Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 15. sæti: Serenity

Nú er komið að myndum sem ná fulli húsi hjá mér, en þær hafa allar þrennt sameiginlegt: þær komu mér á óvart, mér fannst þær skemmtilegar og ég nenni að horfa á þær aftur og aftur. Nú er komið að Serenity, kvikmynd sem byggð var á sjónvarpsþáttunum Firefly sem FOX sjónvarpsstöðin var fljót að taka af dagskrá. Það var alls ekki gæðanna vegna, enda sjaldséð jafn vandað efni. Aftur á móti eru til samsæriskenningar um að persónurnar í þáttunum hafi farið ansi frjálslega með hugmyndir sínar um frelsi, og hefði í raun verið hægt að skilgreina sem hryðjuverkamenn, enda sumar aðalhetjanna með heldur vafasama og pólitísk ranga siðferðiskennd. Ég mæli ekki aðeins með Serenity, heldur einnig með sjónvarpsþáttunum sem hægt er að eignast á DVD.

Þess má geta að Firefly á gífurlega traustan aðdáendahóp sem má fræðast lítillega um á myndbandinu hér fyrir neðan, og eru þessir aðdáendur kalliðir "Browncoats" eða brúnfrakkar, en það eru fyrrverandi uppreisnarmenn gegn illa heimsveldinu í heimi Serenity kallaðir.  

 

Serenity (2005) ****

Mel (Nathan Fillion) er skipstjórinn á Serenity. Það er þrennt sem hann metur mest í lífinu, geimskipið Serenity, áhöfnina og eigið líf. Hann hefur siðferðilega fótfestu á við jó-jó, þykist vera algjörlega siðlaus, uppreisnarmaður sem skýtur fyrst, bankaræningi, málaliði og smyglari. Samt má hann ekkert aumt sjá.

Áhöfn hans er full af eftirminnilegum persónum. Þar fer fremstur stýrimaðurinn Wash (Alan Tudyk) sem flýgur Serenity eins og laufi í vindi. Zoe (Gina Torres) er harðsnúin fyrrverandi uppreisnarmaður og eiginkona Wash. Kaylee (Jewel State) er vélstjórinn sem verður ástfangin af dularfulla lækninum Simon (Sean Maher), en hann hugsar um ekkert annað en að vernda River (Summer Glau) systur sína sem hefur verið notuð sem tilraunadýr hjá ríkisstjórninni, en hún getur meðal annars lesið hugsanir og barist eins og brúðurin í Kill Bill. Vændiskonan Inara (Morena Baccarin) er konan sem Mal þráir. Skrautlegastur allra er þó Jayne (Adam Baldwin), málaliði sem hefur aðeins einn forgang, peninga fyrir sjálfan sig.

Ríkisstjórnin hefur sent stóískan mannaveiðara (Chiwetel Ejiofor) til að hafa hendur í hári River, en hún hefur verið í nálægð helstu ráðamanna. Þar sem hún getur lesið hugsanir er aldrei að vita hvað hún veit. Til að halda þessu leyndarmáli leyndu vill ríkisstjórnin allt gera til að koma River fyrir kattarnef.

Þegar ríkið hefur lagt gildru fyrir Mal til að ná River og drepa alla þá sem vitað er til að gætu hjálpað áhöfninni á Serenity, grípur Mal örþrifaráða. Eina leiðin út úr þessari hnappheldu er að hjálpa River. Geimkúrekarnir á Serinity þurfa einnig að berjast við illar geimverur sem kallaðar eru Rifarar, en þær rífa lifandi fólk í sig. River veit af hverju.

Serenity er óbein gagnrýni á notkun geðlyfja til að halda óvenju órólegu fólki rólegu, rétt eins og þeir sem dæla rítalín í börnin sín. Ríkið ákveður að gefa öllum íbúum plánetu nokkurrar lyf, sem á að róa það niður, og gerir það að mestu. Uppreisnarmaðurinn Mal sér strax illskuna sem felst í að stjórna hegðun fólks á þennan hátt og segir:

"I aim to misbehave".

Serenity er fyrsta kvikmyndin sem Joss Whedon leikstýrir í fullri lengd, en hann skrifar einnig handritið. Þar fer magnaður listamaður.  Hann skapaði áður vampírubanann Buffy og þá frábæru sjónvarpsþætti sem fjölluðu um hana og hennar félaga, en betur skrifað sjónvarpsefni hef ég ekki séð. Einnig sá hann að hluta um Angel, þætti sem fylgdu einni af persónunum úr Buffy inn í aðra borg. Þar á eftir gerði hann þættina Firefly, sem fjalla um áhöfn Serenity, rétt eins og myndin, með sömu leikurum. En af einhverjum ástæðum var taumunum kippt úr höndum hans og hætt var við þættina á miðju fyrsta tímabili, sem var bæði mikið áfall fyrir hann og leikarana, enda með hreint frábæran efnivið í höndunum. Framleiðendur virðast bara ekki skilja þann fjársjóð sem Joss Whedon og sköpunargáfa hans er. Hann er kannski óþægilegur gaur með sérþarfir, en þannig eru snillingar, óferjandi og óalanda, en óborganlegir.

Serenity er klassísk vísindaskáldsaga sem á vonandi eftir að vinna sér traustan sess sem ein af þeim bestu, enda einstaklega spennandi, fyndin, vel gerð og skemmtileg í alla staði.

 

Myndband um bakgrunn Serenity:
 



Sýnishorn úr Serenity:




Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum:

 
15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black



Ratatouille (2007) ***

Remy rotta (Patton Oswalt) hefur einstaklega gott þefskyn. Faðir hans fær hann til að þefa af öllum mat sem fjölskylda hans étur til að forðast rottueitur. En metnaður Remy er meiri. Hann stelst reglulega inn á bóndabæ til að kíkja í bók með uppskriftum...

Beowulf (2007) ****

Beowulf (2007) **** Beowulf er fjórða myndin sem ég hef séð árið 2007 sem maður verður að sjá í bíó. Hinar þrjár voru Meet the Robinsons (í þrívídd), Hot Fuzz og 300 . Til eru þrjár útgáfur af þessari Beowulf mynd; í venjulegri tvívídd, gerða fyrir IMAX...

Er Kasparov fórnarlamb einveldistilburða Pútíns eða er hann bara sérvitringur með lausa skrúfu?

Þetta mál með Kasparov og stjórnvöld í Rússlandi er afar áhugavert, en Kasparov hefur sagt að barátta hans snúist fyrst og fremst um það að fá að bjóða sig fram með sínum flokki í lýðræðislegum kosningum í Rússlandi; nokkuð sem hvaða stjórnmálaflokkur...

Þekkir þú muninn á fordómum og þekkingu?

Halla Rut gerði athugasemd við síðustu færslu mína: Hver vill losna við eigin fordóma og fyrirfram mótaðar hugmyndir? Spurning Höllu Rutar: "Hvenær umbreytist fyrirbærið úr fordómum yfir í þekkingu. Hver er mælistikan á því?" Spurningin er mjög...

Hver vill losna við eigin fordóma og fyrirfram mótaðar hugmyndir?

Um daginn stóð ég í biðröð við Bónuskassa. Karlmaður fór fram fyrir mig í röðina án þess að segja orð; hafði reyndar aðeins einn hlut sem hann ætlaði að kaupa. Ég gerði ekkert. Ég lét hann vaða yfir mig. Mér fannst það í lagi þar sem að mér lá ekkert á...

Inland Empire (2006) *1/2

Það er nánast hægt að kalla mig aðdáanda David Lynch. Ég hef séð flestar hans myndir og verið mjög hrifinn af mörgum þeirra, eins og Wild at Heart , The Lost Highway , Mulholland Dr., Blue Velvet og The Straight Story , auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Twin...

Predator 2 (1990) **

Síðasta mynd sem ég fjallaði um var Predator frá 1987. Hún hefur getið af sér tvö afkvæmi og það þriðja er á leiðinni. Fyrsta afkvæmið var hin alltof obeldisfulla og ósmekklega Predator 2 , sem fjallað er um hér fyrir neðan. Næst kom hin hrykalega lélega...

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 16. sæti: Predator

Af fimm fyrstu myndunum sem ég hef tekið fyrir á þessum lista hafa þrjár þeirra verið með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Ég vissi ekki til þess að ég væri sérstakur aðdáandi ríkisstjóra Kaliforníu, en ljóst er að sumar myndir hans hafa heldur...

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 17. sæti: Terminator 2: Judgment Day

Næsta mynd á listanum er vísindatryllirinn Terminator 2: Judgment Day sem leikstýrð var af "konungi heimsins", James Cameron. Arnold Schwarzenegger endurtók hlutverk sitt sem gjöreyðandinn en fékk að gera vélmennið sem hann leikur mun mannlegra en í...

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 18. sæti: Blade Runner

18. sætinu nær Blade Runner í leikstjórn Ridley Scott. Kolsvört og drungaleg framtíðarsýn þar sem risastór auglýsingaskilti og fljúgandi bílar leika aukahlutverk innan um manneskjur í eltingarleik við vélmenni. Blade Runner (1982) ***1/2 Blade Runner er...

The Manchurian Candidate (1962) ****

Í Kóreustríðinu árið 1952 er bandarísk herdeild svikin af leiðsögumanni sínum í hendur kommúnista. Með lyfjum og samráði rússneskra og kínverskra stjórnmálamanna, sálfræðinga og vísindamanna eru Bandaríkjamennirnir dáleiddir, allir sem einn. Kommúnistum...

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 19. sæti: Total Recall

19. sætið skipar Schwarzenegger myndin Total Recall. Hún leynir svolítið á sér, því undir hasarnum og blóðbaðinu má finna dýpri spurningar um tengsl drauma og veruleika. Ég met skemmtanagildi mynda mikið á þessum lista. Ef mér finnst mynd leiðinleg, þó...

The Matador (2005) ***1/2

Julian Noble (Pierce Brosnan) er leigumorðingi að atvinnu. Líf hans er algjörlega innantómt. Í raun má segja að Noble sé James Bond sem búinn er að skipta um atvinnurekanda og tapa sjálfsvirðingunni. Hann á sér ekki heimili, stundar kynlíf án þess að ná...

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (2008): veggspjald og myndir

VEGGSPJALD Vel heppnað veggspjald. LJÓSMYNDIR Harrison Ford í sæmilegu formi þrátt fyrir að vera nýorðinn 65 ára gamall. Shia LaBeouf, heitasta ungstirnið í Hollywood og Harrison Ford. Karen Allen lítur út fyrir að vera tvítug, enda ekki nema 56 ára...

The Chronicles of Riddick (2004) ***

Fimm ár hafa liðið síðan örfáir ferðalangar voru til frásagnar eftir geimskipsbrotið í Pitch Black . Riddick er enn á flótta undan mannaveiðurum, og loks komumst við að því hvers vegna hann er eftirlýstur og hvað það er sem gerir hann hættulegan....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband