Um alheiminn

Show the universe being ruled by a cowboy in the clouds. Photorealism.

Alheimurinn er allt það sem er til og allt það sem er til er áþreifanlegt með einhverjum hætti, það er hægt að mæla með snertingu, bragði, lykt, sjón eða heyrn. Við manneskjurnar reynum að átta okkur á þessum hlutum og tengja þá saman með rökhugsun okkar, við búum til hugtök og orð um öll þau fyrirbæri sem við uppgötvum þannig að við getum sem heild áttað okkur enn betur á hvaða merking liggur að baki þessum fyrirbærum, og reynum að sjá hvert og eitt þeirra sem hluta af heild sem við reynum að átta okkur á.

Reyndar reyna ekki allir að skilja þetta stóra samhengi, sumir eru sáttir við að skoða heiminn eins og hann er umhverfis þau, og sætta sig við að stóra samhengið er kannski allt of stórt til að skilja, því þó að við skoðum ekki nema örlítinn bút af okkar eigin veruleika, þá er margt þar sem er ofar okkar eigin skilningi. Til dæmis að þekkja hljóðin í öllum fuglum sem fljúga hjá okkur, vita hvað þeir heita, kynnast skordýrunum, öllum gróðri og hvernig skepnur haga sér, það er í rauninni heimur út af fyrir sig sem krefst sérhæfingar til að skilningurinn fái að njóta sín. 

Sá sem fæst við að skilja allan heiminn þarf að gera það með mikilli auðmýkt, því hann þarf að vita hversu lítið við getum í raun vitað, og það litla sem við áttum okkur á, það gefur annars konar innsýn en praktíska, það sem gefur okkur pening og mat til að lifa á.


Um þrjóska leiðtoga

Ég hef búið víða um heim og séð margt. En alltaf kem ég aftur heim til Íslands, enda er þar fólkið sem ég elska, tungumálið sem gerir mér fært að hugsa skýrt og skapandi, og dúndrandi lífskraftur bæði í náttúrunni og menningunni. Ísland er mín orkustöð,...

Um skilning á hugtökum

Ef við veltum því aðeins fyrir okkur, þá er magnað hvernig hugurinn virkar. Við lærum öll þessi hugtök sem geta átt við raunverulega hluti sem eru til, raunverulega hluti sem eru ekki til, og skáldskap sem gæti verið til og skáldskap sem ekki er til....

Um fyrirmyndir og guði

Frá barnæsku gerum við okkur alls konar hugmyndir, eins og hvernig manneskja væri sem væri algóð, fullkomin, vingjarnleg, skemmtileg, elskuleg, falleg og þar fram eftir götunum. Það er eins og allir þessir kostir blandist saman í eina veru sem við síðan...

Um gildismat

Ef við tökum ákvarðanir sem byggja á okkar dýpstu trú og gildum, tryggjum við að hegðun okkar sé samkvæm sjálfri sér og dygðug. Ef við þekkjum okkar eigin gildi gerir það okkur fært að setja okkur markmið í lífinu og forgangsraða þeim þannig að þær...

Um fordóma og skoðanir

Fordómar verða til þegar við myndum okkur skoðun á málum án þess að skoða þau vandlega fyrst. Fjöldi fólks gerir þetta og ekkert er eðlilegra, enda getur það tekið heilmikinn tíma að setja sig inn í sérhvert mál og hugsa það til enda, sérstaklega ef...

Um að vera leiðtogi í eigin lífi

Getur það verið að leiðtogi sé eins og að vera skip sem siglir frá einni höfn til annarrar, fer bestu hugsanlegu sjóleiðina og að maður sjálfur sé áttavitinn sem stýrir því á áfangastað? Rétt eins og áttavitar benda alltaf í norður, í það minnsta fyrir...

Um góðmennsku

Ímyndum okkur að líf okkar sé heimili og hugur okkar garður framan megin og hjarta okkar garður bakdyramegin. Á vorin getum við plantað nýjum fræjum, klippt trén og hreinsað af þeim og reitt arfa, á sumrin vökvum við og sláum blettinn, og á haustin tökum...

Um sannleika og fals

Ímyndum okkur að heimurinn sé eins og púsluspil. Við verjum barnæskunni og miklum hluta ævinnar í að púsla því saman og þegar við loks teljum okkur hafa klárað púslið, tökum við eftir að það vantar eitt púsl. Við leitum út um allt en finnum það ekki....

Um áhrif náms gegn kvíða

Til að sigrast á vandamálum, eins og kvíða, þá krefst það fyrst heiðarlegrar greiningar á hvort vandinn sé huglægur eða efnislegur, og ef hann er huglægur, þá þarftu að leggja á þig vinnu til að leysa málið með öllum þeim huglægu tækjum sem þú hefur...

Um tilurð kvíðans

Kvíði er tilfinning sem við finnum stundum fyrir. Það er eins og dragi fyrir sólu í huga okkar og blóðið í æðum okkar kólni nánast að frostmarki. En er eitthvað ákveðið sem einkennir kvíða? Ef eitthvað eitt umfram annað veldur kvíða, þá er það vilji...

Um verðmæti ákvarðana okkar

Mark Twain sagði eitt sinn að "besta leiðin til að hressa þig við er að reyna að hressa við einhvern annan." (Dagbók Mark Twain, 1910). Einföld ákvörðun, en verðmæt. Það að hella ánægju yfir í heim annarrar manneskju fyllir kannski ekki vasa okkar af...

Um skort á samúð

Einu sinni sagði kær vinkona mín sögu af manni sem hafði safnað miklum auði og áhrifum í gegnum árin. Hún leitaði ráða hans, glímdi við fjárhagserfiðleika og vonaði að hann gæti veitt einhver gáfuleg ráð. Fyrstu viðbrögð hans voru að ráðast í flóknar...

Um óheilbrigða meðvirkni

Óheilbrigð meðvirkni er þegar tvær manneskjur (eða fleiri) reiða of mikið hvor á aðra. Það er þegar hamingja einnar manneskju reiðir of mikið á hamingju hinnar manneskjunnar. Dæmi um þetta eru tveir vinir sem geta ekkert gert í sitthvoru lagi, eða hjón...

Um endalausa ánægju

Við gætum haldið að ánægjan sé góð. Til dæmis ef mér finnst gaman að leika mér í tölvuleikjum, hvað er þá að því að spila stanslaust tölvuleiki, allan liðlangan daginn, eða ef mér finnst eitthvað sælgæti sérstaklega bragðgott, eitthvað sem gefur mér svo...

Um að meta rétt og rangt

Persónulegar skoðanir eru eins og breytingar á veðurfari frá degi til dags. Engar tvær manneskjur halda nákvæmlega sömu skoðun og þar að auki getur ein manneskja skipt um skoðun hvenær sem er. Það sem getur talist æðra skoðunum eru meginreglur. Til dæmis...

Um muninn á skoðun og þekkingu

Ef einhver er sannfærður um eitthvað, þá er hann aðeins að segja skoðun sína og tilfinningu, en er hvorki að tjá þekkingu né staðreynd. Ef einhver segir satt um eitthvað, þá er hann ekki að tjá sannfæringu, heldur aðeins þekkingu og staðreynd. Þegar fólk...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband