Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
96.000.000.000,- krónu gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar
31.7.2009 | 15:48
"Sjálfsfórn gerir okkur fært að fórna öðru fólki án þess að roðna." (George Bernard Shaw)
Þetta litla brot úr fréttinni vekur upp spurningar:
"Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna."
- Nákvæmlega hvaða ábyrgðir voru yfirteknar? Eitthvað tengt ICESAVE, Landsbankanum og Straumi?
- Fórnaði Björgólfur eigin nafni til að taka skellinn og bjargar hann þannig fjölskyldu sinni og eignum þeirra?
- Er tæknilega mögulegt að skuldfæra slíkar gífurlegar upphæðir yfir á eina kennitölu, til þess að redda hinum sem eru í kring? Er það siðferðilega réttlætanlegt? Er það löglegt?
- Ef það er svona auðvelt að yfirfæra ábyrgðir, væri löglegt að yfirfæra allt ICESAVE batteríið yfir á einn sjálfboðaliða sem síðan fórnar sér fyrir almannaheill? Gæti verið ódýr lausn, þó óheiðarleg sé, og því get ég engan veginn mælt með henni sjálfur.
Ég vil ekki dæma Björgólf og fjölskyldu hans, enda ekki á mínu færi eða smekk að gerast dómstóll götunnar, en ekki finnst mér lyktin góð.
Björgólfur gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Why should the Icelandic public not be used as a scapegoat for ICESAVE?
30.7.2009 | 14:12
The Dutch and British governments are pressuring the Icelandic government, and thus the Icelandic public, to pay what has been lost in the ICESAVE scandal. They are barking at the wrong tree. This is a big misunderstanding, caused by calling things by the wrong name, in this case, a bank. If the owners used the name "The National Bank of Iceland" while doing international business, which could very well be a case of intentional disinformation, meant to mislead with erroneous information. Understandably, the Dutch and British public could have believed that Landsbanki was authentically the national bank of Iceland. It wasn't.
Imagine if owners of ENRON were able to hide behind the US government, and simply let the American public pay the losses, and go free to other ventures... This is the case with ICESAVE, only it's the Icelandic public that is being forced to pay an amount that will leave the country in pieces. Landsbanki (The National Bank of Iceland) initiated ICESAVE. Even though this private company carried the name, The National Bank of Iceland, it was only so by name, since it had been privatized back in 2003. A correct name would be: A Private Bank of Iceland. This is a case of confused identity.
What makes matters even more confusing is that Landsbanki was nationalized again in October 2008, since the private company had gone bankrupt.
The owners of the bank should be responsible for the errors made by the bank, and not the Icelandic public, since the Icelandic public did not own that private company: Landsbanki.
The owners of the bank and responsible parties within the company should be held responsible for every single Euro lost in those accounts. They were the ones responsible for investing the money, and lending it, not the Icelandic public, any more than the Dutch or the English public is responsible for it.
Using the Icelandic public as a scapegoat is a horrible deed, something nobody should accept, not Icelanders, not the British, not the Dutch: nobody! These countries should conduct a joint legal investigation where the responsible parties will be identified and tried and convicted according to international banking laws. If the Icelandic public pays ICESAVE, this will happen:
a) Certain: The guilty and responsible will get away with a crime of the century, which invites the same crime to be committed all over again, since you can get away with it.
b) Certain: Generations of Icelander will have to lower their living standards, and poverty will increase dramatically, since taxes will be increased, government services reduced, prices get raised and the currency will continue declining.
c) Probable: Icelanders will leave their country massively, since they will not accept or tolerate such injustice to take place, and them to pay for something they did not do.
d) Probable: Natural resources of Iceland will little by little be used to pay debts the government will never be able to pay on time.
It is outrageous that the public may be forced to pay these huge debts of a private company that went bankrupt due to bad management. It's simply neither fair or just. My intention with this article is simply to inform and encourage readers to think about what is really going on behind the curtains.
Feel free to spread this information around to your friends that live abroad. We must spread the word. People have the right to know what great injustice is going on in Iceland. The international community must learn the truth, and hopefully help bring the culprits to justice.
Þér er velkomið að dreifa þessu bréfi til vina þinna og kunningja erlendis, ef þú telur það hjálpa til við að útskýra fyrir umheiminum hvað þetta ICESAVE mál snýst um og af hverju fjöldi Íslendinga vill alls ekki borga skuldir óreiðumanna.
Picture of Landsbanki's main owner: The Huffington Post
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er verið að misnota íslenska fjölmiðla til að ráðast á einstaklinga eins og Björgólf Thor og Davíð?
28.7.2009 | 21:28
"Ég veit um fólk sem talar um að þjást fyrir almannaheill. Það eru aldrei helvítis þeir! Þegar þú heyrir mann öskra "Áfram, hugrökku félagar!" munt þú sjá að hann er sá sem situr bakvið helvíti stóran stein og er með eina hjálminn sem raunverulega virkar gegn örvum!" (Terry Pratchett, úr Áhugaverðir tímar)
Er þetta einhvers konar kappleikur eða stríð þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Mogginn eru KR og FH gegn Samfylkingunni og Baugsmiðlum sem eru þá Valur og Haukar? Og þeir Björgólfur Thor og Jón Ásgeir með sinn hjálminn hvor að öskra bakvið helvíti stóran stein?
Það er afar áhugavert að heyra hvað Björgólfur Thor hefur að segja, enda hefur lítið heyrst í honum síðan bankarnir fóru undir græna torfu, meðal annars nokkrir bankar í hans eigu. Það virðist vera sem að fjölmargir Íslendingar kunni honum helst þegjandi þörfina fyrir að vera einn af mest áberandi útrásarvíkingum Íslands, og ábyrgðarmaður ICESAVE, sem næstu kynslóðir Íslendinga verða líklegast að borga með sparifé sínu og verri lífsgæðum.
Hvort að það sé nóg til að ófrægja einstakling, vil ég ekki segja.
Nú hafa bæði Davíð Oddsson og Björgólfur Thor staðhæft að ófrægingarherferð hafi verið ýtt af stað og haldið uppi af íslenskum fjölmiðlum. Þessir fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að vera í eign Baugs Jóns Ásgeirs.
Ímyndum okkur að Davíð og Björgólfur séu að segja satt og hafi rétt fyrir sér. Hvað þýðir það?
Jú, það þýðir að verið er að misnota 4. valdið á Íslandi af miskunnarleysi, og ef þeir hafa orðið fyrir þessu, þá hafa fleiri orðið fyrir þessu, og sjálfsagt verið logið að meirihluta þjóðarinnar í fjölmörgum málefnum, sem þýðir að fólk sem hefur treyst á fjölmiðla er stútfullt af upplýsingum sem einkennast af fordómum og lygum. Áhugavert, ekki satt?
Ef þessir herramenn hafa rétt fyrir sér, má vel vera að fjölmiðlar Baugs ógni þjóðaröryggi með því að villa fyrir þegnum landsins, og jafnvel með að birta þessar fréttir víða um heim.
En af hverju ættu Baugsmiðlar að skjóta sérstaklega á þá Davíð og Björgólf Thor?
Davíð er augljóst skotmark. Hann gagnrýndi Baug af hörku og var sannfærður um að þar færu tómir glæpamenn, og stóð fyrir rannsókn á fyrirtækinu. Fyrirtækið gæti hafa varið sig með því að setja af stað ófrægingarherferð á hendur Davíð, sem hafði fengið sín völd vegna vinsælda og trausts, og ef skipulagður óhróður fjölmiðils beinist skipulega gegn vinsældum og trausti einstaklings, þá er viðkomandi fyrirfram dæmdur til að tapa þessu trausti og vinsældum. Það má sig enginn gegn fjölmenni. Ekki einu sinni Davíð. Ein afleiðing þessa óhróður hefur hugsanlega verið að Davíð lét hrekja sig úr stjórnmálum og síðar úr Seðlabankanum, þrátt fyrir að hafa unnið gott starf, en sjálfsagt verið orðinn þreyttur og dapur vegna óhróðurstríðsins gegn hans persónu.
Af hverju að skjóta á Björgólf Thor með lygum (ef lygar eru)? Baugur liggur undir miklu ámæli og sjálfsagt er verið að rannsaka fyrirtækið gaumgæfulega. Ég get ímyndað mér að árás á Björgólf, sem er með óvinsælli mönnum sjálfvirkt, hvort sem hann hefur gert eitthvað af sér eða ekki, vegna þess að hann var og er einn af höfuðpaurum útrásarvíkinganna, og er því auðvelt skotmark og líklegt er að fjöldinn gleypi 'fréttina' hrátt þó að hún sé kannski ekki nákvæm, þá gæti þetta orðið til þess að þeir sem eru að rannsaka Baug, beini athygli sinni um stund að Björgólfi, en það vita allir að helsti veikleiki rannsóknarinnar felst í fámennum liðsafla og fjársvelti vegna kreppunnar, og að ef tekst að veikja rannsóknina með þessum hætti, er líklegt að Baugur nái að vinna sér inn dýrmætan tíma og geti þar með varið sig betur þegar að saksókn kemur.
Vissulega eru þetta bara tilgátur, en eru þær nokkuð út í hött?
Ég er ekki maður til að fella stóradóm um einn eða neinn. Björgólfur Thor þarf að útskýra ýmislegt, eins og hvernig hann fjármagnaði kaupin á Landsbankanum, og Davíð hefur reynt að útskýra að einkavæðingu bankanna var klúðrað í einhverjum klaufaskap, sem landsmenn reikna náttúrulega með að hafi verið upprunnin í spillingu. Það er auðvelt að tengja þá Björgólf og Davíð saman, sem og Björgólf og Geir Haarde, eða Sjálfstæðisflokkinn, þannig að árásin verður bara áhrifaríkari fyrir vikið, enda Geir og Davíð með óvinsælustu stjórnmálamönnum í dag, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki, og Sjálfstæðisflokkurinn aðeins skugginn af því sem hann var fyrir örfáum árum.
Ég vil minna á að kappræður eru notaðar til að villa fólki sýn, til að hafa áhrif á skoðanir þess, og það er sérstaklega auðvelt þegar kemur að ásökunum sem fólk vill trúa, hvort sem þær eru sannar eða ekki. Ég sé ekki betur en að Björgólfur Thor biðji um að mál hans verði tekið fyrir af sanngirni, og sé ekkert að því. Það verður erfitt fyrir hann að sanna að það sé samsæri í gangi frá höndum Baugs, en auðveldara að sýna fram á sannleikann í þessu máli - en samt ekki, því fólk er orðið svo tortryggið að það mun einfaldlega halda að honum hafi tekist að fela gögnin eða rífa þau í pappírstætara.
Ég vil ljúka þessu máli með kínverskum álögum: "Megir þú lifa áhugaverða tíma."
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Í hvaða tilgangi var 500 milljörðum í eign íslensku þjóðarinnar varpað fyrir borð 30. maí 2008?
26.7.2009 | 10:34
30. maí 2008 þegar sumarfrí þingmanna var að skella á, skrifaði ég grein um 500 milljarða heimild sem íslenska Ríkið fékk til að taka erlent lán. Strax eftir sumarfrí þingheims hrundu bankarnir.
Mér fannst þetta áhugavert og passaði vel inn í kenningu mína um að íslensku bankarnir þyrftu ríkishjálp til að fegra ímynd sína fyrir ársfjórðungsuppgjör. Sumir töldu mig misskilja málið, og ég vonaði innilega að ég hefði rangt fyrir mér. Sú var ekki raunin. Ég hef reyndar áhyggjur af því hversu oft ég hafði rétt fyrir mér í eigin vangaveltum um íslenskt hagkerfi, en ég er algjörlega ómenntaður í slíkum fræðum.
Þessir 500 milljarðar voru notaðir sem fórn í haf fjármálasvika, ófyrirsjáanlegrar spillingar og kappræðupretta. Ég geri ráð fyrir að snjallir bankamenn hafi notað þetta lán til að greiða upp eigin skuldir. Hugsanlega einhverjir stjórnmálamenn líka?
Það væri óskandi að þetta mál yrði rannsakað. Gagnrýniverðast er að sjálfsögðu hversu litla umfjöllun og gagnrýni þetta mál fékk, þegar við héldum flest að allt væri í himnalagi.
Hér fyrir neðan endurbirti ég greinina sem rituð var fyrir meira en ári, þá var ég í góðri vinnu og taldi framtíð mína vera á Íslandi; en grunaði þó að fjölskyldu minni og þjóð væri ógnað, og að veikleikinn fælist í skort á gagnrýnni hugsun. Það lítur út fyrir að það hafi verið raunin.
Til hvers þarf ríkið heimild til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán?
Svarið virðist einfalt: ef bankarnir lenda í vandræðum, verður þetta lán tekið til að "hjálpa" þeim. Nú er spurningin sú: hversu alvarleg þarf staða bankana að vera til að þetta lán verði tekið. Ég er hræddur um að viðmiðin séu huglæg og pólitísk og þar af leiðandi vonlaust að rökstyðja eða þræta gegn þessu.
Íslensku einkabankarnir eru þar af leiðandi tryggðir af íslensku þjóðinni, en hugmyndin með sölu bankanna var einmitt að losna undan nákvæmlega þessari skuldbindingu.
Þetta þýðir að alþingi metur fjármálamarkaðinn sem grundvöll íslenska hagkerfisins. En lítið hagkerfi eins og okkar er engan veginn öruggt gagnvart spákaupmennsku. Það verða einhverjir fljótir að finna leiðir til að eigna sér eitthvað af þessum 500 milljörðum, rétt eins og einhverjir urðu fljótir að finna sér leiðir til að hagnast á hækkuðu húsnæðisverði vegna 100% lána bankanna um árið.
Þegar svona heimild er til staðar þá er afar líklegt að hún verði notuð, reyndar held ég að líkurnar séu 99.99%. Það mun enginn mannlegur máttur geta komið í veg fyrir að þetta lán verði fengið, því að þá þarf að berjast gegn því náttúruvaldi sem virðist ráða mestu á Íslandi síðustu misserin: græðgi.
Hvort sem að það verður nauðsynlegt eða ekki, og miðað við það sem á undan er gengið, er ég viss um að aðstæður verði skapaðar til að þetta lán verði tekið, því að þetta er tækifæri fyrir suma til að græða miklu meira og lagfæra hagnaðarskortinn sem orðið hefur á fyrsta ársfjórðungi 2008.
Þetta lán getur orðið þjóðinni dýrt, sérstaklega ef bönkunum er ekki treystandi, en bönkunum virðist stýrt af græðgi og græðgi er ekki treystandi til neins annars en að eigna sér sem mest, og því held ég að þjóðin sjálf þurfi að blæða.
Ég vildi frekar sjá alþingi gera róttæka hluti til að hjálpa venjulegu fólki sem lifir ekki í neinum lúxus við að minnka skuldir sínar, því að aðstæður eru þannig að sama hvað borgað er af skuldum til íslensku bankanna, hækkar höfuðstóllinn stöðugt vegna verðtryggingar.
Með þessu er í raun verið að gera áætlun um enn frekari skuldsetningu á íslensk heimili lægri stétta og millistétta, nema vel sé haldið utan um málið. Eftir síðustu mánuði hef ég einfaldlega ekki trú á að vel verði haldið á spöðunum.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Þingi frestað fram í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Up (2009) ****
23.7.2009 | 13:00
Þegar maður fer á teiknimynd í bíó um gamlan mann sem fyllirþúsundir blaðra með helíum til að flytja gamla húsið sitt úr borginni,býst maður ekki með æsispennandi ævintýri í anda Indiana Jones. Það erhins vegar það sem maður fær.
Up er enn ein skrautfjöðurin í teiknimyndahatt Pixar Studios. Í fyrra gerðu þeir hina ágætu Wall-E,sem sópaði að sér verðlaunum, og fylgja henni eftir með mesta enn einnisnilldarinni. Söguþráðurinn virðist í fyrstu ósennilegur. Gamall kallbindur þúsundir blaðra við hús sitt, fyllir þær af helíum og flýgur íburtu til að losna undan nútímagrimmd sem hótar honum leiðindum áelliheimili til æviloka. Hljómar frekar óáhugavert? Það fannst mér. Enþar sem þetta er Pixar og þeir hafa aldrei klikkað, ákvað ég að skellamér á myndina í Chicago.
Kvikmyndin hefst þegar Carl Fredricksen (Edward Asner) er barn ogfylgir lífi hans eftir þar til hann er gamall ekill. Þessi frásögn umlíf einnar manneskju frá æsku til elli er einfaldlega langbestastuttmynd sem ég hef á ævinni séð. Henni er fylgt eftir með sögunni umgamla kallinn sem vill láta æskudrauma sína rætast eða reyna það tilhinsta augnabliks. Hann ætlar að fljúga húsi sínu til suður Ameríku,upp á fjall yfir fossi sem eiginkona hans dreymdi um að ferðast til ámeðan hún lifði.
Rúmri hálfri öld áður, þegar Carl var sjálfur strákur, hafðiævintýramaðurinn Charles Muntz (Christopher Plummer) lagt af stað ílangferð að þessum fossi og ætlaði hann að taka heim með sér furðuverusem lifir á svæðinu. Hann hefur með sér her herskárra hunda og einn semer ekki jafn herskár og ber nafnið Dug (Bob Peterson), en hundarnirgeta allir tjáð sig á nokkrum tungumálum með þýðingartæki sem þeir beraum hálsinn.
Ævintýrið er gott og skemmtilegt, og gaman að sjá karl sem getur íupphafi myndar varla silast niður tröppur, orðið að ævintýrahetju semsveiflar sér á milli fljúgandi farartækja, og maður er fyllilega sátturvið það. Skátinn Russell (Jordan Nagai) slysast með í ferðina, en hannvill fá verðlaun fyrir að hjálpa gömlum einstaklingi að komast þangaðsem hann vill komast. Hann reiknaði upphaflega með að þurfa í mestalagi að hjálpa honum yfir götu, en endar á því að hjálpa honum tilannarrar heimsálfu.
Ef þú hefur einhverjar efasemdir um að þetta geti verið eitthvaðfyrir þig, þá mæli ég með að þú efist um þá skoðun og skellir þér samtí bíó. Börn hafa örugglega gaman að þessu ævintýri, og fullorðnir eruvísir til að upplifa barnið í sjálfum sér að minnsta kosti 90 mínútur.
Fyrirmynd og fagmaður fallinn frá: Walter Cronkite (1916-2009)
22.7.2009 | 10:46
- Deyr fé,
- deyja frændur,
- deyr sjálfur ið sama.
- En orðstír
- deyr aldregi
- hveim er sér góðan getur.
Stórstjörnur hafa hrapað síðasta mánuðinn. Fyrst var það David Carradine, síðan Michael Jackson, og nú Walter Cronkite, fréttamaður sem var þekktur fyrir traust og einlægni.
Walter Cronkite fylgdist með stjórnmálum og vísindum af smitandi áhuga. Skoðanir hans gátu haft úrslitaáhrif á styrjaldir og landvinninga utan jarðarinnar. Þessi maður flutti Bandaríkjamönnum fréttina af andláti John F. Kennedy, Martin Luther King og lendingunni á tunglinu. Hann var elskaður fyrir hvernig hann tjáði fréttina um lát Kennedy (sjáðu hana hér fyrir neðan). Hann náði til allrar bandarísku þjóðarinnar og sýndi fram á vald fjölmiðla með því einfaldlega að hafa skoðanir reistar á rökum og umhyggju, skoðanir sem enginn stjórnmálamaður gat nokkurn tíma keppt við, enda voru þær djúpar og traustar.
Hann var meðvitaður um þá myrku tíma sem mannkynið upplifir í upphafi 21. aldarinnar, en minnir okkur á að það er alltaf mikið myrkur rétt fyrir dögun.
Hann lést 92 ára að aldri, fæddur 1916 og látinn 2009. Andlát hans var friðsælt og mannsins er minnst af mikilli virðingu. Hversu mikils virði er það?
Megi heimurinn fyllast af fréttamönnum eins og Walter Cronkite.
John F. Kennedy myrtur
Lendingin á tunglinu
Martin Luther King, Jr. myrtur
Minningarorð frá CSC
Obama minnist Cronkite
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur Jónasson og Davíð Oddsson sammála?
22.7.2009 | 02:28
Ögmundur Jónasson ræðir í þessari færslu um mikilvægi þess að ana ekki út í óvissuna af ótta við einhverja grýlu sem hótar öllu illu. Skrifar hann þetta skömmu eftir að Davíð Oddsson hefur enn og aftur varað við því að láta þjóðina taka á sig ábyrgð á fjármunum sem töpuðust í rekstri einkafyrirtækja, sem reyndar voru bankar og undirstaða hins íslenska hagkerfis, sem á svo að einkavæða aftur - sem þýðir að bankar með nýjum eigendum munu hafa völdin yfir íslenska hagkerfinu á næstu árum, og ekkert sem sýnir að ekki verði hægt að tefla eins skák aftur, bara með öðru leikjavali.
Það er rétt að margar viðvörunarbjöllur hljóma. Ofurstyrkir til einstakra stjórnmálamanna og flokka frá hagsmunaaðilum, einkavæðing á ríkisbönkum sem greiddir voru með lánum úr öðrum ríkisbönkum sem nýbúið var að selja. Sjálfsagt var lánað á víxl. Það er ekki eins og þessi peningur hafi nokkurn tíma verið til.
Það er reynt að reka þjóðina út í IceSave samninginn sem er bæði vafasamur að innihaldi og forsendum. Einnig lítur út fyrir að hann sé til kominn vegna gífurlega öflugrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi þar sem einstaklingar í stórum stíl rændu eigin fyrirtæki eignum sem keyptar höfðu verið með lánsfé frá bönkum, fyrirtækin sett á hausinn og ekkert greitt til baka af láninu, og þessir aðilar virðast hafa komist upp með þetta eins og ekkert væri eðlilegra. Pappír er hvort eð er bara pappír og peningar eru bara draumar, að minnsta kosti fyrir þá sem þurfa ekki á slíku að halda til að borga lúxus eins og mat, föt, fararskjóta og húsnæði.
Alltof margir stjórnmálamenn hafa lagt ofuráherslu á að vernda fjármagnseigendur á kostnað skuldara, og jafnvel fyrirtæki á kostnað heimila, hugsanlega vegna þess að skuldarar geta varla hönd við reist, hafa engin völd, geta ekki mótmælt, geta engu hótað, er auðveldara að kúga en þá sem eru vanir að komast upp með það sem þeim sýnist. Þó eru til undantekningar. Ögmundur virðist vera slík undantekning. Hann virðist jafnvel vera hugrakkur og göfugur. Hafnar ráðherralaunum vegna kreppunnar og virðist gefa sig af heilindum í sitt starf. Mér er sama í hvaða flokki slíkt fólk er, hugrakt fólk er ómetanlegt.
Ögmundur vogar sér að hugsa út fyrir kassann. Hann sér að verið er að gera árás á þjóðina. Árásin er ekki augljós, þar sem engum sprengjum er varpað eða kúlum skotið úr fallbyssum eða skammbyssum. Það er enginn skorinn á háls eða stunginn í bakið. Stríðið er háð með pappírum og tölustöfum sem reiknaðir eru á óskiljanlegan hátt af tölvukerfum sem framfylgja réttlæti markaðarins, sem er einfaldlega það að þeir sem eiga mikið vaxa hratt og þeir sem eiga lítið vaxa hægar, en þó með þeirri skekkju að óvart vaxa hinir ríku á kostnað hinna fátæku þannig að á endanum eiga hinir fátæku ekki bara ekkert eins og í gamladaga, heldur skulda þeir ógurlegar upphæðir sem ómögulegt er að ráða við í einu mannslífi - að minnsta kosti á launa- og lánataxta eftir kreppu.
Það ber að fagna því þegar stjórnmálamenn, eins og Davíð (sem tók reyndar hliðarspor sem Seðlabankastjóri) og Ögmundur hafa gert, ræða um þjóðarheill, krefjast gagnrýnnar hugsunar og að notaður sé góður tími til rökræðu og hugsunar, í stað þessarar endalausu kappræðupólitík sem einkennir íslenska þingsali. Það er eins og samræðutækni hafi aldrei verið kennd í skólum þeim sem þingmenn sóttu, bara mælskulist, - og þessu tvennu ruglað saman.
Það er mikilvægt að skilja að þetta reddast ekki, nema við reddum þessu sjálf. Ef við gefumst upp og segjumst ekki vera sjálfbært ríki, og með þeim rökum samþykkjum við IceSave, þá höfum við glatað þjóðarsálinni sjálfri og viðurkennum með því ósjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Sjálfstæði snýst einmitt um það að geta haldið höfði og látið engan kúga sig, sama hversu stór og feitur ruddinn kann að vera.
Nokkrar viðeigandi tilvitnanir:
"Ekki spyrja hvað land þitt getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getur gert fyrir land þitt." (John F. Kennedy)
"Þjóðin mun eiga mjög erfitt með að líta upp til leiðtoga sem halda eyrum við jörðina." (Winston Churchill)
"Land manneskju er ekki ákveðið landsvæði, fjöll, ár, skógar, heldur er landið lögmál; og baráttan fyrir þjóðarheill er tryggð við þetta lögmál." (George William Curtis)
IceSave samningurinn samkvæmt Dilbert?
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjum er ekki sama um bankarán, spillingu og skuldsetningu kynslóða ef málin reddast á endanum?
21.7.2009 | 10:29
Í gær las ég áhugaverða og frekar hógværa færslu á Silfri Egils þar sem Egill Helgason talar um hvernig rútuferðir voru í gamladaga með söng, skralli og vissum óþægindum, og ber þær saman við þægilegu ferðirnar í dag þar sem fólk virðist ekki lengur hafa samskipti. Ég held hann hafi hitt ákveðinn nagla á ákveðið höfuð með þessari færslu.
Ég er farinn að hallast að því að tæknivæðingin hafi brotið niður samkennd fólks víða um heim, ekki bara á Íslandi, þar sem einstaklingshyggjan er orðin að einhvers konar trúarbrögðum. Við einöngrum okkur með því að eyða fjölmörgum klukkustundum fyrir framan sjónvarpstæki eða tölvu, og á meðan höfum við ekki eðlileg samskipti við annað fólk. Fólki virðist vera nokkuð sama um annað fólk, þó að það sýni tilfinningar sem segja annað, en þetta er það sem á ensku kallast 'apathy' og talin er til dauðalastanna sjö í kristinni guðfræði. Það er svolítið til í þessu. Köllum þetta apaþýðu.
Hugsanlega er það þetta viðhorf, að halda að hlutirnir reddist af sjálfu sér, og moka vandamálum frá þar sem að aðrir muni sjá um að leysa þau, sé eitt af grunnvandamálum okkar í dag. Það er einfaldlega svo mörgum nákvæmlega sama hvernig hlutirnir eru í raun og veru, enda finna þeir til eigin máttleysis og trúa hugsanlega að rödd þeirra hafi ekkert að segja í stóra samhenginu. Síðan er allt í allrabesta lagi svo framarlega sem að vandamálin valda ekki óþægindum eða ógna friði.
Apaþýðan getur verið öflugt vopn í höndum stjórnmálamanna sem átta sig á hversu ríkjandi þetta viðhorf er orðið í nútímasamfélagi. Bloggarar og fjölmiðlafólk eru hugsanlega undantekning frá apaþýðendum, en þeir sem láta mata sig af upplýsingum og gera ekkert við þær annað en að spjalla um þær við eldhúsborðið heima, og reyna ekki að beita rödd sinni til breytinga á annan hátt en með því að merkja X á kosningaseðil útfrá því sem sýnist vera rétt, en ekki endilega því sem er rétt, gera þjóðinni meira ógagn en gagn, og færa þvílík völd í hendur stjórnvalda að ekkert mun geta leyst þau úr höndum þeirra annað en þeirra eigin framúrskarandi máttleysi og hugmyndaskortur, eins og gerðist hjá síðustu ríkisstjórn. Þetta köllum við lýðræði.
Ég hef á tilfinningunni að íslensk stjórnmál, og hugsanlega stjórnmál um allan heim, snúist meira um að halda völdum í kerfinu sem er við lýði, nota það til að tryggja eigin hagsmuni heldur en að láta gott af sér leiða. Yfirborðsmennskan virðist ríkjandi, þar sem betra er að hlutirnir líti vel út, vegna þess að almenningur hefur engan áhuga á því hvernig tilveran er í raun og veru, heldur viljum við bara lifa í friði og vera blekkt frekar en að vera með áhyggjur vegna sannleikans.
Málið er að hlutirnir reddast á endanum... eða hvað?
Machiavelli ræðir aðeins um lykilatriði til að halda völdum, í bók sinni, Prinsinum:
"Annað hvort kemurðu vel fram við þegna þína eða mölvar þá; verð veika nágranna og veikir þá sterku; þegar þú sérð fram á vandræði, komdu af stað stríði; ekki gefa öðrum völd; vertu eins og prinsinn sem valdi sér grimman ríkisstjóra til að koma á stjórn (en þegar hann var hataður af almenningi eftir að hafa þjónað prinsinum, hlaut prinsinn auknar vinsældir fyrir að taka hann af lífi vegna grimmdarinnar); framkvæmdu illa nauðsyn í einu höggi, greiddu arð smám saman; fullvissaðu stundum þegnana um að hinum erfiðu dögum muni brátt ljúka, og á öðrum tímum hræddu þá með ótta um grimmd óvinarins; láttu líta út fyrir að þú sért miskunnsamur, áreiðanlegur, fullur mannúðar, tryggur, þráðbeinn, en vertu andstæðan í veruleikanum þegar aðstæður krefjast þess; talaðu alltaf fallega um dygðir, því að flestir dæma þig út frá því sýnilega; notaðu trúarbrögð sem réttlætingu fyrir að hefja styrjaldir, þar sem það gefur þér rétt til 'guðlegrar grimmdar'." (Úr Prinsinum / þýðing HB)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Evrópusambandsaðild: Loks vonarneisti fyrir íslenska þjóð?
17.7.2009 | 03:55
Umsókn um ESB er að mínu mati það allra besta sem Íslendingar geta gert í núverandi stöðu. Það hefði reyndar verið betra að vera búin að sækja um fyrir löngu, til þess að gera hagsmunaspillingu íslenskrar pólitíkur erfiðari og langsóttari.
Ég veit að þátttaka í ESB einkennist af skrifræði, en einnig mun íslensk þjóð eiga auðveldara með að sækja pólitískan rétt sinn. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þessi aðild mun hafa á kvótakerfið, auðhringana og hagsmunatengsl stjórnmálamanna við atvinnulífið.
Einnig verður áhugavert að sjá hvort að samninganefnd Íslendinga muni koma fram fyrir hönd þjóðarinnar, eða einungis hluta hennar. Nú gæti einnig gefist kjörið tækifæri til að losna bæði við krónuna og verðtrygginguna.
Vissulega hafa sumir hagsmunaaðilar í landbúnaði áhyggjur af því að missa einokunartök, og þurfa hugsanlega að horfa fram á erfiðar breytingar, sem munu þó væntanlega skila sér fyrst og fremst í auknum þrýstingi á lægra vöruverð í íslenskum landbúnaði, meiri gæði og aukið framleiðslumagn.
Þetta er skref í rétta átt, en það eru ennþá mörg ljón á þyrnistráðum veginum.
Ég átti alveg eins von á að aðildarviðræður yrðu ekki samþykktar. Nú vil ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur og Alþingi til hamingju með þetta mikilvæga skref í átt til hins nýja sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar.
Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Útskýrir þetta lýtaaðgerðir Michael Jackson og vilja hans til að hvítna, enda hafi andlitshúð hans verið ónýt eftir brunann?
16.7.2009 | 09:42
Ég vil vara við að þetta myndband er frekar óhugnanlegt og grafískt. Einnig myndirnar neðar á síðunni. Ég get vel trúað því að maðurinn hafi þjáðst mikið eftir þennan bruna. Annars- og þriðja stigs brunar eru hræðilega erfiðir viðfangs.
Sjálfur hef ég fengið 2. stigs sólbruna á baki og bringu og aldrei liðið jafn miklar kvalir. Erfitt að ímynda sér hvað maðurinn hefur þjáðst við að brenna á höfðinu.
1. stigs bruni:
2. stigs bruni:
3. stigs bruni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Athugasemdir
Ef þú lest stjórnarskrána þá þarf framkvæmdarvaldið alltaf heimild og samþykki meirihluta Alþingis að taka lán, veðsetja eða selja eignir og ráðstafa opinberu fé.
Hvernig heldurðu ef ríkisstjórn hefði ekki þetta aðhald? Það væri ávísun á algjöra ringulreið í efnahagsmálum og hugsanlegt að djúp gjá myndaðist milli þessara tveggja mikilvægu aðila.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.5.2008 kl. 08:02
Ég held, Hrannar, að þú misskiljir þetta aðeins. Seðlabankinn er lögum samkvæmt þrautalánveitandi fyrir bankana, nokkurs konar tryggingarfélag þeirra. Bankarnir eru aftur lánveitendur okkar. Ef bankarnir fá ekki lán vegna þess að tryggingarfélagið þeirra er ekki nógu traust, þá fáum við ekki heldur lán (eins og dæmin sanna). Það er því öllum landsmönnum í hag að gjaldeyrisforði Seðlabankinn verði styrktur svo traust erlendis á bönkunum aukist. Þetta snýst ekkert um það hvort bankarnir hafi sýnt af sér glæframennsku (sem alltaf má deila um), heldur að efnahagsreikningur þeirra hefur blásist út. Vissulega hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans líka aukist mikið, en alþjóðafjármálakerfið með matsfyrirtækin í broddi fylkingar telja að betur megi ef duga skal. Meðan að Seðlabankinn er ekki talinn standa sig í stykkinu fá bankarnir ekki lán til að lána okkur, heldur verða að nota allt tiltækt lausafé til að hafa til að greiða afborganir af eigin lánum.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2008 kl. 18:54
Ég er að reyna að rifja upp hvernig var með Íslenska erfðagreiningu. Mig minnir endilega að skuldabréfaheimild vegna þess fyrirtækis hafi ekki verið nýtt. Ég tek annars undir með þér að tilhugsunin um lán ríkisins vegna banka sem hafa ekki kunnað fótum sínum forráð er hroðaleg.
Berglind Steinsdóttir, 30.5.2008 kl. 18:59
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 21:24
Sumir eru með banka á heilanum , en hver getur áfellst þá ?
Ómar Ingi Friðleifsson , 30.5.2008 kl. 21:50
Ég held það væri réttast að nota þessa 500 milljarða til að greiða niður skuldir viðskiptavina bankanna. Bankarnir fá þá pening til að aðstoða sig í rekstrinum og róðurinn léttist um leið hjá heimilinum.
Magnús Guðni Kuwahara Magnússon (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 23:52
Nákvæmlega rétt! Þetta er nú engin ný uppgötvun hjá þér, því þetta er einmitt tilgangur allra seðlabanka: Að koma í veg fyrir að lausafjárkreppa setji bankakerfið og þ.a.l. allt þjóðfélagið á hvolf.
Þú getur kallað þetta hvað sem þú vilt, eins og t.d. 'hjálp þegar bankarnir lenda í erfiðleikum' .. en það breytir því ekki að við erum öll á sama bátinum, við og bankakerfið: ef bankakerfið sekkur, þá sökkvum við. Það er því bara skynsamlegt að vera með ráð til að bjarg okkur öllum.
Viðar Freyr Guðmundsson, 31.5.2008 kl. 01:50
Bandaríkin skulda ef fram fer sem horfir 1.5 biljón $ í Janúar 2009. Ef það væri svona gott að taka risa lán og græða á því, þá væri ekkert vesin í heiminum. Þetta risa lán sem ríkissjóður er að fá er bara olía á eldinn. Íslanska hagkerfið mun aldrei bera þetta lán. Þetta byrjaði svona í USA, þeir skulduðu 270 biljón $ í Júní 2008. Þeir eru komnir yfir rauðastrikið og gott betur en það. Þetta risa lán hjá okkur mun eingöngu lengja hengingarólina eins og Danir töluðu um. ´Mig grunar að ekkert lán verði tekið, heldur sé þetta eingöngu blöff til þess að vinna upp traust, svona sýndarveruleiki. En þetta er mín skoðun. !
Jón Viðar, 31.5.2008 kl. 02:22
Munurinn á Bandaríkjunum og Íslandi er að dollarinn er ennþá viðurkenndur gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum meðan íslenska krónan er það ekki. Þetta væri ekki nærri því eins mikið vandamál, ef íslenska krónan væri gjaldgeng um allan heim.
Marinó G. Njálsson, 31.5.2008 kl. 17:03
Áhugaverð umræða. Sitt sýnist hverjum. Nú er spurningin einfaldlega sú hvort að bönkunum takist að bæta ímynd sína gagnvart landsmönnum og tryggja traust fólksins á nýjan leik. Það verður að gerast til að hagkerfið haldi velli.
Hrannar Baldursson, 31.5.2008 kl. 22:51