Ţú heldur sjálfsagt ađ ţessi grein sé um ţig, er ţađ ekki?

Ađ ráđast ađ stjórnmálamanni og auđmanni, Sigmundi Davíđi Gunnlaugssyni, fyrir ađ halda ţví fram ađ síđari ríkisstjórn hafi valdiđ meiri skađa en sú fyrri, er í raun frekar marklaust, enda samanburđurinn í sjálfu sér ómćlanlegur. Báđar ríkisstjórnir hafa valdiđ samfélaginu gríđarlegum skađa, enda eru ţćr byggđar upp á nákvćmlega sama hátt og fylgja sams konar munstri sem lýsir sér í hentistefnu. Rifist er um mál sem skipta engu máli, og ekki tekiđ alvarlega á erfiđu málunum, ţví ţau eru svo erfiđ. Skynsemi og greind virđast hafa yfirgefiđ stjórnmálalífiđ (eđa aldrei komiđ í heimsókn), og ţess í stađ skal hjakka í sama farinu og ţykjast vera flottasti haninn í hćnsnabúrinu. 
 
Hver hefur valdiđ meiri skađa? Ríkisstjórnin fyrir Hrun eđa ríkisstjórnin eftir Hrun?
 
Ríkisstjórnin fyrir Hrun fylgdi frjálshyggjustefnunni ađ miklu leyti, fyrir utan ađ sumir fengu ađ vera frjálsari međ peninga en ađrir. Bankar sköpuđu gríđarlegar upphćđir sápukhúlupeninga međ lánum ţar sem fátt eđa lítiđ myndi nokkurn tíma fást til baka. Ţannig var sett upp sú svikamylla ađ allir skattgreiđendur, og sérstaklega lántakendur (skuldarar) myndu ţurfa ađ borga til baka allan ţann pening sem óprúttnir náungar stálu, fullkomlega löglega ađ sjálfsögđu, samkvćmt íslensku réttarfari - sem ţví miđur virđist hafa horfiđ frá hugtakinu réttlćti og vikiđ sér nćr ađ pćlingum um hvurs lags athafnir passa viđ ríkjandi lagabálka og hefđir, heldur en ţađ sem er sanngjarnt og rétt í víđara samhengi.
 
Ţessi ríkisstjórn hafđi ekki bolmagn, og hugsanlega ekki vilja, til ađ fylgja stefnu sinni eftir ţannig ađ réttlát yrđi. Fulltrúi ţessarar ríkisstjórnar virđist horfa á sjálfan sig sem píslarvott, fullan af réttlátri reiđi, á međan hverjum heilvita manni er ljóst ađ ţessi reiđi er ranglát. 
 
Ríkisstjórnin eftir Hrun hefur međ öfgafullum hćtti unniđ gegn öllu ţví sem fyrri ríkisstjórn stóđ fyrir, međ hugmyndir hins andvana kommúnisma á bakviđ sig, ţannig ađ fólkiđ, almenningur í landinu, hefur stađiđ varnarlaust á velli ţar sem stanslausir skotbardagar fara fram. Ţetta fólk kaus ríkisstjórn til ađ finna leiđ út úr ógöngunum, en fékk í stađ ţess ríkisstjórn sem virđist hafa sem efsta forgangsatriđi ađ hatast í fyrri ríkisstjórn og andstćđingum sínum, og vekja aftur til lífsins hugsjónir sem sannreynt hefur veriđ ađ leiđa í ógöngur, eđa kannski afturgöngur í ţessu tilviki.
 
Ţessi ríkisstjórn virđist auk ţess halda ađ hrynjandi Evrópusamband geti komiđ Íslandi til hjálpar, nokkuđ sem hljómađi ekki illa fyrir Hrun, en eftir Hrun er stađa Evrópuríkja ţví miđur haltrandi. Í stađ ţess ađ koma ţeim sem lent hafa í klóm varga bankakerfisins til bjargar, hafa viđkomandi veriđ brytjađir niđur og seldir hćstbjóđanda sem veisluréttir. Ţessi ríkisstjórn hefur tekiđ gríđarleg lán sem ţarf ađ byrja ađ borga til baka á nćsta kjörtímabili. Ţá fyrst kemur skađinn í ljós.
 
Hefur veriđ til ríkisstjórn á Íslandi ţar sem stjórnmálamenn hafa unniđ međ fólkinu sem ţeir ćttu ađ vinna fyrir?  Eftir síđustu kosningar komu ţau nýju sér vel fyrir í fílabeinsturnum og heyra ekki lengur ţađ sem annađ fólk hefur ađ segja, ţađ gleymir jafnvel öllu ţví sem ţađ sjálft hefur sagt og hentar ekki lengur vegna betri eigin stöđu. Vonbrigđi mín vegna ţessarar ríkisstjórnar er ekki mikil, ţví ég bjóst ekki viđ neinu. Ţetta er getulaust pakk sem virđist halda ađ allt snúist um ţađ sjálft, međ sárafáum undantekningum. Ţannig er sagan endalausa.
 
Ég sé ekki betur en ađ langflestir stjórnmálamenn standi fyrir framan spéspegil og keppist um í vinsćldarleik um atkvćđi til ađ láta almenning finnast ţeir flottari en hinir. Hvađ er ţađ annađ en hégómi? 
 
Svo ég vitni í ágćtis lag: "You're so vain, you probably think this song is about you, don't you?"
 
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Góđur!

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 29.4.2012 kl. 10:37

2 identicon

Ţú ritar ţarna í fyrstu línu,,  Sigmundi Davíđ  Einarssyni.?,,

Ţú hlýtur ađ vera ađ rita um Sigmund Davíđ Gunnlaugsson,.eđa hvađ.

Númi (IP-tala skráđ) 29.4.2012 kl. 13:16

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Númi: rétt. Takk fyrir leiđréttinguna.

Hrannar Baldursson, 29.4.2012 kl. 13:52

4 identicon

Skiljum viđ pólutík, söguna endalausu um málamiđlun?

Gisli Gudmundsson (IP-tala skráđ) 29.4.2012 kl. 22:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband