Um alheiminn

Show the universe being ruled by a cowboy in the clouds. Photorealism.

Alheimurinn er allt það sem er til og allt það sem er til er áþreifanlegt með einhverjum hætti, það er hægt að mæla með snertingu, bragði, lykt, sjón eða heyrn. Við manneskjurnar reynum að átta okkur á þessum hlutum og tengja þá saman með rökhugsun okkar, við búum til hugtök og orð um öll þau fyrirbæri sem við uppgötvum þannig að við getum sem heild áttað okkur enn betur á hvaða merking liggur að baki þessum fyrirbærum, og reynum að sjá hvert og eitt þeirra sem hluta af heild sem við reynum að átta okkur á.

Reyndar reyna ekki allir að skilja þetta stóra samhengi, sumir eru sáttir við að skoða heiminn eins og hann er umhverfis þau, og sætta sig við að stóra samhengið er kannski allt of stórt til að skilja, því þó að við skoðum ekki nema örlítinn bút af okkar eigin veruleika, þá er margt þar sem er ofar okkar eigin skilningi. Til dæmis að þekkja hljóðin í öllum fuglum sem fljúga hjá okkur, vita hvað þeir heita, kynnast skordýrunum, öllum gróðri og hvernig skepnur haga sér, það er í rauninni heimur út af fyrir sig sem krefst sérhæfingar til að skilningurinn fái að njóta sín. 

Sá sem fæst við að skilja allan heiminn þarf að gera það með mikilli auðmýkt, því hann þarf að vita hversu lítið við getum í raun vitað, og það litla sem við áttum okkur á, það gefur annars konar innsýn en praktíska, það sem gefur okkur pening og mat til að lifa á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Í UPPHAFI VAR ORÐIÐ

OG ORÐIÐ VAR HJÁ GUÐI"

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2292733/

----------------------------------------------------------

P.s.Af hverju eru kúrekar með byssur

í aðal-hlutverki í framsetningu

þinna heimspeki-hugleiðinga? 

hjá þér?

Dominus Sanctus., 30.9.2023 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband