Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 15. sćti: Serenity
29.11.2007 | 23:35
Nú er komiđ ađ myndum sem ná fulli húsi hjá mér, en ţćr hafa allar ţrennt sameiginlegt: ţćr komu mér á óvart, mér fannst ţćr skemmtilegar og ég nenni ađ horfa á ţćr aftur og aftur. Nú er komiđ ađ Serenity, kvikmynd sem byggđ var á sjónvarpsţáttunum Firefly sem FOX sjónvarpsstöđin var fljót ađ taka af dagskrá. Ţađ var alls ekki gćđanna vegna, enda sjaldséđ jafn vandađ efni. Aftur á móti eru til samsćriskenningar um ađ persónurnar í ţáttunum hafi fariđ ansi frjálslega međ hugmyndir sínar um frelsi, og hefđi í raun veriđ hćgt ađ skilgreina sem hryđjuverkamenn, enda sumar ađalhetjanna međ heldur vafasama og pólitísk ranga siđferđiskennd. Ég mćli ekki ađeins međ Serenity, heldur einnig međ sjónvarpsţáttunum sem hćgt er ađ eignast á DVD.
Ţess má geta ađ Firefly á gífurlega traustan ađdáendahóp sem má frćđast lítillega um á myndbandinu hér fyrir neđan, og eru ţessir ađdáendur kalliđir "Browncoats" eđa brúnfrakkar, en ţađ eru fyrrverandi uppreisnarmenn gegn illa heimsveldinu í heimi Serenity kallađir.
Serenity (2005) ****
Mel (Nathan Fillion) er skipstjórinn á Serenity. Ţađ er ţrennt sem hann metur mest í lífinu, geimskipiđ Serenity, áhöfnina og eigiđ líf. Hann hefur siđferđilega fótfestu á viđ jó-jó, ţykist vera algjörlega siđlaus, uppreisnarmađur sem skýtur fyrst, bankarćningi, málaliđi og smyglari. Samt má hann ekkert aumt sjá.
Áhöfn hans er full af eftirminnilegum persónum. Ţar fer fremstur stýrimađurinn Wash (Alan Tudyk) sem flýgur Serenity eins og laufi í vindi. Zoe (Gina Torres) er harđsnúin fyrrverandi uppreisnarmađur og eiginkona Wash. Kaylee (Jewel State) er vélstjórinn sem verđur ástfangin af dularfulla lćkninum Simon (Sean Maher), en hann hugsar um ekkert annađ en ađ vernda River (Summer Glau) systur sína sem hefur veriđ notuđ sem tilraunadýr hjá ríkisstjórninni, en hún getur međal annars lesiđ hugsanir og barist eins og brúđurin í Kill Bill. Vćndiskonan Inara (Morena Baccarin) er konan sem Mal ţráir. Skrautlegastur allra er ţó Jayne (Adam Baldwin), málaliđi sem hefur ađeins einn forgang, peninga fyrir sjálfan sig.
Ríkisstjórnin hefur sent stóískan mannaveiđara (Chiwetel Ejiofor) til ađ hafa hendur í hári River, en hún hefur veriđ í nálćgđ helstu ráđamanna. Ţar sem hún getur lesiđ hugsanir er aldrei ađ vita hvađ hún veit. Til ađ halda ţessu leyndarmáli leyndu vill ríkisstjórnin allt gera til ađ koma River fyrir kattarnef.
Ţegar ríkiđ hefur lagt gildru fyrir Mal til ađ ná River og drepa alla ţá sem vitađ er til ađ gćtu hjálpađ áhöfninni á Serenity, grípur Mal örţrifaráđa. Eina leiđin út úr ţessari hnappheldu er ađ hjálpa River. Geimkúrekarnir á Serinity ţurfa einnig ađ berjast viđ illar geimverur sem kallađar eru Rifarar, en ţćr rífa lifandi fólk í sig. River veit af hverju.
Serenity er óbein gagnrýni á notkun geđlyfja til ađ halda óvenju órólegu fólki rólegu, rétt eins og ţeir sem dćla rítalín í börnin sín. Ríkiđ ákveđur ađ gefa öllum íbúum plánetu nokkurrar lyf, sem á ađ róa ţađ niđur, og gerir ţađ ađ mestu. Uppreisnarmađurinn Mal sér strax illskuna sem felst í ađ stjórna hegđun fólks á ţennan hátt og segir:
"I aim to misbehave".
Serenity er fyrsta kvikmyndin sem Joss Whedon leikstýrir í fullri lengd, en hann skrifar einnig handritiđ. Ţar fer magnađur listamađur. Hann skapađi áđur vampírubanann Buffy og ţá frábćru sjónvarpsţćtti sem fjölluđu um hana og hennar félaga, en betur skrifađ sjónvarpsefni hef ég ekki séđ. Einnig sá hann ađ hluta um Angel, ţćtti sem fylgdu einni af persónunum úr Buffy inn í ađra borg. Ţar á eftir gerđi hann ţćttina Firefly, sem fjalla um áhöfn Serenity, rétt eins og myndin, međ sömu leikurum. En af einhverjum ástćđum var taumunum kippt úr höndum hans og hćtt var viđ ţćttina á miđju fyrsta tímabili, sem var bćđi mikiđ áfall fyrir hann og leikarana, enda međ hreint frábćran efniviđ í höndunum. Framleiđendur virđast bara ekki skilja ţann fjársjóđ sem Joss Whedon og sköpunargáfa hans er. Hann er kannski óţćgilegur gaur međ sérţarfir, en ţannig eru snillingar, óferjandi og óalanda, en óborganlegir.
Serenity er klassísk vísindaskáldsaga sem á vonandi eftir ađ vinna sér traustan sess sem ein af ţeim bestu, enda einstaklega spennandi, fyndin, vel gerđ og skemmtileg í alla stađi.
Myndband um bakgrunn Serenity:
Sýnishorn úr Serenity:
Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum:
15. sćti: Serenity
16. sćti: Predator
17. sćti: Terminator 2: Judment Day
18. sćti: Blade Runner
19. sćti: Total Recall
20. sćti: Pitch Black
Ratatouille (2007) ***
26.11.2007 | 21:28
Beowulf (2007) ****
25.11.2007 | 12:30
Er Kasparov fórnarlamb einveldistilburđa Pútíns eđa er hann bara sérvitringur međ lausa skrúfu?
24.11.2007 | 22:57
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ţekkir ţú muninn á fordómum og ţekkingu?
17.11.2007 | 13:52
Heimspeki | Breytt 18.11.2007 kl. 00:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Hver vill losna viđ eigin fordóma og fyrirfram mótađar hugmyndir?
16.11.2007 | 01:44
Inland Empire (2006) *1/2
14.11.2007 | 23:09
Predator 2 (1990) **
13.11.2007 | 21:54
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 16. sćti: Predator
12.11.2007 | 21:32
Kvikmyndir | Breytt 13.11.2007 kl. 19:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 18. sćti: Blade Runner
6.11.2007 | 22:35
Kvikmyndir | Breytt 8.11.2007 kl. 16:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
The Manchurian Candidate (1962) ****
6.11.2007 | 01:01
Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 19. sćti: Total Recall
4.11.2007 | 23:04
Kvikmyndir | Breytt 5.11.2007 kl. 01:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
The Matador (2005) ***1/2
3.11.2007 | 23:00
The Chronicles of Riddick (2004) ***
1.11.2007 | 19:33
Kvikmyndir | Breytt 2.11.2007 kl. 00:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)