Hvaðan koma kreppur?

Hugsaðu þér hóp 10 krakka sem panta sér eina pizzu. Flestir vilja skipta pizzunni jafnt á milli sín. Hins vegar er einn í hópnum sem er ekki sáttur við að fá bara litla sneið. Hann vill meira. Miklu meira. Og hann sér að hann getur ekki stolið sér stærri sneið fyrir framan allan hópinn. Svo hann læðist í veski móður sinnar, og notar kreditkort hennar til að panta 10 pizzur í viðbót. Koma pizzurnar allar og enginn spyr hvaðan peningurinn kom, en allir eru mettir og glaðir. Enginn hefur áhyggjur af skuldadögum. Þetta reddast einhvern veginn. Hugsaðu þér nú að þessir 10 krakkar séu bankar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

bankar gætu þetta ekki án lagasetningar.

Það er stjórnvöld sem heimila bólur vegna þess að þær skila aurum í gæluverkefni sem þeir nota til að reyna að ná endurkjöri.

Lúðvík Júlíusson, 28.5.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einfölduð mynd, en rétt svo langt sem hún nær. Flestir vilja að þessi eini sé tekinn á teppið, en svo eru  aðrir eins og Lúðvík  Lúlíusson sem vilja kenna mömmunni um þar sem hún passaði ekki nógu vel upp á kretitkortin.

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2012 kl. 16:22

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sigurður, stjórnvöld eru ekki í hlutverki "mömmu" heldur setja þau leikreglurnar sem bankakerfið starfar eftir.  Það er nokkuð augljóst.

Lúðvík Júlíusson, 28.5.2012 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lúðvík, pizzudæminu þá er hlutverk mömmunar væntanlega bæði sá sem passar upp á að parýið fari vel fram og svo á hún líka ,,veski" sem krakkarnir eiga ekki.

Svona felstir myndu eflaust telja það glæpinn í dæminu að þessi eini sem stal yrði tekinn á teppið og fengið hirtingu.

Á Íslandi eru einning allt aðrar hugmyndir. Pörupilturinn fær að reka stræstu fjölmiðla landsins og fær að halda öllu sínu og þess sem hann hefur ,,aflað sér", þar sem hann er þóknanlegur öðurm stjórnarflokknum. Í þetta parý sem krakkarnir voru með, vildir þú  koma ,,stjórnvöldum" í stað mömmunar, en það er í anda Alþýðulýðveldissins  Íslands, á nú að koma fulltrúum Seðlabandans sem er víst kallaðir ,,Sazí". 

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2012 kl. 20:22

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þetta breytir ekki þeim veruleika að lög og reglur um viðskiptabanka og peningakerfi landsins eru sett á Alþingi.  Ef þau eru gölluð, eins og er nokkuð ljóst, þá er það hlutverk Alþingis að breyta þeim.

Lúðvík Júlíusson, 28.5.2012 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband