Bylting í hugarfari ráðamanna?

Fátækt, vændi, þrælkun, matvælaskortur og skuldafangelsi virðast vera vandamál sem þrífast á Íslandi í dag. Fáir vilja að slík fyrirbæri vaxi í samfélaginu. Það gerist hins vegar þegar umhverfið og forsendurnar gera það að verkum. Ástæðan sýnist mér afar einföld. En einfalda hluti er oft erfitt að sjá.

Djúpi vandinn sýnist mér vera að ríkisstjórn, stjórnmálaflokkar og þingmenn eru sífellt í leit að lausnum, á meðan þau ættu frekar að leita markmiða. Þau kafa ekki nógu djúpt. Reyna frekar að banna afleiðingar vandans heldur en að finna hinar raunverulegu forsendur og koma í veg fyrir þær.

Hagsmunasamtök heimilanna og forseti Íslands hafa verið dugleg að benda á forsendubresti. Valdhafar skilja hins vegar ekki skilaboðin sem annað en árás og heimtufrekju. Svona eins og þegar kirkjunnar menn ofsóttu vísindamenn sem töluðu fyrir nýrri og nákvæmari heimsmynd á miðöldum. Þegar skilningur er ekki til staðar, fer hinn skilningslausi bara í fílu og heldur að sá sem betur veit, eða betur þykist vita, sé bara fífl.

Mikið vildi ég óska að dýpkaði aðeins á skilningi ráðamanna, þeir hættu að leika sér í gæluverkefnum, byrjuðu á að skera niður eigin hroka, bættu við smá auðmýkt og forgangsröðuðu á skipulegan og skynsamlegan hátt.

Slíkt hef ég því miður ekki séð gerast hjá íslenskum stjórnvöldum, og væri slík beiting skynseminnar sú bylting sem þjóðin þarf á að halda í dag.


mbl.is Vísa frá fjölskyldum vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að það sé alveg útséð með að núverandi Ríkisstjórn komi okkur fólkinu í Landinu til hjálpar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.10.2011 kl. 07:57

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eða núverandi stjórnarfyrirkomulag það er að segja fjórflokkurinn sem hugsar fyrst og fremst um sinn eyin hag og einkavina sinna!

Sigurður Haraldsson, 20.10.2011 kl. 08:10

3 identicon

Burt með 4-flokkinn og einnig burt með forsetann, sem er fatlað afkvæmi hans. Formenn Íhaldsins og hækjunnar, Hrunflokkanna, eru báðir erfðaprinsar klíku- og forréttindastétta. Ríkidæmi þessara hópa varð til vegna innherjaviðskipta og afskrifta, en ekki vegna vermætasköpunar að eigin verðleika. Ísland er ekki fátækt land, en það verður að komast á meiri jöfnuður. Það er óviðunandi að stór hluti þjóðarinnar striti myrkranna á milli svo að fáeinar fjölskyldur “á mölinni fyrir sunnan” geti lifað í vellystingum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 09:04

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrannar. Ég tek undir þetta. Ástandið er farið að snúast um líf og dauða, og ef það er ekki nógu alvarlegt til að vekja stjórnendur til djúprar umhugsunar og algerrar hugarfarsbreytingar, þá veit ég ekki hvað þarf til.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.10.2011 kl. 10:33

5 Smámynd: Snorri Hansson

Hrannar,Anna og Ingibjörg. Ég er hjartanlega sammála.

Snorri Hansson, 20.10.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband