20 bestu bíólögin: 3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001

Bronsið!

Christian (Ewan McGregor) er bandarískur rithöfundur í París á því herrans eða frúar ári 1899, og á hann ekki bót fyrir rassinn á sér.  Hópur furðulegra listamanna hvetur hann til að semja söngleik fyrir aðal skemmtistað Parísar á þessu tímabili: Moulin Rouge! Hann slær til.

Þegar Christian hittir Satine (Nicole Kidman) í fyrsta sinn fljúga á milli þeirra neistar. Það er ást við fyrstu sýn, og Christian skrifar söngleik innblásinn af Satine, en lögin eru öll úr poppheimi 20. aldarinnar. Tónlistin í Moulin Rogue! er sérlega skemmtileg og gaman hvernig popplög frá 8. áratugnum eru uppfærð (eða niðurfærð) í stíl Parísar 19. aldar. 

Come What May er snilldarlag úr þessari stórgóðu mynd. Það er reyndar af mörgu að taka, en þetta lag situr fast í huga mínum.

 

3. sæti,  Come What May - Moulin Rouge!, 2001

4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Góða skemmtun!

 

Hér er myndbandið hans Sancho:  

Þar sem að Spike er minn uppáhalds karakter úr sjónvarpsþáttum eða myndum, verð ég að setja inn myndband sem gerir honum aðeins betri skil. Ég játa að vampýrugervið er hryllilegt, en það er hins vegar 'örkin' sem hann gengur í gegnum og hvernig hann tjáir sig sem gerir hann að Blondie sjónvarpsins - en Blondie er náttúrulega mesti töffari kvikmyndasögunnar. 

 

 Skondið lag úr Buffy:

 

Annað skondið lag úr Buffy, sem er greinilega stolið úr Moulin Rouge laginu sem birtist hér fyrir ofan:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sancho no comprende

Eins og þessi listi fór vel af stað hjá þér ....

Jæja bronsið hjá Sancho er fullorðins, Rocky Balboa "The Italian Stallion" and pride of Philadelphia. Verður ekki betra (nema sæti 1 & 2 )

Sem sérstakt tribute til Don de la Breiðholt verður youtube myndband ekki tekið úr originalnum heldur verður SPIKE nokkur í aðalhlutverki.

http://youtube.com/watch?v=D0qFOgOMQGs

adios amigo.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband