Má óska eftir kynningarþáttaröð fyrir forsetaframbjóðendur og kjósendur á RÚV þar sem jafnræðis er gætt?

Bessasta%C3%B0ir_1834 
 
Á þessu stigi veit ég ósköp lítið um forsetaframbjóðendur og val mitt sjálfsagt samkvæmt því. Mér finnst þau ekki fá vettvang til að tjá sig opinberlega á nógu skýran hátt, þar sem þau þyrftu að svara erfiðum og óundirbúnum spurningum, ekki bara frá fréttamönnum, heldur frá fólki utan úr bæ. 

Það væri gott að byrja á a.m.k. einum sjö klukkutíma löngum þætti sem dekkar heilan vinnudag, þar sem frambjóðendur eru spurðir spjörunum úr, og þar sem þau þyrftu að svara öllum þeim spurningum sem berast, og eru sómasamlega bornar fram, ekki bara þeim spurningum sem fjölmiðlamönnum finnst bestar.

Nái frambjóðendur ekki að svara öllum spurningunum á einum degi, þá er bara að halda áfram næsta dag, og svo koll af kolli, þar til við þekkjum þetta fólk. Tæknilega ætti þetta að vera frekar létt mál, og málefnalega er þetta nauðsynlegt.

Það litla sem ég veit um frambjóðendur, enda hef ég ekki náð að kynna mér almennilega hver þau eru, enda hefur ekki verið skapaður almennilegur vettvangur fyrir þetta góða fólk, nema kannski Þóru, sem fær fáránlega mikla athygli frá fjölmiðlum.
  • Ólafur Ragnar: hefur hlustað á þjóðina meðan þingið brást
  • Andrea: hefur unnið magnað starf fyrir Hagsmunasamtök heimilanna
  • Ari Trausti: fjölmiðlamaður 
  • Þóra: fjölmiðlakona 
  • Ástþór: frumlegur og uppátækjasamur frambjóðandi - kann að vekja athygli, þó ekki alltaf honum sjálfum til framdráttar
  • Herdís: doktor í lögfræði
  • Hannes: hefur búið í Noregi, lært stjórnunarfræði
Ég vil helst sjá slíkan þátt með góðum fyrirvara, sem gefur fólki gott tímarúm til að kynnast þessu fólki frá því takmarkaða sjónarhorni sem slíkir þættir geta gefið, ég vil sjá slíka þætti vel gerða, þar sem hver frambjóðandir fær skammtaðan tíma til að svara spurningum, og síðan setja þau í hóp þar sem virkilega erfiðum spurningum er slengt fram.
 
Bið ég um mikið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Halldórsson

Þetta er góð hugmynd Hrannar en kannski erfið í framkvæmd í reynd. Einfaldasta leiðin fyrir þig er að finna frambjóðendurnar á Facebook (held að allir séu þar inni) og finna þar heimasíður þeirra. Inná síðunum ætti að vera að finna persónuupplýsingar, áherslur og skoðanir þeirra ásamt ýmsu öðru sem að gagni mætti koma við þitt mat á frambjóðendunum. Ég hef sjálfur ákveðið að styðja Þóru og vegna þess að þú talar um óeðlilega mikla fjölmiðlaumfjöllun hennar vil ég benda þér á að skoða úttekt Viðskiptablaðsins Fimmtudaginn 31.maí 2012, á fjölmiðlaumfjöllun forsetaframbjóðenda. Vonandi finnur þú það sem þú leitar að og getur tekið upplýsta ákvörðun í framhaldinu.

Kv. Ásgeir

Ásgeir Halldórsson, 1.6.2012 kl. 11:21

2 identicon

Var Óli að hlusta á þjóðina eða var hann að skrifa undir Ólasave með því að neita að skrifa undir Icesave.

Annars langar mig helst ekki að taka þátt í þessu, mér finnst forsetaembættið tímaskekkja og peningasóun, að auki er ekki neinn spes frambjóðandi

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband