The Hunger Games (2012) ***

o-FINAL-HUNGER-GAMES-POSTER-570

"The Hunger Games" gerist í framtíđinni. Í Bandaríkjunum hefur kreppan ţróast yfir í borgarastyrjöld sem einhvers konar elítufasistar vinna. Ţeir dvelja í litskrúđugri stórborg og virđast flestöll hafa frekar pervískan smekk.

Samfélaginu hefur veriđ skipt upp í ţrettán stéttir, elítustéttin virđist ćđri öllum hinum, en eftir ţví sem talan hćkkar, lćkkar stéttin. Hetja myndarinnar, Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) lendir ásamt Peeta Mellark (Josh Hutcherson) í ţví ađ vera fulltrúi tólftu stéttarinnar í Hungurleikjunum, en ţessir leikar voru stofnađir af sigurvegurum borgarastyrjaldarinnar til ađ minna fólk á ađ halda sig á mottunni. Tveir fulltrúar eru sendir frá stéttunum tólf, og ađ sjálfsögđu eiga ţau tvö úr tólftu stéttinni ađ hafa minnstu möguleikana. 

Fyrir utan ađ Katniss reynist sérlega úrrćđagóđ, ţó hún njóti stundum góđra ráđa lćriföđur síns, fyllibyttunnar Heymitch Abernathy (Woody Harrelson) sem áđur hafđi komist lífs af frá ţessum leikum. Leikreglurnar eru ţannig ađ 24 unglingum á aldrinum 14 til 18 ára er plantađ á lokađ svćđi, öll međ stađsetningartćki, og ţau fá ţrjár vikur til ađ komast lífs af. Ađeins eitt ţeirra má vera á lífi í lok ţáttarins. Mörg börn eru drepin á eins smekklegan hátt og Hollywood er fćrt til ađ sem allra yngstu áhorfendur geti keypt sér miđa.

Kvikmyndin fjallar um grimmt samfélag ţar sem ungviđinu eru settar strangar og ósanngjarnar reglur. Undir niđri ólgar mikil óánćgja víđa úr samfélaginu, og ţađ kemur skýrt í ljós ađ ţađ sem undir kraumar hljóti ađ komast fyrr eđa síđar upp á yfirborđiđ, og Katniss verđur sjálfsagt sá neisti sem kveikir eldinn. Einrćđisherran illi og slóttugi er leikinn skemmtilega af Donald Sutherland, og ţáttarstjórnendur af skemmtilega skeggjuđum Wes Bentley og hárprúđum Stanley Tucci. Ţađ er valinn mađur í hverju rúmi, og leikstjórinn Gary Ross, skilar sínu. Ţetta er ađeins hans ţriđja kvikmynd sem leikstjóri, en sú fyrsta var snilldin "Pleasantville" (1998) sem einnig fjallar um átök unglinga í afmörkuđum heimi.

"The Hunger Games" er fín skemmtun, distópíumynd sem spunnin er saman úr kunnuglegum sögum, eins og bókinni "Lord of the Flies" eftir nóbelsverđlaunahafann William Golding og raunveruleikasjónvarpsţáttum eins og "Big Brother" og "Survivor" ţar sem hćfileikar eru ekki ađalatriđiđ í ţeim heimi, heldur vinsćldir hjá almenningi. Auđvitađ er ţetta ađ einhverju leyti endurgerđ hinnar miklu betri en afar blóđţyrstu japönsku myndar "Battle Royale" (2000), og virđist líka taka hitt og ţetta úr myndum eins og "Ben Hur" (1959) og "The Truman Show" (1998).

Ţetta er fín skemmtun ef ţú ţolir ađ horfa upp á unglinga drepna af hverjum öđrum í rúmar tvćr klukkustundir. Til ađ vera sanngjarn, ţá býr miklu meira ađ baki sögunni heldur en bara tveir tímar af drápsleik, ţví höfundum tekst ađ búa til nýjan heim sem virkar raunverulegur og spennandi. Mig langađi í lokin ađ sjá framhaldiđ. 

Til ţess er leikurinn gerđur. Er ţađ ekki?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég sá hina krassandi japönsku mynd mynd "Battle Royale" ţegar hún var sýnd í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum en ég hef ekki séđ ţessa Bandarísku. En af lýsingunni ađ dćma virđist sú vera á ansi gráu svćđi ţví hún byggist á nákvćmlega sömu hugmynd og sú japanska. Myndir eru oft endurgerđar eđa byggja á notađri hugmynd og allt í lagi međ ţađ, en ţađ má samt ekki eigna sér hugverk annarra.

Á YouTube sá ég ađ Tarantino telur Battle Royale vera bestu myndina sam hann hefur séđ frá ţví hann fór ađ gera myndir sjálfur.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.3.2012 kl. 09:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband