Hverjum hefur þú rétt hjálparhönd nýlega?

Vegna flutnings okkar frá Íslandi til Noregs hefur gengið á ýmsu. Það er að mörgu að huga þegar flutt er á þann hátt sem við gerðum. Það hefur ekki verið jafn einfalt að flytja og það gæti hljómað.

Við lentum í vandræðum á Íslandi þar sem að ég keypti mér íbúð eftir að hafa flutt til Íslands 2004 eftir að hafa búið fjölmörg ár í Mexíkó, þar sem við lentum reyndar á hrakhólum eftir fellibyli og flóð sem rústuðu aleigu okkar. Þegar ég missti óvænt vinnuna í janúar og mat stöðuna þannig að skynsamlegt væri að flytja úr landi og lifa í reisn heldur en láta börnin upplifa íslensku kreppuna sem mun fyrr eða síðar snerta hvert mannsbarn. Fellibylur og flóð er nóg fyrir 9 og 11 ára börn. 

Það sem hefur komið mér mest á óvart við þennan flutning til Noregs eru ekki öll vandamálin sem hrannast upp og virðast við fyrstu sýn óyfirstíganleg, heldur allir þeir vinir og ættingjar sem hafa rétt okkur hjálparhönd af mikilli gjafmildi og gæsku. Miskunnsama samverjann hef ég upplifað stöðugt af eigin raun og skynja afar vel hversu mikilvægt það er að sýna stuðning þegar hans er þörf, bæði í orði og verki.

Foreldrar mínir, bróðir, systir, frændur og frænkur, vinir og kunningjar; og ekki síst eiginkona mín og börn; allir hafa lagst á eitt og sýnt stuðning og rétt mér hjálparhönd. Ég get varla beðið eftir að komast í slíka aðstöðu á ný þar sem ég get hjálpað öðrum og launað vinum mínum þessa greiða sem þeir hafa með gjafmildi reitt fram, þrátt fyrir að þeir hafi þurft að fórna eigin þægindum fyrir stuðninginn.

Ég vil þakka kærlega hverjum og einum sem hefur sýnt stuðning í orði og/eða verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Þú ert ríkur maður! Að eiga svona yndislega fjölskyldu og vini, verður ekki metið til fjár!

Himmalingur, 14.7.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Ómar Ingi

Don er líka eðal maður Himmi minn

Ómar Ingi, 15.7.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir góða grein.

Ég kannast við þetta . Bjó sjálfur erlendis árum saman,kom "heim"þegar heilsan bilaði og naut stuðnings frá ólíklegasta fólki í þessum litla og fallega bæ hér á Snæfellsnesi.

Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta um ókomna framtíð.

Þráinn Jökull Elísson, 15.7.2009 kl. 05:09

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir góðar kveðjur.

Það fellst einmitt mikið ríkidæmi í fjölskyldu og vináttu, þetta eru gildi sem mega ekki tapast. Þegar maður heyrir stöðugt um hjónaskilnaði og sambandsslit eins og um sjálfsagðan hlut sé að ræða, velti ég oft fyrir mér hvort að verið sé að fórna meiri gæðum fyrir minni.

Hrannar Baldursson, 15.7.2009 kl. 07:41

5 Smámynd: Himmalingur

Og eins og Ommi minn venner segir, þá er fjölskyldan heppin, að eiga eðalmann eins og þig , sér til halds og trausts!!

Himmalingur, 15.7.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband