20 bestu bíólögin: 2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001

Mulholland Drive er ein af þessum myndum sem fólk annað hvort hatar eða elskar. Ég er í síðarnefnda hópnum. Rétt eins og Lost Highway er hún svolítið furðuleg, en það er ekki alltaf á hreinu hver aðalpersónan er; hvort að hún sé hún sjálf, einhver sem er að leika hana, eða einhver sem hún er að leika. Síðan birtast atriði í þessari mynd eins og þruma úr heiðskýru lofti, dæmi um eitt slíkt er eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar, sem gerirst um hábjartan dag á ósköp venjulegu kaffihúsi, en rétt eins og Llorando lagið, skiptir þversögnin í atriðun meira máli en atriðið sjálft, svo maður leyfi sér að vera svolítið þversagnakenndur sjálfur.

 

Atriðið á Winkie's (ekki lag):

Llorando er bein þýðing á upprunalegu útgáfu lagsins, Crying, með Roy Orbison. (Glámur leiðréttir mig fari ég með rangt mál). Það er margt merkilegt við þetta lag; í fyrsta lagi er það stórfurðulegt, en rödd söngkonunnar öðlist sjálfstætt líf þegar hún fellur í yfirlið; lagið smellpassar inn í kvikmyndina þar sem að það er jafn þversagnakennt og furðulegt og myndin sjálf, svo er það á spænsku, sem er stór plús fyrir mig. Whistling

Llorando (lagið):

 

2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001

3. sæti,  Come What May - Moulin Rouge!, 2001

4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Sancho númer tvö, Jailhouse Rock!

 Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Silfrið hjá Sancho.

Kóngurinn, Elvis Aaron Presley, tvímælalaust eitt allra besta lag kvikmyndasögunnar (reyndar það næst besta skv. besta topp 20 lista sem finna má á netinu).

http://youtube.com/watch?v=zRu3tw9fYxE

Ungur og sætur, alltaf flottastur fram í rauðann (búinnaðborðaaðeinsofmikiðafdjúpsteiktumsamlokummeðhnetusmjöri) dauðann.

kv. Sancho.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband