Þegar ég var búinn að sætta mig við að þetta ætti að vera létt gamanmynd eins og National Treasure, þá var ég nokkuð fljótur að sættast við þetta, - en ég á bágt með að trúa að hér sé einhver snilld á ferð. Gaman samt að fá Indy aftur.

Hrannar Baldursson, 16.2.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir þetta er nefnilega 100% sammála þér í þessu efni.

En Atonement 2 og hálf er skandall SKANDALL

Ómar Ingi, 17.2.2008 kl. 13:38

10 identicon

Hvar sérðu að hann steli örkinni aftur? Það hlýtur að leynast meira í háleynilegri vöruskemmu bandaríkjanna.

nei (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:01

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: af hverju er 2 og hálf skandall fyrir Atonement? Finnst þér þetta of há einkunn?

nei: Ég sé ekki hvar hann stelur örkinni, en þetta á greinilega að vera sama vöruskemma og örkin var í þegar Raiders of the Lost Arc endaði. Ég giska á að þetta sé gert til að tengja saman fyrstu myndina og þá nýjustu. Hluti af því að búa til kunnuglegt andrúmsloft - og svo má auðvitað nota örkina aftur, hún er svakalegur karakter í sjálfri sér.

Hrannar Baldursson, 17.2.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband