Beowulf (2007) ****

Beowulf (2007) ****

Beowulf er fjórđa myndin sem ég hef séđ áriđ 2007 sem mađur verđur ađ sjá í bíó. Hinar ţrjár voru Meet the Robinsons (í ţrívídd), Hot Fuzz og 300. Til eru ţrjár útgáfur af ţessari Beowulf mynd; í venjulegri tvívídd, gerđa fyrir IMAX kvikmyndahús í ţrívídd, og síđan í ţrívídd ţar sem nota ţarf ţrívíddargleraugu sem fylgja miđanum. Sambíóin í Kringlunni bjóđa upp á síđastnefnda kostinn og mćli ég eindregiđ međ ađ hann verđi notađur til ađ sjá ţessa mynd á Íslandi, fyrst viđ höfum ekki neitt IMAX bíó á landinu.

Ég hef lesiđ ljóđiđ Bjólfskviđu nokkrum sinnum, og síđast í nútímaţýđingu og stafsetningu Seamus Heaney. Rétt eins og Peter Jackson tókst ađ grípa andrúmsloft The Lord of the Rings eftir Peter Jackson, tekst hér leikstjóranum Robert Zemeckis ađ ná andrúmslofti ljóđsins eins og ţađ birtist manni í útgáfu  Nóbelskáldsins Heaney. Snillingurinn Neil Gaiman sem međal annars hefur skrifađi hinar mögnuđu Sandman bćkur á framtíđina fyrir sér í Hollywood. Hans magnađa og myndrćna ímyndunarafl skilar sér fullkomlega á tjaldiđ. Nú bíđ ég spenntur eftir ađ ađrar sögur hans eins og American Gods og Good Omens verđi gerđar ađ bíómyndum af hendi góđra leikstjóra.

Í meginatburđum fylgir myndin ljóđinu nokkuđ nákvćmlega, ţó ađ í smáatriđum og sambandi milli persóna hafa höfundar tekiđ sér skáldlegt leyfi, sem mér finnst sérlega vel heppnađ. Rétt eins og ljóđinu er kvikmyndinni skipt í ţrjá kafla; bardaga Beowulf viđ trölliđ Grendel, og síđan móđur hans og ţar á eftir eldspúandi dreka. Tćknibrellurnar eru algjörlega óađfinnanlegar, og í fyrsta sinn sér mađur dreka í bíó sem flýgur á sannfćrandi hátt og er jafn óhugnanlegur og drekar eiga ađ vera.

Ray Winstone stendur sig hreint frábćrlega í titilhlutverkinu, en mér hefur ţótt hann spennandi leikari síđan ég sá hann í hinni mögnuđu The Proposition (2005), í ađ mörgu leyti sambćrilegu hlutverki. Tölvutćkni gerir hinn fimmtuga Winstone ţađ íţróttamannlegan í útliti ađ hann gefur Schwarzenegger ekkert eftir frá ţví hann var upp á sitt besta. Anthony Hopkins og Angelina Jolie skila sínum hlutverkum vel, en Hopkins leikur Hrothgar konung, en Jolie er móđir Grendels. John Malcowitch og Robin Wright Penn skapa einnig eftirminnilegar persónur.

Minntist ég á ađ Beowulf er teiknimynd? Hún er ţađ samt ekki í hefđbundnum skilningi. Leikarar leika sín hlutverk, en síđan eru ţeir og umhverfi ţeirra teiknuđ í tölvu til ađ ná fram nákvćmlega ţeirri mynd sem leikstjórinn vill fá á skjáinn. Ţetta er gífurlega spennandi tćkni, sem hefur ţróast skemmtilegasta síđustu árin. Reyndar hefur hugtakiđ veriđ til lengi. Mjallhvít (1937) var upphaflega teiknuđ af Walt Disney og félögum  međ svipađri hugmynd, og síđan muna sjálfsagt margir eftir Final Fantasy: The Spirits Within (2001) ţar sem reynt var ađ ná fram raunverulegum andlitsdráttum í framandi umhverfi, og ţar á eftir kom The Polar Express (2004) sem ofnotađi Tom Hanks í alltof mörgum hlutverkum.

Loksins smellur tćknin saman og úr verđur ţessi eftirminnilega klassík sem á í fyrsta lagi eftir ađ skila gífurlegum hagnađi í kvikmyndahúsum, og ţar á eftir spái ég ţví ađ hún muni eiga mikinn ţátt í ţví hvort High Definition DVD eđa BlueRay DVD verđi ofaná í baráttu stađlanna., Fólk mun mćla međ Beowulf, ţrátt fyrir töluvert ofbeldi og frekar ógeđslegt skrímsli (Grendel), enda var klappađ í lok sýningarinnar sem ég var á, sem mađur upplifir sjaldan á Íslandi,

Beowulf er ađ mínu mati mesti kvikmyndaviđburđur síđan Hringadróttinssaga kom út ţrjú skemmtileg jól í röđ, og verđur líklega ekki toppuđ fyrr en Peter Jackson fćrir okkur The Hobbit í bíó eftir nokkur ár.

En aftur ađ sögunni sjálfri. Beowulf er ein af fyrstu ofurhetjum bókmenntanna, en hann berst klćđa- og vopnalaus gegn ógurlegum skrýmslum, sem vekur reyndar töluverđa kátínu og minnir á upphafsatriđi Austin Powers: The Spy Who Shagged Me (1999), ţar sem fjölskyldudjásn Beowulf eru sífellt meistaralega falin sýn áhorfenda. Beowulf er mikill víkingur sem kemur frá Geatlandi til Danmerkur ţar sem hann hefur heyrt sögur af skrímslinu Grendel. Hann ćtlar ađ vinna sér inn frćgđ og frama fyrir ađ drepa skrímsliđ. Ţegar ţađ tekst er sagan ţó ekki búin. Beowulf ţarf ađ borga dýrt gjald fyrir eigin hégóma og mannlegan breyskleika, sem blćs sál í ţessar teiknuđu persónur. Ţegar hann biđur konu sína ađ minnast sín sem manneskju međ veikleika en ekki óstöđvandi hetju, komumst viđ í snertingu viđ kjarna málsins, hvađ virđing og heiđur snýst í raun um.

Texti úr ţýđingu Seamus Heaney á Bjólfskviđu, ţar sem lýst er heiđri víkingsins á snilldarlegan hátt.

                               It is always better
To avenge dear ones than to indulge in mourning.
For every one of us, living in this world
Means waiting for our end. Let whoever can
Win glory before death. When a warrior is gone,
That will be his best and only bulwark.
[1384–9]

 

Ţessa mynd verđurđu ađ sjá í bíó!

 

Hvorki kvikmyndin né sýnishorniđ hér á eftir er ćtlađ börnum eđa viđkvćmum:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ţetta er greinilega hin mesta upplifun og mađur heyrir bara gott af myndinni. ţađ verđur upplifun ađ sjá ţrívíddarbíó í fyrsta sinn í langan, langan tíma. vćri nú agalega gott ađ gleyma ađeins jólahorrornum yfir ćvintýradrama í ţrívídd eitthvert kvöldiđ.

hlakka til.

arnar valgeirsson, 25.11.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...ćtla bókađ á ţessa.

Páll Geir Bjarnason, 26.11.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Ómar Ingi

100% sammála ţér , ţessa verđa allir kvikmyndáhugamenn ađ sjá í 3D Digital .

Ómar Ingi, 26.11.2007 kl. 20:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband