Um þrjóska leiðtoga

Show a cowboy watching a ghost town on the left, and a thriving city on the right, deciding which way to go. Photorealism.

 

Ég hef búið víða um heim og séð margt. En alltaf kem ég aftur heim til Íslands, enda er þar fólkið sem ég elska, tungumálið sem gerir mér fært að hugsa skýrt og skapandi, og dúndrandi lífskraftur bæði í náttúrunni og menningunni. Ísland er mín orkustöð, mér líður vel hérna, ég elska landið. Samt horfi ég á leiðtoga okkar með slíkri vantrú að ég get varla trúað eigin augum. Mér sýnist þau stefna í svo rangar áttir, í raun út um allt, og standa nákvæmlega á sama hvaða afleiðingar gerðir þeirra hafa gagnvart fólkinu sem býr á Íslandi. Hvernig á því stendur er nokkuð sem mig langar að velta fyrir mér. 

Það er margt sem spilar inn í, ekkert eitt. Á Íslandi er ákveðið stjórnkerfi sem hefur verið við lýði síðan Danakonungur réð yfir okkur, en síðan hefur því kerfi verið breytt, til að aðlagast einhverjum í samfélaginu, sem virðist hafa haft þá afleiðingu að sumt fólk er meira virði en annað fólk, annað en maður upplifir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem jafnvel konungsfólkið er metið til jafns við aðra. Á Íslandi er mikið af litlum kóngum og drottningum sem virka svolítið eins og nýlenduherrar í eigin landi, sópa til sín öllum auðlindunum og auðæfum og finnst allt í lagi að sjá annað fólk streða og þræla án þess að það fólk finni sér leið í lífinu. 

Þetta hljómar kannski eins og harður dómur, því vissulega er margt gott í þessu samfélagi, en einnig mjög margt sem má betur fara. Og margt sem má miklu betur fara en það gerir í dag. Það er of margt til að telja upp í þessari stuttu færslu.

En af hverju halda leiðtogar sig í skoðanir sem eru augljóslega rangar, enda leiða þær alla sína þegna inn í verri heim frekar en betri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband