96.000.000.000,- krónu gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar

"Sjálfsfórn gerir okkur fært að fórna öðru fólki án þess að roðna." (George Bernard Shaw)

Þetta litla brot úr fréttinni vekur upp spurningar:

"Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna."

  • Nákvæmlega hvaða ábyrgðir voru yfirteknar? Eitthvað tengt ICESAVE, Landsbankanum og Straumi?
  • Fórnaði Björgólfur eigin nafni til að taka skellinn og bjargar hann þannig fjölskyldu sinni og eignum þeirra?
  • Er tæknilega mögulegt að skuldfæra slíkar gífurlegar upphæðir yfir á eina kennitölu, til þess að redda hinum sem eru í kring? Er það siðferðilega réttlætanlegt? Er það löglegt?
  • Ef það er svona auðvelt að yfirfæra ábyrgðir, væri löglegt að yfirfæra allt ICESAVE batteríið yfir á einn sjálfboðaliða sem síðan fórnar sér fyrir almannaheill? Gæti verið ódýr lausn, þó óheiðarleg sé, og því get ég engan veginn mælt með henni sjálfur.

Ég vil ekki dæma Björgólf og fjölskyldu hans, enda ekki á mínu færi eða smekk að gerast dómstóll götunnar, en ekki finnst mér lyktin góð.


mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Why should the Icelandic public not be used as a scapegoat for ICESAVE?

The Dutch and British governments are pressuring the Icelandic government, and thus the Icelandic public, to pay what has been lost in the ICESAVE scandal. They are barking at the wrong tree. This is a big misunderstanding, caused by calling things by...

Er verið að misnota íslenska fjölmiðla til að ráðast á einstaklinga eins og Björgólf Thor og Davíð?

"Ég veit um fólk sem talar um að þjást fyrir almannaheill. Það eru aldrei helvítis þeir! Þegar þú heyrir mann öskra "Áfram, hugrökku félagar!" munt þú sjá að hann er sá sem situr bakvið helvíti stóran stein og er með eina hjálminn sem raunverulega virkar...

Í hvaða tilgangi var 500 milljörðum í eign íslensku þjóðarinnar varpað fyrir borð 30. maí 2008?

30. maí 2008 þegar sumarfrí þingmanna var að skella á, skrifaði ég grein um 500 milljarða heimild sem íslenska Ríkið fékk til að taka erlent lán. Strax eftir sumarfrí þingheims hrundu bankarnir. Mér fannst þetta áhugavert og passaði vel inn í kenningu...

Up (2009) ****

Þegar maður fer á teiknimynd í bíó um gamlan mann sem fyllirþúsundir blaðra með helíum til að flytja gamla húsið sitt úr borginni,býst maður ekki með æsispennandi ævintýri í anda Indiana Jones. Það erhins vegar það sem maður fær. Up er enn ein...

Fyrirmynd og fagmaður fallinn frá: Walter Cronkite (1916-2009)

D eyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Stórstjörnur hafa hrapað síðasta mánuðinn. Fyrst var það David Carradine, síðan Michael Jackson, og nú Walter Cronkite, fréttamaður sem var þekktur fyrir...

Ögmundur Jónasson og Davíð Oddsson sammála?

Ögmundur Jónasson ræðir í þessari færslu um mikilvægi þess að ana ekki út í óvissuna af ótta við einhverja grýlu sem hótar öllu illu. Skrifar hann þetta skömmu eftir að Davíð Oddsson hefur enn og aftur varað við því að láta þjóðina taka á sig ábyrgð á...

Hverjum er ekki sama um bankarán, spillingu og skuldsetningu kynslóða ef málin reddast á endanum?

Í gær las ég áhugaverða og frekar hógværa færslu á Silfri Egils þar sem Egill Helgason talar um hvernig rútuferðir voru í gamladaga með söng, skralli og vissum óþægindum, og ber þær saman við þægilegu ferðirnar í dag þar sem fólk virðist ekki lengur hafa...

Evrópusambandsaðild: Loks vonarneisti fyrir íslenska þjóð?

Umsókn um ESB er að mínu mati það allra besta sem Íslendingar geta gert í núverandi stöðu. Það hefði reyndar verið betra að vera búin að sækja um fyrir löngu, til þess að gera hagsmunaspillingu íslenskrar pólitíkur erfiðari og langsóttari. Ég veit að...

Útskýrir þetta lýtaaðgerðir Michael Jackson og vilja hans til að hvítna, enda hafi andlitshúð hans verið ónýt eftir brunann?

Ég vil vara við að þetta myndband er frekar óhugnanlegt og grafískt. Einnig myndirnar neðar á síðunni. Ég get vel trúað því að maðurinn hafi þjáðst mikið eftir þennan bruna. Annars- og þriðja stigs brunar eru hræðilega erfiðir viðfangs. Sjálfur hef ég...

Af hverju íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki orðið "subrogate"

Þór Saari hefur gagnrýnt Svavar Gestsson fyrir að kunna ekki tæknilega lagaensku nógu vel til að takast á við alvarlegt mál eins og ICESAVE samninginn. Á móti hefur Þór Saari verið gagnrýndur fyrir að kannast ekki við orðið 'subrogate'. Ég held að það sé...

Hverjum hefur þú rétt hjálparhönd nýlega?

Vegna flutnings okkar frá Íslandi til Noregs hefur gengið á ýmsu. Það er að mörgu að huga þegar flutt er á þann hátt sem við gerðum. Það hefur ekki verið jafn einfalt að flytja og það gæti hljómað. Við lentum í vandræðum á Íslandi þar sem að ég keypti...

Hvað er glæpur og hvað er ekki glæpur?

Að afhenda vinum sínum eignir þjóðarinnar til sölu og lána þeim fyrir kaupunum með peningum þjóðarinnar? Að fella krónuna skipulega til að láta ársfjórðungsreikninga líta betur út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alla þá sem skulda verðtryggð lán...

Fer Ísland á hausinn í haust?

Í dag blogga ég fátæklega. Ég játa og viðurkenni að ég er meira en sáttur við þann kipp sem íslenska ríkisstjórnin hefur tekið síðustu dagana. Hún hefur verið að vinna hlutina hratt og staðið allt annað en aðgerðarlaus. Á móti kemur að aðgerðirnar munu...

Af hverju eigum við ekki að viðurkenna skuldir óreiðumanna sem okkar skuldir?

Davíð er fjölskyldufaðir þjóðarinnar. Hann gerði þau mistök að telja unglingum treystandi fyrir að stjórna sér sjálfir, og áttaði sig ekki á því að slíkt frelsi leiddi beint til óreiðu. Meirihluti hins vestræna heims sem trúði á frjálshyggjuna eins og...

Af hverju er ICESAVE krítískt fyrir íslensku þóðina? Og endurbirting: Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska?

Í tilefni þess að ICESAVE klúðrið er komið í þá sorglegu stöðu sem það er: að almenningur neyðist til að taka á sig skuldbindingar einkafyrirtækisins Landsbankans vegna loforða stjórnmálamanna um að ábyrgjast bankana og eins margar óútfylltar ávísanir og...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband