Um óheilbrigða meðvirkni

Create a great cover for the book Don Quixote. Photorealism.

Óheilbrigð meðvirkni er þegar tvær manneskjur (eða fleiri) reiða of mikið hvor á aðra. Það er þegar hamingja einnar manneskju reiðir of mikið á hamingju hinnar manneskjunnar. Dæmi um þetta eru tveir vinir sem geta ekkert gert í sitthvoru lagi, eða hjón sem þurfa að gera allt saman, og útiloka jafnvel annað fólk úr lífinu til að tryggja að hin manneskjan í sambandinu þurfi að reiða því meira á hina.

Óheilbrigð meðvirkni getur verið flókin þegar um ástarsambönd er að ræða, af hvaða tagi sem er. Foreldri getur krafist of mikils af börnum sínum, börnin of mikils af foreldrum, unnusti af kærustu, vinkona af vinkonu, og þar fram eftir götunum; og ef hinn aðilinn gerir ekki sitt besta til að þóknast hinum þá fer allt í háaloft, vinátta verður að óvináttu, ást verður að hatri, samband verður að sambandsleysi. 

Óheilbrigð meðvirkni virðist eiga sér stað þegar ein manneskja (eða fleiri) lætur undan hinni og gerir það sem sú kröfuharðari krefst, og gefur á móti eftir eigin óskum og þrám. Ef helsta ósk hennar og þrá er ánægja hinnar manneskjunnar, er hún einfaldlega á villugötum. Við þurfum fyrst að huga að okkur sjálfum.

Ein áhættan við að gefa of mikið eftir er tap á eigin sjálfsmynd. Það virkar í báðar áttir. Þessar tvær manneskjur fara að sjá sig sem eina manneskju, óaðskiljanlegar frá hvorri annarri. Það er auðvelt að sjá hversu óheilbrigt slíkt samband getur orðið, enda ráðum við aðeins yfir okkar eigin vilja, en varla yfir vilja annarrar manneskju.

Meðvirkni getur orðið til þess að manneskjan hættir að sinna eigin þörfum, en einbeitir sér þess í stað á að uppfylla þarfir hinnar manneskjunnar. Þetta getur orðið til þess að hún hættir að læra og þroskast á eðlilegan hátt, sem einstaklingur sem getur farið sínar eigin leiðir í lífinu, sem frjáls manneskja. Þannig er hægt að sjá meðvirkni sem einhvers konar þrældóm, flókið samband þar sem meistarinn er háður þrælnum og þrællinn meistaranum; en í slíku sambandi hlýtur annar aðilinn að vera með meiri völd en hinn.

Ef til er óheilbrigð meðvirkni, getur einhvers konar meðvirkni verið heilbrigð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband