Fyrirmynd og fagmaður fallinn frá: Walter Cronkite (1916-2009)

cronkite(2) 

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Stórstjörnur hafa hrapað síðasta mánuðinn. Fyrst var það David Carradine, síðan Michael Jackson, og nú Walter Cronkite, fréttamaður sem var þekktur fyrir traust og einlægni. 

Walter Cronkite fylgdist með stjórnmálum og vísindum af smitandi áhuga. Skoðanir hans gátu haft úrslitaáhrif á styrjaldir og landvinninga utan jarðarinnar. Þessi maður flutti Bandaríkjamönnum fréttina af andláti John F. Kennedy, Martin Luther King og lendingunni á tunglinu. Hann var elskaður fyrir hvernig hann tjáði fréttina um lát Kennedy (sjáðu hana hér fyrir neðan). Hann náði til allrar bandarísku þjóðarinnar og sýndi fram á vald fjölmiðla með því einfaldlega að hafa skoðanir reistar á rökum og umhyggju, skoðanir sem enginn stjórnmálamaður gat nokkurn tíma keppt við, enda voru þær djúpar og traustar. 

Hann var meðvitaður um þá myrku tíma sem mannkynið upplifir í upphafi 21. aldarinnar, en minnir okkur á að það er alltaf mikið myrkur rétt fyrir dögun.  

Hann lést 92 ára að aldri, fæddur 1916 og látinn 2009. Andlát hans var friðsælt og mannsins er minnst af mikilli virðingu. Hversu mikils virði er það?

Megi heimurinn fyllast af fréttamönnum eins og Walter Cronkite.  

 

John F. Kennedy myrtur

 

Lendingin á tunglinu

 

Martin Luther King, Jr. myrtur


Minningarorð frá CSC

 

Obama minnist Cronkite 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband