Um áhrif náms gegn kvíða

Show a cowboy using artificial intelligence, the internet and robots to learn new stuff. Photorealism.

 

 

Til að sigrast á vandamálum, eins og kvíða, þá krefst það fyrst heiðarlegrar greiningar á hvort vandinn sé huglægur eða efnislegur, og ef hann er huglægur, þá þarftu að leggja á þig vinnu til að leysa málið með öllum þeim huglægu tækjum sem þú hefur þegar til staðar. Það er hægt í fjölmörgum tilfellum, því oft er hugarfarið vandinn, en ekki eitthvað efnislegt - þó að það sé möguleiki.

Að læra um orsakir kvíða og hvernig hann hefur áhrif á huga okkar og líkama getur gert fyrirbærið aðeins skiljanlegra. Ef við skiljum að kvíði er eðlilegt svar við álagi sem síðan er hægt að stjórna getur hjálpað. Þegar ein manneskja ber ábyrgð á of mörgu, þegar kemur að því að hún ræður ekki lengur við eitthvað af öllu því sem hún er vön að gera, þá getur það smám saman valdið kvíða. Ef þú finnur að þér kvíðir fyrir einhverju, reyndu að átta þig af hverju það er, ertu að bjóðast til að gera eitthvað sem þú ræður ekki við? Ef svarið er já, þá geturðu reynt að minnka þína ábyrgð. Þetta þarf ekki að vera flókið.

Einnig þegar við finnum að álagið á okkur er að vaxa og við finnum fyrir kvíðanum, þá er hægt að nota ýmsar aðferðir til að slá á kvíðann, rétt eins og þegar of mikið loft er í dekki, þá getur verið skynsamlegt að hleypa smá af því út. Þetta er hægt að gera með slökunaræfingum, núvitund og álagsstjórnun. Sú aðferð sem ég nota er að skrifa eina grein í dagbók hvern einasta morgun um hluti eins og þennan. Það hjálpar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband