Um skilning á hugtökum

Show a horse sitting on a large circus ball which is sitting on the head of a cowboy. Photorealism.

Ef við veltum því aðeins fyrir okkur, þá er magnað hvernig hugurinn virkar. Við lærum öll þessi hugtök sem geta átt við raunverulega hluti sem eru til, raunverulega hluti sem eru ekki til, og skáldskap sem gæti verið til og skáldskap sem ekki er til.

Allir þessir hlutir eru einhvers konar fyrirbæri. Þeir birtast okkur með einhverjum hætti. Þeir eru ekki bara til staðar fyrir framan skynjun okkar, heldur einnig í huga okkar. Til dæmis get ég minnst á ‘hest’ og þú getur séð fyrir þér hest án þess að sjá hest fyrir framan þig. Þú gætir jafnvel ímyndað þér hann hneggja, ímyndað þér hvernig væri að strjúka faxið, ímyndað þér lyktina. Þetta þýðir að við erum stöðugt að vinna í tvenns konar gagnabönkum. Annar þeirra sækir upplýsingar gegnum skynfæri okkar, eins og náttúrulega hluti eða manngerða, en hinn sækir upplýsingar úr huga okkar, sem gæti þá bæði verið minning eða ímyndum. 

Það eitt að við höfum þennan aðgang að hugtökunum er stórmerkilegt, en þessi gagnabanki virðist ganga mann fram af manni og haldast lifandi með samkiptum, sem tjáð eru með allskonar hætti. 

Það að við getum lýst hesti og kúreka sem sitja á risastórum bolta, og getum séð fyrir okkur slíka mynd, segir okkur töluvert um kraft ímyndunaraflsins; og hvernig hægt væri að rugla því saman við minningarnar. Og síðan vekur það furðu hvernig hægt er að búa til slíka mynd í dag, ekki aðeins með því að teikna og mála hana, heldur biðja gervigreind að búa hana til fyrir okkur, eins og sést á myndinni sem fylgir þessari færslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband