Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Ég er nú ekki mikill pólitíkus í mér, en hef verið að spá í spilin. Ég kaus samkvæmt minni sannfæringu eftir að hafa lesið vandlega yfir stefnur flokkanna; en hlustaði sem minnst á kosningaloforð gefin á síðustu stundu - sem eru í mínum augum ekkert annað en ryk.
En hér eru mínar pælingar um stöðu mála í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn + Framsókn
Gengur ekki upp. Það þarf ekki nema einn ósammála eða óheiðarlegan mann sem væri til í að þyggja mútur í öðrum hvorum flokknum til að hleypa öllu í bál og brand þegar um viðkvæm mál er að ræða. Einnig er hneykslanlegt hvernig Jón Sigurðsson margminntist á að skilaboð þjóðarinnar til Framsóknarflokksins væru skýr á kosninganóttunni, þar sem ósigur þeirra var fljótur að koma í ljós, og fullyrti hann að stjórnarsamstarf kæmi ekki til greina. Nú hefur hann bakkað frá þessum orðum, og virðist ekki lengur ætla að virða þann vilja sem hann taldi áður augljósan að þjóðin væri að tjá Framsóknarflokkinum. Það að Jón skuli vera að íhuga samstarf með Sjálfstæðisflokki eftir yfirlýsingar sínar á kosninganótt virðist vera ljótt dæmi um óheilindi (en þarf ekki að vera það), og eina leiðin út úr þessu, bæði fyrir hann og flokkinn er að hafna samstarfinu - en vissulega getur verið flókið hvernig það er gert, því að enginn virðist vita hver fær umboð til stjórnarmyndunar. Báðir flokkar og þjóðin öll myndi tapa á áframhaldandi stjórnarsamstarfi S og B.
Framsókn + Vinstri grænir + Samfylking
Gengur ekki upp af sömu ástæðum og áður voru nefndar, meirihlutinn er alltof lítill, og tilviljun eða prettir munu verða ofaná í viðkvæmum málum. Það er mikið af klókum stjórnmálamönnum þarna á milli, en klókindi er ekki það sem til þarf til að leiða þjóðarskútuna. Allir viðkomandi flokkar og þjóðin öll myndu tapa á þessu samstarfi.
Sjálfstæðisflokkur + Vinstri grænir
Gengur ekki upp vegna þess hversu langt er á milli flokkana í pólitík. Þeir munu verða í stöðugum vandræðum með að koma sér saman um viðkvæm mál, nema Vinstri grænir séu kannski laumuhægriflokkur. Þessi samsuða kæmu Vinstri grænum illa, því slíkt samstarf myndi gefa þeim svartan blett sem hentistefnuflokkur - rétt eins og Framsóknarflokkurinn fékk á síðasta tímabili; og myndi sjálfsagt vera bærilegur Sjálfstæðismönnum, rétt eins og ríkjandi stjórn þeirra er. Ég held að þessi stjórn hefði lítil mótandi áhrif á næstu fjögur árin, þar sem mesti krafturinn færi í að sætta gjörólík sjónarmið í stað þess að beina kröftunum að mikilvægum málefnum.
Sjálfstæðisflokkur + Samfylkingin
Mér líst best á þessa samsuðu, þó að ég sé engan veginn sáttur við Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga, vegna þess hversu illa hún hefur verið að tala um annað fólk og hversu erfitt hún virðist eiga með að vera samkvæm sjálfri sér. Aftur á móti hefur Samfylkingin fantagóða stefnu, og hefur fullt af góðu fólki innanborðs. Þar sem að hluti Samfylkingar hefur tilhneygingu til hægri, en hugar þó að samfélagsmálum, og virðast hæfilega skynsöm - sem verður aðeins styrkt af stöðugleika Sjálfstæðisflokksins - þá tel ég þessa stjórn verða bæði flokkunum og þjóðinni til heilla.
Aðeins um Björn Bjarnason og Árna Johnsen
Síðustu daga hefur mikið verið talað um þá Björn og Árna í sömu hendingu, sem mér finnst ósanngjarnt gagnvart Birni. Ég tel að hann hafi verið að gera skyldu sína í Baugsmálinu, en vandinn hafi verið sá að ákæruvaldið réði einfaldlega engan veginn við málið. Ég gæti trúað að vanhæfni og skortur á reynslu í slíkum máli hafi orðið ákæruvaldinu að falli. Að flokka þetta mál sem pólitískt einelti finnst mér tóm firra. Mér fannst það líka ósmekklegt af Jóhannesi í Bónus að auglýsa útstrikanir gegn Birni, þar sem að vonlaust er fyrir kjósendur að vita sannleikann í málinu; en eiga þó kannski auðvelt með að skipta sér í flykkingar um hver hann er. Minni á að Al Capone sjálfur, sem ábyrgð bar á fjölda morða í Chicago á sínum tíma var ekki stungið í steininn fyrir skipulagða glæpastarfsemi, enda hafði hann snjalla lögfræðinga til að verja sig í stóru málunum, heldur var hann hankaður á skattsvikum og stungið í steininn fyrir þau.
Ég gerði skoðanakönnun um Árna Johnsen fyrir nokkrum dögum. Í augnablikinu hafa 350 manns svarað henni, sem ég tel að geri hana marktæka.
Spurt var: Vilt þú sjá Árna Johnsen á þingi?
Samkvæmt þessu er mál Árna Johnsen svartur blettur á Sjálfstæðisflokknum og ljóst að hann er maður sem þjóðin á erfitt með að treysta fyrir valdi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er í viðkvæmu stjórnarsamstarfi og getur ekki treyst öllum sínum mönnum 100%, þá er hætta á að skútan fari að vagga óbærilega. Mér finnst mikil skítalykt að þessu máli, sérstaklega þegar haft er í huga að Árni gat ekki einn komið því í kring að honum yrðu gefnar upp sakir til að hann kæmist aftur í framboð. Það þýðir að hópur manna stendur að baki spillingar, klíkuskapar og siðleysis. Það var óeðlilegt að gefa Árna uppreist æru. Eðlilegt er að gefa fólki uppreist æru sem veldur alvarlegu slysi og fær kannski dóm fyrir manndráp af gáleysi eða hefur verið handtekið vegna fjöldamótmæla, eða einhvern tíma fengið dóm á öðrum vettvangi - en aldrei fyrir misbeitingu valds.
Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20 bestu bíólögin: 17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
16.5.2007 | 20:30
Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Af hverju Footloose? Ren MCCormack er skotinn í Ariel Moore, Ariel er dóttir prests sem er á móti öllu sem tengist rokki og róli, og vill helst banna það. Ren, aftur á móti, tjáir sig best í dansi og þá helst við tónlist sem árið 1984 kallaðist rokk en í dag kallast popp. Hann sýnir fram á að hægt sé að vera góð manneskja þó að hann dýrki rokk og ról. Í lokin dansa allir saman og eru kátir.
Ég veit, ekkert svakalega djúpt, en raunverulega ástæðan er nostalgía. Mér fannst þessi mynd frábær í kringum árið 1984, en er hræddur um að ég myndi ekki endast hana alla í dag. Skemmtilegt lag samt sem áður og keyrir boðskapinn heim á tún.
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)
15.5.2007 | 19:59
Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.
Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Nú sé ég fyrir mér Sancho vin minn hrista á sér hausinn og vara mig við hlaupandi vindmyllum eftir því sem listinn mjakast nær toppsætinu. Það eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju ég er hrifinn af þessu lagi:
Það kemur mér alltaf í gott skap - klikkar ekki.
Textinn inniheldur orðið philosophy - það hlýtur að gefa stóran punkt.
Hakuna Matata! What a wonderful phrase
Hakuna Matata! Ain't no passing craze
It means no worries for the rest of your days
It's our problem-free philosophy
Hakuna Matata!
Í samhengi við teiknimyndina, Konung Ljónana, er þetta náttúrulega hrein snilld, þar sem lagið lýsir fegurðinni á bakvið kommúnisma, og hvernig hann getur blekkt bestu sálir - en sýnir um leið að ábyrgð gagnvart restinni af heiminum skiptir engu máli í slíkri lífsspeki, og er í raun þáttur í strerkri myndhverfingu af öfugu þroskaferli ábyrgðarleysis yfir í lífsspeki sem snýst um áhyggju- og ábyrgðarleysi, - tilfinning verður að lífsstíl sem verður að veruleika. Hugsanlega sýnir þetta atriði jafnvel að þegar allsnægtir eru til staðar verður kæruleysið algjört, en samt að von sé á samviskubiti. Ég veit að ég er að lesa alltof mikið í þetta atriði, en til þess er leikurinn gerður.
Góða skemmtun!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttakvikmyndagagnrýni Sancho: Fever Pitch (1997) - 9 Tacos
14.5.2007 | 23:25
Hvernig er hægt að elska 1 konu og dýrka 11 menn?
Bók Nicks Hornby frá árinu 1992 er sjálfsævisaga höfundar skrifuð líkt og flestar sjálfsævisögur út frá minnisstæðum atvikum í lífi þess aðila sem bókin er rituð um, ekkert óvenjulegt við það, nema hvað merkisatburðir eru ávalt tengdir leikjum Arsenal (aka. The Gunners). Bókin naut mikillar hilli lesenda sem og gagnrýnenda um allan heim og mæli ég sterklega með lestri bókarinnar, áhugi á knattspyrnu er ekki forkrafa þó svo að hann skemmi ekki fyrir.
Myndin um enskukennarann sem elskar uppáhalds knattspyrnuliðið sitt svo mikið að hann áætlar ekki fram í tímann í árum heldur knattspyrnutímabilum er á pappírnum ekkert annað en boy meets girl, boy looses girl kerlingavella (sbr. Bandarísk útgáfa sem kom út árið 2006 með Drew Barrymore og einhverju gimpi og fallegu íþróttinni er skipt út fyrir hafnabolta!). Við fyrsta áhorf kemur í ljós að hlutfall gamanmyndar í formúlunni rómantísk gamanmynd er óvenju hátt. Húmorinn er mjög góður, mjög breskur á köflum, lúmskur og öðruvísi.
Söguþráður myndarinnar er ekki ólíkur áðurnefndum boy meets girl, boy looses girl myndum. Paul Ashworth (Colin Firth) er enskukennari í millistéttar unglingaskóla í London. Hann er ágætlega menntaður og í alla staði frekar venjulegur einhleypur 30 40 ára karlmaður. Það sem gerir Paul ólíkan flestum öðrum einhleypum 30 40 ára karlmönnum er dýrkun hans á knattspyrnuliði. Paul er svo heltekinn af knattspyrnuliðinu og gengi þess að líf hans er beintengt árangri liðsins, heilsufar og hamingja er í næstum fullkomni fylgni við úrslit leikja. Paul hittir Söruh þegar hún byrjar að kenna við sama skóla, þau fella hugi saman og so videre, strákur hittir stelpu, strákur verður skotinn í stelpu, strákur glatar stelpu, strákur nær í stelpu aftur og myndin er búin.
Eftirlætis atriði Sancho
Steve (Robert Parker) er besti vinur Paul sem útskýrir fyrir vini sínum að það séu ekki félagslegar aðstæður, óheppni eða reykingar sem eru þess valdandi að Steve hafi ekki náð langt sem leikmaður.
Its not the smoking, Steve, Its the crapness.
Paul lýtur til baka í lok myndarinnar (Sarah er ólétt þegar þarna kemur við sögu)
When I think back to the 26th of May 1989 now, it's impossible to explain what happened to either of us, all three of us, if you count the team.
Lífsspeki Paul í grunninn (atriði í upphafi myndar).
See, after a while, it all gets mixed up in your head, and you can't remember whether life's shit because Arsenal are shit or the other way around.
Það sem gerir söguþráðinn frábrugðin er að hann er skrifaður í kringum sögulegar staðreyndir, hann er skrifaður í kringum knattspyrnutímabil Arsenal FC árin 1988 1989, tímabil þar sem Arsenal endaði sem Enskur meistari (í fyrsta sinn eftir langt hlé) og sigraði helsta keppinautinn og stórlið þeirra ára Liverpool FC á síðustu mínútu í síðasta leik tímabilsins (Arsenal sigraði Liverpool 0 2 á útivelli þann 26 maí árið 1989, Michael Thomas skoraði seinna mark Arsenal þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Arsenal og Liverpool enduðu með jafn mörg stig en markahlutfall Arsenal reyndist betra (markatala var reyndar jöfn en Arsenal hafði skorað fleiri mörk en Liverpool), 0 1 sigur hefði ekki dugað Arsenal til að vinna titilinn og er leikur þessi almennt talinn einn merkilegasti í sögu Enskrar knattspyrnu.)
Samsvörun við líf margra? Fótbolti skapar tilfinningahita, skapar gleði og sorg, það er einn af hlutunum sem gerir þessa mögnuðu íþrótt að stórkostlegustu íþrótt sem til er. Auðvitað er Paul ýktur karakter, öllu má ofgera, það er enginn sem læutr svona, og þó? Bók Nick Hornbys er sjálfsævisaga, Nick Hornby missir ekki af leik með Arsenal, hann hefur viðurkennt opinberlega að hann mæli fylgni milli gengi Arsenal og hamingjustigs eigin lífs. Nick Hornby var gestur Íslenskra menningarsnobbara á s.l. ári, á kvöldi í Iðnó sem að hluta til var honum til heiðurs tók hann nær engan þátt í samræðum um stöðu skáldsögunnar, mikla nútímahöfunda og það sem bókmenntavitar kunna að rabba saman um þegar þeir stinga saman nefjum. Nick Hornby fékk sér einn kaldann af krana og sat megnið að kvöldinu úti í horni og var að púsla saman bestu mögulegu liðssamsetningu Arsenal frá upphafi þ.e.a.s. besta leikmanni Arsenal í hverja stöðu óháð tíma og rúmi, Hornby púslaði ekki bara saman bestu 11 manna liðsuppstillingu heldur tók hann einn varamann í hverja stöðu. Gaurinn er náttúrulega bara snillingur.
Þess ber að geta að Honby hefur skrifað fleiri bækur sem færðar hafa verið á hvíta tjaldið, m.a. About a Boy og High Fidelity.
Sancho hefur engar áhyggjur af ásökunum um hlutdrægni og gefur 9 tacos (Hefðu verið 9 ½ tacos ef tímabil Arsenal FC sem lauk í gær hefði verið betra, heilar 10 tacos ef gagnrýnin hefði verið skrifuð eftir taplaust tímabil Arsenal FC 2003-2004).
Helstu leikarar
Luke Aikman
Bea Guard
Neil Pearson
Ruth Gemmell
Colin Firth
Richard Claxton
Leikstjóri
David Evans
Handritshöfundur
Byggð á bók Nicks Hornby
Fever Pitch Trailer (af YouTube - slök gæði)
Fever Pitch Trailer (fyrir Real Video eða Windows Video - betri gæði)
20 bestu bíólögin: 19. sæti, Rawhyde - Blues Brothers (1980)
14.5.2007 | 17:09
Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Jake og Elwood Blues taka gigg á kúrekabar í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem gestir reikna með minna rokki og meira blágrasi.
Góða skemmtun!
"Stand by your man" bætt við eftir athugasemd Halldórs Sigurðssonar.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skoðanakönnun um Árna Johnsen
14.5.2007 | 07:42
22% strikuðu yfir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í gamladaga: The Amazing Spider-Man í Stjörnubíó
13.5.2007 | 23:00
Ég ákvað að svara Kalla sem spurði um gömlu Spider-Man myndirnar í grein sinni Hvað varð um gömlu Spiderman myndirnar? Eftir frekar stutta leit komst ég að því og mér að óvörum var búið að framleiða mun meira af þessu efni en mig grunaði. Annars langar mig að benda á að teiknimyndasögurnar sem tengjast borgarastyrjöld ofurhetjanna hjá Marvel er sérstaklega skemmtileg lesning. Hægt er að sjá mynd af kápu sem tengist þessari stóru sögu, sem byggir á þeirri forsendu að skrásetja skuli alla sem hafa ofurkrafta til að stjórnvöld geti nýtt sér þessa krafta við verkefni sín. Helmingur ofurhetjanna styður frumvarpið og fær það verkefni að handsama þá sem eru á móti. Við það brýst út ofbeldisalda milli ofurhetjanna, og allt í einu eru góðu gaurarnir flokkaðir sem vondir aðeins vegna þess að þeir vilja halda nafni sínu leyndu.
Myndin sem sýnd var í Stjörnubíó var ein af þremur sjónvarpsmyndum um Spider-Man. Aðalhlutverkið lék Nicholas Hammond, en nánari upplýsingar um fyrstu myndina geturðu fundið hér á IMDB.
Myndirnar um Spider-Man voru eftirtaldar:
The Amazing Spider-Man (1977) (TV)
Spider-Man Strikes Back (1978) (TV)
Spider-Man: The Dragon's Challenge (1979) (TV)
Og svo voru framleiddir 13 þættir, en Stan Lee var mjög á móti því hvernig farið var með sköpun hans í þessum þáttum. Samt er ég viss um að þetta hljóti að hafa ákveðið skemmtigildi fyrir algjöra bíónörda. :)
... aka Spiderman
- The Deadly Dust: Part 1 (5 April 1978)
- The Deadly Dust: Part 2 (12 April 1978)
- The Curse of Rava (19 April 1978)
- Night of the Clones (26 April 1978)
- Escort to Danger (3 May 1978)
- The Captive Tower (5 September 1978)
- A Matter of State (12 September 1978)
- The Con Caper (25 November 1978)
- The Kirkwood Haunting (30 December 1978)
- Photo Finish (7 February 1979)
- Wolfpack (21 February 1979)
- The Chinese Web: Part 2 (6 July 1979)
- The Chinese Web: Part 1 (6 July 1979)
Köngulóarmaðurinn enn á toppnum vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.
Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn.
Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Tom Cruise leikur ungling sem er alveg að fara yfirum í hormónadeildinni.
Góða skemmtun!
Kvikmyndir í 100 ár (1902-2002)
12.5.2007 | 22:50
Í dag eru kosningar og Eurovision. Ég er búinn að kjósa og horfi ekki á Eurvision eftir afhroðið á fimmtudag. Þess í stað lék ég mér aðeins á YouTube og fann myndbrot úr bíómyndum allt aftur til 1902, og leitaði svo að brotum úr myndum sem mér finnst skemmtilegar.
1. áratugur 20. aldar
Le Voyage dans la lune, 1902
Hérna fyrir neðan fylgir öll stuttmyndin 'Ferðin til tunglsins" sem gerð var eftir sögu Jules Verne. Hún er ekki nema 8 mínútur og 25 sekúndur, en er furðulega skemmtileg miðað við aldur. Það er svolítið fyndið hvernig þyngdaraflið spilar varla neitt hlutverk í þessari ágætu vísindaskáldsögu.
ATH: Betra er að taka hljóðið af áður en horft er á þessa mynd.
2. áratugur 20. aldar
Birth of a Nation, 1915
Fánaberi berst yfir vígvöll og kemst upp að óvinunum til þess eins að troða fána í fallbyssuna þeirra.
Þema: hetjudáðir, göfugmennska og hugrekki.
3. áratugur 20. aldar
Wings, 1927
Mary Preston er nýbúin að skrá sig til herþjónustu og er að keyra inn í þorp, en þar sem mikill skruðningur er í trukknum sem hún keyrir heyrði hún ekki viðvaranir um yfirvofandi loftvarnarárás.
Ekkert ákveðið þema, nema kannski hættan sem fylgir stríði, en þetta atriði er gott dæmi sem sýnir hversu vel myndin er gerð.
4. áratugur 20. aldar
Gone with the Wind, 1939
"I will never be hungry again" (Scarlett O'Hara)
Eftir miklar raunir og hörmungar í borgarastyrjöldinni, er Scarlett loks komin heim til sín; og tekur þá ákvörðun að vera nógu staðföst og hörð til að hún og hennar nánustu þurfi ekki að þjást meira.
Þema: staðfesta
5. áratugur 20. aldar
Casablanca, 1942
"Here's looking at you kid," (Rick Blaine)
Rick Blaine varð aðskila við Ilsu Lund, sem hann var ástfanginn af í París við upphaf seinni heimstyrjaldarinnar. Hún kemur til hans í neyð þar sem hann rekur veitingastað í Casablanca. Hún biður hann um að hjálpa henni til að komast úr landi með eiginmanni sínum. Rick neitar að hjálpa eiginmanni hennar, en ætlar sjálfur að fara með henni til Bandaríkjanna og skilja manninn hennar eftir í höndum nasista, eða það heldur hún.
Þema: Göfuglyndi og ást.
6. áratugur 20. aldar
Úr: The Bridge on the River Kway, 1957
Stríðsfangar blístra.
Breskir og bandarískir stríðsfangar Japana í seinni heimstyrjöldinni hafa verið neyddir til að bryggja brú yfir brúnna Kwai. Vinnan er erfið, en fangarnir eru með góðan liðsanda sem gefur þeim aukinn kraft.
Þema: Slæmar aðstæður þýða ekki endilega slæman anda ef hugarfarið er í lagi.
7. áratugur 20. aldar
Lawrence of Arabia, 1962
T.E. Lawrence "Why?"
Sherif Ali: "It's my well."
T.E. Lawrence "I drank from it."
Sherif Ali:"You are welcome."
Maður á úlfalda nálgast T.E. Lawrence og leiðsögumann hans í Sahara eyðimörkinni.
Þema: Ólíkir menningarheimar mætast.
8. áratugur 20. aldar
Apocalypse Now, 1979
"I love the smell of napalm in the morning" (Lieutenant Colonel Bill Kilgore)
Þyrluflugmenn ráðast með þungum vélbyssum og sprengjum á þorp í Norður Víetnam með "The Ride of the Valkyres" sem undirspil.
Þema: Geðveiki og tilgangsleysi stríðsbrölts
9. áratugur 20. aldar
Star Wars Episode V - The Empire Strikes Back, 1980
Keisarinn og Darth Vader ræða um ógnina og möguleikana eftir að þeir uppgötva hversu hættulegur Luke Skywalker getur orðið.
"He will join us or die, master" (Darth Vader)
Þema: Valfrelsi er ekkert frelsi þegar möguleikarnir eru takmarkaðir.
10. áratugur 20. aldar
Braveheart, 1995
"They may take our lives, but they will never take our freedom. " (William Wallace)
William Wallace flytur ræðu til að hvetja samlanda sína til orrustu gegn Englendingum.
Þema: Einn dagur í lífinu sem frjáls manneskja er meira virði en heil ævi ófrjáls.
1. áratugur 21. aldar
Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, 2001
"One Ring to rule them all, One Ring to find them, One Ring to bring them all, and in the darkness bind them." J.R.R. Tolkien
Farið yfir sögu Miðjarðar og hringsins.
Þema: Hvernig mikið vald tælir, spillir og étur upp þá sem hafa það.
Kvikmyndir | Breytt 13.5.2007 kl. 01:05 | Slóð | Facebook
Eurovision textarnir: "Ég les í lófa þínum" og "Valentine Lost"
10.5.2007 | 17:09
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég þessa grein, og fannst við hæfi að endurbirta hana í tilefni Eurovision kvöldsins í kvöld.
Í dag las ég að Kristján Hreinsson, sá sem samdi upphaflega textann við íslenska Eurovision lagið í ár, hafi verið búinn að snúa honum yfir á ensku með tilvísun í Hamlet, en lagið átti að heita í hans þýðingu, "To be or not to be", sem mér finnst nú talsvert áhugaverðara heiti en "Valentine Lost," sem er hryllileg þýðing enda hefur hugtakið "Valentine" nákvæmlega enga þýðingu fyrir okkur Íslendinga.
Mig langar að gera samanburð á textunum tveimur, svona rétt til gamans:
Ég les í lófa þínum, leyndarmálið góða
Ég sé það nú, ég veit og skil
Það er svo ótalmargt sem ætla ég að bjóða
Já, betra líf, með ást og yl
Upphafserindið í þýðingu Kristjáns fjallar um von og ást. Hægt er að sjá fyrir sér tvær manneskjur sem í miklum trúnaði tjá ást sína. En stökkvum í ensku þýðinguna á sama erindi:
Ill let the music play while
love lies softly bleeding
in heavy hands
on shadow lands
As thunder clouds roll the sunset is receding
no summerwine
no Valentine
Hér eru aðstæður gjörólíkar. Þarna eigum við að sjá fyrir okkur mynd af ást sem liggur blæðandi í þungum höndum (blönduð myndhverfing sem gengur engan veginn upp), en það er frekar erfitt þar sem að ást er frekar ómyndrænt hugtak. Þannig að ljóst er að þýðingin er strax komin út í eitthvað abstrakt dæmi sem fjallar um tilfinningaflækjur einhvers þungarokkara, á meðan upphaflegi textinn virkar sem ástarjátning tveggja manneskja.
Næsta erindi:
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Það er lítið um þetta að segja, en ljóst er að ástarjátningin er ennþá í gangi og maður finnur að mælandinn hefur sterka þrá til að lifa með elskuðu manneskjunni alla sína ævi.
Og nú að þýðingunni á sama erindi:
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Þarna má sjá tígrisdýr lokað inn í búri og athyglissjúkan leikara á auðu sviði, sem vísar svo í sigurvegara síðustu Eurovisionkeppni með að koma inn orðunum 'Rock and roll'. Eina orðið sem kemur í huga mér núna til að lýsa þessu erindi: 'pathetic' - þarna er einhver aumingi að öskra vegna þess að hann fær ekki nóga athygli. Eru menn að missa það?
Kristján:
Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast
Við höldum tvö, um höf og lönd
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast
Þá leiðumst við
Já, hönd í hönd
Enn heldur sama mynd áfram, en nú mætast hendurnar sem gætu þá táknað hversu vel þessir tveir einstaklingar passa saman - að ástin sé gagnkvæm og þau vilji bæði vera saman að eilífu.
En nú aftur að þýðingunni:
Some rivers still run dry and jungles burn to embers
gold autumn days
must fade to gray
There is a reason why a haunted man remembers
one frozen night his darkest day
Uppþornuð fljót og brenndir skógar, haust verður að vetri (dauðaminning). Og enn fer mælandinn að vorkenna sjálfum sér og sekkur sér nú í sjálfsvorkun og volæði þegar hann minnist dags þegar enginn vildi vísast hlusta á hann, frekar en núna. Þannig heldur textinn áfram. Á meðan íslenska útgáfan fjallar um ást, von og lífið - er þýðingin um vonleysi, sjálfsvorkun og dauða.
Þegar ég heyrði fyrst ensku útgáfuna náði ég ekki textanum. Núna þegar ég hef náð honum óska ég þess að ég hefði ekki gert það. Hann er nefnilega verri þegar maður botnar í honum en ekki. Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ensk þýðing Kristjáns var ekki notuð, þar sem að hann er þátttakandi í gerð upphaflega hugverksins og ekki skyldi gera lítið úr hans hlutverki.
En hér að neðan eru textarnir í heild (vonandi rétt skráðir):
Ég les í lófa þínum (Smelltu hér til að sjá myndband við lagið)
Söngvari: Eiríkur Hauksson
Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur texta: Kristján Hreinsson
Ég les í lófa þínum, leyndarmálið góða
Ég sé það nú, ég veit og skil
Það er svo ótalmargt sem ætla ég að bjóða
Já, betra líf, með ást og yl
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast
Við höldum tvö, um höf og lönd
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast
Þá leiðumst við
Já, hönd í hönd
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Ég ætla að fara alla leið
Með ást á móti sorg og neyð
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Ég ætla að fara alla leið
Með ást á móti sorg og neyð
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Valentine Lost (Smelltu hér til að sjá myndband við lagið)
Söngvari: Eiríkur Hauksson
Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur texta: Peter Fenner
Ill let the music play while
love lies softly bleeding
in heavy hands
on shadow lands
As thunder clouds roll the sunset is receding
no summerwine
no Valentine
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Some rivers still run dry and jungles burn to embers
gold autumn days - must fade to gray
There is a reason why a haunted man remembers
one frozen night his darkest day
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll will heal your soul
when broken hearts lose all control
A passion killed by acid rain
a rollercoaster in my brain
But how would you know
In your satin silk and lace
another time another place
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll will heal your soul
when broken hearts lose all control
A love that loose and painted black
a train stuck on a broken track
Ill let it go
Rock and roll has healed my soul
the stage is set on with the show
Eiríkur Hauksson vinsæll meðal sjóræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)